Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sophia Hansen hitti dætur sínar í Istanbúl á sunnudag eftir 4‘/2 árs aðskilnað „Mér fannst ég geta flogið hamingjan var ótrúleg“ SOPHIA Hansen hitti dætur sínar, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegul, á Iögreglustöð i Bakirköy-hverfi í Istanbúl á sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur og hálft ár sem þær mæðgur hittast og ræða saman í næði. Stefnt er að því að þær hitt- ist aftur á hóteli í Istánbúl um næstu helgi. „Þær hafa ennþá sterkar tilfmningar til mín og allra heima á íslandi," sagði Sophia í gær og sagði að sér hefði liðið stórkost- lega eftir að hafa loksins fengið að hitta dæturnar. Ólafur Egilsson sendiherra hefur unnið að því að undanförnu að koma á fundum þeirra mæðgna. Lögregla í Bakirköy fór að heim- ili Halims A1 á laugardag og fékk hann til að koma til fundar við lög- reglustjóra og Ólaf Egilsson á lög- reglustöðinni. Þar féllst hann á að mæta með dætur þeirra Sophiu til fundar við hana daginn eftir. Lögreglustjórinn stýrði fund- inum, þar sem reynt var að finna fyrirkomulag á umgengnisrétti þeirra mæðgna, sem ekki hefur verið virtur fram að þessu. Fundur- inn fór vinsamlega fram, að því er segir í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. og þá hefur verið ákveðið að þær hitti móður sína. „Þær lofuðu mér því sjálfar fyrir framan föður sinn og alla sem voru viðstaddir að þær myndu koma til mín á hótel í Istanb- úl á laugardag kl. tólf á hádegi og vera með mér til kl. sex um kvöld- ið og aftur á sunnudeginum frá tólf til sex og svo myndum við borða saman kvöldverð á sunnudags- kvöld,“ sagði Sophia. Hún kvaðst hafa reynt að fá þær til að fallast á að koma og gista í íbúðinni hjá sér yfir nótt en það hefði ekki tekist. Hún sagðist ekki ætla að láta það hafa áhrif á sig, aðalatriðið væri að fá að vera með þeim. Enn beðið eftir úrskurði hæstaréttar MÆÐGURNAR Sophia Hansen, Dagbjört Vesile og Rúna Aysegiil á götu í Tyrklandi fyrir allmörgum árum. Hamingjan var ótrúleg Fundinn sátu, auk Sophiu IJan- sen, Halims A1 og dætra þeirra, Ólafur Egilsson og tyrkneskur túlk- ur hans, Katrín Fjeldsted læknir, lögreglustjóri og lögreglukona á lögreglustöðinni í Bakirköy, lög- fræðingur Halims og kona tengd fjölskyldu Halims, sem hefur kennt þeim systrum. Þau ræddu saman í rúma þijá tíma og að því loknu fékk Sophia að vera ein með dætr- um sínum í um það bil klukkustund. Sophia sagði í samtali við Morg- uhblaðið í gær að sér liði óskaplega vel. „Mér fannst ég geta flogið, hamingjan var ótrúleg, bara það að fá að sjá þær var alveg stórkost- legt 0g hvað þá að fá að eiga með þeim heila klukkustund og finna hvað þær hafa ennþá sterkar til- finningar til mín og allra heima á íslandi," sagði hún og bætti við að hún hefði lofað dætrum sínum að ræða ekki við neinn það sem þeim fór á milli. „Ástæðan er einfaldlega sú að þær eru enn undir hælnum á föður sínum og éru hræddar við refs- ingu,“ sagði Sophia. Virtust sælar og sáttar „Ég sagði þeim frá ömmu þeirra og öðrum ættingjum heima á ís- landi og nýjum fjölskyldumeðlimum sem hafa bæst við síðan þær fóru út. Ég gat haldið í hendur þeirra allan tímann sem við vorum einar og fékk að faðma þær og kyssa. Þær gengu meira að segja það langt að faðma mig að skilnaði eftir að pabbi þeirra var kominn inn í her- bergið. Þær virtust mjög sælar og sáttar þegar við kvöddumst.