Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 27 _______USTIR_____ Schola Cantorum TONLIST llallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kammerkórinn Schola Cantorum undir stjóm Harðar Áskelssonar flutti kirkjulega söngva og einnig tónverk eftir Byrd, Purcell og Tomk- ins. Sunnudaguriim 1. desember, 1996. LEITIN eftir hinu stóra í tón- list, birtist á endurreisnartímanum og á fyrri hluta barokktímans í stórum kórum. Margröddun og mikill hljómur í enduróman stóru miðaldakirknanna, var af svipuð- um toga og hinn yfirþyrmandi hljómur stórhljómsveita róman- tíska tímans. Þrumandi predikun kórverkanna, í óratóríum og mess- um, hafði mikil áhrif en samtímis blómstraði listsköpun í hljóðlátari söngtignun, fyrir litla kóra og jafn- vel til heimilisbrúks. Tónmál söngverks fyrir stóran kór er oft- ast einfaldara en ef verkið er hugs- að fyrir lítinn kór og margir kór- stjórar láta sig gjarnan dreyma um lítinn kór, þar sem valið söngfólk skipar hvert sæti. Nú hefur Hörður Áskelsson orgelleikari við Hallgrímskirkju stofnað kór með 17 söngvurum, er nefnist Schola Cantorum. Þessi „skóli söngvaranna" valdi fyrsta sunnudag í aðventu fyrir fyrstu tónleika sína í Hallgrímskirkju og hóf aðventustund með Veni, veni, Emmanuel, inngöngustefi er rekur sögu sína allt fram til 13. aldar. Sama tónlína er sálmurinn, Kom þú, kom vor Immanuel, sem Róbert A. Ottósson raddsetti svo fagurlega við útleggingu Sigurbjörns Einars- sonar biskups. Schola Cantorum notaði báðar gerðir þessa fallega stefs sem inngöngulag og á eftir var sungið Introitus fyrir 1. sunnu- dag í aðventu, úr Graduale Roman- um. Þar með hafði kórinn helgað stundina og það heyrðist strax að hér er á ferðinni óvenju samstilltur kór og það sem meira er að söngur hans er mettaður innileik og trúar- helgi. Tónleikarnir hófust svo á Messu eftir William Byrd og var fimm þáttum messunnar skipt með Hear my prayer, 0 Lord, eftir Henry Purcell. Bænasöngur Purcells er sérlega falleg tónsmíð, gerð fyrir tvo kóra (8 raddir) og þar blandar Purcell saman hljómrænum og fjöl- radda rithætti, svo og lagferlis and- stæðum eins og sí endurteknum tónum á móti krómatísku ferli, þar sem heyra má tónrænar þverstæður er tónfræðingar héidu lengi vel að væru ritvillur. Þetta áhrifamikla tónverk var frábærlega vel sungið og sýndi þessi litli kór að þéttleiki og styrkur fer ekki eftir fjölda söng- fólksins. Einn tignarlegasti kafli messunnar eftir Byrd er sá þriðjj, trúaijátningin (Credo), og sá feg- ursti er lokakaflinn Agnus Dei. Söngur kórsins í messunni og öðru verki eftir Byrd, Fagnið fyrir Guði (Sing joyfully unto God) var ein- staklega fagur, sérstaklega í Agnus Dei, þótt messan öll væri afburða vel flutt. Lofa þú Drottin (Praise the Lord), mótetta eftir Thomas Tomk- ins var einnig vel sungin. Tveir söngvar nunnanna frá Chester, í raddsetningu eftir John Alfred Parkinson (1920) voru fallega sungnir. Parkinson hlaut menntun sína í Cambridge og Oxford og hefur unnið sem kórstjóri og annast útgáfur á kórtónlist, eftir Arne, Boismortier og Hándel, verið rit- stjóri að útgáfum á Renaissance Song Book (1971), Oxford Book of Carols (1972), ritað í New Goves Dictionary og mörg ensk tónlistar- tímarit. Söngvar nunnanna frá Chester eru þokkafull smáverk og var fyrri söngurinn mjög fallega sunginn af kvenröddunum. Tónleikunum lauk með tveimur sálmum, fyrst Kom þú heimsins hjálparvon úr kirkjukantötu BWV 36, Schwingt freudig euch empor, sem flutt var á 1. sunnudegi í að- ventu, 2. desember árið 1731, fyrir tveimur öldum og sextíu og fimm árum betur. Til eru íjórar gerðir af BWV 36, allar við texta eftir Pikander og er vafasamt hver þeirra er upphafsgerðin, nr 36, 36a eða 36c. Við flutning þessa sálms var kórinn dreifður um kirkjuna, svo að segja má að leikið hafi verið á enduróman hennar á áhrifamikinn máta. Tónleikunum lauk með sálmi eftir Ambrosius kirkjuföður, Nú kemur heimsins hjálparráð, við end- urkveðinn texta eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar er frábær kór og reis söngur hans hæst í Mess- unni eftir Byrd og bænamótettunni eftir Purcell. Þá var söngur kórsins í sálmalögunum sérlega fagurlega mótaður og gæddur sterkri trúar- legri stemmningu, sem gerði tón- leikana að áhrifamikilli trúarlegri athöfn. Jón Ásgeirsson TÉJ ED OÍSLiaiSA NH K R rOlíŒim I HASKQLABIQI FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER KL. 20.00 Efnisskra --------------- Johannes Brohms: Harmaforleikur Benjamin Britten: Fiðlukonsert Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Blað allra landsmanna! - kjarni mátsins! fngmeini oldyir imaiifiiEi djðlxsiliote ]þlif - við höfum alltaf staðist verðsamanburð Apótekið Smiðjuvegi 2 við hliðina á BÓNUS Sími 577 3600 Læknasími 577 3610 Apvtekið Smiðjuvegi við hliðina á BÓMS Apótekið Iðufelli 14 við hliðina ó BÓNUS Sími 577 2600 Læknasími 577 2610 Les ci)g íhin u.gi onangit 690)kr*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.