Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ 1 1 I i 3 i I i i i < < < I I < I I I ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 47 MIIMNIIMGAR Akraness 1947 og þinn uppáhalds- sálmur síðan þá, og þú söngst svo fallega, var: Ég krýp og faðma fótskör þína Frelsari minn á bænastund. Ég legg sem bamið bresti mína Jesús í þína líknarmund. Ég hafna auðs og æðri völdum fel mig í þínum kærleikshöndum. Þín mesta hamingja var að kynn- ast eiginmanni þínum Magnúsi Þor- steinssyni á Akranesi og eignast með honum fjögur mannvænleg börn sem þú sýndir ást og umhyggju alla tíð. Þau hafa stutt þig og huggað í þessum erfiðu veikindum þínum. Guð blessi eiginmann þinn, börn, tengdabörn og blessuð barnabörnin; þau hafa öll misst svo mikið við frá- fall þitt. Mæður eru alltaf til taks þegar á bjátar. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt. Birna Jakobsdóttir. Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér í fyrra, þegar ég var þriggja ára og við fórum alltaf með saman þegar ég fékk að sofa hjá þér: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Magnús Þ. Þórhallson. Amma var okkur alltaf góð. Hún kenndi okkur bænir og svo var líka gaman að hjálpa henni í garðinum við sumarbústaðinn. Við söknum hennar mjög mikið og það er erfitt að trúa því að hún komi aldrei aft- ur, en nú líður henni betur. Svo hlökkuðum við svo til að hún kæmi að passa okkur og að við færum í heimsókn til hennar og afa. Við vor.uðumst til að hún myndi lifa yfir jólin en hún náði að lifa fram yfir afmælið mitt. María Björg Þórhallsdóttir. Fyrir rúmlega áratug kynntist ég Maríu þegar ég fór að rugla saman reytunum við Jakob, yngsta son þeirra hjóna. Mér var strax tekið opnum örmum og það vakti athygli mína hversu samrýnd hjón þau Magnús og María voru. Eg var svo heppin að fá að vinna með Maríu í Sementsverksmiðjunni þar sem hún var ráðskona í mötu- neyti. Þar kynntumst við vel og myndaðist trúnaðarsamband á milli okkar. Það var hægt að segja henni allt. Hún var góður hlustandi og lagði ekki dóma. Hún sagði mér oft sögur frá því hún var lítil stúlka á Vatnsleysuströnd og ófáar voru sög- urnar frá tilhugalífi þeirra Magnús- ar á Akranesi og prakkarastrikum þeirra hjóna. María gat verið mjög glettin og var til í að taka Jpátt í alls kyns vitleysu með okkur. I sum- ar komu María og Magnús í ferða- lag með fjölskyldu minni og held ég sannarlega að hún hafi skemmt sér manna best. Hún tók þátt í flest- um leikjum okkar en á þessum tíma var sjúkdómurinn farinn að segja til sín án þess að okkur grunaði nokkuð. María var alltaf vel til höfð og höfðu margir það á orði hversu glæsileg kona hún væri. Hún var ung í anda og fylgdist vel með því sem fram fór í íslensku þjóðfélagi. Hún hafði yndi af íslenskri tónlist og átti sér uppáhaldssöngvara og uppáhaldslög. Hún fylgdist vel með sonum sínum tveimur í tónlistarlíf- inu og var stolt af þeim eins og öllum sínum börnum. Þeim vinum mínum og fjölskyldumeðlimum sem hún kynntist í gegnum árin fylgdist hún grannt með og sýndi öllum jafnmikinn áhuga. Þegar María tilkynnti mér þann úrskurð í byrjun október sl. að hún væri með krabbamein gat mig ekki órað fyrir því að hún ætti svo stutt eftir sem raun bar vitni. í eigingimi minni vonaðist