Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ InnþrptS", öryggis- og bfMna.terfl ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. ISP Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 • Sfmar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: Ljósgjafinn AÐSENDAR GREINAR Islensk þjóðtunga eða pelamál Mjólkursamsölunnar -kjarni málsins! ALLMÖRG ár eru liðin síðan þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, efndi til ráð- stefnu um íslenska tungu. Kvaddi ráðherrann til fulltingis fjölda valin- kunnra manna að sveija tungunni hollustu. Þáverandi útvarpsstjóri, sem nú er fyrrverandi og e.t.v. til- vonandi, stýrði hátíðarfundi og svardögum. í flokki stórmenna úr viðskiptalífi komu fulltrúar öflugra fyrirtækja og stofnana, m.a. Flug- leiða. Er skemmst frá að segja að allir ræðumenn stigu á stokk og strengdu þess heit að slá skjaldborg um móðurmál og feðratungu. Þar átti nú ekki að hopa né heykjast. Vitnað í Fjölnismenn, Nóbel og Rask. Hvorki skorti hugkvæmni né orðgnótt. Víkingslund og þjóðernis- hyggja duldist eigi viðstöddu fjöl- menni. Samkomunni lauk með ætt- jarðarsöngvum á fánum prýddu sviði Þjóðleikhússins. Nú gátu allir sofið vært. Allri hættu var bægt frá íslenskri tungu. Þjóðin var einhuga um að vemda fjöregg sitt. Eða svo sögðu gæslumenn þjóðtungu, hvort sem þeir voru aldir upp við „Lestr- arkver handa heldri manna börnum KYNNING I KOPAVOGSAPOTEKI I DAG KL. 14-18 Glæsilegt Vichy úr fylgir kaupum á Vichy vörum ef keypt er fyrir kr. 2500 eða meira * VICHYI t /t t O M T O I * f S HEILSULIND HÚÐARINNAR Pétur Pétursson eða Nýtt stafrófskver handa minni manna börnum.“ Þetta lofsverða framtak ráðherrans hleypti kappi í kinn. Ungir athafnamenn fylltust eldmóði. Einn í flokki framtaksmanna sótti um styrk úr Menn- ingarsjóði útvarps- stöðva til þáttagerðar um íslenska fjölmiðla, ekki hvað síst útvarp. Var því vel tekið enda Hrafn við stýri. Aðal- stöðin ætlaði að helga sig íslensku átaki og efla þjóðernisvitund og þrótt. Einhvem veginn varð minna úr áformum en ætlað var. Áhuginn dvínaði en beindist nú að öðmm efnum. Þá var gott að eiga góða að. Stöð þessi hóf nú að útvarpa breskum fréttum og öðru efni sem flutt var á engilsaxneskri tungu. Tilkynnt var með heilsíðuauglýs- ingu í dagblöðum að Flugleiðir stæðu straum af útvarpsþáttum stöðvarinnar sem fluttir væru sem þáttur félagsins í þjónustu við við- skiptavini. Þrátt fyrir þetta andstreymi var síst ástæða til að örvænta um hag tungunnar. Því það er eins og segir í ljóðinu: „Þar bíða vinir í varpa . ..“ Nú kom Mjólkursamsalan eins og kölluð, með framrétta hjálparhönd, spenvolga og ilmandi af náttúm og góðvild og bijóstin stinn. Að vísu þurfti hún að jafna sig dáh'tið eftir harðan leik við keppinaut sem hélt sig eiga rétt á því að stunda heil- brigða samkeppni við drenglundað- an „samkeppnisaðila", eins og það heitir á stofnanamáli. Koma þurfti Baulu á kné. Baula var félag hug- kvæmra framtaksmanna sem hugð- ust auka fjölbreytni mjólkurvöru og keppa á jafnréttisgrundvelli við Mjólkursamsöluna. Það var ekki þolað af ofríkismönnum Samsöl- unnar og hafin herferð til þess að koma keppinautum á kné. Náðu hefndaraðgerðir allt norður í Þing- eyjarsýslu, vöggu samvinnu og samstarfs. Þegar keppinauturinn lá í valnum var unnt að snúa sér að hugsjónamálum. Að vísu þurfti fyrst að fást við heilbrigðismál, sem olli hugarangri. Því þrátt fyrir ótví- rætt bann um samkeppni á sviði mjólkurvara hafði Mjólkursamsalan óskorað leyfi til óheftrar samkeppni við bakara og kökugerðarmenn. Þar skorti nú ekkert á enda Samsalan einna öflugust aulýsenda í Ríkis- sjónvarpi að því er snerti brauð. Það var einmitt þar sem nýrrar ímyndar var þörf. Að liðinni „tilvist- arkreppu" þurfti að hressa upp á ímynd- ina. Þar var þjóð- tungan bjarghringur Samsölunnar. Þegar það varð ljóst að Ríkisútvarpið hafi snúið baki við móður- máli og feðratungu, fellt niður tungumála- kennslu, sem fyrr var stunduð af prýði, horf- ið