Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 55
FRÉTTIR
raESSsp.
Pló, > : ''Tl
iKsalcfeísíífelSiííiSfeS
iTÍÉÍi
SIGRÚN Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands (3. f.v.), veitir ásamt Konráði Krisljáns-
syni, forstöðumanni Ungmennahreyfingar RKI i Reykjavík, Eggerti Sigurðssyni, formanni Alnæm-
issamtakanna og Jóni Brynjari Birgissyni, fulltrúa í stjórn URKÍ, 30.000 póstkortum með ýmsum
skilaboðum um alnæmi viðtöku úr hendi Olafs Stolzenwald frá prentsmiðju Guðjóns O. og Jóns
Árnasonar frá Auglýsingastofunni Góðu fólki.
Alþjóðadagur alnæmis
Þrjátíu þúsund borðum
og bæklingum dreift
í TILEFNI af Alþjóða alnæmisdeg-
inum 1. desember hafa Ainæmis-
samtökin, Landlæknisembættið,
Ungmennahreyfing Rauða kross
íslands og Alþjóðleg ungmenna-
skipti (AUS) efnt til átaks til að
minna á alnæmisvandann, undir
kjörorðinu „Ein veröld - ein von“.
Felst átakið í dreifingu 30.000
rauðra borða, en Rauði borðinn er
alþjóðlegt merki alnæmis, 30.000
bæklinga sem Landlæknisembættið
hefur gefíð út um alnæmi og 30.000
póstkorta með ýmsum skilaboðum
um alnæmi.
Stuðningsaðilar verkefnisins eru
Auglýsingastofan Gott fólk, sem
gaf hönnun á póstkortunum, Frent-
smiðjan Hjá GuðjónÓ, Prentmynda-
stofan og Skyggna myndverk. Auk
þess hafa Kvennadeild RKÍ og
Rauði kross íslands stutt verkefnið.
Á sunnudag var haldin messa í
Fríkirkjunni í Reykjavík, sem sér-
staklega var tileinkuð alnæmissjúk-
um. Við messuna flutti kanadísk
kona, Jo Going, tónlist eftir bróður
sinn sem lézt úr alnæmi fyrir nokkr-
um árum.
Fjáröflunardansleikur um
áramótin
Á nýárskvöld munu „Eskimo
Models“ standa fyrir fjáröflunar-
dansleik til styrktar Alnæmissam-
tökunum, þar sem m.a. verður hald-
ið uppboð á listaverkum ýmissa
listamanna sem gefa verk sín til
styrktar málefninu.
Alþjóðadag-
ur fatlaðra
SJÁLFSBJÖRG heldur upp á al-
þjóðadag fatlaðra í Kringlunni í dag,
þriðjudaginn 3. desember, kl. 16.
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, er stærstu samtök hreyfíhaml-
aðra á íslandi og eru félagsdeildir
sambandsins 17 talsins um land allt.
Sjálfsbjörg stendur fyrir samkomu í
dag og leggur þar áherslu á ferlis-
mál, auk þess sem margir skemmti-
kraftar koma fram.
Dagskrá samkomunnar er í aðal-
atriðum þessi: Guðríður Ólafsdóttir,
formaður Sjálfsbjargar, flytur ávarp,
Hörður Torfason syngur nokkur lög,
Guðmundur Magnússon, leikari og
formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar,
afhendir nokkrum fyrirtækjum við-
urkenningu fyrir gott aðgengi hreyfi-
hamlaðra, Magnús Ólafsson og Val-
geir Skagfjörð flytja atriði úr Delerí-
um Búbónis, Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson og Anna Pálína Árnadóttir
flytja nokkur lög og Hala-leikhópur-
inn flytur atriði úr Gullna hliðinu
eftir Davíð Stefánsson. Inni á milli
atriða mun Magnús Ólafsson fara
með gamanmál.
Fyrirlestur um
gagnagrunn
fyrir íslenskar
hjúkrunarrann-
sóknir
RAGNHEIÐUR Kjærnested, bóka-
safnsfræðingur við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, flytur almennan
fyrirlestur um gagnagrunn fyrir ís-
lenskar hjúkrunarrannsóknir
fimmtudaginn 5. desember kl. 15.30
í fundarsal Norræna hússins.
Ragnheiður lauk meistaraprófi í
bókasafns- og upplýsingafræðum
frá háskólanum í Áberystwyth árið
1995 og var hönnun gagnagrunnsins
lokaverkefni hennar þar.
Fyrirlesturinn er annar í röð nokk-
urra fyrirlestra um rannsóknir og
þróun í bókasafns- og upplýsingamál-
um sem haldnir eru í tilefni af því
að 40 ár eru liðin frá því að kennsla
hófst í greininni við Háskóla íslands.
