Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NIÐINGSVERK GLÆPSAMLEGT athæfi karlmanns á Akureyri gagnvart þremur stúlkubörnum vekur óhug og viðurstyggð. Skelfilegt er til þess að vita, að maðurinn skuli hafa fram- ið þau níðingsverk að misnota kynferðislega sjö, átta og níu ára saklaus stúlkubörn og leyfa sér að festa athæfið á myndband. Verknaðir þessir eru að líkindum meðal hinna alvarleg- ustu sinnar tegundar, sem upplýst hefur verið um hér á landi. Mikil hætta er á því, að maðurinn hafi með athæfi sínu skaðað stúlkubörnin og tilfinningalíf þeirra með þeim hætti, að þau beri þess merki alla ævi. Leggja verður mikla áherzlu á, að þessar litlu stúlkur, foreldrar þeirra og aðrir nánir aðstandendur fái alla þá hjálp, sem unnt er að veita til þess að draga úr þeim skaða, sem orðinn er. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fórnarlömb kynferðis- glæpa bíða oft varanlegt tjón á sálu sinni, eiga erfitt með að bindast öðrum tilfinningalegum böndum og þjást af fælni og vantrausti í garð annarra, langt fram eftir aldri. Þegar óhörðnuð stúlkubörn eiga í hlut er deginum ljósara, að mikið starf sérfræðinga, geðlækna, sálfræðinga, félagsfræð- inga, foreldra og barnanna sjálfra er framundan. Þessir átakanlegu atburðir á Akureyri, saga úr íslenskum raunveruleika, eru því til staðfestingar, að börn og foreldr- ar þeirra og aðrir ábyrgðarmenn barna, geta aldrei of var- lega farið, þegar reynt er að varast sjúka barnaníðinga. Við húsrannsókn á heimili mannsins á Akureyri fannst mikið af myndbandsspólum með klámefni, svo og tölvudiskl- ingum með klámmyndum, þar á meðal barnaklámi, auk myndbands þar sem maðurinn hefur kynferðismök við stúlkubörn. Ekki er síður alvarlegt til þess að vita, að maðurinn skuli áður hafa komið við sögu yfirvalda af áþekkum ástæðum. Eftir að hann hafði flutzt búferlum frá Grindavík til Stykkis- hólms barst kæra frá félagsmálayfirvöldum í Grindavík á hendur honum um kynferðisbrot. Því máli var vísað til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem sendi það svo áfram til saksóknara ríkisins. Þar var ekki talið, að rök hefðu verið færð fyrir frekari aðgerðum. Ekki skal dregið í efa, að all- ir þessir aðilar hafi lagt sig fram í þeirri rannsókn. En væntanlega er það til marks um þá erfiðleika, sem rann- sóknaraðilar standa frammi fyrir í málum af þessu tagi, að ekki varð lengra komizt þá - með hörmulegum afleiðing- um nú. Ljóst má vera, af þessu máli og öðrum skyldum, að því fer fjarri að refsilöggjöfin hafi verið í samræmi við alvar- leika þeirra brota, sem kynferðisglæpir eru, ekki síst gagn- vart varnarlausum börnum. Á því þarf löggjafinn að vinna bráða bót. Maðurinn hefur ennfremur játað að hafa miðlað klámefni með börnum til annarra um alnetið. Vissulega er alnetið tímanna tákn á tölvuöld, og býður upp á ýmsa kosti. En dæmi sem þessi sýna, að hér er öðrum þræði á ferðinni ábyrgðarlaus og stjórnlaus heimsfjölmiðill, þar sem ósóma, klámi og lágkúru er dreift, án þess að nokkur sé ábyrgur fyrir efni og dreifingu. Með tilkomu alnetsins og víðtækrar dreifingar á hverskyns efni, hljóta að vakna upp spurningar hjá löggjafarvaldinu, með hvaða hætti sé unnt að