frá barnatímum og margs konar menn- ingarefni, en lagt stund á engilsaxneska dægurlagatónlist af sömu ákefð og kristniboð, var þörf á einhveijum, sem taka vildi að sér fóstur tungunnar. Mjólkursamsalan sá sér leik á borði. Réð til sín mál- fræðinga að rita fimmaurabrandara og aulafyndni á mjólkurfernur, auk þess að kaupa kór til þess að syngja Er ekki kominn tími til þess, spyr Pétur Pét- ursson, að Ríkisútvarp- ið efli íslenskt móðurmál og feðratungu. Fari að lögum og reglum sem stofnuninni eru set. nokkur vers og taldi sig með þeim hætti fara með umboð þjóðtung- unnar. Var nú ákveðið að hefja markaðsátak til þess að selja mjólk- urafurðir þær sem Gvendur smali söng um í Skuggasveini Matthíasar Jochumssonar: Blessaðan matinn borða strax, beijaskyr, drafla, mjólk og lax. Oddviti íslenskrar málnefndar, Kristján Árnason, var fenginn til þess að tala máli tungunnar í út- varpsþætti á Rás 2. Þar varð hann að sætta sig við að ganga svipu- göng Sigurðar G. Tómassonar og sæta því að hlýða á engilsaxneskan söng hljóma sem viðauka við spjall sitt. Óskammfeilni Ríkisútvarpsins og forherðing er slík að engu tali tekur. Stofnun, sem er lögbundin íslenskri tungu, bregst lagaskyldu og reglugerðarákvæðum með fram- ferði sínu. Auk þess, sem hér er talið sniðgengur Ríkisútvarpið ákvæði samkeppnislaga um jafnan rétt. Sé gætt að skýrslum, sem skrá tónlistarflutning og lagaval verður ljóst að íslenskt efni lýtur í lægra haldi. Þáttagerðarmenn sækja í þeim mæli í enska söngva sem væru þeir þjóðtungan sjálf. Þegar Ómar Ragnarsson reisir íslenskan fána á Vatnajökli syngja Bítlarnir breskan söng. Dagsljósþættir Ríkissjón- varpsins og fþróttaþættir nota að jafnaði enska söngva til undirsöngs í þáttum sínum. Seinast á föstudagskvöld var Dagsljósþátturinn helgaður ís- lenskri fjölskyldu í afdalasveit. Þá voru ættjarðarlögin ekki spöruð en allt var það til hnjóðs og hneisu. Blessuð sértu sveitin min og önnur íslensk lög og ljóð sungin til þess að hæðast að afdalamennsku: En formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson fékk íslenska smámeyju, sem hann rómaði fyrir hugkvæmni og yndisþokka, til þess að syngja enskan söng. Það var við hæfi. Ríkisútvarpið hafnaði tilboði landsbókavarðar um tvo fyrirlestra um Jón Sigurðsson forseta, en flutti þess í stað tólf framhaldsþætti um Basil fursta. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra var einn þeirra er sendu Ríkissjónvarpinu áskorun um að leika íslensk lög fyrir kvöldfrétta- tíma. Því var illa tekið af forvígis- mönnum Sjónvarpsins. Þó ber að þakka Sveini Einarssyni leikhús- stjóra að hann brást vel við þann stutta tíma sem hann gegndi starfi dagskrárstjóra og kom því á að ljúka sjónvarpsdagskrá með ís- lenskum söng. Afi Björns Bjarnasonar, Benedikt Sveinsson alþingisforseti, var einn hinn málsnjallasti maður sinnar tíð- ar. Hann sagði í upphafi hernáms að íslenskan gæti þolað um sinn áreitni enskrar tungu (efnislega til- vitnað). Nú, þegar liðin er meira en hálf öld sést glögglega að ís- lensk tunga hörfar og hopar. Menntaskólinn við Hamrahlíð var lengi klettur í hafi. Kór Þorgerðar Ingólfsdóttur fagur samhljómur þjóðtungunnar. Nú kvað við annan tón. Hópur nemenda verðlaunaður fyrir sjónvarpsþátt um fráhvarf og undanvillu. Er ekki kominn tími til þess að Ríkisútvarpið efli íslenskt móður- mál og feðratungu. Fari að lögum og reglum sem stofnuninni eru sett. Látum Mjólkursamsöluna sjá um sitt eigið markaðsátak. Selja sitt skyr og sitt „Jive“. íslensk málnefnd á ekki að eiga líf og tilveru undir því sem drýpur af drafla Samsölunnar. Höfundur er þulur. NJÓTTU ÞESS AÐ SPILA ÞROSKANDI SPIL VIÐ FJÖLSKYLDUNA FIMM í RÖÐ : Fáðu kengúruna til að hoppa um og safna myndum fyrír þig. MÖRGÆSIR Á HÁLUM ÍS : Komdu mörgæsum þínum fyrir á ísjakanum. SLÖKKVIÐ ELDINN : Það "logar" á ^ spilaborðinu. JP HÚSIÐ HENNAR MÖLLU: Farðu í kapphlaup um húsið hennar Möllu. Frá jarðhæð upp í ris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.