Jafnrétti kynja
STEFANÍA Traustadóttir og Ingólf-
ur V. Gíslason hefja umræður um
hvernig félagsfræðin geti stuðlað að
jafnrétti kynjanna miðvikudaginn 4.
desember.
Er munur á karla- og kvennarann-
sóknum? Er jafnrétti kynja eðlilegt
verkefni ríkisvaldsins? Hvernig mið-
ar og hverjir eru helstu þröskuldarn-
ir? Fundurinn verður haldinn kl.
20.30 í stofu 201 í Odda, segir í
fréttatilkynningu frá Félagsfræð-
ingafélagi íslands.
LEIÐRÉTT
3 til 4 milljónir
í FRÉTT af sparnaði hjá Hveragerð-
isbæ í framhaldi skipulagsbreytinga
var haft eftir Gísla Pálssyni forseta
bæjarstjórnar að sparnaðurinn yrði
34 milljónir en það er ekki rétt,
hann verður 3 til 4 milljónir. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
skilningi.
Myndavíxl
MYNDIR víxluðust milli bókafrétta
á bls. 18 í sunnudagsblaðinu. Mynd
af Halldóri Guðmundssyni ritstjóra
íslenskrar bókmenntasögu birtist
með frétt um nýja bók eftir Peter
Hoeg og mynd af Haeg birtist með
frétt um þriðja bindi bókmenntasög-
unnar. Beðist er afsökunar á þessum
mistökum.
Arkitektar
í FRÉTT um nýja verslunar- og
þjónustumiðstöð í Rimahverfi sl.
laugardag var ranglega sagt að
hönnuðirnir, arkitektarnir Gísli Sæ-
mundsson og Ragnar Ólafsson,
störfuðu hjá Arkitektum TT3, Tún-
götu 3. Rétt er að þeir starfa á
Arkitektastofunni T4 í Tjarnargötu
4. Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Landsbókavörður
í FRÉTT í laugardagsblaði sagði að
nýr ráðherra skipulagsmála í Nor-
egi, Bendik Rugaas, starfaði sem
þjóðskjalavörður þar í landi. Þetta
er ekki rétt. Rugaas var landsbóka-
vörður Norðmanna áður en hann tók
við embætti ráðherra af Teije Rod-
Larsen. Beðist er velvirðingar á
þessari ónákvæmni.
Röngmynd
í UPPSKRIFTUM að fiskihlað-
borði, sem birtust í „Jólamatur,
gjafir, föndur" á bls. 40, birtist röng
mynd með texta um rækjurétt með
grænmeti. Um var að ræða mynd
af svokölluðu partípaté en uppskrift
að því hafði verið felld út vegna
plássleysis.
Partípaté
1 dós Campell’s tómatsúpa
1 bolli rjómoostur
5 matarlímsblöð
1 bolli majones
___________Va tsk salt_________
Vá bolli smótt saxað sellerí
1 bolli smótt saxaður laukur
1 bolli smótt saxaóar rækjur
Hitið súpuna í potti ásamt
rjómaostinum. Mýkið matarlímið í
köldu vatni og bætið því út í súp-
una. Hrærið þar til allt er bráðnað.
Takið pottinn af hellunni og látið
kólna. Salti, majonesi, selleríi, lauk
og rækjum blandað vel saman við.
Hellt í skál eða form og látið standa
í kæli yfir nótt. Borið fram kalt með
kexi eða brauði.
Ur dagbók lögreglu
Sex líkamsárásir
skráðar um helgina
29. nóv. - 2. des.
ALLS voru færð til bókunar 346
mál þessa helgi hjá lögreglunni í
Reykjavík. Á fjórða tug manna
varð að vista í fangageymslum
lögreglunnar vegna ölvunar-
ástands. Skráðar voru sex lík-
amsárásir þessa helgi, þar af tvær
á miðborgarsvæðinu.
Umferðarmál
10 aðilar voru teknir grunaðir
um ölvun við akstur. Rétt er að
minna ökumenn á það að nú þeg-
ar tími sérstakra jóladrykkja fer í
hönd er nauðsynlegt að gera ráð-
stafanir í þá veru að neyslu slíkra
veiga fylgi ekki akstur ökutækja.
Umferðaróhöpp voru 31 sem
kunn voru lögreglu en ekki vitað
um nema minniháttar meiðsli á
fólki. í einu slíkra mála var aðili
sem hafði fengið „lánaðar" núm-
eraplötur af öðrum bíl og lent í
árekstri. Ekki hefur það heldur
bætt stöðu hans að hann er einn-
ig grunaður um að hafa ekið und-
ir áhrifum áfengis.
Þá var ökutæki ekið á tvo
staura í Mosfellsdal að morgni
laugardags. Ökumaðurinn sem
grunaður er um ölvun við akstur
er aðeins 16 ára og hefur því
ekki hlotið tilskilin leyfi til akst-
urs, en hafði fengið bíl foreldra
sinna að „láni“.
