Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 39 AÐSENDAR GREINAR fólk er ekki gengur í öllu alheilt til skógar. Og þá er máske að meininu mikla komið. Misskipting auðs, mis- skipting kjara er óneitanlega alltof mikil í okkar samfélagi. Samhjálpin virðist um of á undanhaldi, hörð gildi markaðshyggjunnar skeyta engu um hag þeirra sem minnst mega sín, fela í raun í sér að sá máttarminni verði undir. Við þessar aðstæður eiga kjör þeirra sem erfið- ast eiga í vök að veijast. Þá er sú hættan helzt að frelsi fjármagnsins verði fólksins heill ofar. Um leið þokar jafnrétti fatlaðs fólks til möguleikanna og þátttökunnar fyr- ir annarlegum auðsins rökum. Á degi sem þessum er þörf á að hyggja hér að í ljósi þeirra ofurlágu kjara sem alltof stór hópur fatlaðs fólks býr við í dag í þessu annars auðuga samfélagi. Til þess er gjarn- an vísað, að þau séu í fullum takti við þau lágu launakjör sem of marg- ir búa við í þessu landi, en bág afsökun er það fyrir lágum lífeyris- greiðslum. Kjör láglaunafólksins, viðmiðunin margtuggna, þau kjör þarf einfaldlega að lagfæra, færa til mannsæmandi vegar og í kjölfar- ið verður að lagfæra laun lífeyris- þega, færa þau upp fyrir þau nauð- þurftamörk sem þar ríkja. Sú staðreynd að á þessu ári hins alltumvefjandi góðæris skuli á þriðja þúsund Iífeyrisþegar hafa orðið fyrir launalækkun og henni mjög tilfinnanlegri, sú staðreynd er í hrópandi ósamræmi við allt sem heitir velferð, öll samhjálpar- sjónarmið, hvað þá að af henni geisli góðærið. Og menn mættu huga að því að 200 millj. kr. tekn- ar á viðkvæmustu stöðum, frá sannanlegu láglaunafólki, ná því ekki að nema einum fimmhundrað- asta hluta fjárlagadæmisins, skipta þar engu meginmáli, en skekkja hins vegar á versta veg lífskjara- grundvöll yfir tvö þúsund lífeyris- þega. Og manni er spurn hvort valdsmönnum þyki einmitt þarna sá auður í ranni sem af megi taka. Hér er um lífskjörin sjálf að tefla, undirstöðuna að ytri velferð, veiga- miklum þætti innri velferðar einnig. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks á því áskorun okkar allra helzt að beinast að því að hér verði snarlega snúið af leið. Auðvitað koma fjölmörg önnur atriði til sem að kalla og knýjandi eru, þar sem aðgerða er þörf til að treysta jafna möguleika, jafna þátttöku. Þar koma aðgengismálin í merking víðastri vissulega til, sem greiðast aðgengi að samfélaginu fyrir hreyfihamlaða, þroskahefta, blinda og sjónskerta, heymarlausa og heyrnarskerta svo og annarra þeirra sem þröskuldar ýmsir og ótaldir trafalar hindra í að taka þar þátt sem hvern fýsir. Aðgengi snýr að svo ótalmörgu, s.s. mennt- un, búsetu, félagslegri sem at- vinnulegri þátttöku og í raun fullri aðlögun að þjóðfélaginu. Búsetumálin brýn sem ætíð áður til úrlausnar sem allra beztrar og þar víða unnið að verkum góðum. Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur í sínu skjólshúsi á níunda hundrað öryrkja, en enn bíða alltof margir. Almennt varðandi búsetumál má segja að ekki mun niðurskorinn og níðsveltur Framkvæmdasjóður fatl- aðra gera þar tilætlað gagn frekar en í öðrum efnum og mættu valds- menn sannarlega minnast aumrar stöðu hans í fjárlagafrumvarpi í sínum frómu bænum á þessum degi. Atvinnumálin í allri sinni breidd eru vissulega ekki síður verð átaka þegar viðvarandi atvinnuleysi ríkir. Þar gilda aðlögun sem endurhæf- ing oftlega sem dýrmæt hjálpar- tæki til að fólk nái áttum, öðlist þann sjálfsagða rétt til vinnunnar sem öllum ber, þannig að hver verkfús þegn hafi vinnu við hæfi. Þriðji desember er ekki einungis dagur til umhugsunar og áminning- ar til okkar allra um að duga sem allra bezt til farsællar framtíðar- sóknar fyrir málefnum fatlaðs fólks. Sannleikurinn er nefnilega sá að fyrir utan mikil verðmæti mann- legrar hamingju þá er það ótvíræð- ur hagur samfélagsins alls að gera sem bezt í þessum efnum og vita skulu menn að slíkt mun skila sér ríkulega inn í fjárlagatölur framtíð- arinnar. Höfundur er félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagsins. Smáskór Full biid af barnaskóm Moonboots í st. 19-30. Verð 1.995 Smáskár í bláu húsi við Fákafen. SK i M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman JOLAKORT 5LY5AVARNAFÉLACSIN5 * m .4, ’fcsl Á ÍSLENSKU OC ENSKU 562 7000 eftir Áslaugu Jónsdottur ' M-{ ý. Myndirog Wjá p.. j; fróðleikur um jólasveinana 13 Hvað heita þeir, hvað gera þeir og hvenær koma þeir? Fræðandi og skemmtileg jólakort til styrktar góðum málsstað SLYSAVARNAFÉIAG (SLANDS ■ GRANDAGARÐI 14 • 101 REYKJAVÍK PHILIPS m yfirburði PHILIPS PHILIPS sjónvarpstæki er valið sjónvarp ársins ár eftir ár, nú síðast „Sjónvarp ársins '96-'97“ í Evrópu. PHILIPS PT 4521 ermeð nýjum Black Matrix Plus myndlampa með stórkostlegum myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. Fjárfestu í sjónvarpstæki frá PHILIPS og vertu öruggur með: Gœði, endingu og góða þjónustu! PHILIPS PT 4521 • Black Matrix Plus myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir 89.900 Verð Stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO Umboðsmenn: Ákweyri, Rodíóiwwt Akrones, Hljórmýn, Bygingahúsið Blönduós, Kí Húnvetninga BofQomes, Kf Bofgfirðtngo BúÓatdolur, Einar Stefónsson Djópivogur, KAS.K. Drongsnes, Kf Stemgrírmljarðaf Egilsstoðir, KfHéroósbúa Eritifjöriur, EfeGuónoson FóskróósfjÖrður, Helgilngason fkrteyri, Björgvin Þórðarson Grindovík, Rofborg Grundafjöróur, Guóni HoUgrimsson Hafnarfj., Roftskjav. Skúlo bórsv, Rofmætti Helln, Mosfell Helkandur, Blómsturveilir Hólmavik, Kf Steingrimsfjaróor ; Húsavik, Kf bingeyingo, Bókov. b. Stefónss. j Hvommstongi, KfVestur-Húnvetninga Hvokvöflur, Kf Rong*ingo Höfn Homofirói, KAS.K. [ ÍsofjörÖur, Póífmn | Keflovík, Somkoup, Rodwkjdlormn \ Neskoupsstoður, VersluninVik Ólofsfjöróur, Vofcerg, Rodióvinnustofan PalreksljörÖur, RofbúÖ Jónasar ReyÖorfjörÓur, KfHéroösbúo Reykjavik, Heimskringlon Krkiglunni SouÖórkróki, Kf Skogfiróingo Solfoss, Rafsel Stglufjörður, Aðo&údin Vestmonneyjar, Eyjorodió Þorlóksfwfn, Rós Þórsböfn, Kf Longnesingo Vopnafjöröur, Kf VopnfirÖmgo VikMýrdoi, Kkikkui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.