Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Nanna Einars- dóttir á Strönd í Stöðvarfirði fædd- ist 15. janúar 1910. Hún lést í Reykja- vík 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925, og Ingunn Jónsdóttir, f. 4. júlí 1885, d. 1918. Nanna var þriðja í röð átta systkina. Hún ólst upp á Skeggjastöðum í Garði. Fósturforeldrar hennar voru Ólafur Gíslason, f. 2. júní 1854, og Guðrún Hildibrands- dóttir, f. 13. febrúar 1855. Fóst- ursystkini Nönnu voru Sigur- geir, f. 2. nóvember 1886 (lát- inn), Björg, f. 19. apríl 1889, d. 13 april 1949, Sigurður, f. 1. október, 1892, d. 25. nóvem- ber 1968, Guðrún, f. 17. ágúst 1895, d. 24. janúar 1976, Helga, f. 6. júní, 1902, d. 20. júli 1991. Hinn 21. desember 1935 gift- ist Nanna Karli Gísla Gíslasyni, f. 15. nóvember 1909 í Króki í Grafningi, d. 16. ágúst 1963. Synir þeirra eru 1) Sverrir, f. 11. apríl 1936, d. 7. apríl 1992. Eiginkona hans var Kolbrún Gunnarsdóttir, f. 16. mars 1941. Látin er í Reykjavík elskuleg frænka mín, Nanna Einarsdóttir, frá Skeggjastöðum í Garði. Nanna var uppeldissystir föðurömmu minnar Guðrúnar Óiafsdóttur Niels- en frá Skeggjastöðum, einnig var hún bróðurdóttir móðurafa míns Stefáns Þórðarsonar. Mínar fyrstu minningar um Stjúpsonur Sverris er Skúli Gunnars- son, f. 3. júlí 1961, eiginkona hans er Guðrún Ólafsdóttír. Börn þeirra eru Ól- afur Dagur, f. 1989 og Bergrós, f. 1995. Stjúpdóttir Sverris er Ragnhildur Gunnarsdóttir, f. 10. maí 1963, henn- ar maður er Björn Hjaltason. Þeirra synir eru Sverrir Ljár, f. 1988, og Sævar Logi, f. 1992. 2) Ólafur, f. 7. febrúar 1941, eiginkona hans er Sólveig K. Jónsdóttir, f. 11. október 1942. Þeirra börn eru Nanna, f. 11. október 1961, hennar dóttir er Sólveig Ljnd Helgadóttír, f. 1985. Jón Óttar, f. 9. september 1974, og Karl Óskar, f. 27. októ- ber 1975. 3) Ásbjörn, f. 25. apríl 1947, eiginkona hans er Stein- unn R. Hjartardóttir, f. 10. júlí 1948. Þeirra börn eru Fjölnir, f. 10. nóvember 1973, Dúfa Dröfn, f. 30. desember 1982 og Gauti, f. 19. janúar 1985. Útför Nönnu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun mánudaginn 13. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nönnu tengjast heimsóknum henn- ar og manns hennar, Kalla Gísla, til ömmu minnar og afa á Berg- staðastrætinu. Þau bjuggu á þess- um árum í Meðalholti 17 og Nanna bjó þar áfram eftir að Karl lést sumarið 1963. Sem stelpa var ég í vist hjá Óla syni Nönnu og konu hans Sólveigu. Passaði ég dóttur MINNINGAR þeirra, nöfnu ömmu sinnar og fyrsta barnabarnið. Nanna var min stoð og stytta við þetta ábyrgðar- fulla starf. Þetta var að sumri til. Þegar ég lít til baka finnst mér að alltaf hafa verið sól og blíða þennan tíma. Man ég sérstaklega eftir einum degi með Nönnunum út í garðinum í Meðalholtinu. Þar hafði frænka mín breitt úr teppi á grasinu og borið út kræsingar. Þar nutum við veðurblíðunnar og skoð- uðum skordýr eitt mikið og ferlegt sem þar skreið hjá. Vorum við sam- mála um að pöddu sem þessa hefð- um við aldrei séð fyrr og líkast til hefði hún flækst til landsins frá útlöndum. Frá því bamapössuninni lauk fyrir liðlega 34 ámm hef ég notið þess að heimsækja frænku mína í Meðalholtið