Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga gamanmyndina The First Wives Club, Sá hlær best sem síðast hlær, með Bette Midler, Goldie Hawn og Diane Keaton í aðalhlut- verkum. Þessi svefnherbergisfarsi var ein vinsælasta gamanmynd síðasta árs vestanhafs Hefndin er sæt BRENDA (Bette Midler), Elise (Goldie Hawn) og Annie Paradise (Diane Keaton) eiga misheppnuð hjónabönd að baki. Þær voru vin- konur í skóla en fóru síðan hver í sína áttina. Brenda giftist milljóna- mæringi sem á rafeindafyrirtæki, Elise varð kvikmyndastjama en Annie varð húsmóðir í snobbhverfí. Allar hjálpuðu þær eiginmönnum sínum að koma undir sig fótunum og ná efnahagslegri velgengni. En örlögin haga því svo að vin- konurnar ná saman á ný eftir að eiginmenn þeirra allra skilja við þær á sama tíma til þess að „yngja upp“. Brenda, Elise og Annie ákveða að losna undan sársaukan- um og biturðinni sem höfnunin veldur þeim með því að úthugsa í sameiningu ótrúlega djarfa áætlun um hvemig þær geti hefnt sín á köllunum. Þær stofna með sér klúbb, The First Wives Club, tii þess að hrinda áætluninni í framkvæmd og lýsa yfir stríði sem verður háð í mörgum fínustu fundarsölum og svefnher- bergjum Manhattan. Myndin er byggð á fyrstu skáld- sögu rithöfundarins Olivia Gold- smith sem sló í gegn og varð met- sölubók í Bandaríkjunum. Robert Harling skrifaði kvikmyndahandrit- ið. „Hefnd er stór hluti af fléttunni í þessari mynd,“ segir Goldie Hawn. „Hefnd er skemmtileg í gamanmynd en þessar þrjár konur nota hefndina á jákvæðan hátt til þess að hjálpa öðrum konum.“ Bette Midler segir hins vegar að myndin sé fyrst og fremst um réttlæti. „Hún fjallar svolítið um hefnd. Ég hugsa að þetta sé saga sem fjölmörgum fínnst þeir kann- ast við og telja sig geta tengt sig við. En hún er fyndin. Það er svolít- ill boðskapur hér en það er fyndinn boðskapur, án predikunar.“ Diane Keaton segir að hún hafi svo oft leikið í alvarlegum myndum þar sem hún geri ekkert annað en að tala að hún hafí tekið tveim höndum þessu tækifæri til að leika í farsakenndri gamanmynd eins og þessari. „Maður fær sjaldan tæki- færi til þess að leika um hefnd. Það er skemmtilegt." First Wives Club gerist í New York og er tekin þar í borg síðastlið- Meðal aukaleikara í The First Wives Club eru Dan Hedaya, Bronson Pinchot og Sarah Jessica Parker. BRENDA (Bette Midler), Elise (Goldie Hawn) og Annie Para- dise (Diane Keaton) ákveða að ná sér niðri á eiginmönnunum sem höfnuðu þeim fyrir yngri konur. inn vetur enda teija kvikmyndagerð- armennimir, Hugh Wilson, leikstjóri (Guarding Tess), og Scott Rudin, framleiðandi (Sabrina, Nobody’s Fool), að útilokað hefði verið að gera myndina annars staðar. Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton urðu góðar vinkonur við gerð myndarinnar, slúðurblöð- um New York borgar til sárra von- brigða. Þegar gerð myndarinnar var lokið sagði Bette Midler að ef myndin slægi í gegn þá væri það gott og blessað en hvemig sem það yrði, yrði alltaf bjart yfír minning- unni um samstarfið við þær Goldie Hawn og Diane Keaton. Meðal aukaleikara í First Wives Club eru Maggie Smith, Sarah Jessica Parker, Dan Hedaya, Bron- son Pinchot, Stockard Channing og Elizabeth Berkley. Gamanleikur er hennar fag Leikur, syngxur, skrifar bækur VINSÆLAR gamanmyndir á borð við „Housesitter", „Foul Play" og „Private Benjamin" hafa tryggt Goldie Hawn sess sem einni vinsælustu gamanmyndaieikkonu í Banda- ríkjunum. Næsta mynd hennar verður nýjasta mynd Woody Allens, „Everyone Says I Love You“. Þar með slæst hún í hóp stallsystra sinna í „First Wives Club“, Bette Midler og Diane Keaton, sem báðar hafa leikið aðalhiutverk á móti Woody Allen. Goldie er fædd í Maryland og fór að æfa dans þriggja ára gömul. Fljótlega fór hún að koma fram og sautján ára gömul rak hún eigin ballettskóla í heima- bænum Takoma Park. Hún var enn í fram- haldsskóla þegar hún kom fram með atvinnuleikhópi í fyrsta skipti en þá lék hún Júlíu á móti Rómeó fyrir leikfélag Williamsburg í Virginíu. Goldie Hawn lærði ieiklist við háskóla og flutti síðan til New York þar sem hún sló í gegn, fyrst sem dansari og síðan sem leikari á Broadway. Þaðan hélt hún í sjónvarp og svo í kvikmyndimar. Hún sló í gegn þegar hún lék á móti Walter Matthau og Ingrid Bergman í „Cactus Flower“ en fyrir það hlut- verk fékk hún Óskarsverðlaun sem besta ieikkona í auka- hlutverki. Áður hafði hún aðeins leikið í einni kvikmynd, sú þótti ekki ýkja merkileg og hét „The One and Only, Genuine, Original Family Band.