Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Furstadæm- in hvelja til sátta við Irak Forseti Sameinuðu arabísku furstadæm- anna hvetur til að samskiptum við * Irak verði komið í eðlilegt horf á ný, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Þetta hefur ekki fengið hljómgrunn hjá Kúveitum enn þó að Flóaráðsríkin geri * sér grein fyrir að mótvægi við Iran sé nauðsynlegt í þessum heimshluta. «^baksvið FORSVARSMENN Sam- einuðu arabísku fursta- dæmanna (SAF) hafa upp á síðkastið hvatt umbúðalaust til þess að Arabarík- in við Flóann snúi sér að því að koma á eðlilegum samskiptum við stjórnvöld í Bagdad. Þetta hefur orðið til að skerpa andstæðurnar milli Furstadæmanna og Kúveit en það síðarnefnda harðneitar öllu í þessa átt. Iranir gætu fyllt upp í valdatómið ef Irakar eru endanlega vængstýfðir Zayed forseti furstadæmanna stendur þó fast á skoðun sinni, minnir á að arabar séu bræður og þetta verði að vinna í samein- ingu og sýna fulla samstöðu. Ástæðan fyrir því að orð Zayeds hafa vakið athygli og menn leggja við eyru er án efa að forsetinn hefur getið sér orð á alþjóðavett- vangi fyrir hófsemd og friðarvilja og beitt sér ásamt Qaboos soldán í Óman fyrir því að vekja athygli á þeirri hættu sem þessum heims- hluta geti stafað af því ef írakar eru of veikir hernaðarlega og póli- tískt séð. Þó svo að forseti SAF hafi talað um í hvatningu sinni að það sé ótækt að íraska þjóðin líði slíkar þjáningar sem hún hefur gert síð- ustu árin, draga fáir í efa að þyngra vegi að Flóaarabar séu kvíðnir um að veik staða íraks verði vatn á myllu írana sem stöð- ugt láti meira að sér kveða og gætu gripið tækifærið og aukið mátt sinn á ýmsum sviðum. Jafn- vel endað með því að ná að fylla up í valdatómið sem hefur mynd- ast. Og það vilja Flóaríkin og sjálf- sagt önnur ríki Araba forðast í lengstu lög. íraska þjóðin er ekki Saddam Þeim stendur stuggur af írön- um af ýmsum ástæðum, ekki hvað síst óttast þeir að þeir styðji í auknum mæli öfgatrúarsamtök múslima í öðrum Arabaríkjum. Sá stuðningur hefur þegar leitt af sér margvísleg vandkvæði innan Ar- Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir. IRASKA þjóðin er ekki Saddam Hussein. Skólastúlkur í Bagdad. abaríkjanna og þarf varla að fara um það mörgum orðum. Frá því forseti furstadæmanna setti fram þessa áskorun fyrir nokkru hefur sambúð þeirra við Kúveit kólnað verulega. Forystu- menn þar hafa neitað að hitta háttsetta sendimenn stjórnarinnar í Abu Dhabi sem Zayed hefur sent til Kúveit vegna þessa og segja að ekki komi sættir við íraka til mála meðan Saddam Hussein sé við völd. Zayed forseti hefur bent á að það sé rangt að setja samasem- merid á milli Saddam Hussein for- seta íraks og írösku þjóðarinnar. Hún sé saklaus bæði af innrásinni og síðan efnahagsþvingunum sem settar voru á írak. Einnig hefur verið bent á af hálfu stjórnar fur- stadæmanna að ástandið í írak sé svo hörmulegt að það sé frá- leitt að aðrar Arabaþjóðir geti heiðurs síns vegna horft upp á ungbörn deyja svo þúsundum skiptir vegna þess að matur og lyf hafi ekki verið flutt inn nema í litlum mæli, sl. ár. Hlutur hvers írasks borgara um 230 kr. á mánuði Kúveitar hafa á móti bent á að nú þegar írökum hafi verið leyft að selja olíu á ný, undir eftirliti að vísu, fyrir 600 milljónir dollara á sex mánaða fresti, geti írakar hætt kveinstöfunum og það muni sýna sig að þeir rétti fljótlega úr kútnum og geti jafnvel orðið ógn- un við nágrannaríkin áður en við sé litið. En menn þurfa ekki að vera sérfræðingar í tölum til að reikna út hvað kemur á endanum í hlut írösku þjóðarinnar, jafnvel þótt þess sé gætt í hvívetna með eftir- liti starfsmanna Sameinuðu þjóð- anna að allt lendi á réttum stað. Af þessum 600 milljónum dollara eru teknar 150 millj. dollara í stríðsskaðabætur til Kúveits og aðrar 150 milljónir til Kúrda í norður írak. Þá eru eftir 300 millj- ónir handa 15 milljón írökum. Það er einfalt reikningsdæmi að í hlut hvers íraka kæmu þá sem svarar 20 dollarar í sex mánuði (eða sem svarar um 1400 ÍKR eða um 234 kr. á mánuði). Því liggur í augum uppi að það mun líða æði langur tími uns írak- ar gætu orðið ógnarafl í þessum hluta heimsins. Að því ógleymdu að hætt er við að ein kynslóð Ir- aka og ef til vill meira hefur upp undir það verið þurrkuð út á þess- um árum sem liðin eru síðan efna- hagsþvinganirnar tóku gildi. Stuðningur Zayeds er samt vatn á myllu Iraka Þó ekki sé líklegt að hvatning- arorð Zayeds forseta muni hafa skjót áhrif í sáttaátt ber flestum saman um að þau séu móralskur styrkur við íraka. Það sé augljós vottur um vilja Flóaríkjanna og bent á að smáríkið Qatar og Óman hafi bæði tekið vel í orð hans og Bahrein ekki fjarri. Þá séu eftir