Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR í hópi með íran, Kólumbíu, og Kúveit í stærðfræði íslenskir 7. og 8. I bekkingar reyndust I aftariega á merlnni (staBrðfræði og náttúi I um ©A/HUI GMÚ/V/D VÁÁÁ, þessi skattur ætlar að fara langt fram úr mínum björtustu vonum, Bjössi minn . . ÞÓRIR Garðarsson og Valborg Guðmundsdóttir. Morgunbiaðið/Árni Sæberg Teiknað við ljóð á safninu KRAKKARNIR í bókasafninu voru önnum kafin þegar blaðamaður hitti þau nýlega að máli. Að þessu sinni voru þau ekki upptekin við lestur, heldur tifuðu litimir yfir hvit blöðin og hvert listaverkið af öðru varð til á pappímum. í tilefni af degi íslenskrar tungu nýlega var efnt til mynda- samkeppni í Borgarbókasafninu og vom börn beðin að mynd- skreyta ljóð eftir Jónas Hall- grímsson og Jóhannes úr Kötlum. Myndirnar verða hluti af jóla- skreytingum safnsins í desember. Jólabarnið Sko hvemig ljósin Ijóma á litlu kertunum þínum. - Þau bera hátíð í bæinn með björtu geislunum sínum. (Jóhannes úr Kötlum) „Ég teikna mynd af kerti, það er í ljóðinu og svo passar það líka við rafmagnsleysið um dag- inn,“ segir Þórir Garöarsson, átta ára. Valborg Guðmunds- dóttir, níu ára, teiknaði líka kerti við ljóð Jóhannesar. „Ég finn ekkert til að teikna sem passar við Ijóðið eftir Jónas. Ég ætla að teikna krans, eins og við mamma búum til fyrir jólin.“ Valborg segist stundum skrifa ljóð heima hjá sér og í skólan- um. „Stundum skrifa ég ljóð sem ég finn í bókum eða ég bý til vísur sjálf. Mér finnst samt leið- inlegt að læra ljóð utanað í skól- anum.“ „Ég hef líka skrífað ljóð einu sinni, eða kannski oftar, en ég rnan bara eftir einu,“ segir Þórir. „Ég vil ekki segja þér hvernig það var. Mér finnst það ljótt. Mamma segir samt að henni finn- ist það flott.“ Þreytandi spurningar Þórir segist ætla að verða unglingabókahöfundur þegar hann verður stór. „Ekki barnabókahöfundur?" spyr blaðamaður. „Nei, ég sagði unglingabókahöfundur," segir Þórir með vanþóknun. „Ég les ekki bara Astrid Lindgren og svoleiðis heldur alls konar bækur. Fer þetta viðtal annars ekki að verða búið?“ spyr Þórir, niðursokkinn í teikninguna. „Það er dálítið leiðinlegt þegar þú ert að spyija," tekur Valborg undir meðan hún bætir við glugga í bakgrunni kransins. ÞÓRIR, 8 ára. VALBORG, 9 ára. Kvennasögusafnið í Þjóðarbókhlöðu Verði lifandi safn Erla Hulda Halldórsdóttir T^’VENNASÖGU- SAFN íslands er að taka til starfa í Landsbókasafni, hefur fengið húsnæði á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar og forstöðumaður tekinn þar til starfa, Erla Hulda Hall- dórsdóttir. Samkvæmt samningi Landsbókasafns og Kvennasögusafns á stjórn safnsins sjálf að sjá fyrir rekstrarkostnaði. Þar sem ekki var tryggt fjár- magn hefur Erla Hulda ráðningu til áramóta, en nú hafa Seðlabankinn, Sparisjóður Reykjavíkur og Landsbankinn veitt rekstrarstyrki. Við biðjum Erlu Huldu að segja í stuttu máli frá safninm „Kvennasögusafn ís- lands verður formlega opnað 5. desember á afmælisdegi Ónnu Sigurðardóttur, sem dó í ársbyijun. í mars var allur safn- kosturinn afhentur Landsbóka- safni íslands - Háskólabókasafni með undirrituðum samningi. Kvennasögusafn fslands var stofnað 1. janúar 1975 á heimili Önnu og þar var það til húsa fram á þetta ár. Hún lagði íbúð sína undir safnið. Sjálf var hún eini starfsmaður þess, nema þeg- ar stöku sinnum fengust styrkir fyrir bókasafnsfræðinga til að skrá bækur og safnkost. Við stofnun safnsins gaf Anna því það sem hún hafði safnað í ára- tugi. Allan þann tíma hélt hún því til haga sem henni sýndist koma á einhvern hátt við sögu kvenna í nútíð og fortíð. Hún fylgdist mjög vel með, hafði ekki aðeins áhuga á sögunni heldur einnig jafnréttismálum sam- tímans og