Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Ritgerða- samkeppni á dönsku NEMENDUM, 16-25 ára, gefst kostur á að taka þátt í ritgerðasam- keppni, sem danska menntamála- ráðuneytið, danska sendiráðið í Reykjavík og Félag dönskukennara standa fyrir. Ritgerðarefnin geta verið eitt af þremur: 1) Þekking mín á dönskum nútímahöfdndi og ein bóka hans, 2) Þekktir íslendingar í Danmörku eða 3) Danmörk sem hluti af Norðurlönd- um, Danmörk í Evrópu. Ritgerðin má vera handskrifuð, vélrituð eða unnin á tölvu og lengd hennar skal vera 3-10 A4-síður. Skrifa á ritgerð- ina á dönsku en dómnefnd tekur fyrst og fremst tillit til efnistaka nemenda þannig að minniháttar málfarslegar villur hafa minna að segja. Fyrstu verðlaun eru vikudvöl í Danmörku en að auki verða veitt fem bókaverðlaun. Nánari upplýs- ingar fást hjá Michael Dal, Fjöl- brautaskólanum Ármúla. Senda skal ritgerðirnar til Danska sendiráðsins í Reykjavík en skilafrestur er til 31. desember 1996. ------» ♦ ♦---- Nefnd um kvenna- íþróttir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað nefnd til að fjalla um stefnumótpn í íþróttum stúlkna og kvenna. Á nefndin í samráði við Iþróttasamband íslands og Ung- mennafélag íslands að vinna að því að efla íþróttir stúlkna og kvenna og leitast við að hamla gegn hinu mikla brotthvarfi stúlkna úr íþróttum á unglingsárum. Mun nefndin skoða sérstaklega hversu mikið fjármagn er veitt til stúlkna- og kvennaíþrótta, umfjöllun fjölmiðla, skiptingu kynja í forystu íþróttahreyfíngarinnar og aðra þá þætti sem haft geta áhrif. Formaður er Hanna Katrín Frið- riksen blaðamaður, en aðrir nefnd- armenn eru Unnur Stefánsdóttir, Kristín Gísladóttir, Inga Dóra Sigfús- dóttir, Petrún Björg Jónsdóttir og Gunnar Einarsson. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Lára Ás- bergsdóttir. * I Smáraskóla er tekist á við að færa ISO-staðal inn í skólastarf Morgunblaðið/Ásdís VALGERÐUR Snæland Jónsdóttir. GÆÐAKERFI Smáraskóla var kynnt menntahópi Gæðastjórnunarfélags Islands fyrir skömmu. í SMÁRASKÓLA í Kópavogi eru nemendur, foreldrar og starfs- menn hvattir til að nýta sér kvartanaskráningu, sem komið hefur verið á í kjölfar gæða- starfs sem nýhafið er í skólanum. „Bara það að horfast í augu við að kvartanir geta verið upp- spretta tækifæranna eins og áhersla er lögð á í gæðastjórnun finnst mér gjörbreyta viðhorfum manns til þessara mála. Auðvitað hefur alltaf verið kvartað í ein- hverjum mæli, en nú tökumst við allt öðru vísi á við kvartanir og það er mikill léttir," sagði Val- gerður Snæland Jónsdóttir skólasljóri. Hún vill reyna ásamt starfs- fólki sínu að fara nýja leið í gæðasijórnun skóla og nota ISO- staðal eins og fyrirtæki gera. „Eg lít á það sem mikla ögrun og áskorun að skoða hvemig stað- allinn fellur að grunnskólastarfi, en það tekur tíma að reyna að umorða hann þannig að hann henti skólanum. Við ætlum einn- ig að beita aðferðum altækrar gæðastjórnunar við að koma kerfinu á,“ sagði hún. Gæðastjórnun tengist skólanámskrárgerð Valgerður lauk námi frá Bret- landi í skólanámskrárgerð og var Kvartanir eru iippspretta tækifæranna rannsóknarverkefni hennar meðal annars tengt hugmynda- fræði og skilgreiningum á skóla- námskrá. „Áherslan hefur verið lögð á það hér á landi á undan- förnum ámm að skólarnir geri eigin skólanámskrá, en hin síðari ár hefur hugmyndin um gæða- stjórnun blandast inn í þá um- ræðu. Mér finnst því forvitnilegt að skoða hvernig þetta tvennt fer saman og finnst það í raun falla mjög vel saman. Með aðstoð gæðastjórnunarhugmyndanna getum við náð mjög vel utan um allt starfið," sagði hún og bætti við að margir skólamenn hefðu efasemdir um gildi gæðastjórn- unar fyrir skólastarf. Valgerður leggur áherslu á að ISO-staðallinn sé ekki umorðað- ur á fólk, þ.e. kennara, foreldra eða nemendur, heldur á þá þjón- ustu sem skólinn veiti. Varan sé í raun þjónustan og því verði skoðað i hverju hún sé fólgin. Tekur til allra þátta Vinnan fór hægt að stað í fyrra þegar megináhersla var lögð á að kynna hugmyndina en í vetur er verið að draga upp gæðakerf- ið sem tekur til stjórnunar, náms, kennslu, húsvörslu, skólavörslu, dægradvalar, foreldrasamstarfs, lista- og leiksmiðju, svo dæmi séu tekin. „Smáraskóli er tveggja ára. Hér verður í raun til nýr skóli á hveiju hausti, því til dæm- is í haust bættust við 150 nem- endur. í ljósi þess sjáum við enn ríkari þörf fyrir eitthvað þessu líkt.