“ Næstu kvikmyndir hennar voru „Butterflies Are Free“ og „Sugarland Express", fyrsta kvikmynd Stevens Spiel- bergs í fullri lengd. Næstu ár iék hún m.a. í „There’s a Girl in My Soup“ og „Shampoo“ á móti Warren Beatty (1975) en tók síðan tveggja ára hlé frá kvikmyndagerð en sneri aftur tvíefld þegar hún lék á móti Chevy Chase í hinum ógleymanlega farsa „Foul Play“. Hún var öðru sinni tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir leik sinn í „Private Benjamin" árið 1980, en þá mynd framleiddi hún jafnframt. Næstu ár lék hún m.a. í „Seems Like Old Tirnes", „Best Friends", „Swing Shift“ og „Protocol". Hún hefur undanfar- in ár auk leiksins komið talsvert við sögu sem kvikmynda- framleiðandi, m.a. í myndunum „Wildcats", „Overboard" og „Criss Cross“. Nýjustu myndir hennar sem leikkonu eru „Bird on a Wire“ með Mel Gibson og „Deceived". Goldie Hawn á að baki langt hjónaband með kvikmynda- stjömunni Kurt Russel. BETTE Midler er Q'ölhæf og athafnasöm stórstjama sem hefur hlotið tvær óskarsverðlaunatilnefningar, tvenn Emmy-verðlaun fyrir sjónvarpsleik, fem Grammy-verðlaun fyrir tónlist, Tony-verðlaun fyrir leik á sviði og tvenn Gold- en Globe-verðlaun fyrir kvikmyndaleik. Midler er fædd og uppalin í Honolulu á Hawaii og ákvað ung að ámm að eyða ævinni uppi á sviði. Hún fór í leik- listamám við Hawaii-háskóla og var þar þegar hún fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í mynd George Roy Hill, Hawaii. Hún flutti til New York árið 1965 og áður en mánuður var liðinn var hún komin með hlutverk 5 söngleik. Fljótlega varð hún stór- stjarna á Broadway og um 1970 var hún kom- in með plötusamning og hlaut Grammy-verð- laun sem besti nýi listamaðurinn fyrir fyrstu hljómplötu sína. Bette Midler hélt áfram sviðsleik og naut einnig vin- sælda í sjónvarpi en árið 1979 lét hún til sín taka í kvik- myndaheiminum með stæl þegar hún hlaut óskarsverðlaun- atilnefningar fyrir leik sinn í myndinni The Rose, sem var byggð á ævi rokksöngkonunnar Janis Joplin. Að því loknu sneri hún aftur til Broadway og lék næstu ár í kvikmyndum sem ekki fóru ýkja hátt. 1984 hóf hún hins vegar samstarf við Walt Disney fyrirtækið, sem gefíð hefur af sér vinsælar gamanmyndir á borð við „Down and Out in Beverly Hills“, „Ruthles People", „Outrageous Fort- une“ og „Big Business". 1991 framleiddi Midler auk þess að leika aðalhlutverk í myndinni „For The Boys“ og fyrir leik sinn þar hlaut hún óskarsverðlaunatilnefningu öðru sinni auk þess að vinna Golden Globe verðlaun. Bette Midler á eigin kvikmyndafyrirtæki, All Girl Productions, og þar hefur hún gert kvikmyndimar „Beac- hes“ (þar sem vinsælasta lag hennar Wind Benaeath My Wings var að fínna), „Stella" og einnig átti hún þátt í að framleiða myndina „Scenes From The Mall“ þar sem hún sjálf var í aðalhlutverki ásamt Woody Allen. En Bette Midler lætur sér ekki nægja að leika, syngja og framleiða kvikmyndir. Hún hefur skrifað tvær bækur, „A View from a Broad“ og bamabókina „The Saga of Baby Divine" en hana skrifaði hún fyrir unga dóttur sína og eiginmanns síns, Martin Von Haselberg. Hvað eiga Woody Allen og- don Corleone sam- eiginlegt? DIANE Keaton er þekktust fyrir langt og farsælt sam- starf sitt við Woody Allen en á hans vegum hlaut hún m.a. óskarsverðlaun fyrir leik í titilhlutverki „Annie Hall“. Auk þess lék hún undir stjóm Allens, sem hún bjó með um tíma, í myndunum Sleeper, Manhattan, Love and Death , Play It Again, Sam, Interiors, Radio Days og Manhattan Murder Mystery. Að frátöldum myndum Allens er Diane Keaton tvímæla- laust þekktust fyrir leik sinn sem Kay Corleone, eiginkona mafíufor- ingjans Michaeis Cor- leone, í myndunum þremur um Guðföður- inn. Diane Keaton er fædd í Los Angeles en eins og stöllur hennar Goldie Hawn og Bette Midler fluttist hún til New York um tvítugt. Hún fór að læra leiklist og var m.a. í þeim leikhópi sem fyrstur setti upp söngleikinn fræga Hárið. Undanfarin ár hefur Diane Keaton m.a. reynt fyrir sér sem leikstjóri með eftirtektarverðum árangri. Hún gerði t.d. myndina Unstrung Heroes, sem sýnd var á síðasta ári, leikstýrði þáttum í sjónvarpsþáttaröð David Lynch, Twin Peaks, og hefur gert heimildarmyndir sem vakið hafa athygli. Diane Keaton hefur m.a. leikið í myndunum Looking for Mr. Goobar, Reds, Crimes of the Heart, Baby Boom og Father of the Bride I og II.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.