bregðast við ósóma eins og dreifingu barnakláms. SÆTUR SIGUR FRAMMISTAÐA íslenska karlalandsliðsins í handknatt- leik í landsleik gegn Dönum í Álaborg í Danmörku síðdegis á sunnudag, verður lengi í minnum höfð. Liðið sýndi frábæran leik og vann sætan sigur á Dönum, og tryggði sér með frammistöðu sinni - 24 mörkum gegn 22 - sæti í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins í handknatt- leik í Japan í maí á næsta ári. Hér er um mikilsverðan áfanga að ræða, sem er til þess fallinn, að endurvekja þann áhuga sem handknattleikur hefur notið meðal íslensku þjóðarinnar um áratuga skeið. Hér var um sigur liðsheildarinnar að ræða, þar sem sam- stillt átak leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna á áhorf- endapöllum lagðist á eitt. Að öllum öðrum ólöstuðum skal hér einungis minnst á frammistöðu markvarðarins, Guð- mundar Hrafnkelssonar. Guðmundur varði á þýðingarmikl- um augnablikum og virtist með markvörslu sinni ná að hleypa auknum baráttukrafti í félaga sína í íslenska lands- liðinu. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, getur vel við unað. Hann hafði sett sér það markmið að koma íslenska landslið- inu í úrslitakeppni HM í Japan 1997 - markmið sem nú hefur verið náð. Úttekt á áhrífi EMU nauðsyn Frammámenn í fjármála- og viðskiptalífí, sem Olafur Þ. Stephensen ræddi við, eru sammála um þörfína á að gerð verði ýtar- leg úttekt á áhrifum Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu á Island. Mörgum spum- ingum sé ósvarað í málinu en ekki fáist svör við þeim öllum strax. ÝMSIR telja að þörf sé á víðtækari úttekt á áhrifum EMU en þeirri, sem Seðlabankinn er nýfarinn að vinna að. EFNAHAGS- og myntbanda- lag Evrópu (EMU) mun hafa | áhrif á íslenzkt efnahagslíf. Enn er hins vegar ekki fylli- lega ljóst hver þau áhrif verða, enda er EMU enn í mótun. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um þörf- ina á að gera ítarlega úttekt á málinu og fylgjast vel með þróun þess. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að íslenzk stjórnvöld hafi þegar hafíð undirbúning fyrir væntanlega gildistöku EMU og fylgist með þróun mála. í fyrsta lagi hafí Seðlabankinn skip- að starfshóp til að gera úttekt á áhrif- um EMU á ísland og meta til hvaða aðgerða eigi að grípa hér á landi. „Einkum þarf að skoða hvaða mögu- leikar eru til staðar, því að sumu leyti eru málin óskýr. Það er ekki skýrt hver verður staða ESB-ríkja, sem verða utan EMU, og ekki heldur hver verður staða ríkja, sem eru utan ESB en með sérstaka samninga við sam- bandið, eins og EFTA-ríkin,“ segir Friðrik. „Spurningin er hvort EFTA- ríkin gætu átt möguleika á einhvers konar samstarfí, sem öðrum ríkjum utan sambandsins stendur ekki til boða, til dæmis aðild að TARGET- greiðslumiðlunarkerfinu eða endurnýj- uðu Gengissamstarfi Evrópu. Svörin liggja hins vegar ekki fyrir.