Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Jaðarskattar í FRUMVARPI til fjárlaga fyrir árið 1997 er rætt um lækkun jaðarskatta. Þar stend- ur: „Mikilvægasta verkefnið er að lækka jaðarskattana, bæði sjálft tekjuskattshlut- fallið og jaðaráhrif ýmissa bótagreiðslna. Reyndar hafa nú þegar verið stigin ákveðin skref í þessa átt með ákvörðun um skatt- frelsi lífeyrisgjalda launþega og breyting- um á útreikningi bamabóta til tekju- lægri fjölskyldna." Til- vitnun lýkur. Þetta á eingöngu við unga fólkið og ekkert nema gott um það að segja. En hvað ætla stjórnvöld að Ríkið tekur í þessu til- felli, segir Margrét H. Sigurðardóttir, rúm- lega 100% af tekju- hækkuninni. gera fyrir okkur eldri borgara, sem hætt erum að vinna? Ekki njótum við skattfríðindanna á 4%, því við erum hætt að vinna. Og við konurn- ar erum löngu komnar úr barneign, svo ekki fáum við barnabætur. Það kann að vera, að einstaka karl sé svo hress, að hann eigi ung börn o g hafi því möguleika á að fá barna- bætur. t Við eldri borgarar á þessu landi erum orðnir langþreyttir á öllum þeim skerðingum, sem við höfum þurft að þola á tekjum okkar hin síðari ár. Árið í ár er engin undan- tekning. í janúar var skerðingarpró- senta ellilífeyris hækkuð úr 25% í 30%. Skerðingarprósenta örorkulíf- eyris var áfram 25%. í vor var gefin út reglugerð, sem kom til framkvæmda í ágúst, um að þeir sem eru með 75 þús. krónur eða meira í tekjur á mánuði, að meðtöldum almannatryggingabót- um, skyldu ekki fá uppbót vegna lyfjakostnaðar eða umönnunar. Það sama gildir ef þeir eiga 2,5 milljón- ir eða meira í peningum og verð- bréfum. Þar með missa þeir frí af- not af sjónvarpi og verða að borga sjónvarpsgjald eins og aðrir. Hinn 1. september, þegar Trygg- ingastofnun hafði fært inn tekjur bótaþega 1995 af síðustu skatt- skýrslu, höfðu líka verið teknar með skattfrjálsar fjármagnstekjur, arð- greiðslur, vextir o.fl., tekjur sem ekki höfðu verið teknar með áður. Nú skerða þær tekjutryggingu og í sumum tilfellum ellilífeyri, enda þótt slíkar tekjur verði ekki skatt- skyldar fyrr en 1. janúar 1997. Fólk með miðlungstekjur fer verst út úr þessu og á því bitna jaðar- skattarnir og jaðaráhrif bóta- greiðslna mest, eins og dæmið hér á eftir sýnir. Ef maður er aftur á móti með 81.433 krónur eða meira í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði, þá er maður búinn að missa allar bætur nema ellilífeyrinn, svo ríkið getur ekki tekið annað af manni en 41,94% í skatt, jaðaráhrif ýmissa bótagreiðslna eru úr sögunni. Ég öfunda þá, sem hafa verið ráðherrar, alþingis- menn og t.d. kennarar. Þeir fá háar greiðslur úr þremur lífeyrissjóð- um og ellilífeyri að auki, sem er að vísu aðeins 13.373 kr. á mánuði hjá einstaklingi og 12.036 kr. hjá hvoru hjóna. Vissulega eru fleiri vel settir, hvað varðar eftirlauna- greiðslur eins og til dæmis fyrrverandi bankastjórar, þeir þurfa ekki að kvíða ell- inni. Lítum nú á dæmi, sem sýnir, hvernig jað- arskattar og jaðaráhrif virka: Ellilífeyrisþegi sem er með tekjur úr lífeyrissjóði í október 1996. Einstaklingur október Lífeyrissjóðst. 30.000 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Tekjutrygging 23.145 kr. Heimilisuppbót 7.868 kr. Lyfjauppbót 614 kr. Samtals: 75.000 kr. Skattur 41,94% - 6.911 kr. Frítt sjónvarpsgj. + 2.000 kr. Alls: 70.089 kr. Nú hækka lífeyrissjóðstekjurnar um 10.000 kr. í nóvember 1996: Einstaklingur nóvember Lifeyrissjóðst. 40.000 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Tekjutrygging 18.645 kr. Heimilisuppbót 6.338 kr. Lyfjauppbót 0 kr. Samtals: 78.356 kr. Skattur 41,94% - 8.318 kr. Frítt sjónvarpsgj. + 0 kr. Alls: 70.038 kr. Þið sjáið hvað tekjutrygging og heimilisuppbót lækka. Hann missir lyfjauppbótina, því tekjurnar eru meiri en 75.000 kr. og hann fær ekki frítt sjónvarpsgjald, því hann er ekki með lyfjauppbót. Hann ber 51 krónu minna úr býtum en áður. Ríkið tekur rúmlega 100% til sín af hækkuninni. Þetta dæmi er góð vísbending um það, hvernig farið hefur verið með okkur aldraða á síðustu árum. Við höfum greitt í lífeyrissjóð og reynt að leggja eitthvað fyrir, en það hefur verið tekið af okkur aft- ur. Við i Félagi