Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 5 j m'y.! jhhmr-'i S 'i ioa ■ 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 NEYTENDUR ERLENT Röng vörumerking á VSOP kjöti Lambahryggur reyndist vera hangikjöt Ólga innan NATO vegna stækkunar HERÆFING hjá Atlantshafsbandalaginu. TUGIR viðskiptavina Hagkaups sem hafa keypt VSOP dijon krydd- aðan lambahrygg hafa kannski staðið í sömu sporum og viðskipta- vinurinn sem ætlaði að matreiða ferskan lambahrygg um helgina. Eftir nokkrar mínútur fann kokk- urinn að þessi fíni hangikjötsilmur sveif um eldhúsið. Von var á gest- um innan stundar og forráðamenn hjá Hagkaup í Hólagarði brugðust skjótt við og komu með nýjan Dijon hrygg í ofninn. Enn gaus upp sami ljúfi hangikjötsilmurinn en allt meðlæti sem búið var að matreiða var gert fyrir ferskan lambahrygg. Verslunarstjórinn hjá Hagkaup í Hólagarði kom að vörmu spori með nautalundir. Óskar Magnússon forstjóri Hag- kaups segir um mistök í merking- um að ræða hjá Sláturfélagi Suður- lands en um 65 Dijon hryggi var ULTRA hreinol er nýr uppþvotta- lögur sem kominn er á markað í tilefni þess að sápugerðin Hreinn hefur nú verið starfrækt í um eitt ár á Dalvík. Hreinn hefur framieitt Hreinol óslitið frá árinu 1961, fyrst í Reykjavík en síðasta ár á Dalvík. Grænn hreinol hefur verið einn vinsælasti uppþvottaiögur á ís- lenskum markaði síðustu áratugi og eru nú auk hans framleiddir gulur hreinol og ultra hreinol. Ultra hreinol er framleiddur úr lífrænum umhverfisvænum efnum, að ræða. „Umræddir hryggir hafa verið teknir úr sölu og hryggir merktir sem léttreyktir komnir í hillur okkar,“ segir Óskar. „Dijon hryggurinn hefur frá upp- hafí verið léttreyktur og sykursalt- aður og kryddaður með Dijon sin- nepi, púðursykri og koníaki. Fimm- berjalambið er einnig léttreykt með þessum hætti. Þessar tvær VSOP vörutegundir eru einungis lét- treyktar í eina og hálfa klukku- stund sem er mjög ólík reyking frá hangikjöti sem liggur í reyk í 48 klukkustundir. Slík léttreyking gef- ur því aðeins lítinn keim og því var ekki talin í upphafí ástæða til að merkja það sérstaklega fyrr en ábending barst frá viðskiptavini og eftir það var orðinu léttreykt bætt við sem undirfyrirsögn á merkimiða kjötsins", segir Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands. hann er mildur fyrir hendur og sérlega áhrifaríkur á erfíða fítu, en einungis þarf að nota nokkra dropa í venjulegan uppþvott. Ultra hreinol stenst allan samanburð við erlenda framleiðslu, en hann er framleiddur með sérstöku tilliti til efnasamsetningar íslenska vatns- ins. Lindá í Reykjavík annast dreif- ingu á vörum sápugerðarinnar Hreins á höfuðborgarsvæðinu, en í öðrum landshlutum er hún í hönd- um ýmissa heildsala. Atlantshafsbandalagið verður stækkað til austurs á næstunni hvað sem mótbárum Rússa líður. Helsti vandi NATO varðar hins vegar ekki þær þjóðir, sem komast að, heldur hinar, sem verða skildar eftir. Hvernig á að sýna þeim fram á að ekki sé verið að ofurselja þær valdi Rússa? Brussel. The Daily Telegraph. HELSTU stjórnarerindrekar og hernaðarsérfræðingar á Vestur- löndum glíma nú við eitthvert erf- iðasta vandamál, sem blasað hefur við Atlantshafsbandalaginu (NATO) frá því að Berlínarmúrinn féll. Spurningin er hvernig útskýra