Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 5/1-11/1. .fc-R'III.'L'Hl.'LI ► RANNSÓKN á vegum Krabbameinsfélags Islands og Rannsóknarstofu í heil- brigðisfræði HÍ bendir til að notkun kvenna á getnað- arvarnapillunni fyrir tví- tugt geti aukið líkur á brjóstakrabbameini síðar á ævinni. Niðurstöður alþjóð- legrar rannsóknar benda til að hverfandi áhættuaukn- ing hljótist af notkun pill- unnar eftir að tvítugsaldri er náð. ► EVRÓPUSAMTÖKIN hafa sent forseta Peninga- málastofnunar Evrópu bréf og farið fram á að Island verði inni á Evrópukortinu á peningaseðlum og mynt evró-gjaldmiðilsins. ► ÚRSAGNIR úr þjóðkirkj- unni þrefölduðust i fyrra miðað við árið á undan og voru 2.344 á móti 755 árið 1995. ► UNNIÐ er að endurskoð- un á reglum um innflutn- ingsgjöld bifreiða. Nú eru þau reiknuð út miðað við vélarstærð og innkaups- verð, en ein þeirra hug- mynda, sem fjármálaráðu- neytið er að kanna nánar, er að þau miðist við þyngd bíls, stærð sprengirýmis vél- arinnar og afl hennar í kílówöttum. ►FULLTRÚAR ÍSAL og Columbia Ventures hafa rætt hugsanlegt samstarf, verði af byggingu álvers Columbia. Talið er að höfn og löndunaraðstaða ÍSAL geti nýst báðum fyrirtækj- unum, auk þess sem sam- starf á fleiri sviðum er hugs- anlegt. Jeltsín aftur Hrönn og Samherji sameinast EIGENDUR Samherja hf. á Akureyri og Hrannar hf. á Isafírði, sem gerir út frystitogarann Guðbjörgu ÍS, hafa sameinað útgerðarfyrirtækin undir merkjum Samheija. Gert er ráð fyrir að Guðbjörgin verði áfram gerð út frá ísafírði, en verðmæti kvóta skipsins er um tveir milljarðar króna. Á ísafírði hafa menn lýst ótta um að kvótinn hverfí úr byggðarlaginu. Verðlag hærra en í löndum ESB VERÐLAG hér er að jafnaði 13% hærra en í löndum Evrópusambandsins, en verð á mat, drykk og tóbaki er helm- ingi hærra hér. Húsnæðis- og orku- kostnaður er þó allt að fjórðungi lægri hér. Þetta kom fram í skýrslu nefndar sem kannaði framfærslukostnað heim- ila. Þá kom í ljós, að þorri landsmanna nýtur samkeppni í matvöruverslun, en þar sem hennar gætir ekki er matvara allt að 50% dýrari. Telst faðir tækni- getinna barna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í vikunni að maður teldist faðir tví- bura, sem kona hans fæddi eftir tækni- ftjóvgun. Maðurinn því fram, að kona hans hefði gengist undir tæknifijóvgun að sér forspurðum. Héraðsdómur taldi þó sannað að hann hefði verið með í ráðum, þrátt fyrir að skriflegt sam- þykki hans hafi vantað. á sjúkrahús BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var lagður inn á sjúkrahús í Moskvu á miðvikudag þar sem í ljós kom að hann hafði byijunareinkenni lungna- bólgu. Fullyrtu læknar hans að veik- indin tengdust ekki hjartauppskurði sem forsetinn gekkst undir á síðasta ári og sögðu talsmenn forsetans að hann væri fær um að stjóma. Hins vegar var tilkynnt. á föstudag að Jelts- ín yrði frá störfum í þijár vikur. Herinn styður mótmælendur YFIRMAÐUR hers Júgóslavíu; Serbíu og Svartfjallalands, átti á mánudag fund með námsmönnum í serbnesku stjórnarandstöðunni og lýsti óbeint yfír stuðningi við kröfur þeirra um að úrslit sveitastjórnarkosninganna verði virt. Serbíustjórn