að löndum Flóaráðsins Kúveit og Sádi Arabía og það hefur komið fram að Sádar eru ekki frábitnir einhvers konar sáttum þó þeir séu tregari í taumi. Þar með séu Kú- veitar einir á báti og spurning hversu lengi þeir geti streist á móti þróun sem óhjákvæmileg virðist vera og er þegar hafin. Utanríkisráðherra SAF Rashid Abdullah sem er hæstráðandi í Dubai, næst stærsta furstadæm- inu hefur einnig látið þau orð falla að það sé nauðsynlegt að Bagdad verði á ný öflugt mótvægi við klerkastjórnina í Teheran „með eða án Saddams Husseins". Hann benti á að Iranir hefðu þegar í frammi tilburði sem væru ógnun við Flóaríkin en Iran hefur komið árásarvopnum fyrir á þremur eyj- um í Flóanum en furstadæmin og Iran deila um yfirráð yfir þessum eyjum. Þá hafa blöð í furstadæmunum látið til sín taka í þessum umræð- um, án efa eftir blessun frá stjórn- völdum og m.a. gagnrýnt Rolf Ekeus sem hefur haft umsjón með því að írakar eyðileggi öll árásar- vopn. Um hann segja þau að hann virðist fyrir löngu hafa misst alla dómgreind og fjandskapur hans í garð íraka gefi til kynna að hann sé ekki annað en strengjabrúða Bandaríkjamanna. Framleiðendur mjólkurdufts gagnrýndir London. Reuter. HELSTU framleiðendur mjólkur- dufts fyrir ungabörn eru vændir um að bijóta reglur, sem Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) setti til að vernda börnin, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum um eftirlit með bijóstagjöf og bera skamm- stöfunina IGBM. í skýrslu samtakanna, sem í eru kirkjur, vísindastofnanir, sérfræð- ingar í bijóstagjöf og þróunarsam- tök, sagði að ekki léki nokkur vafi á að hinn alþjóðlegi staðall um markaðssetningu staðgengla bijóstamjólkur væri að engu hafður. „Framleiðendur og dreifingarað- iljar eru enn brotlegir við staðalinn fimmtán árum eftir að hann var tekinn í notkun,“ sagði í skýrslunni. Þar eru ýmis fyrirtæki nefnd, þar á meðal Gerber, sem er dótturfyrir- tæki Sandoz í Sviss, Mead Johnson, Nestle, Nutricia og Wyeth. í yfírlýsingu frá Nestle sagði að fyrirtækið teldi að allt hefði verið gert til að starfa í anda og sam- kvæmt bókstaf hins alþjóðlega stað- als. „Við höfum vitaskuld ekki haft tíma til að bijóta ásakanirnar í skýrslu IGBM til mergjar," sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins. „En við munum skoða hveija einustu ásök- un og gera úrbætur ef þarf.“ Skýrslan, sem var birt á mið- vikudag, tekur til rannsóknar í fjórum íöndum, Bangladesh, Pól- landi, Suður-Afríku og Thailandi. í öllum löndunum var brotið gegn staðlinum, sem settur var árið 1981 til að tryggja hættulausa næringu fyrir börn og ýta undir bijóstagjöf. „Konur í öllum fjórum löndum höfðu fengið upplýsingar í nafni framleiðanda þar sem mælt var með gjöf [mjólkurdufts] án þess að viðurkennt væri að bijóstagjöf væri besta leiðin til að kornabörn fengju næringu," sagði í skýrslunni. Reuter Olíuleki ógnar kjamakljúfum Maizuru. Reuter. STARFSMENN japanskra lyarn- orkuvera lögðu á föstudag flot- girðingar við vesturströnd Japans til að afstýra hættu sem kjarna- kljúfum stafaði af olíulekanum frá rússneska olíuskipinu sem brotnaði í tvennt 2. janúar. Fimmtán kjarnakljúfar eru svæðinu og nota sjó í kælingar- kerfið til að koma í veg fyrir bráðnun kjarnakleyfra efna í ofn- unum sem gæti valdið því að hættuleg geislun slyppi út. Nokkr- ar olíubrákir stefndu að verunum og haldi þær sömu stefnu gætu þær borist þangað um helgina. Olían myndi ekki hafa áhrif á kjarnorkuverin ef hún verður nálægft yfirborði sjávar þar sem inntakspípurnar eru á fimm metra dýpi. Hreinsunarstarfið gengur erf- iðlega vegna þess að olían dreifð- ist á mjög stórt svæði. Talið er að hreinsa þurfi um 450 km strandlengju. Suður-Kórea Bjóða við- ræður við verkalýðs- leiðtoga Seoul. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN í Suð- ur-Kóreu bauðst í gær til að ganga til viðræðna við leiðtoga verkalýðs- samtaka um hina umdeildu vinnu- löggjöf sem hefur leitt til víðtækra verkfalla í landinu. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórnarflokkurinn sýnir sáttaviðleitni frá því að verkföllin hófust, 26. desember. Talsmaður flokksins, sem ber heitið Flokkur nýju Kóreu, kvaðst telja að ósættið vegna vinnulöggjaf- arinnar byggðist á misskilningi og vildu flokksmenn eiga viðræður við verkalýðsleiðtoga til að leiðrétta hann. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa til þessa þvertekið fyrir allar málam- iðlanir í deilunni við verkalýðsleið- togana og segja verkföllin ólögleg- Hefur verið gefin út handtökuskip- un á sjö verkalýðsleiðtoga en fé- lagsmenn þeirra, vopnaðir jám- stöngum og kylfum, komu í veg fyrir handtöku þeirra í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.