eigi fyrir þjóðum Austur-Evrópu, sem vilja hver um aðra þvera ganga í NATO, að þeim verði meinuð aðild. Embættismenn bandalagsins gera sér grein fyrir því að helsti vandinn samfara því að stækka NATO til austurs verð- ur fólginn í því að eiga við þá, sem þarf að hafna. Ekki minnkar vand- inn við það að Rúmenar og Slóven- ar, sem hingað til var talið að ættu litla möguleika á að bætast í hóp NATO-ríkja, eru skyndilega komnir fremst í röðina. NATO hefur aðeins nokkra mánuði til stefnu. Þá þarf að vera búið að ákveða hvernig gera á þeim, sem ekki komast að, grein fyrir ótíðindunum. Fari það úr- skeiðis er ekki aðeins hætta á að Evrópu verði skipt á ný, heldur gætu komið fram utangarðsríki, sem yrðu dæmd til að búa í skugga Rússlands. Eitt er hins vegar víst: bandalagið verður stækkað og gerð verður grein fyrir því næsta sumar hverjir komast að. Rússnesk stjórnvöld hafa meira að segja sætt sig við að tilhögun öryggismála í Evrópu muni breyt- ast, þótt þeir haldi áfram að mót- mæla, nú síðast í gær þegar Víkt- or Tsjernomýrdín, forsætisráð- herra Rússlands, lýsti yfir því að stækkun NATO mundi draga nýj- ar línur skiptingar í Evrópu á fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Lissabon. Tekist hefur að sefa ótta þeirra, sem töldu að stækkun jafngilti því að draga úr vægi NATO og ný aðildarríki mundu fremur vera í hlutverki neytandans en að leggja sitt af mörkum til varnarsam- starfsins í bandalaginu. Afdrifarík athöfn Innan bandalagsins óttast menn hins vegar enn að þegar greint verður frá „sigurvegurunum“ verði útkoman útgáfa stjórnarer- indrekans af Óskarsverðlaunaaf- hendingunni. Slík „athöfn" gæti orðið afdrifarík fyrir alla Evrópu. „Sigurvegararnir" mundu fagna taumlaust, en hinir kreista fram bros fyrir myndavélamar og kvarta sáran bak við tjöldin. Stækkunin gæti einnig grafið undan vestrænum umbótum og aukið óstöðugleika í austrinu, þótt tilgangurinn með henni sé hið gagnstæða. Þegar leiðtogar Atlantshafs- bandalagsríkjanna koma saman í Brussel næsta sumar munu þeir sennilega ekki vita hvaða ríki fá inngöngu. Þegar þeir hafa náð samkomulagi verður listi yfir hina heppnu settur í lokað umslag. Þegar umslagið verður opnað við hátíðlega athöfn mun athyglin beinast að utangarðsríkjunum. „Fjölmiðlar munu spuija þá, sem fóru halloka: „Hvernig líður ykkur eftir að hafa verið hafnað? Hvern- ig ætlið þið að útskýra þetta fyrir öllum heima?““ sagði ónefndur embættismaður Atlantshafs- bandalagsins. Einfalt virðist að leysa málið með því að ákveða listann fyrir- fram og láta alla umsækjendur um NATO-aðild vita áður en til- kynnt verður um stækkunina. En þá þyrfti að ákveða hvaða ríkjuni yrði bætt við án þess að leiðtogar bandalagsins hittust. Einnig eru önnur viðkvæm mál, til dæmis hveijir verða látnir vita fyrst. Ótti við upplýsingaleka Margir embættismenn NATO vilja draga sem lengst að taka ákvörðun af ótta við upplýsinga- leka. Ýmis leyndarmál kunna að vera varðveitt í höfuðstöðvum NATO, en óljúgfróðir menn segja að sjaldnast sé hægt að treysta því að trúnaður ríki lengi um ákveðin mál. Utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO hittast 10. desember til að ákveða hvernig eigi að bjóða nýja félaga í bandalaginu velkomna og hugga hina. Ný aðildarríki