eldri borgara og Landssambandi aldraðra erum áhyggjufull. Við teljum okkur skila góðu búi til yngra fólksins og erum hreykin af því velferðarþjóðfélagi, sem við höfum átt þátt í að byggja upp og búum við í dag. En hver eru launin? Meiri og meiri skerðing á tekjum okkar aldraðra. Góðir alþingismenn, hvað ætlið þið að gera til að lækka jaðarskatt- ana og jaðaráhrif ýmissa bóta? Sem betur fer erum við mörg við sæmilega heilsu og hugsunin er í lagi. Við munum fylgjast vel með störfum ykkar á Alþingi og hveijir bera hag okkar fyrir bijósti. Við erum ekki kröfuhörð, en vilj- um gjarnan eiga þægilegt ævikvöld eftir mikla vinnu í gegnum tíðina. Eldri borgarar eru enn með kosn- ingarétt og þeir sem styðja við bak- ið á okkur fá örugglega krossinn frá okkur í næstu kosningum. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður Félags eldri borgara íReykjavík og nágrenni. Margrét H. Sigurðardóttir Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið dag- lega frá kl. 10-18. FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGJR - - -- \'r ur llk 1 I1 IIÉ Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 Þriðji desember - þörf hvatning' SAMEINUÐU þjóð- irnar hafa beint þeim eindregnu tilmælum til aðildarþjóða sinna að þriðja desember ár hveit beini þær sjónum sínum alveg sérstak- lega að málefnum fatl- aðs fólks. Þá fer vel á því að hugað sé að þvi hver staða þessa víðf- eðma þjóðfélagshóps er í hinum einstöku þjóðríkjum og þannig kannað um leið hveiju til betri __ vegar megi víkja. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa einnig verið samþykktar meg- inreglur um málefni fatlaðs fólks þar sem aðaláherzlan er á jafnrétti fatlaðs fólks til fullrar þátttöku í samfélaginu. Þessar meginreglur taka til flestra þjóðlífsþátta og eru dýrmætar til baráttu fyrir framtíð- arsýn með fullri þátttöku fatlaðs fólks í hveiju einu. Hér á landi hafa meginreglurnar verið allvel kynntar, en þó þykir okkur sem á skorti að Alþingi ís- lendinga verði kynntar meginregl- urnar sérstaklega og að í kjölfarið fylgdi svo umræða og jafnvel nokkur úttekt á því hversu við stönd- umst samanburð við hin fjölmörgu ítarlegu ákvæði meginregln- anna. Eitt er vist: Þær eru þjóðunum verð- ugur vegvísir eftir að fara unz unandi stöðu er náð. Málefni fatlaðs fólks eru ljölþætt og taka til allra þátta þjóðlífsins, lúta jafnt að almennum þörfum svo og ákveðn- um sérþörfum, sem vissulega eru ólíkar eftir fötlun og fötlunarstigi. Fatlað fólk er að sjálfsögðu ekki einsleitur hópur, fötlun afar misjöfn eftir eðli hennar, einnig auðvitað einstakl- ingsbundin og varast skyldi allar alhæfingar þegar um þennan mála- flokk er fjallað. Alhæfingar gilda ekki þegar til þjóðar er litið, þær gilda heldur ekki um fatlað fólk. Staðlaðar lausnir leysa aldrei allan vanda, geta ef illa tekst tii magnað hann. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra mun nú hafa uppi sem kjör- orð dagsins: Jafnir möguleikar - Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, segir Helgi Selj- an, eru kjörorð okkar: Jafnir möguleikar - jöfn þátttaka. jöfn þátttaka og máske segir það allt sem segja þarf. Jafnframt þarf til allra átta að líta svo kjörorðið góða nái til allra hópa, nái að vera kjörorð samfélagsins alls, verði að vísum virkileika sem vissulega skiptir öllu máli, og samfélagið allt mun á því hagnast. Eins og alltaf og alls staðar skiptir öllu að undir- staðan sé traust, að lífskjaragrunn- ur fólks sé tryggður, afkoma þess sé unandi. Okkur er gjarnt að nota orðið velferð þegar nefna skal ein- kenni okkar samfélags og í ýmsu má vissulega finna því stað, en alg- ilt er það ekki, því miður. Auðvitað er velferðarhugtakið víðfeðmt, tek- ur jafnt til ytri sem innri gæða en það eitt alveg ljóst að ytri lífs- kjaraumgjörð skiptir afar miklu máli, efnaleg afkoma þarf að vera örugg. Ekki sízt gildir þetta um það Helgi Seljan Brýnustu einkavæð- ingarverkefnin ÞAÐ FER ekki hjá því að brúnin hafi nokkuð lyfst þegar fréttir bárust um frjálslyndi framsóknar- manna á flokksþingi þeirra fyrir skömmu. Framsóknarflokkurinn ætlar sér að standa fremst í brúnni þegar kemur að því að losa fyrirtæki