Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 39 AFMÆLI CORNELIA SCHUBRIG FRÚ DR. Cornelia Schubrig, aðalræðis- maður Islands í Aust- urríki, fagnar 75 ára ' afmæii sínu á morg- jj un, mánudaginn 13. | janúar. Hún er fædd í Krems í Wachau á Dónárbökkum, þar sem hún býr enn, dóttir Mariu og Otto Kaltenböck sem rak herravöruvefnaðar- verslun. Auk Corneliu áttu þau hjón tvö önn- j ur börn. ÍAð loknu unglingaskólaprófi vorið 1941 var Corneliu uppálagt I að vinna í verksmiðju, í þágu hers- ins, í hálft ár. Lokaprófi í við- skiptafræði lauk hún árið 1946 og ári síðar varði hún doktorsrit- gerð í rekstrar- og verslunarhag- fræði. Árið 1953 giftist hún Alfried Schubrig byggingarmeistara og ári síðar eignuðust þau dótturina Elisabeth. Hún hefur lokið próf- | um í hönnunar- og byggingar- ■ verkfræði og rekur byggingarfyr- irtækið Schubrig með bróður sín- um, Alfried, sem er fæddur 1952. Fyrsti austurríski ræðismaður íslenska lýðveldisins var Szenko- vits stórkaupmaður. Þegar hann kaus að hætta því árið 1974 var Alfried Schubrig skipaður ræðis- maður. Hann og kona hans, Cornelia, sýndu þegar í stað eindreg- inn vilja og áhuga á að vera íslendingum í Austurríki til trausts og halds, á hveiju sem dundi. Til að koma í veg fyrir aðsteðjandi fjárhagsörðugleika námsmanna, stofn- uðu þau hjón sjóð sem „landar“ gátu og geta enn fengið vaxtalaus bráðabirgðalán úr. Alfried Schubrig andaðist árið 1980 og þá tók frú Schubrig við embættinu samkvæmt eindreginni ósk íslendinga í Austurríki. Frú Schubrig leggur sig af fremsta megni fram um að greiða götu Islendinga sem í landinu eru staddir og til hennar leita. Einnig er henni í mun að svara sem rétt- ast og best fyrirspurnum um land og þjóð sem embættinu berast hvaðanæva úr landinu. Er mér til efs að betur verði gert. En það útheimtir aukið álag og vaxandi umsvif í embættinu og til að komast yfir það sem sinna þarf hefur hún fengið Alfried, son sinn, sér til trausts og halds. Ár hvert heldur frú Schubrig íslendingum stórveislur, þar sem ekkert er til sparað. Fullveldis- fagnaðinn heldur hún í kringum 1. desember, þjóðhátíðarfagnaðinn heldur hún fyrir utan borgina og þá eru oft merkar menningar- byggingar eða áhugaverðir staðir skoðaðir áður en sest er að borð- um. Þessar hátíðarsamkomur frú Scubrig eru alltaf mjög vel sóttar og er henni síst á móti skapi að íslendingar staddir í nágranna- löndunum komi til Vínar og taki þátt í ferðinni. „Þeim mun fleiri þeim mun betra,“ segir þessi heið- urskona og brosir elskulega eins og henni er gjarnt. Frú Schubrig er glæsikona, hún ann íslandi og íslendingum af lífi og sál. „Mér finnst alltaf einstak- lega gaman að koma til íslands og búa á Hótel Sögu, þar sem ég fæ elskulegustu þjónustu sem ég þekki,“ segir frúin og það fer ekki á milli mála að hún meinar það. Á íslandi á frú Schubrig orðið fjöldamarga vini sem hafa kynnst henni og fórnfýsi hennar til handa velferðar íslands og íslenskra þegna, sem dveljast í föðurlandi hennar um lengri eða skemmri tíma. Fyrir hönd félaga í Félagi ís- lendinga í Austurríki árna ég þér, frú Schubrig, allra heilla í tilefni dagsins og kem hér með á fram- færi eindreginni von pkkar um að samstarf þitt og íslendinga muni áfram dafna undir merki gagnkvæmrar virðingar og trausts. „Leben Sie Wohl, Frau Schu- brig.