var virk í Kvenrétt- indafélaginu." Hvað er þetta safn stórt? „Núna er verið að skrá bæk- urnar, bæði erlendar og íslensk- ar. Safnið er stórt, mikið af fræði- bókum, pappírum, allslags skjöl- um, fundargerðarbókum og inn- lendum úrklippum. Ef ætti að telja það í hillumetrum, þá eru þeir býsna margir. í skráningu fara bækur og tímarit saman við safnkost Landsbókasafns en merkt Kvennasögusafninu. Síðan þarf að skrá það sem er hér, skjöl, handrit, blaðaúrklippur o.s.frv. Við Iítum á Kvennasögu- safnið sem nokkurs konar upplýs- ingabanka, þar sem hægt verður að fá heimildir um flest það sem snertir sögu kvenna. Draumurinn er að þegar búið verður að efnis- taka, þá megi slá inn í tölvu leitarorð og fá út lista af vænleg- um heimildum. Við getum kallað Kvennasögusafnið nokkurs kon- ar vegvísi um kvennasögu og kvennafræði, sem á að efla rannsóknir um kvennasögu." Fer ekki áhugi vax- andi? „Reyndar hefur allt- af verið mikil ásókn í Kvennasögusafnið. Sem sagn- fræðingur get ég sagt að gríðar- legur áhugi er á sögu kvenna. Innan bókmenntanna og félags- vísindanna líka. Ég tel að Kvennasögusafnið geti komið að góðum notum fyrir þá sem hafa hug á að sinna slíkum rannsókn- um. Ekki má gleyma því að í haust var komið á fót námi í kvennafræðum við Háskóla ís- lands. Það hefur lengi verið viður- kennt fag við erlenda háskóla og kvennarannsóknir í hávegum hafðar. Við erum semsagt á upp- leið í þessum málum og lítum á opnun Kvennasögusafns í Lands- ► Erla Hulda Halldórsdóttir, forstöðumaður Kvennasögu- safns, er sagnfræðingur að mennt. Hún er frá Minni-Borg í Miklaholtshreppi á Snæfells- nesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Laugarvatni 1986, BA- prófi í sagnfræði við Háskóla Islands 1989 og MA-prófi 1996. í haust tók hún til starfa sem forstöðumaður Kvennasögu- safnsins. Eiginmaður hennar er Arnþór Gunnarsson sagn- fræðingur og eiga þau sex ára son. bókasafni sem stórt skref framávið og mikilvægan hlekk í þeirri þróun. Það er heilmikið að gerast og við erum ekki hættar að safna. Saga kvenna er brotakennd. Það er setning hér og setning þar. Það þarf að tína öll þessi brot saman. Þau eru falin undir og bak við og þarf að hafa nokkuð mikið fyrir að fmna þau. Karlar skráðu söguna og í hefðbundnum sögubókum sést að þar eru karlar og þeirra afreksverk í fyrirrúmi. Konurnar fljóta með eins og aukapersónur. En þegar við för- um að skoða, þá finnast raddir kvenna nokkuð víða. Það er hlut- verk okkar að reyna að tína þess- ar heimildir saman. Búa til mynd og auðvelda fólki leitina." Hvað tekur nú við? „Þetta er framtíðarsafn. Við þurfum að byggja nýtt safn á þessum gamla grunni. Nú mótum við okkar starf með hliðsjón af þvi sem er að gerast í þessum fræðum og með nútíma tækni. Ef við fáum fjármagn til að halda safninu gangandi, er markmiðið að þetta verði lifandi safn, sem verði notað og ekki bara af fræði- fólki. Við viljum fá hingað inn allt áhugafólk. Hver sem er getur komið og fengið að blaða í okkar gögnum. Líka er brýnt að fá inn meira efni. Við viljum brýna fyrir fólki, sem kann að luma á bréfum, hand- ritum, ljósmyndum, dagbókum, einhverjum æviminn- ingabrotum, fundargerðarbókum og öðru sem varðar sögu kvenna, að henda því ekki en koma því á framfæri við okkur. Aldrei að vita hvar heimildir leynast. Þegar þær koma saman mynda þær heildstæða mynd. Mjög mikil- vægt er að fólk haldi heimildum til haga og leyfi okkur að vita af þeim strax eða ánafni okkur þær. Við viljum líka vita af og halda utan um gögn sem varð- veitt eru annars staðar, svo við getum vísað á þau. Það getur sparað heilmikla vinnu þeim sem leitar." Vegvísir um kvennasögu og kvenna- fræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.