ég eftir að hún lifði til að beija níunda barnabarn sitt augum í janúar næstkomandi. Mér var hugsað til þess styrks sem hún veitti mér þegar ég eignaðist mitt fyrsta bam í maí á síðasta ári. Á hverjum degi komu þau María og Magnús í heimsókn á fæðingardeild- ina og færðu mér eitthvert smáræði auk þess sem hún var búin að hekla fatnað á barnið til að klæðast við heimkomuna. Og hún hélt áfram að vera til taks og veita góð ráð við uppeldið án þess að vera af- skiptasöm. Þau hjónin voru ávallt reiðubúin að aðstoða okkur og mik- ið og margt lærði ég af Maríu. Það var sama hvort ég lenti í vandræðum með saumaskapinn, pijónaskápinn eða eldamennskuna alltaf gat ég leitað til hennar. María var stöðugt að hugsa um aðra, bömin sín og barnabörn. Hún vissi að fregnirnar um sjúkdóm sinn fengju á okkur. Hún var ekki að hugsa um eigin líðan. Hún bar sig ótrúlega vel í veikindum sínum og hafði mestar áhyggjur af eigin- manni sínum sem þá hafði fengið vitneskju um að vera haldinn sama sjúkdómi. Þessi kveðjustund er erfið en minningarnar eru margar og góðar. Hvert faðmlag, hvern koss og hveija samverustund með þér María mín mun ég varðveita. Megi guð veita Magnúsi styrk í hans miklu_ sorg. Áslaug Pétursdóttir. Það er með sorg í hjarta sem við samstarfsfólk Maríu Jakobsdóttur, fyri-verandi matráðskonu, langar til að kveðja hana í fáum orðum. Það var alltaf einstaklega gott að koma í mötuneytið til Maríu. Hún var ákaflega skapgóð og hjartahlý kona sem létti lund okkar með glaðværð sinni. María átti mjög auðvelt með að vinna. Hún var vandvirk, lanin og samviskusöm. Hún lagði í hvívetna metnað í störf sín, smá og stór. Það er hverju fyrirtæki mikil gæfa að hafa haft jafn góðan starfskraft og Maríu. Það var því með söknuði í huga sem við kvödd- um Maríu er hún lét af störfum í júní 1994, sökum heilsubrests. Mikill harmur er nú kveðinn að elskulegum eiginmann hennar, Magnúsi Þorsteinssyni, sem er einn af virtustu starfsmönnum í sögu Sementsverksmiðjunnar. Við send- um Magnúsi, börnum hans, fjöl- skyldum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi algóður guð styrkja þau og blessa á þessum sorgarstundum. Starfsfólk Sementsverskmiðj- unnar hf., Sævarhöfða 31, Reykjavík, Akranesi og Akur- eyri og skipsfélagar Skeiðfaxa. VIB; Verðbréfamarkaöur Islandsbanka hf., býður þér í opið hús í dag, þriðjudaginn 3. desember, frá kl. 9.15. Tilefnið er flutningur einstaklingsþjónustu okkar í stærra og betra húsnæði á 1. hæð við innganginn að fjármálamiðstöðinni á Kirkjusandi, auk þess sem VÍB á 10 ára afmæli um þessar mundir. Okkur væri það sérstök ánægja ef þú sæir þér fært að líta í heimsókn, þiggja veitingar og kynna þér þjónustu okkar. kl. 16:30 kl 17:00 kl 17:30 kl. 18:00 Fyrirlestrar Hlutabréfahlaupið í desember \ Margrét Sveinsdóttir, forstöðum. einstaklingsþjónustu VÍB Fjármagnstekjuskatturinn yfirvofandi Vilborg Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri VIB Hlutabréfahlaupið í desember Margrét Sveinsdóttir, forstöðum. einstaklingsþjónustu VÍB Fjármagnstekjuskatturinn yfirvofandi Vilborg Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri VIB Kaffi og kökur verða á boðstólum aUan daginn. Verið velkomin í VÍB VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.