hefur viðurkennt ósigur sinn í næststærstu borg lands- ins, Nis, en áfram er þrýst á hana að viðurkenna úrslit kosninganna, sem hún lét ógilda í nóvember. Ólga í Búlgaríu UM 50.000 manns söfnuðust saman við þinghús Búlgaríu í Sofíu til að sýna kröfum þingmanna stjórnarand- stöðunnar stuðning og krefjast nýrra þingkosninga. Mikil óánægja í garð stjórnvalda er nú ríkjandi í Búlgaríu en að ríkisstjóminni standa sósíalistar, arftakar kommúnista. ► ÓVISSA ríkir um fram- hald friðarviðræðna ísra- ela og Palestínumanna eft- ir að tvær öflugar spreng- ingar urðu í miðborg Tel Aviv í Israel á fimmtudag. Friðarviðræðurnar hafa gengið brösuglega, m.a. vegna þess að Palestínu- menn krefjast trygginga fyrir því að ísraelar fari ekki aðeins frá Hebron heldur einnig öðrum hlut- um Vesturbakkans á ákveðnum tíma. ► ELDRI hjón fórust í snjóflóði í Norður-Noregi á föstudag en griðarlegt fannfergi hefur verið þar frá því um miðja viku. Hefur það valdið miklum truflunum á samgöngum og snjóflóðahættu. ► JEVGENÍ Primakov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði á fimmtudag að Rússar ættu að beita þau ríki efnahagslegum refsiaðgerðum sem træðu á rétti fólks af rússneskum uppruna. Nefndi hann sér- staklega Eistland í þessu sambandi. ► TILRAUN breska auðkýfingsins Richards Branson til að fljúga um- hverfis jörðina í loftbelg, mistókst á fimmtudag er farartæki hans hrapaði í náttmyrkri yfur alsírskri eyðimörk. Fyrir snarræði eins í áhöfn loftbelgsins tókst að draga úr fallinu og sluppu mennirnir þrír sem um borð voru ómeiddir. FRÉTTIR Sala fósturvísa úr Galloway-kúm gæti orðið arðvænleg í framtíðinni Þjóðverjar sýna stofninum áhuga Takist að ná fósturvísum úr íslensku Galloway-kúnum gæti útflutningur á þeim orðið veruleg tekjulind fyrir nautastöð Landssamband kúabænda. íslensku kálfarnir eru næstum 100% hreinir og í kjölfar kúariðunnar í Bretlandi hafa aðstæður breyst mjög á þessum markaði. FYRIRSPURNIR um erfðaefni úr ís- lenska Galloway-holdanautastofn- inum hafa borist til Landssambands kúabænda frá þýsku Gallowaysam- tökunum, en samtökin keyptu fóst- urvísa og sæði í Bretlandi þar til markaðurinn þar lokaðist þegar kúar- iða kom upp í Bretlandi á sínum tíma. Að sögn Guðbjörns Ámasonar, fram- kvæmdastjóra LK, hefur ekki enn sem komið er tekist að ná erfðavísum úr íslensku Galloway-kúnum, en ef það tekst þykir ekki ólíklegt að hægt verði að selja þá á um 60 þúsund krónur hvem, og salan gæti því orðið veruleg búbót fyrir nautastöð Landssamband kúabænda í framtíðinni. Landssamband kúabænda yfirtók rekstur einangrunarstöðvarinnar í Hrísey af ríkinu árið 1994 og stofn- aði þá hlutafélag um reksturinn sem kallast nautastöð Landssambands kúabænda. Einangrunarstöðin hóf starfsemi 1976 þegar flutt var til landsins sæði úr Galloway-gripum og ári síðar fæddust þar fyrstu Galloway-blendingarnir. Stofninn er nú orðinn 98,7% hreinn að sögn Guðbjöms og eins og greint var frá í Morgunblaðinu á föstudag voru fyrstu fjórir kálfarnir frá stöðinni seldir til tveggja búa í Skagafírði í fyrradag. Að sögn Guðbjöms eru kálfar frá nautastöðinni seldir á 25 þúsund krónur hver. Nokkrar efasemdir vora