“ I Smáraskóla er greinarmunur gerður á því hvernig starfsmenn telja að skólinn sé og hvernig þeir vilja að hann verði. „Hug- myndirnar hafa haft mikil áhrif á hvemig við mótum ýmsa þætti skólastarfsins eins og t.d. ýmis þemaverkefni sem við höfum tekið fyrir. Þar hafa hugmyndir haft þau áhrif að við metum slíkt starf jafnóðum. Auk þess tókum við upp kvartanaskráninguna eins og fyrr segir,“ sagði Val- gerður. Hún segir mun betra að for- eldrar kvarti um leið og eitthvað komi upp á heldur en að til verði alls kyns sögur og neikvæð við- horf. „Við leysum málin yfirleitt með því að fá alla aðila sem að málum koma til viðræðna. Þá hafa allir möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Kvartanaskráningin hefur einn- ig áhrif á hvernig við tökum á ágreiningi meðal nemenda, því þetta smitar allt skólastarfið. Við segjum að ekkert sé til hér sem heitir „að kjafta frá“ í neikvæðri merkingu. Við hvetjum nemend- ur aftur á móti til að segja frá ef eitthvað er gert á þeirra hlut og vinnum síðan strax úr því.“ skólar/námskeið heilsurækt ■ Sjálfsdáleiðsla gegn streitu, kvíða og áhyggjum. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a. náð djúpri slökun og losnað við svefntruflanir; aukið sjálfsöryggi, einbeitingu og vilja- styrk; losnað við reykingar og náð kjör- þyngd og bætt lærdómsgetu og náms- árangur. Kvöldnámskeiðið byggir á nýjustu rann- sóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistar- lækningum og beitingu ímyndunaraflsins og er haldið á hverju fimmtudagskvðldi í 4 vikur. Tími og staður: Fimmtud. 5. des. ki. 19 í Háskóla íslands. Leiðbeinandi Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækiing ef óskað er. Skráning og nánari uppl. í síma 898 3199. ■ Bætt heilsa, betra útlit ■ Desembertilboð Sogæðanudd og Trimmform saman, 5 tímar á kr. 7.000. Sogæðanudd hreinsar likamann af upp- söfnuðum eiturefnum, losar um bjúg og bólgur, kemur jafnvægi á hormónakerfið, eflir orku og styrkir varnarkerfið. Komdu þér í gott form fyrir jól. Heilsuráðgjöf innifalin. Frábær vöðvabólgumeðferð. Heilsustúdíóið Norðurijósin, Birna Smith, sími 553 6677. tungumál ■ Bréfaskriftir á útlenzku. Internat- ional Pen Friends útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini, sem skrifa á ensku. Samskonar þjónusta á þýzku, frönsku, spænsku og portúgölsku. 300.000 manns í 210 löndum. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík, simi 881 8181. FRÁ stofnfundi Menntafélags byggingariðnaðarins sl. fimmtudag. Morgunbiaðið/Ásdis SAMTÖK iðnaðarins, fyrir hönd meistarafélaga og fyrirtækja í bygg- ingariðnaði, og Samiðn, fyrir hönd sveinafélaga í byggingariðnaði, hafa stofnað Menntafélag byggingariðn- aðarins (MB). Var stofnfundur hald- inn sl. fimmtudag, 28. nóvember. Meginhlutverk MB er að efla sam- keppnishæfni og framleiðni fyrir- tækja og hæfni starfsmanna á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar og að auka verk-, tækni-, rekstrar- og stjórnunarþekkingu. Mun MB hafa á hendi heildarstefnumótun í menntamálum byggingariðnaðarins og annast námskeiðshald fyrir fé- lagsmenn. Félagið býður um 4.300 bygginga- og verktakafyrirtækjum Menntafélag byggingar- iðnaðarins stofnað með um 10.700 starfsmönnum þjón- ustu sína. Um er að ræða iðnað sem veltir árlega um 40 milljörðum króna og á 7,6% af landsframleiðslu. Á stefnuskrá MS er m.a. að sam- eina símenntun á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar í eitt öflugt þróunar- og menntafélag, að efla samstarf við skóla, innlenda sem erlenda, að fá umsagnarrétt um nám í bygginga- og mannvirkjagreinum við tækniskóla og háskóla, að yfir- færa þekkingu, jafnt innlenda sem erlenda, til bygginga- og mann- virkjaiðnaðar, iðnmenntaskóla og eftirmenntunarstofnana. Auk þess að hafa yfirumsjón og eftirlit með kennsluháttum, -aðferðum, náms- gögnum og námsmarkmiðum í menntagreinum fyrir bygginga- og mannvirkjaiðnaðinn, bæði námi til sveins- og meistaraprófs sem og öðru námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.