Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 31 -I í < \ ( I < I I I Arlington-kirkjugarðinum í Wash- ington D.C. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að fylgja þessari indælu frænku minni síð- asta spölinn og að fá að vera við hlið þeirra Goldie, Roberts og Ther- esu á þessari erfiðu stund. Þá hafa systurnar tvær og fjölskyldur þeirra á Íslandi misst mikið, en samband þeirra við Unnu var ætíð náið. Minningin um góða eigin- konu, móður og systur mun hjálpa þeim við að yfirvinna tómleikann, sem hlýtur að skapast við nýjar aðstæður. Megi góður Guð hjálpa þeim í þeirra baráttu. Guð blessi minningu Guðrúnar Kristínar Sigurðardóttur. Guðmundur Jóelsson. Við Unna vorum systkinabörn. A þessum tímamótum rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minningar. Þegar hugurinn reikar til baka í Sörlaskjólið, ég að passa systur mína, Margréti, og Unna að passa systur sína, Jórunni. Unna flutti síðar í Granaskjól og þá var ekki lengi verið að hlaupa þangað eða fyrir Unnu að hlaupa niður í Sörlaskjól. Ég átti því láni að fagna að Unna gat komið í heimsókn tii mín til Orlando í maí á síðasta ári. Móðir mín, Kristín, var hér og gát- um við þijár endalaust spjallað um gamla og góða tíma. Sár er söknuður eftir góða vin- konu. Guð blessi þig og þína nánustu, hvíl í friði elsku, Unna mín. Þín frænka, Ragnheiður í Orlando, Flórida. Orðin úr Rómveijabréfinu (Róm 12.12.) Verið glaðir í voninni, þolin- móðir í þjáningunni og staðfastir í trúnni, eru orð sem koma upp í hugann þegar við minnumst kærrar vinkonu, Kristínar Golden, konunn- ar sem hafði mætt veikindum sín- um af slíku æðruleysi og kjarki að eftir var tekið. Hún var þolinmóð og vongóð í þjáningum sínum þrátt fyrir allt. Það var fyrir einu og hálfu ári að vart varð þess sjúk- dóms sem nú hefur lagt hana að velli langt fyrir aldur fram. Þegar við heyrðum um andlát hennar urð- um við harmi slegnar þar sem við höfðum misst úr hópi íslenskra kvenna í Virginíu einstaka mann- eskju sem við sjáum nú á bak. Við munum minnast hennar sem góðrar vinkonu sem átti svo mikla hjarta- hlýju og alltaf var boðin og búin að rétta hjálparhönd, s.s. að útbúa veitingar fyrir veislur eins og hún gerði svo oft af miklum myndar- skap, bæði allskyns íslenskan mat og annað, því allt lék í höndunum á Kristínu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði búið fjölskyldu sinni fallegt heimili þar sem yndi hennar af blómum og öllum fögrum hlutum kom í ljós. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og var þá glatt á hjalla og nutum við þessar- ar gestrisni þeirra hjóna og munum við, vinkonur hennar, sakna hennar úr hópi okkar íslensku kvennanna sem búum í Hamton, Newport News og Norfolk, Va. Systkinum hennar og öðrum ættingjum á íslandi og í Banda- ríkjunum sendum við innilegar samúðarkveðjur þó er mestur miss- ir hjá eiginmanni og börnum sem nú sjá á bak yndisiegri eiginkonu og góðri móður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ransy Morr, Hampton, Va, Bryndís McCrainey, Ham- ton, Va, Sigga Miolla, Newport News, Va, Ninna Snead, Newport News, Va. ELIN GUÐMUNDSDÓTTIR + Elín Guðmunds- dóttir fæddist á Fossi við Arnar- fjörð 30. nóvember 1894. Hún lést í Reykjavík 1. janúar síðastliðinn. Faðir Elínar var Guð- mundur Einarsson frá Fremri-Gufu- dal, f. 7. mars 1870, d. 11. febrúar 1949. Hann var hrepp- sfjóri í Suðurfjörð- um og á Bíldudal og verslunarstjóri og kaupmaður á ísafirði og í Bolungarvík. Ein- ar Einarsson faðir hans var hreppstjóri og óðalsbóndi í Fremri-Gufudal í Barða- strandarsýslu og síðar á Fossi í Suðurfjörðum í Arnarfirði, bróðursonur