úr höndum ríkisins og færa þau í hendur einkaaðila. Þetta eru gleðitíðindi fyrir þá sem voru orðn- ir nær úrkula vonar um að ríkisstjórnin tæki sig taki í einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Staðreyndin er sú að það hefur gengið alltof hægt í einkavæðingu þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú verið í ríkisstjórn frá árinu 1991 og verið í lykilhlutverki til að hrinda gömlum baráttumálum í framkvæmd. Frá því að þessi ríkis- stjórn tók við hefur ekkert ríkisfyr- irtæki verið selt til einstaklinga en nú aukast vonir um að úr rætist með dyggum stuðningi framsóknar- manna. Mikilvægustu verkefnin Verkefnin í einkavæðingu eru mörg og því er nauðsynlegt að raða þeim í ákveðna forgangsröð. í fyrsta flokki eru fyrirtæki og stofn- anir sem mikilvægt er að farið verði að einkavæða strax á næstu misser- um. Hér er ekki síst um að ræða fyrirtæki sem eru í beinni eða óbeinni samkeppni við einkaaðila. Þá eru verkefni sem stefna ber að því að fara út í á næstum árum. Á eftir þessum fyrirtækjum ber að líta til ýmiss konar opinberrar starfsemi sem full ástæða er til að einkavæða í framtíðinni þótt ekki sé um sér- stök forgangsverkefni að ræða. Ríkisstjórnin verður að setja sér ákveðin markmið og gefa opinber- lega út nokkurs konar dagskrá um einkvæðingu næstu mánaða. Sú dagskrá þarf ekki að vera flókin. Mánuðir 1 og 2 Ríkisbankarnir: Landsbanki og Bún- aðarbanki. Um 70% af fjár- málamarkaði hér á landi eru á hendi ríkis- ins og þar skiptir lík- lega mestu að tveir af þremur viðskiptabönk- um eru í eigu og undir stjórn ríkisins. Flestir eru farnir að skilja mikilvægi þess að breyta þessum tveimur stofnunum í hlutafélög og heija í framhaldinu sölu á hlutabréfunum. Mánuðir 3 til 5 Fj árfestingarl ánasj óðir: Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Stofnlánadeild landbúnaðarins. Endurskoðun sjóðakerfisins er fyrir löngu tíma- bær um leið og horfið er frá skipt- ingu milli atvinnugreina. Rétt er að stofna eitt eða fleiri hlutafélög um þennan rekstur og selja hluta- bréfin í kjölfarið. Mánuðir 6 og 7 Ríkisverksmiðjur: Sementsverk- smiðja hf. Áburðarverksmiðjan hf. Fyrsta skrefið hefur verið stigið í að einkavæða þessi fyrirtæki með því að breyta þeim í hlutafélög. Sala þeirra er því fremur einföld. Mánuður 8 Ríkisútvarpið. Endurskilgreina þarf hlutverk og verkefni Ríkisút- varpsins og breyta því í hlutafélag. Um leið verður að einkavæða þá þætti í starfseminni sem eru í sam- keppni við einkaaðila. Mánuður 9 Póstur og sími hf. Hlutafélag tekur við rekstri og eignum Póst og símamálastofnunarinnar um komandi áramót. Mikilvægt er að skipta félaginu upp og selja hluta- bréfin til einkaaðila, ekki síst til að Ríkisstjórnin verður að setja sér ákveðið mark- mið, segir Hjörtur Nil- sen, gefa út dagskrá um einkavæðingu næstu framtíðar. tryggja eðlilega samkeppni hér á landi. Mánuður10 Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins. Einkaréttur ríkisins til að reka áfengisútsölur _er arfleið gamalla tíma. Leggja á ÁTVR niður og selja eignir fyrirtækisins enda er vafamál að einokunarfyrirkomulagið stand- ist EES-samninginn. Mánuðir 11 Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli. Engin rök eru fyrir því að ríkið stundi verslun með snyrtivörur eða annað sem ferðamenn sækjast eft- ir. Mikilvægt er að bjóða út verslun- arrekstur í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og leggja niður hina ríkis- reknu snyrtivöruverslun. Mánuður12 Byggðastofnun. Saga Byggða- stofnunar er sterkustu rökin fyrir því að leggja hana niður og færa lánastarfsemi hennar yfir til al- menna banka- og sjóðakerfis. Þann- ig á að hætta styrkveitingum. Þannig getur einföld dagskrá rík- isstjórnarinnar fyrir einkavæðing- una litið út. Samhliða henni getur ríkissjóður tekið sig til og selt eign- arhluti sína í ýmsum félögum: SKÝRR hf. (50%), íslenska járn- blendifélagið hf. (55%), Kísiliðjan hf. (51%), Steinullarverksmiðjan hf. (30%), Bifreiðaskoðun Islands (50%) og Islenskir aðalverktakar sf. (52%). Höfundur er ínefnd Verslunar- ráðs íslands um einkavæðingu. Hjörtur Nílsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.