Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jeltsín hyggst reka yíirmami landhersins Moskvu. Reuter. SKÝRT var frá því í gær að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hygðist víkja Vladímír Semjonov hershöfð- ingja frá sem yfirmanni rússneska landhersins en hefði ekki enn undir- ritað tilskipun um brottvikninguna. Embættismenn í varnarmála- ráðuneytinu í Moskvu sögðu að Jeltsín hefði samþykkt að víkja Semjonov frá vegna „aðgerða sem flekka heiður hershöfðingjans og hæfa ekki stöðu hans“. Þeir vildu Asakanir um mann- réttindabrot London. Reuter. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu í gær pa- lestínsku stjórnina og sögðu mann- réttindabrot hafa færst í aukana á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna á undanförnum 2 árum. „Fórnarlömb hrottalegra pynt- inga og annarrar valdníðslu þora ekki lengur að hefja upp raust sína og segja til nafns vegna hótana,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. I skýrslu þeirra segir að „and- rúmsloft óttans" verði stöðugt meira áberandi á svæðum Palestínu- manna, blaðamenn hafi verið hand- teknir fyrir að greina frá misbeit- ingu valds, blöðum þeirra lokað og mannréttindafrömuðir ofsóttir. Segir þar að samtökin hafi í mörgum heimsóknum fundið mörg dæmi um að palestínskar öryggis- sveitir hafi framið mannréttindabrot í lögsögu stjórnar Palestínumanna. Þar á meðal væru „pólitískar geð- þóttahandtökur og langt gæsluvarð- hald mörg hundruð meintra stjórn- arandstæðinga án ákæru eða réttar- halda“ og algengt væri að menn væru pyntaðir og myrtir án dóms og iaga. þó ekki skýra nánar frá því hvað hann væri sakaður um. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ hafði fréttastofan Inter- fax eftir Semjonov. Hann sagði við dagblaðið Ízvestía að varnarmála- ráðherrann hefði sagt honum að hann yrði rekinn vegna „viðskipta- starfsemi" eiginkonu hans, er starf- ar hjá rússneska fyrirtækinu Ros- vertol, sem framleiðir þyrlur. Hann hygðist höfða mál gegn ráðherran- um vegna málsins. Ekki bendlaður við spillingu Rússnesk blöð hafa að undan- förnu birt greinar um meinta spill- ingu meðal æðstu manna hersins en allir, sem hafa verið nefndir í því sambandi, hafa vísað sakargift- unum á bug. Semjonov hefur hing- að til ekki verið bendlaður við spill- ingu og Interfax hafði eftir sak- sóknurum hersins að hann væri ekki á meðal nokkurra embættis- manna sem sæta rannsókn vegna gruns um spillingu. Fyrrverandi samstarfsmaður Semjonovs, Edú- ard Vorobjov, sem á sæti í varnar- málanefnd Dúmunnar, sagði þó að hershöfðinginn bæri ábyrgð á vanda hersins eins og aðrir yfir- menn hans. Mikil óánægja ríkir innan hersins vegna fjárskorts og ófara hans í stríðinu í Tsjetsjníju. ígor Rodíonov, sem var skipaður varnarmálaráð- herra í júlí, hefur gengið erfiðlega að treysta tök sín á yfírstjórn hers- ins og berst nú fyrir auknum fjár- framlögum til að greiða laun her- manna og afstýra frekari upplausn innan hersins. Semjonov var yfirmaður sovéska landhersins árið 1991 þar til Sovét- ríkin leystust upp í desember sama ár. Hann var skipaður yfirmaður rússneska landhersins árið 1992. Aðstoðarmaður hans, Anatolí Golovnjov, á að gegna embættinu til bráðabirgða. Reuter Alnæmisdagur um allan heim MILLJÓNIR manna um heim allan komu saman á sunnudag til að minna á baráttuna gegn alnæmi og til að leggja áherslu á alþjóðlegt átak gegn þessum mikla vágesti. Talið er, að 22 milljónir manna séu ýmist sjúk- ar eða smitaðar af alnæmi og að minnsta kosti sex milljónir eru látnar. Þessi mynd er frá Bombay á Indlandi og er stytt- an sjálfur alnæmisárinn. Um fimm milljónir Indveija hafa sýkst nú þegar og óttast er, að þeir verði orðnir 20 milljónir um aldamót. rsCtí 0 HfALTH Tfi IjfU }f 15 YÖUR5 Gorbatsjov g’agnrýnir þýsku stjórnma Segir dómskerfið notað til aðjafna metin við leiðtoga A-Þýskalands Berlín. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, sakaði þýsk stjórnvöld í gær um að reyna að jafna metin við leiðtoga gamla Austur-Þýskalands með því að bijóta loforð sitt um að sækja þá ekki til saka fyrir gerðir, sem hefðu verið löglegar í stjórnartíð þeirra. Sagði hann að þess væru greinileg merki að verið væri að nota dómskerfið til að koma fram hefndum og ákveðnir menn væru „á nornaveiðum". Þessi orð Gorbatsjovs eru í yfir- lýsingu, sem hann gaf út til stuðn- ings Egon Krenz, síðasta harðlínu- leiðtoga Austur-Þýskalands, og þremur öðrum fyrrverandi ráða- mönnum. Mennirnir fjórir hafa verið dregnir fyrir rétt fyrir þá stefnu að láta landamæraverði skjóta hvern þann, sem reyndi að flýja til vesturs yfir landamæri Austur-Þýskalands. Segir loforð brotið „Þegar Þýskaland sameinaðist 1989-90 var gert samkomulag, bæði í trúnaði og á opinberum vettvangi, við vestur-þýska ráða- menn um að umdeild atriði, þar á meðal aðgerðir, sem ekki brutu í bága við austur-þýsk lög, yrðu ekki leyst með málsókn á hendur fyrrverandi pólitískum andstæð- ingum,“ sagði í bréfinu, sem Diet- er Wissgott, lögfræðingur Krenz, lagði fram í réttarhöldunum í gær. Krafðist lögmaðurinn þess að Helmut Kohl kanslari yrði lát- inn bera vitni og bætti við segði Gorbatsjov satt ætti að láta málið niður falla. > > > > i \ I t L D [ i l Líkur á samkomulagi um stöðugleikasáttmála Brussel. Reuter. LÍKLEGT er talið að samkomulag um svokallaðan stöðugleikasátt- mála, sem á að treysta væntanlegt Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu (EMU) í sessi, náist á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í Dublin í næstu viku. Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna sátu í gær á löngum fundi í Brussel og toguðust á um ákvæði stöðugleikasáttmálans. Þýzkaland Ieggur ofuráherzlu á að skilyrði hans verði afar ströng, til að koma í veg fyrir að trúverð- ugleiki hinnar væntanlegu Evr- ópumyntar veikist vegna halla- rekstrar ríkissjóðs í einstökum aðildarríkjum EMU. Samkomulag hefur náðst um að aðildarríki verði sektuð, reki þau ríkissjóð með halla. Hins veg- ar er deilt um skilgreiningu á „al- varlegri efnahagskreppu", sem kann að vera réttlæting fyrir auknum hallarekstri. Þýzkaland vill mæla slíka kreppu í beinhörð- um tölum og telur hæfilegt að ætla að 2% samdráttur landsfram- leiðslu sé alvarleg kreppa. Önnur aðildarríki hafa viljað að þetta EVROPA^ yrði matsatriði ráðherraráðs ESB, eða þá að tilgreint yrði ákveðið bil, til dæmis samdráttur lands- framleiðslu um 0,5 - 2%, sem gæfi aukið svigrúm fyrir mat á því hvort um alvarlega kreppu sé að ræða og hvort beita skuli sektum eður ei. Júrgen Stark, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Þýzkalands, sagði í fundarhléi á fjármálaráð- herrafundinum í gær að hægt yrði að ná samkomulagi um meginatr- iði stöðugleikasáttmála á leiðtoga- fundinum í næstu viku. „Það verð- ur pólitískt samkomulag um grundvallaratriðin. Mér sýnist að það sé hægt,“ sagði hann. „Okkur mun hins vegar ekki hafa tekizt að ljúka endanlegum samningavið- ræðum um lagatextann." Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, var spurður við komuna til Brussel hvort fótur væri fyrir fréttum brezkra blaða, um að John Major forsætisráð- herra væri hættur við að bíða og sjá hveiju fram yndi varðandi EMU og hefði ákveðið að útiloka EMU-aðild í eitt skipti fyrir öll. „Ég trúi því ekki eitt andartak að menn velti slíku fyrir sér,“ sagði Clarke. „Það mun einfaldlega ekki gerast. Slíkt væri fráleitt." Santer spáir EMU-aðiId Bretlands Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði í við- tali við Financial Times í gær að hann teldi að fjármálamarkaður- inn og stórfyrirtæki myndu leggj- ast á eitt og þrýsta á brezk stjóm- völd að ganga í EMU. Engin brezk ríkisstjórn, hvorki vinstri- né hægrisinnuð, myndi standast slík- an þrýsting. Er Santer var beðinn að spá um ástand mála árið 2003 sagði hann: „Myntbandalagið verður komið á og Bretland mun eiga aðild að því.“ Danmörk og Fmnland „Tolluriiin“ úr sögunni2003 Brussel. Reuter. TAKMARKANIR á innflutningi ferðamanna á áfengi og tóbaki frá öðrum aðildarríkjum Evrópusam- bandsins verða afnumdar í áföng- um í Finnlandi og Danmörku, fram til 31. desember árið 2003. Svíar fá hins vegar að halda núverandi takmörkunum fram til 30. júní árið 2000, en þá verður ákveðið hvort breyting verður gerð á sænskum reglum um innflutning ferðamanna á þessum vörum. Hærri skattar á Norðurlöndunum Þetta er niðurstaða samninga- viðræðna á furidi fjármálaráðherra ESB-ríkja í Brussel í gær. Nor- rænu aðildarríkin leggja miklu hærri skatta á áfengi og tóbak en önnur ríki ESB, í nafni heilbrigðis- sjónarmiða. Þau hafa einnig viljað takmarka innflutning ferðamanna á ódýru áfengi og tóbaki frá öðrum aðildarríkjum. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar talið þessar takmarkanir stríða gegn reglum um fijálst flæði vöru á innri mark- aði ESB. Framkvæmdastjórnin hafði áð- ur lagt til að takmarkanir Norður- Iandanna yrðu afnumdar á miðju ári 2002, þannig að Finnar og Danir hafa nú fengið 18 mánaða aðlögunartíma til viðbótar. I sam- komulaginu, sem gert var í gær, er hins vegar ákvæði um að verði ákveðið árið 2000 að Svíar fái að halda undanþágu sinni frá ESB- reglum lengur, verði aðlögunar- tímabil Finna og Dana einnig lengt. Eins og reglum er nú háttað má sænskur ferðamaður á heim- leið frá öðru ESB-ríki hafa með sér einn lítra af sterkum drykkj- um, fimm lítra af léttvíni og fímmtán lítra af bjór. Samkvæmt reglum ESB mega ferðamenn í suðlægari aðildarríkjum hafa með sér 10 lítra af sterku, 90 lítra af léttvíni og 110 lítra af bjór við heimkomu frá öðru aðildarríki. I i f f g í c: t ! t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.