síra Guðmundar Einarssonar á Kvennabrekku. Móðir Elínar var Ingibjörg Jónatansdóttir, f. 24. mai 1858 í Tungusveit í Strandasýslu, d. 12. febrúar 1933. Dóttir Jón- atans Eiríkssonar bónda á Bálkastöðum í Skarðshreppi og konu hans Elínar Sakarías- dóttur Ijósmóður. Ingibjörg ólst uppi í Þorpum i Stranda- sýslu lyá móðurbróður sínum Guðmundi, síðar um tíu ára skeið hjá Guðlaugu og Torfa skólastjóra í Ólafsdal. Elin kynntist eiginmanni sínum Jens E. Níelssyni í Bol- ungarvík. Hann var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 7. apríl 1888, d. 26. maí 1960. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Bjarnadóttir og Níels Níelsson sjómaður sem lengst af bjuggu í Bolungarvík. Elín og Jens giftu sig 2. september 1916. Elín og Jens eignuðust þijá syni: 1) Guðmundur, rafvéla- virkjam., f.v. Iðnskólakennara, f. 3. júlí 1917, maki Sigríður Þorkelsdóttir, f. 6. júní 1915, snyrtifræðingur, Þorkelsson- ar, f.v. veðurstofuslj. Þau eiga tvær dætur. Brypja Rannveig, f. 3. mars 1947, meinatæknir og deild- arstj. við Tækniskóla íslands, maki Hafsteinn Skúlason, læknir, f. 11. mars 1947, þeirra börn eru fjögur: Jens Páll, verkfræðingur, f. 18. desem- ber 1969, maki Hrefna Guð- mundsdóttir, stjórnmálafræð- ingur, f. 13. maí 1964, eiga þau Qögur börn: Sólbjört, f. 29. júnl 1987 ly'ördóttir, Sigríður Bryrya, f. 14. júní 1992, Hulda María, f. 15. apríl 1994 og Ástrós, f. 13. mars 1996. Ás- laug Sigríður, f. 5. ágúst 1971, verk- fræðingur, Hall- grímur Skúli, f. 22. júní 1973, og Guð- mundur, f. 29. ág- úst 1975. Elín, semballeik- ari og píanókenn- ari, f. 25. apríl 1949, maki Magnús Jó- hannsson, prófess- or við HÍ, f. 8. maí 1942, þau eiga tvær dætur: Rannveig, f. 14. febrúar 1977, og Helga Kolbrún, f. 6. febrúar 1980. Áður átti Guðmundur dóttur: Sigrún, myndlistarmaður, f. 23. september 1942, maki Böðvar Magnússon, bankaútibússtjóri, f. 9. mars 1940, þeirra börn eru tvö: Magnús, f. 17. október 1975, og Ingibjörg, f. 12. maí 1977. 2) Skúli, lögræðingur, f. 13. janúar 1920. 3) Ólafur, verkfræðingur, f. 17. ágúst 1922, maki Margrét Ólafsdóttir, f. 19. október 1920, H. Sveinssonar, f.v. sölu- stjóra þjá ÁTVR. Þeirra börn: Hildur, f. 3. apríl 1949, d. 24. janúar 1963. Ari eðlisfræðing- ur, starfar þjá Raunvísinda- stofnun HÍ, f. 9. ágúst 1950, maki Karitas Olafsdóttir sjúkraþjálfari, f. 18. júlí 1955, þau eiga tvö börn: Margrét, f. 28. júní 1987, Ólafur, f. 13. febr- úar 1989. Ari átti áður tvö börn með Hallfríði Maríu Höskulds- dóttur, f. 2. apríl 1949, Hös- kuldur Þór, f. 8. október 1971, og Hildur Björg, f. 5. október 1973. Björg, f. 14. febrúar 1952, búsett í Bandaríkjunum, maki Nate Smith, þau skildu. Börn þeirra fjögur: Nína Nicole, f. 21. ágúst 1984, Lísa, f. 5. nóv- ember 1985, Trevor Burr, f. 14. desember 1987, og Maía Michelle, f. 28. júní 1990. Elin tók mikinn þátt í félags- lífi f Bolungarvík, bæði í Kven- félaginu Brautinni og stúkun- um, sem héldu uppi félagslífi og skemmtunum á staðnum. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hún m.a. í Góðtempl- arareglunni og Kvenfélagi Háteigssóknar og Kvenfélagi Hallgrírassóknar. Útför Elínar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 13. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er Elín Guðmundsdóttir, 102 ára að aldri. Hún og maður hennar Jens E. Níelsson bjuggu í Bolungarvík fram til ársins 1938 en fluttu þá suður og voru meðal stofnenda Bolvíkingafélagsins í Reykjavík árið 1946. Var það stofnað í þeim tilgangi m.a. að halda sambandi við heimahérað og varðveita sögulegar menjar og merka atburði. Jens var formaður þess til margra ára. Bæði voru þau virk í starfi og unnu gott braut- ryðjendastarf í þágu félagsins. Meðal annars unnu þau að útgáfu blaðsins „Heima er best“ sem kom út um tíma og má fmna þar marg- ar áhugaverðar heimildir um Bol- ungarvík og íbúa staðarins. Marg- ar ferðir voru farnar á vegum fé- lagsins og sú fyrsta til Bolungar- víkur árið 1948. Elín var félagslynd kona, af- skaplega tiygg og mikil persóna. Henni var annt um fyrrverandi byggðarlag sitt og fylgdist vel með starfi Bolvíkingafélagsins eftir að hún sjálf dró sig til hlés. Þannig lét hún sig aldrei vanta á samkom- ur á þess vegum, hvort heldur um var að ræða árshátíðir eða kaffi- fundi og sópaði þá af henni glæsi- leikinn sem fyrr. Enda naut hún virðingar allra sem til hennar þekktu. Hún var gerð að heiðursfé- laga Bolvíkingafélagsins árið 1987. Þegar Elín varð 100 ára fórum við nokkur úr stjórn Bolvíkingafé- lagsins og heimsóttum hana. Við hittum hana hressa og káta og var hún spurð hver lykillinn að svona háum aldri og góðri heilsu væri. Hún svaraði af látleysi en festu að rólegt geð og það að taka því sem að höndum bæri væri meðal þess sem fólk ætti að hafa í huga. Þannig var viðhorf hennar til lífsins. Með þessum línum er Elínu þakkað fyrir þá elju, áhuga og tryggð sem hún sýndi Bolvíkinga- félaginu á langri ævi sinni. Sonum hennar og fjölskyldum þeirra eru færðar samúðarkveðjur. F.h. Bolvíkingafélagsins í Reykjavík, Sæbjörn Guðfinnsson, formaður. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, iang- amma og langalangamma, AÐALBJÖRG SKÚLADÓTTIR, Karfavogi 42, Reykjavik, sem lést fimmtudaginn 2. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Einar Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Meðalholti 17, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð miðvikudaginn 1. janúar, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Guðmundur Jensson, Sigriður Þorkelsdóttir, Skúli Jensson, Ólafur Jensson Brynja Rannveig Guðmundsdóttir, Hafsteinn Skúiason, Elfn Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Böðvar Magnússon, Ari Ólafsson, Karitas Ólafsdóttir, Björg Ólafsdóttir og aðrir œttingjar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR LÁRUSSON frá Miklabæ, Gullengi 29, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarfélög. Kolbrún Guðmundsdóttir, Guðrún Lára Halldórsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson, Hraf nhildur Halldórsdóttir, Óskar Sigþór Ingimundarson, Guðmundur Örn Halldórsson, Regfna Jónsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Páll Kristinsson, Lárus Halldórsson, Gfgja Sveinsdóttir, Kolbrún Birna Halldórsdóttir, Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT HINRIKSSON, Fornastekk 10, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Ólöf Þóranna Hannesdóttir, Hanna Sigrfður Jósafatsdóttir, Hannes Freyr Guðmundsson, Atli Már Jósafatsson, Andrea Þormar, Karl Hinrik Jósafatsson, Hrafnhildur L. Steinarsdóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Jóhanna Harðardóttir, Smári Jósafatsson, Erna Jónsdóttir, ívar Trausti Jósafatsson, Arna Kristjánsdóttir, Friðrik Jósafatsson, Sigrún Blomsterberg, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, STURLU ÓLAFSSONAR, rafvirkjameistara, Súgandafirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sjúkrahúss ísafjarðar. Guð blessi ykkur öll. Pálína Pálsdóttir, Snorri Sturluson, Erla Eðvarðsdóttir, Sóley Sturludóttir, Jón Erlendsson, Guðmundína Sturludóttir, Sturla Póll Sturluson, Ragnheiöur Halldórsdóttir, Ólafur Þór Sturluson, Marien Sturluson, Reynir Sturluson, Þórhildur Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.