og fengið mér kaffisopa og núna hin síðustu ár í Seljahlíð eftir að hún flutti þangað. Ævinlega tók hún mér oppnum örmum, spjall- að var um daginn og veginn. Einn- ig hafði hún mikið yndi af að sýna mér myndir og segja mér frá barna- börnunum og langömmubaminu sínu Nanna var góð og hæglát kona sem gott var að sækja heim og vil ég þakka henni góðar stundir. Ola, Ása og öðmm aðstandend- um sendi ég og fjölskylda mín sam- úðarkveðjur. Guðrún Ó. Nielsen. Á morgun, mánudaginn 13. jan- úar, verður til moldar borin móður: systir mín Nanna Einarsdóttir. í raun vorum við ekkert skyldar. Nanna var tekin í fóstur í fmm- bemsku af ömmu minni og afa en þau voru Guðrún Hildibrandsdóttir og Ólafur Gíslason, sem bjuggu á Skeggjastöðum í Garði. Þar ólst hún upp ásamt fjórum börnum þeirra hjóna og einni fóstursystur. Nanna minntist oft á þennan tíma, hve amma og afi hefðu verið sér góð, sérstakar mætur hafði hún á afa mínum. Ég minnist æskuára mjnna, heima á Bergstaðastræti 29. Á að- fangadagskvöld og gamlárskvöld komu Nanna, Kalli og strákarnir þeirra, einnig Helga, Eyvi og Óli, alltaf í mat til mömmu og pabba. Á jóladag hittumst við svo öll aftur heima hjá Nönnu og Kalla. Það ríkti alltaf mikill kærleikur meðal þeirra systra, sem allar bjuggu í Reykjavík, Guðrúnar móð- ur minnar, Nönnu og Helgu. Nönnu minni vil ég þakka hennar miklu tryggð og góðvild í gegnum árin. Ég er þess fullviss að Nanna fær góða heimkomu og vel verður tekið á móti henni. Guð blessi hana og varðveiti að eilífu. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín, þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu risa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnigandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. " Hann tók þig i fang sér og himnarnir hófu i hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerS daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem bamið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á enginn orð nóp auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn. (T. Guðm.) Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar allrar. Helga Nielsen. Hún langamma mín er dáin. Hún var besta langamma í heiminum, NANNA EINARSDÓTTIR + svo falleg og góð og mér þótti svo mikið vænt um hana. Það var svo gott að heimsækja hana fyrst í Meðalholtið og svo í Seljahlíð þar sem hún bjó síðustu íjögur árin. Við töluðum mikið saman, hún sagði mér frá gömlu dögunum og við skoðuðum saman gamlar myndir. Amma veiktist nokkrum dögum fyrir jól og dó 3. janúar. Henni leið oft mjög illa meðan hún var veik, en þegar ég kyssti hana bless rétt áður en hún dó var hún sofnuð og hætt að líða illa. Nú er hún komin til Guðs og búin að hitta aftur Sverri og langafa sem hún sá svo oft við rúmið sitt meðan hún vár veik. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og ég veit að núna líður þér vel og að Sverrir og lang- afi eru hjá þér og passa þig fyrir okkur. Þín, Sólveig Lind. Hún Nanna okkar er dáin. Aðeins örfá kveðjuorð frá okkur þremur. