Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk Já, kennari, þetta er hundurinn Hann mun bara sitja hérna og Honum ferst Ég lita himininn minn ... nei, hann verður ekki lita myndirnar í Iitabókinni það nokkuð vel alltaf bláan ... til neinna vandræða ... sinni... úr hendi... fH*¥$tmS>fabtík BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Stuðning’ur við for- eldra fatlaðra barna Frá Hrefnu Haraldsdóttur: EITT af nýmælum í starfi Landssam- takanna Þroskahjálpar er ráðning foreldraráðgjafa. Þar er um að ræða samstarfsverkefni Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefmna og hefur Reykjavík- urborg veitt ríf- legan styrk til verkefnisins. Innan Lands- samtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefinna hefur lengi verið til umræðu nauðsyn á aukinni þjónustu við foreldra í formi stuðnings og ráðgjafar. Hlutverk foreldraráðgjafa er að aðstoða og leiðbeina foreldrum sem eru að stíga sín fyrstu skref með fatlað barn sitt og koma þeim, ef þeir óska þess, í samband við aðra foreldra sem hafa gengið í gegnum hliðstæða reynslu. Mikilvægt er að foreldrar fái allan þann stuðning sem þeir óska eftir og vilja fá þegar fötlun greinist. Margir foreldrar vilja gjarnan hitta aðra foreldra sem hafa svipaða reynslu og getur þá foreidraráðgjafi leitað í hóp þeirra foreldra sem tengj- ast foreldrastarfi Þroskahjálpar. Foreldrar vilja fá aðgengilegar upplýsingar um þann nýja heim sem þeir upplifa oft að þeir séu lentir inni í eftir að fatlaða barnið fæðist og getur sá heimur verið býsna flókinn og mikil þörf á góðum upplýsingum og stuðningi. Foreldraráðgjafinn að- stoðar og leiðbeinir foreldrum, m.a. ef þeir telja að réttindi þeirra og barns þeirra hafí ekki verið virt eða eru óánægðir með þá þjónustu sem þeir og barn þeirra njóta. Á sérstökum álagstímum í lífi for- eldra og barna þeirra, t.d. við dvöl barns á sjúkrahúsi, upphaf skóla- göngu, flutning að heiman o.s.frv. hefur komið í ljós að mikil þörf er á aðstoð foreldraráðgjafa. Margir for- eldrar hafa leitað eftir liðsinni og ráðgjöf varðandi skólagöngu bama sinna, ekki eingöngu varðandi skóla- göngu fatlaðra barna heldur hafa foreldrar barna með margþætta námserfiðleika einnig leitað til for- eldraráðgjafa í töluverðum mæli. Foreldrar geta leitað liðsinnis og stuðnings í samskiptum sínum við opinbera aðila hvort sem um er að ræða fundi, viðtöl eða bréfaskriftir. Foreldrar fatlaðra þurfa oft að sækja fjölmenna fundi vegna þjónustu og annarra mála er tengjast fötlun bamsins. Á slíkum fundum upplifa foreldrar sig oft eina og varnarlausa og hefur nauðsyn á stuðningi á slíkum stundum berlega komið í ljós. Meðal verkefna foreldraráðgjafa er að benda foreldrum á fræðandi efni um fötlun bams þeirra. Á skrif- stofu samtakanna geta foreldrar fengið ýmiss konar fræðsluefni, bæði um algenga og fátíða fötlun. Starfs- fólk skrifstofunnar hefur kappkostað að hafa þar aðgengilegar upplýsingar fyrir foreldra um margvíslega fötlun. Það hefur sýnt sig á þessu fyrsta starfsári foreldraráðgjafans að mikil þörf er á bæði stuðningi og ráðgjöf til foreldra. Mikilvægt er að foreldraráðgjafi starfi innan hagsmunasamtaka fatl- aðra þar sem hægt er að leita til sama aðilans með öll þau mál er upp kunna að koma innan fjölskyldunnar. Mál þau sem hafa komið til foreldr- aráðgjafans eru mörg og fjölbreytileg og af þeim fjölda sem hefur leitað aðstoðar eru foreldrar í miklum meiri- hluta. Einnig hafa systkini fatlaðra, afar og ömmur, fósturforeldrar og fatlaðir sjálfir leitað eftir aðstoð. Þetta starf kallar á samstarf við marga aðila, bæði fagfólk og aðra sem for- eldrar þurfa að hafa samskipti við. Það má segja að í flestum tilvikum hafí starfí foreldraráðgjafa verið vel tekið og flestir líta á þetta starf sem góða viðbót til að auka líkur á betra og virkara samstarfí við foreldra og aðstandendur fatlaðra. HREFNA HARALDSDÓTTIR, þroskaþjálfí og foreldraráðgjafi hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Hrefna Haraldsdóttir Tilmæli til Umferðarráðs Frá Guðmundi Kristjánssyni: AÐ GEFNU tilefni tel ég fulla ástæðu til að koma með tillögu ykkur til handa. Þar sem mannslíf og limir eru í hættu. Það hafa verið gerðar miklar breytingar á vegakerfínu við Höfða- bakkabrú og austan við hana eru komnar þtjár akgreinar og aksturs- skiiyrði verulega góð og hámarks- hraði aðeins 60 km/klst., en ef ekið er örlítið austar og beygt til hægri í átt að Rauðavatni eykst hámarks- hraðinn upp í 70 km/klst. Þar á leið- inni eru krókóttar beygjur og hætta á grjóthruni. Þetta er frekar öfugsnú- ið og væri ekki úr vegi að snúa blað- inu við og hafa minni hámarkshraða þar sem slysahættan er meiri og hærri hraðatakmörk þar sem aksturs- skilyrði eru betri. Einhvern tímann var sagt að haga skyldi akstri eftir aðstæðum hvetju sinni. Það hefur alveg gleymst að skoða takmörkun á hraða, þegar breytingar voru gerðar á gatnakerfinu, því víða á höfuðborg- arsvæðinu þarf að endurskoða hraða- takmarkanir því þær eru margar hveijar orðnar úreltar. Það er ekki nóg að breyta gatnakerfinu og sleppa reglum sem falla úr gildi í hugum manna, sem spá aðeins í skilyrði en ekkert í merki, sem sjást frekar illa. Hægur akstur er jafn hættulegur ef ekki hættulegri svo það þarf að vera einhver glóra í þessum málum. Það væri ekki úr vegi að drífa í því að lagfæra þessi mál því þau kosta ekki mikið miðað við þau tjón og slys sem af hljótast með hugsunarleysi og/eða trassaskap þeirra sem eiga að sjá um þessi mál. Við viijum betra skipulag á vega- og umferðarmálum í borginni okkar. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON bifvélavirkjameistari, Vallarási 1, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.