“ Fjármálaráðherra segir að í öðru lagi hafi lánasýsla ríkisins verið að kanna hvaða áhrif gildistaka EMU hafí á ijármögnun íslenzka ríkisins og útgáfu skuldabréfa, einkum og sér í lagi myntviðmiðun slíkra bréfa. „Við gáfum á sínum tíma út bréf með ECU- viðmiðun og markaðurinn, sem mun verða til á evró-svæðinu, getur haft verulega þýðingu," segir Friðrik. í þriðja lagi segir hann að fjármála- ráðuneytið fylgist náið með þróun umræðna um EMU, þar sem mynt- bandalagið muni án efa hafa efnahags- leg áhrif á ísland. Hann bendir á að væntanleg EMU-ríki, ESB-ríki sem hyggist standa utan EMU og ríki, sem standi utan ESB, t.d. Sviss, hafi gert ítarlegar útttektir á Efnahags- og myntbandalaginu. „Þetta eru upplýs- ingar, sem íslenzk stjórnvöld vita af og munu rýna í til að undirbúa sig fyrir þessa breytingu," segir Friðrik. „Þessi mál eru sömuleiðis til umræðu á öllum fjármálaráðherrafundum Norðuriandanna og EFTA-ríkjanna og sameiginlegum ráðherrafundum EFTA og ESB.“ Fórnarkostnaður af að standa fyrir utan Hann segir að ísland eigi enga möguleika á EMU-aðild nema ganga í Evrópusambandið og slíkt gerist ekki á næstu árum. „Frá mínum sjónarhóli eiga umræður um aðild okkar að sam- starfí Evrópuríkjanna að byggjast á hagkvæmnisrökum. Ef það kemur í ljós þegar fram líða stundir að við getum bætt lífskjör okkar verulega með því að taka aukinn þátt í þessu samstarfí, gerum við það. Evrópusamstarfíð er íyrst og fremst tæki til að ná fram efnahagslegum markmiðum en ekki takmark í sjálfu sér,“ segir Friðrik. Fjármálaráðherra segir að mestu máli skipti að íslendingar haldi áfram fast við stefnu stöðugleika. „Langsam- lega mikilvægasti undirbúningurinn af okkar hálfu er að viðhalda stöð- ugleikanum og þeim aga, sem þarf að vera í efnahagslifinu til að styrkja samkeppnisstöðu íslenzks atvinnu- og efnahagslífs gagnvart þeirri breyt- ingu, sem mun eiga sér stað í Evrópu. Þótt fslendingar séu vanir því að vera með sérstakan gjaldmiðil á litlu fjár- málasvæði er augljóst að meiri þrýst- ingur verður á íslenzku krónuna við þessa breytingu en nokkum tímann áður, enda er íslenzki fjármálamarkað- urinn orðinn mjög opinn. Það felst ákveðinn fómarkostnaður í að vera sjálfstæðir og standa utan þessa svæð- is, sem kemur t.d. fram í hærri vöxt- um. Þar með þurfa menn að þrengja að sér á öðrum sviðum," segir Friðrik. Birgir ísleifur Gunnarsson, formað- ur bankastjórnar Seðlabankans, segir að íslendingar verði að vega rækilega og meta stöðu sína á hveijum tíma gagnvart EMU. „Það er skemmtileg akademísk spurning að velta fyrir sér með útreikningum hvað við getum hagnazt á því í krónum og aurum að ganga í evrópska myntbandaiagið. Við komumst hins vegar ekki framhjá því að til að ganga í EMU verðum við að ganga í Evrópusambandið fyrst. Menn verða að reikna það dæmi í heild, hverjir yrðu kostir og gallar við inn- göngu og við að taka þátt í myntsam- starfinu." Birgir ísleifur segir að Seðlabankinn hyggist kanna rækilega hvaða áhrif EMU muni hafa á ísland. Könnun á möguleikum í gengissamstarfí þurfí raunar að gera með reglulegu millibili. „Fyrir nokkrum árum var mikil um- ræða um ECU, evrópsku mynteining- una, sem er undanfari evrósins. Þá voru uppi miklar væntingar um ECU og Finnar, Svíar og Norðmenn tóku þá ákvörðun að tengja gjaldmiðla sína við það einhliða. Það fór hins vegar mjög illa og þessar þjóðir urðu að hverfa frá ECU-tengingunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Við gerðum athugun á því hvort rétt væri að við tengdumst ECU á sama hátt