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæðir hjartans sár. Mér himneskt ijós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn tekur tárin mín - ég trúi og huggast læt. (Kr. Jónss.) Elsku Nanna, hjartans þökk fyr- ir allt. Sonum Nönnu, tengdadætr- um og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Soffía, Guðjón og Anna Björg. 9 C C <2 EMELIA JOSEFINA ÞÓRÐARDÓTTIR + Emelía Jósefína Þórðar- dóttir fæddist á ísafirði 6. september 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar Emelíu voru hjónin Sólveig Jónsdóttír, f. 27. janúar 1874 á Krossnesi, Árneshreppi, Strandasýslu, d. 10. mars 1949, og Þórður Þórð- arson Grunnvíkingur, f. 12. ágúst 1878 í Bolungarvík á Hornströndum, d. 29. septem- ber 1913. Systkini Emelíu voru 11: Petrína, f. 22. apríl 1900, d. 1971, Ástrún, f. 3. maí 1901, d. 1989, Skúli, f. 2. okt. 1902, d. 1996, Indriði Þórarinn, f. 3. jan. 1904, d. 1977, Jón Elías, f. 27. maí 1905, d. 1989, Emelía Jósefína, f. 6. sept. 1907, d. 1997, Þórey Sólveig, f. 25. mars 1911, d. 1996, Kristín Unnur, f. 20. júní 1913, d. 1990. Þijú börn létust í fæðingu. Ung að árum var Emelia tekin í fóstur á Bolungarvíkursel í Grunna- Við áttum því láni að fagna að alast upp nálægt ömmu og afa og nú iangar okkur að kveðja ömmu, sem átti alltaf sérstakan stað í hjarta okkar og hafði trúlega meiri áhrif á okkur en flestir aðrir. víkurhreppi tíl hjónanna Jóns Elíassonar bónda, f. 12. júlí 1865, d. 5. mars 1945, og Jakobínu Þorbjargar Þorleifsdóttur, f. 7. september 1862, d. 28. mai 1950. Emelía giftist árið 1936 Magn- úsi Guðbergi Eliassyni, f. 20. júlí 1897 á Kirkjubóli, Hrófbergs- hreppi, Strandasýslu, d. 14. sept- ember 1980. Foreldrar hans voru Ingibjörg Kristinsdóttír, f. 12. júlí 1868 á Smáhömrum, Kirkju- bólshreppi, Strandasýslu, d. 19. júlí 1921, og Elías Guðmundsson, f. 1863 í Tröllatungusókn, d 1898. Emelia og Magnús byrjuðu bú- skap árið 1933 í Veiðileysu, Ár- nesheppi, Strandasýslu, og bjuggu þar til ársins 1960 en þá fluttust þau til Djúpuvíkur og héldu þar áfram búskap. Árið 1979 fluttust þau til Akraness en Magnús lést 1980. Síðustu árin dvaldi Emelía á Hrafnistu í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn. Börn þeirra eru: 1) Þórð- Amma var af vestfirskum ættum, dóttir hjónanna Sólveigar Jónsdótt- ur, Gíslasonar frá Bæ á Selströnd og Þórðar Grunnvíkings, Þórðar- sonar í Hattardal, Magnússonar á Ögurþingum. ur, f. 25. febrúar 1935, var kvæntur Önnu Jónsdóttur en þau eru skilin, hann á þrjár dætur. 2) Elias Ólafur, f. 8. júlí 1936, kvæntur Hrafnhildi Jóns- dóttur og eiga þau fjögur börn. 3) Ingibjörg, f. 27. ágúst 1938, gift Halldóri Arasyni, þau eign- uðust sjö börn og eru sex þeirra á lífi. 4) Sigurvin Guðmundur, f. 20. desember 1939, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur, f. 6. mars 1944, þau eiga fimm börn. 5) Sólveig, f. 18. mars 1941, gift Sigurði Magnússyni, f. 14. apríl 1936, þau eiga sex börn. 6) Hulda Fjóla, f. 20. maí 1943, gift Svavari Edilonssyni, f. 27. mars 1937, þau eiga þijú börn. Hulda ólst upp hjá Indriða Þórarni Þórðarsyni, bróður Emelíu, og konu hans, Hansinu Önnu Jónsdóttur. 