“ Sophia kvaðst ánægð með hve vel lögreglustjóranum tókst að höfða til þeirra systra. „Hann var afskaplega skynsamur og fullur kærleika og manngæsku sem ég hef ekki orðið vör við áður frá embættismanni hér. Honum tókst að fá þær til að tjá sig þó að faðir þeirra væri á staðnum." Einnig sagði hún að Ólafur Egils- son hefði höfðað mjög til betri manns Halims A1 á fundi þeirra á lögreglustöðinni á laugardag. „Það hefur greinilega haft mjög góð' áhrif, því Halim sýndi fulla þolin- mæði allan tímann og æsti sig aldr- ei upp. Hann spurði frétta frá ís- landi, m.a. af nýja forsetanum og ýmsum stjórnmálamönnum, gosinu í Vatnajökli o.fl.“ Aðalatriðið er að fá að vera með dætrunum Systurnar stunda nám í heima- vistarskóla strangtrúaðra múslíma þar sem höfuðáhersla er lögð á Kóraninn og arabísku. Sophia hefur ekki fengið uppgefið hvar skólinn er. Þær eiga frí á sunnudögum og einu sinni í mánuði fá þær heila fríhelgi. Um næstu helgi hittist ein- mitt á langa helgi hjá þeim systrum Enn er beðið eftir úrskurði hæstaréttar í Ankara í forræðis- máli þeirra Sophiu Hansen og Halims Al. Þegar málið var tekið upp 12. nóvember sl. tóku dómar- arnir sér viku til tíu daga umhugs- unarfrest en úrskurður hefur enn ekki verið biftffr. .„Við bíðum í mik- illi spennu eftir niðurstöðu. Jafnvel þó að það tapist þar þá eigum við Mannréttindadómstólinn í Strass- borg eftir,“ sagði Sophia og kvaðst bjartsýn á að fá réttláta meðferð þar, þó að það myndi taka sinn tíma. „Ég vil þakka öllum íslendingum fýrir að hafa stutt mig og veit að þeir eiga eftir að standa við bakið á mér áfram. Ég sagði stelpunum frá því hvemig íslendingar hefðu stutt mig fjárhagslega til þess að fara í allar þessar ferðir, leigja íbúð hérna úti og haldið í mér lífinu, fætt mig og klætt. Ég sagði þeim að öll þjóðin styddi okkur, bæði fólk sem þær þekktu og aðrir sem þær hefðu aldrei komist í kynni við. Ég sagði þeim líka að á hverjum fímmtudegi hreinsaði ég allt út úr dymm, fyllti ísskápinn af öllu því sem ég veit að þeim þykir gott og byggi mig alltaf undir það að fá að vera með þeim heila helgi. Ég sagði þeim að ég kæmi á hveijum einasta fostudegi til þess að leita þær uppi og að skiptin væra að verða átta- tíu,“ sagði Sophia að lokum. Handtek- inn með kíló af hassi LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 27 ára gamlan mann um miðnætti- síðastliðið föstudagskvöld og reynd- ist hann vera með eitt kíló af hassi í fóram sínum sem hann hugðist selja. Maðurinn játaði við yfírheyrsl- ur að hafa flutt inn samtals 1,1 kg af hassi frá Amsterdam og notað um 100 grömm af efninu sjálfur. Að sögn Björns Halldórssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar var mað- urinn handtekinn eftir að lögreglu- , menn sáu hann fara inn í skúr a vinnusvæði í borginni og flytja eitt- hvað úr honum inn í bíl sinn. Þegar maðurinn var stöðvaður stuttu seinna reyndist vera af honum áfengislykt og var hann þá færður á lögreglustöðina. Þar fannst á hon- um lítilræði af hassi og þegar farið var fram á að leita í bílnum hans afhenti maðurinn eitt kíló af hassi. Við yfirheyrslur viðurkerindi hann að hafa keypt 1.100 grömm af hassi í Amsterdam í ágúst síðastliðnum og flutt það hingað til lands í hand- farangri. Sjálfur hafí hann notað hluta fíkniefnanna en ætlað að selja kílóið sem fannst í bílnum hans. Fegur ðarsamkeppni karla Fulltrúi Islands í 4.-5. sæti ÞÓR Jósefsson, herra ísland 1996 lenti í 4. til 5. sæti í fegurðarsam- keppninni Herra Evrópa, sem haldin var í Stavanger í Noregi á laugar- dag. Að keppninni lokinni var honum boðinn samningur hjá fyrirsætu- skrifstofu í París. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn en fyrirsætusamningurinn við PH One, eina stærstu stofu í Frakk- landi, er heiður fyrir mig. Eigandr hennar Paul Hagnauer kom að máli við mig eftir keppnina og bauð mér samninginn en sigurvegari keppn- innar, fulltrúi Portúgal, fékk árs- samning hjá sömu stofu í verðlaun," sagði Þór. í forkeppni á fimmtudags- kvöldið var Þór kosinn sigurvegari af um 250 kvenkyns áhorfendum sem sátu í salnum. Þór fer til Parísar um miðjan jan- úar og gerir ráð fyrir að dvelja í hálft til eitt ár við fyrirsætustörf. l I Sýning á verkum Karólínu Lárusdóttur í Gallerí Borg Verkin seldust upp á stundarfjórðungi VERKIN á sýningu Karólínu Lárusdóttur listmál- ara, Draumurinn um Gullfoss, í Gallerí Borg, 38 að tölu, seldust upp á fimmtán til tuttugu mínútum eftir að sýningin var opnuð á laugardag. Var verð verkanna á bilinu 95.000 til 490.000 krónur. „Eg man ekki eftir öðru eins - maður hafði ekki undan að setja rauðu punktana við verkin,“ segir Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg en fyrsta fólkið mun hafa tekið sér Stöðu fyrir utan galleríið klukkan átta um morguninn - sýningin var opnuð klukkan fjögur. Hann segir harla fátítt að verk á myndlistarsýningum seljist upp á svo skömmum tíma hér á landi, og legið hafi við stimp- ingum undir lokin. Að áliti Péturs Þórs er skýringin á þessum mikla áhuga tvíþætt: Annars vegar virðist Karólína ejn- faldlega njóta svona mikillar hylli meðal landa sinna og hins vegar virðist yrkisefni hennar að þessu sinni, Gullfoss, flaggskip Eimskipafélagsins, og stemmningin í kringum siglingar hans, hafa höfðað sterklega til fólks. Karólína segir að viðtökurnar hafi komið sér í opna skjöldu. „Eg trúi þessu eiginlega ekki ennþá, þetta var alveg stórkostlegt. Ég er alveg þakklát og guð hvað mér þykir vænt um fólkið sem keypti allar þessar myndir. Síðan spillti fjölmennið við opnunina ekki fyrir - stemmningin var frábær. KARÓLÍNA Lárusdóttir: Draumaferðin, á vit ævintýranna. Þetta var eiginlega eins og Gullfossferð - án þess að verða sjóveikur.“ Pétur Þór segir að kaupendur hafi verið á öllum aldri - ekki einvörðungu fólk sem muni Gullfoss eða hafi siglt með honum á sínum tíma. Þá keypti Eimskipafélag Islands fjórar myndanna. Einn skuggi hafi hins vegar fallið á sýninguna, hvorki Listasafn íslands né Listasafn Reykjavíkur hafi verið á meðal kaupenda. Andlát SIGURÐUR SIGURÐSSON SIGURÐUR Sigurðs- son listmálari er látinn áttræður að aldri. Sig- urður fæddist á Isafirði 29. október 1916, son- ur Sigurðar Sigurðs- sonar sýslumanns og bæjarfógeta og konu hans Stefaníu Arnórs- dóttur. Hann varð stúdent frá MA 1937 og lauk cand.phil. prófi frá Háskóla íslands 1938. Sigurður stundaði nám við Konunglega listaháskólann, í Kaup- mannahöfn 1939-1945. Eftir að hann kom heim frá námi hóf hann kennslu við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1948 og starfaði þar samfleytt til ársins 1980. Hann var yfírkennari í málun um árabil. Sigurður hélt margar einkasýn- ingar og tók þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Hann sýndi verk sín m.a. í Kaupmanna- höfn, Ósló, Helsinki, Ítalíu, Þýska- landi, Póllandi og Rússlandi. Sigurður hélt alla tíð tryggð við sígilda landslagshefð og var einn merkasti portrettmálari síns tíma. Hann var formaður Félags íslenskra myndlistarmanna j áratug og hann sat í stjórn Lista- og menn- ingarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981. Á þess- um árum átti hann meiri þátt í því en nokkur annar að marka stefnu sjóðsins í listaverkakaupum. Hann sat í stjórn og byggingarnefnd Listasafns Kópavogs 1978-1981. Sigurður hélt síðast einkasýn- ingu á verkum sínum í Gerðarsafm í Kópavogi í vor. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Anna Kristín Jónsdóttir. Þau áttu eina fósturdóttur, Stellu Kluck. s » D »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.