í fyrstu varðandi innflutninginn á Galloway- sæði hingað til lands þar sem ýmsir töldu að kynið væri ekki nógu gott til ræktunar, m.a. vegna skapgalla. Guðbjöm segir að það hafí hins vegar reynst mjög vel við íslenskar aðstæð- ur og kjötið af einblendingum flokk- ast best að meðaltali, en mest af því hefur farið í úrvalsflokka. Kálfar af Galloway-kyninu í Hrísey hafa aldrei verið auglýstir til sölu, en þrátt fyrir það hafa nú borist pantanir frá ís- lenskum bændum á tugum kálfa. Aldrei komið upp sjúkdómur í stofninum Guðbjörn segir að í Þýskalandi sé Galloway-kynið að ná mikilli út- breiðslu þar sem gripirnir þykja góð- ir til að nýta graslendi auk þess sem kjötgæðin þykja með afbrigðum góð. Hann segir verð á kynbótagripum hafa verið mjög hátt í Þýskalandi og kvígumar verið seldar á sem svar- ar til 100-150 þúsund íslenskra króna hver. Þýsku Galloway-samtökin hafa umsjón með Alþjóða Galloway-sam- tökunum og segir Guðbjöm því hugs- anlegt að áhugi geti vaknað víðar á íslenska stofninum. Fyrst og fremst væri það heilbrigði dýranna sem freistaði, en sjúkdómur hefur aldrei komið upp í stofninum, og einnig þætti eftirsóknarverð sú framræktun sem átt hefði sér stað hér á landi. „Það hefur verið mjög hátt verð á kynbótagripum í Þýskalandi og þeg- ar markaðurinn lokaðist í Bretlandi sneru Þjóðveijar sér til Kanada og Bandaríkjanna. En þeir vita af okkur og hafa mikinn áhuga þótt ekki hafí enn sem komið er borist frá þeim beint tilboð. Eina tilboðið sem borist hefur kom frá Danmörku í fyrra, en Galloway-framleiðandi þar vildi kaupa af okkur kvígur. Það mál var komið töluvert langt áleiðis þegar hann hætti við. Það er hins vegar engin launung að þessi stofn hér er mjög verðmætur vegna þess að hann hefur verið í einangrun í 20 ár,“ sagði Guðbjörn. Erfitt að ná fósturvísum Hann segir erfiðleikum bundið að ná fósturvísum úr Galloway-gripum vegna þess hve kýrnar séu innanfeit- ar. Það hafí verið reynt hér á landi en með litlum árangri, og ástæða þess sé kannski fyrst og fremst sú að íslenska dýralækna skorti þjálfun á þessu sviði. Hann segir að ef í fram- tíðinni takist að ná erfðavísunum megi jafnvel ná 10 fósturvísum úr hverri kú og verð á hveijum þeirra gæti orðið um 60 þúsund krónur. „Við eram með tæplega 30 Galloway-kýr sem eru að bera jafnt og þétt um þessar mundir og kálfarn- ir sem fæðast fara í land. Samkvæmt búfjárræktarlögum átti að varðveita þennan stofn en því hefur ekki verið fylgt eftir af hálfu ríkisins. Hjá okk- ur er þetta kannski í og með hugsjón að koma honum í land,“ sagði Guð- björn. Fyrstu Limousin- og Angus-kálfarnir fæðast í vor í nautastöð Landssambands kúa- bænda era einnig gripir af Limousin- kyni og Aberdeen Angus-kyni sem bundnar era miklar vonir við að geti orðið til þess að bændur geti fengið enn betri gripi en Galloway, en grip- imir af þessum kynjum era 100% hreinir. Fósturvísar úr Limousin og Aberdeen Angus voru fluttir inn frá Danmörku fyrir tveimur áram og er sala á sæði úr nautum hafin til bænda, en fyrstu einblendingskálfamir fæð- ast í vor og því enn óvíst hvað út úr þessari ræktun kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.