7) Fósturson- ur Emelíu og Magnúsar var Jón Guðbrandsson, fæddur i Veiðileysu, en hann er látinn, var kvæntur Maríu Björgvins- dóttur, þau eignuðust fjóra syni. Barnabarnabörn Emeliu eru 23. Útför Emelíu fór fram frá Akraneskirkju 10. janúar. Amma var aðeins sex ára þegar hún missir föður sinn en hann drukknaði í róðri í ísafjarðardjúpi. Þá þurfti móðir hennar að láta hana frá sér og sagði amma að móðir hennar hefði sagt sér að það hefðu verið hennar þyngstu spor í lífinu, þegar • hún gekk til baka eftir að hafa látið ömmu frá sér. Amma sagði alltaf að hún hefði verið lán- söm, að eignast góða fósturforeldra, þau Jón og Jakobínu á Bolungarvík- urseli á Hornströndum, frá þeim átti hún margar góðar minningar. Amma og afi hófu búskap í Veiði- leysu árið 1935, þar eignaðist hún sex börn og einn fósturson. Eins og hjá öllum almúga þessa lands á þeim tíma var lífsbaráttan hörð, nýtni og ráðdeildarsemi var lífs- nauðsyn. Það var oft erfitt hjá ömmu, hún þurfti að vera á sjúkra- húsi á ísafirði um tíma og afí dvaldi svo á Vífilsstöðum um þriggja ára bil vegna veikinda. Árið 1960 flytja amma og afi til Djúpuvíkur. Þar halda þau áfram að stunda búskap til ársins 1979. Síðan flytja þau til Akraness og eru þar, þar til afi deyr. Fyrstu árin þar á eftir bjó amma hjá börn- um sínum en síðan dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Minning- arnar eru ótal margar og höfum við í ríkum mæli notið frásagna hennar um gamla tímann, ferðirnar hennar yfir ár og fjöll á Horn- ströndum, þegar hún sat yfir ánum, stundum í þoku en henni leiddist þokan. Margar stundirnar las amma fyr- ir okkur en sérstaklega var gaman þegar hún las úr litlu gömlu bókun- um, þær fékk hún þegar hún var lítil og geymdi hún þær á góðum stað. Margar vísur og bænir kenndi hún okkur. Amma fór vel með allt, allt var á vísum stað, t.d. öll jólakort sem hún fékk geymdi hún vel og fengum við oft að skoða þau. Á sunnudögum hlustuðu þau á messuna í útvarpinu og sungu þá með. Við munum allar beija- og grasaferðirnar með ömmu en hún hafði sérstaka ánægju af þessum ferðum. Amma var leikin með hannyrðir, margar fallegar myndir saumaði hún, einnig var hún búin að pijóna marga sokkana og vettlingana á afkomendur sína. Á síðari árum var heyrnin farin að dofna og þar af leiðandi fannst okkur hún verða einmana. Elsku amma, hafðu bestu þökk fyrir allar dýrmætu og ógleyman- legu stundirnar sem við áttum með þér, þær minningar verða aldrei frá okkkur teknar. Guðmunda, Emma og Ari. Amma er farin, vonandi til hans afa, því það er langt síðan afí dó. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég mun ávallt minnast góðu stundanna hjá þér, en fyrir mér varstu alltaf amma í sveit- inni, því þú sagðir mér ýmsar sögur þaðan. Þú varst mér svo góð og þú kenndir mér margt, en þessar stund- ir með þér eru á enda — ekkert varir endalaust, en minningar mínar um þig verða ávallt geymdar. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (H. Pétursson.) Vertu sæl. Helga Halldórsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku langamma, hafðu kæra þökk fyrir allt. Þórður, Þorbjörn og Kristínn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasima 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamlcg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Q i v 4 í 4 4 4 í 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.