verða látin vita næsta sumar og munu þau fá inngöngu á 50 ára afmæli NATO árið 1999. William Roth, öldungadeildar- þingmaður frá Bandaríkjunum, sem nýverið tók við forustu í Atl- antshafsráðinu, þingmannasam- kundu NATO, af Þjóðverjanum Karsten Voigt, kvaðst vona að hægt yrði að veita fyrstu nýju aðildarríkjunum inngöngu í NATO eftir tvö ár þegar bandalagið verð- ur 50 ára. „Við erum að reyna að tryggja stöðugleika og öryggi í Mið- og Austur-Evrópu," sagði Roth á ferðalagi um höfuðborgir fjögurra bandalagsríkja í Evrópu. „Mark- mið okkar er að vera opnir, ekki lokaðir, efna til samstarfs, ekki ágreinings. Talsmenn NATO segja að verið sé að leggja mat á það hvaða ríki séu reiðubúin til að ganga í banda- lagið og færast undan þegar spurt er hvort ótti við harkaleg viðbrögð Rússa muni ráða einhveiju um valið. „Það er ljóst að af þeim 11 ríkj- um, sem til greina koma, verður ekki öllum veitt innganga í einu ... og það er því mikilvægt að við gerum grein fyrir því jafnt með orðum sem gerðum að um er að ræða áframhaldandi ferli,“ sagði Roth og bætti við: „Við erum að leita sérstaks sambands um samstarf við Rússa. Rússneskt lýðræðisríki hefur ekkert að ótt- ast.“ Lögð er áhersla á að enn hafi ekki verið gerður listi. Haft er fyrir satt að forgangsröð ríkja breytist stöðugt. Um nokkurt skeið hefur verið gert ráð fyrir að Pólveijar, Tékkar og Ungveijar verði fyrstir í röðinni. Útilokað er að Slóvakar fái inngöngu eins og stendur, þökk sé gerræðislegum vinnubrögðum Vladimirs Meciars forsætisráðherra. Leiðtogum Eystrasaltsríkjanna hefur verið sagt að þeim sé ýmislegt að van- búnaði og geti því ekki gengið í NATO, en hin raunverulega ástæða fyrir því að þau fá ekki inngöngu er sú að ekki má styggja Rússa. Slóvenar og Rúmenar líklegir Slóvenar hafa sýnt óvæntan styrkleika undanfarið. Sagt er að bandaríska varnarmálaráðuneytið reki þungan áróður fyrir hönd Slóvena á þeim forsendum að þannig muni opnast gluggi að ríkj- um gömlu Júgóslavíu og land- fræðileg tengsl myndast við Ung- veijaland. Þá eru miklar líkur taldar á að Rúmenum verði veitt innganga og kann það að koma ýmsum spánskt fyrir sjónir. Frakkar hafa þrýst mjög á að Rúmenum verði hleypt inn í NATO, enda er Rúmenía eina landið í Austur-Evrópu, sem þeir hafa náin tengsl við. Rúmenar voru einnig fyrsta ríkið, sem gekk inn í friðarsamstarf NATO við ríki utan bandalagsins. Rúmenar hafa gert umbætur í hernum með góð- um árangri og fyrir rúmri viku kusu þeir umbótasinnaðan forseta, sem sækir fyrirmyndir sínar í vest- ur. Háttsettur stjórnarerindreki í Brussel sagði að erfitt væri að gagnrýna Rúmena. Sagt er að fari Frakkar í hart vegna þessa máls gæti orðið fjaðrafok í Bruss- el á næstu mánuðum. Kostar 115 krónur að láta loga á aðventuljósi Á SUNNUDAGINN settu marg- ir sjö arma aðventuljós út í glugga og ýmsir hafa þann hátt- inn á að láta ljósið loga dag og nótt út desembermánuð. Að sögn Ólafs Björnssonar notend- aráðgjafa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur má gera ráð fyrir að ef perurnar eru 3 wött hver sé kostnaðurinn við að láta loga Ijós nótt og dag út desember- mánuð 115 krónur. Morgunblaðið/Rax Ultra hreinol á markaðinn ti > i I ) 1 I í' > I i I i r i *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.