Aðilar teknir við
innbrotstilraunir
Árvökull borgari tilkynnti lög-
reglu um grunsamlegar manna-
ferðir við hús í Breiðholti um helg-
ina. Voru þjófarnir fjórir saman
og höfðu tekið sjónvarp og mynd-
bandstæki úr húsi og hugðust
komast undan í tveimur hópum.
Þetta varð þeim hins vegar ekki
ferð til fjár því aliir voru þeir
handteknir og gistu fangahús-
næði lögreglu. Málið er nú rann-
sókn hjá RLR.
Gagnrýna hugmyndir
Framsóknarflokksins
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun Sambands
ungra sjálfstæðismanna um nýjar
áherslur Framsóknarflokksins:
„Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna furðar sig á þeim
ummælum flokksformanns Fram-
sóknarflokksins um að stofna beri
sveiflujöfnunarsjóði í sjávarútvegi
og að ríkið taki til sín aflaheimild-
ir. Það vekur furðu að framsóknar-
menn skuli vilja hverfa aftur til
sjóðafyrirkomulags og aukinna rík-
isafskipta sem m.a. komu fram í
millifærslukerfi og sjóðasukki.
Framsóknarflokkurinn hafði á síð-
asta áratug forystu um að koma
slíku fyrirkomulagi á sem kostaði
þjóðina tugi milljarða og olli þar
af leiðandi aukinni kreppu í íslensku
efnahagslífi. Loksins nú þegar við
erum að byija að njóta ávaxta skyn-
samlegrar hagstjórnar leggur
Framsóknarflokkurinn til að sögu-
leg mistök verði endurtekin með
því að beita handafli á markaðsöfl-
in.
í síðustu kosningum gaf Fram-
sóknarflokkurinn kjósendum til
kynna að þar færi nýr og betri
flokkur sem hefði framsókn en ekki
afturhald að leiðarljósi. Nú virðist
sem hið gamla andlit Framsóknar-
flokksins hafi birst aftur á síðasta
flokksþingi hans.
Markmið þessarar ríkisstjórnar á
að vera að búa íslendingum far-
sæla framtíð. Það verður ekki gert
öðruvísi en með að auka sam-
keppni, minnka ríkisafskipti með
einkavæðingu og skattalækkunum
og hætta áratuga skuldsetningu
ungs fólks. Ungt sjálfstæðisfólk
hvetur forystu Framsóknarflokks-
ins til að kasta hugmyndum um
aukin ríkisafskipti fyrir róða og láta
þær ekki ganga í endurnýjun líf-
daga.“
Yeglegt rit á 30
ára afmæli MH
VEGNA 30 ára afmælis Mennta-
skólans við Hamrahlíð hefur nem-
endafélag skólans gefið út afmælis-
blað. Er það tileinkað minningu
Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta
rektors skólans, sem er nýlátinn.
„Blaðið er gefið út í fimm þúsund
eintökum og er 132 síður. Er þar
jöfnum höndum fjallað um sögu
skólans og nemendafélagsins og
núverandi stöðu þess. Viðtöl eru við
þekkt fólk sem komið hefur að sögu
skólans: Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi kennara, Jakob Frí-
mann Magnússon, Benedikt Erl-
ingsson og Halldóru Geirharðsdótt-
ur, fyrrverandi nemendur. Einnig
er talað við forsvarsmenn úr félags-
lífinu og hugsanir, skoðanir og ljóð
nemenda skólans fá að njóta síns,
Eldvarnavika
LSS
LANDSSAMBAND slökkviðliðs-
manna (LSS) hefur árlega efnt til
brunavarnaátaks um jól og áramót
allt frá árinu 1985. Brunavarna-
átakið hófst í gær, Eldvarnadaginn,
enda fátt betri spegill skólalífsins.
Meðal efnis í blaðinu er könnun
þar sem hegðan og háttalag nem-
enda var skoðað. í henni kemur
m.a. fram að um helmingur nem-
enda hefur neytt kanabisefna. Að-
eins færri vilja að „væg“ vímuefni
verði lögleidd. Einnig vekur athygli —
að um 18% nemenda skólans er
ósáttur við veru nýbúa á íslandi.
Um helmingur er á móti auknum
innflutningi útlendinga.
Líklegt má telja að ofangreindar
niðurstöður verði mörgum áfall
enda hefur baráttan gegn vímuefn-
um verið ofarlega á blaði undanfar-
ið. En ungt fólk hefur margar góð-
ar hliðar og ber annað efni blaðsins
því stolt vitni,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá MH.
sem haldinn er fyrsta mánudag í
desember ár hvert og stendur út
vikuna undir yfirskriftinni Eld-
varnavika.
Slökkviliðsmenn munu heim-
sækja alla grunnskóla landsins með
eldvarnafræðslu.
Um er að ræða samstarfsverkefni
LSS og slökkviliðanna í landinu. »