“ (Lifið heil, frú Schubrig.) Haraldur Jóhannsson. Tökum Opus-Allt og annan hugbúnað uppí ■ gl KERFISÞRÚUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 í HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 I INGÓLFS APÓTEK * Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast 1 Ingólfs Apótek I L. ... . . _; _ : BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /yr/r WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: www.treknet.is/throun g| KERFISÞROUN HF. 04 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 FULLBUNAR IBUÐIR á frábæru verði. Eigum nú þegar tilbúnar til afhendingar nokkrar fullbúnar 2ja (ein laus) og 3ja herbergja íbúðir við Suðurbraut 2 í Hafnarfirði (v/Suðurbæjarlaugina). Lóð og aðkoma fullfrá- gengin. Erum að selja síðustu íbúðirnar. Sjón er sögu ríkari. Frdbært verð og greiðslukjör. Allar frekari upplýsingar í símum 565 0644, 893 3569 og fax 565 0645. Sigurður & Júlíus ehf., Reykjavíkurvegi 60,Hafnarfirði Kvikmyndaskóli Islands TVEGGJA MÁNAÐA NÁMSKEIÐ í KVIKMYNDAGERÐ Kennslan er bókleg og verkleg. Farið verður í alla helstu grunnþætti kvikmyndagerðar, þ.e. leikstjóm, kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, leikmynd, förðun og framleiðslu. Leiðbeinendur og fyrírlesarar eru 19talsins, þar afmargir afbelstu kvikmyndagerðarmönnum iandsins. Námskeiðíð stenduryfíröá 3. febrúartil 5. apríl1997. Ncmendom verður skipt í tvohópa; daghóp og kvöldhóp. Kennt verður fjóra daga í viku, mánudaga til fímmtudaga 4 tíma í senn. Einnigvetður kcnnt á Jaugardögum 6 tíma og þá verða fyrirlestrar og kvikmyndasýningar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir aiia þá sem viija verða kvikmyndagerðarmeim eða viija öðlast þekkingu í gerð kvikmynda. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 24. JANÚAR. UPPLÝSDMGAR OG SKRÁNING í SÍMA 552 7035 Kvikmyndaskóli íslands hélt sitt fyrsta nimskeið 1992. Þá var haldið sambxrilegt námskeið. Nemendur voru 26 og belmingur þeirra fæst nú viö kvikmyndagcrð. Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á Höfðabakka 9. Nánari upplýsingar í síma 577 1000. Hjá okkur er eltt lunkomnasta tölvukerfi landsins sem býður upp á étrúfega mögutoika við að sýna efgnlr og fetta að réttu elgnhini fyrir þlg. Hóll er kraftmikil fasteignasala og vlö leggjum allt í sölurnar til að þjóna þínum hagsmunum. Traustir og ábyrgir aðilar sem hafa áralanga reýnshi í sölu fasteigna. Pegar þú skráir elgn hjáokkurlarO þá skrántagu á tveimur stöðum þ.e. í Rvk. og Uatnarf. , áix ýtaliiHp*a dOU r-ASTEIQNASALA ÞAR SEM FASTEIGNIRNAR FUÚGA ÚT SKRAÐU EIGNINA HJA HOLI NUNA! ‘Borfy ehkenda ... þú lítur við á fasteigna- sölunni Hóli í Reykjavík eða Hafnarfirði og tekur þátt í laufléttum leik. Þú lætur skrá eignina þína hjá okkur. Um leið ferð þú sjálfkrafa í drauma- pottinn, þar sem dregin verður út um páskana glæsileg helgarferð fyrir 2 til Parísar Já fasteignirnar sannarlega fljúga út hjá Hóli. GÓOAR ÁSTÆDUR HVERS VECNAM Al- - VK> HÓL HAFNARFHtDI! Skipholti 50b -105 - Reykjavík Reykjavíkurvegi 60 - 220 Hafnarfirði S. 55 100 90 - Fax 562-9091 S. 565-5522 - Fax 565-4744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.