og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsam- legt. Eftir á að hyggja held ég að það hafí verið rétt niðurstaða." EMI gefur ekki ákveðin svör Birgir ísleifur segist ekki talsmaður þess að tengja krónuna við evró með einhliða yfirlýsingu. „Við sjáum til dæmis að tiltölulega stór hluti af við- skiptum okkar er við gjaldmiðilssvæði, sem ætla má að verði utan við evró- svæðið, að minnsta kosti í upphafí,“ segir hann. Birgir Isleifur bendir á að í gengiskörfunni, sem íslenzka krónan er miðuð við og reiknuð er út frá hlut- falli hinna ýmsu gjaldmiðla í utanrík- isviðskiptum íslands, sé vægi Banda- ríkjadollars, japanska jensins, Kanada- dollars, sterlingspundsins og norsku krónunnar liðlega helmingur. „Ef við tengjum okkur við evró munu koma fram dýpri og meiri sveifl- ur í gengi krónunnar gagnvart t.d. dollar og pundi. Nú erum við með myntkörfu, sem dregur úr þessum sveiflum,“_ segir hann. Birgir ísleifur segir að seðlabanka- stjórar íslands og Noregs eigi reglulega fundi með yfírmanni EMI, Peninga- málastofnunar Evrópu. „Við verðum varir við það, eins og aðrir, sem utan við standa, t.d. Norðmenn, að hjá EMI eru menn ekki tilbúnir að ræða um tengsl við þá, sem munu verða utan EMU. Þeir eru uppteknir við að leysa innri vandamál, sem að þeim snúa. Það mun því áreiðanlega líða talsverður tími áður en við komumst í alvöruviðræður við þá,“ segir hann. Hvað kostar sveigjanleikinn? Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands, segir að huga þurfi að tvennu í umræðum um aðild að evrópsku myntbandalagi. Annars vegar hvort fórna megi sveigj- anleika í peningamálastjórn og hins vegar hver sé kostnaðurinn af því að nota krónuna. „Spurningin er hvort staðan sé orðin þannig í hagkerfinu að við þurfum ekki lengur á þessum sveigjanieika að halda, sem sjálfstæð mynt gefur okkur. Á þetta þarf að leggja mat. Ég held að það, sem hafí breytzt á síðustu árum, sé að sjávarút- vegurinn sé mun varðari gegn sveiflum en hann var,“ segir Vilhjálmur. „Sveiflujöfnunin hefur færst mikið inn í greinina sjálfa, sérstaklega með kvótakerfinu en einnig með því að sjáv- arútvegurinn er nú í auknum mæli rekinn á forsendum markaðarins, en ekki á forsendum veiðanna eins og áður. Sjávarútvegurinn hefur því ekki sömu gengisfellingarþörf og áður var.“ Vilhjálmur segir að sjálfstæð mynt hafí phjákvæmilega kostnað í för með sér. í fyrsta lagi sé um að ræða skipti- kostnað, sem muni lækka við upptöku sameiginlegrar myntar og því meir sem fleiri ríki eigi aðild að myntbanda- laginu. Þá megi búast við að evróið verði meira notað en gjaldmiðlar ESB- ríkjanna sameiginlega séu notaðir í dag. Gera megi ráð fyrir að evróið vegi æ þyngra í íslenzkum utanrík- isviðskiptum. í öðru lagi sé um að ræða vaxtaáiag, sem fylgi því að nota krónuna. Fyrir hvert prósentustig, sem vextir lækki, sparist sex til sjö milljarð- ar króna í vaxtakostnað. „Spurningin er því hvað menn telja rétt að borga fyrir þann sveigjanleika, sem felst í því að hafa krónuna. Ég held að ekki sé hægt að finna óyggj- andi svar við því sem stendur. Ýtarleg- ar rannsóknir eru að minnsta kosti nauðsynlegar," segir Vilhjálmur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.