Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yafasamur athafna- niaður í ínnsta hring Borís Berezovskí er einn valdamesti athafna- maður Rússlands og seilist nú til pólitískra áhrifa. Uppgangur hans hefur verið samfara aukinni glæpastarfsemi í Rússlandi og er því haldið fram að tengslin þar á milli séu veruleg. HANN er einn valdamesti maður Rússlands og hann er ekki með lungnabólgu. Boris Berezovskí hefur verið umdeildur frá því að hann fyrst komst í sviðs- ljósið um 1989. Hann hóf ferilinn sem bílasali, en er nú orðinn innan- búðarmaður í Kreml. Hann situr í öryggisráði Borís Jeltsíns forseta og var nýlega gerður aðalsamn- ingamaður Rússlandsstjórnar í við- ræðum við Tsjetsjena, tók við af Alexander Lebed eftir að hann var rekinn á dyr í Kreml. Berezovskí er fyrirlitinn af jafnt kommúnistum sem keppinautum hans í viðskiptum. Auður hans varð til í umróti efnahagsumbóta í Rúss- landi. Berezovskí neitar því að eig- inhagsmunir ráði afskiptum hans af pólitík. Hann segist vera ný manngerð í Rússlandi, kaupsýslu- maðurinn, sem fer út í stjórnmál. Hlutverk hans sé að breiða út fagn- aðarerindi umbóta í átt til markaðs- búskapar og tryggja að þeim verði haldið áfram. Berezovskí er sagður vera einn forkólfa skipulagðar glæpastarf- semi í Rússlandi og í einu alræmd- asta glæpamáli landsins beinist grunurinn helst að öryggisráðgjafa forsetans. Það að hann skyldi eiga innan- gengt í innsta valdahring í Kreml skýrir að miklu leyti ástandið í Rússlandi um þessar mundir. Glæpamenn vaða uppi. Árið 1995 voru 40 þúsund manns myrtir í Rússlandi og 70 þúsund hurfu sporlaust. Tíðni morða er þrisvar til fjórum sinnum meiri en í New York. Launmorð og viðskipti Launmorð eru daglegt brauð í í rússneskum viðskiptum. Tugir kaupsýslumanna og fjölmiðlafólks hafa látið lífið fyrir morðingja- hendi. ívan Kívelídí, bankamaður og stofnandi samtaka rússneskra fyrirtækja, var myrtur árið 1995. Eitur var borið á kaffibolla hans. Málið er óleyst eins og önnur þekkt- ustu launmorðin í Rússlandi. Boris Berezovskí fer ekki fram hjá neinum í þessum skuggaheimi. Hann hélt því fram að ásamt sex öðrum voldugum kaupsýslumönn- um stjórnaði hann 50% rússnesks efnahagslífs. Grunnurinn að veldi Berezovskís er Logovaz, stærsta bílasala Rúss- lands, en það fyrirtæki er aðeins toppurinn á ísjakanum. Hann stofn- aði Logovaz í bænum Togliatti við Volgu fyrir átta árum. Þar er stærsta bifreiðaverksmiðja Rúss- lands, Avtovaz. Berezovskí gekk til samstarfs við Avtovaz og kom á fót flóknu viðskiptasambandi. Auk bílasölunnar stjórnar Berezovskí stærstu sjónvarpsstöð Rússlands. Yfirráð hans yfir henni styrktust til muna þegar formaður sjónvarpsstöðvarinnar var myrtur að hætti mafíunnar fyrir tveimur árum. Grunur lögreglu beindist þegar að Berezovskí, en málið telst enn óleyst. í úttekt bandaríska tímaritsins Forbes á Berezovskí fyrir skömmu er gefið í skyn að lögreglan hafí BEREZOVSKÍ hefur verið spyrtur við tsjetsjensku mafíuna. Nú á hann að tryggja frið í Tsjetsjníju. Hér sést flóttamaður ganga inn í Grozní. ekki fylgt málinu eftir af ótta við það hvert slóðin mundi leiða ef grannt yrði skoðað því að í Rúss- landi geti glæpamenn áhyggjulausir gefið laganna vörðum langt nef. Þeir njóti verndar æðstu ráðamanna í viðskiptum. En glæpamennirnir geta einnig verið forkólfunum nauðsynlegir. I viðskiptum eins og þau gerast í Rússlandi á okkar dögum kemur sér iðulega vel að hafa yfir að ráða her morðingja og glæpamanna til að halda frumkvæðinu í spilling- unni, hvort sem þar er átt við vændi eða verndarstarfsemi. Berezovskí segist þó ekki viðriðin glæpastarfsemi af nokkru tagi. „Vestrænir fjölmiðlar eru ósann- gjarnir í lýsingum á Rússlandi," sagði hann í viðtali við Forbes. „Rússneskt viðskiptalíf er ekki sam- nefnari fyrir mafíuna.“ Tryggði Jeltsín drjúgt fé Athafnamaðurinn Berezovskí átti stóran þátt í að tryggja Jeltsín endurkjör í forsetakosningunum á liðnu ári. Hann skipulagði stuðning valdamestu bankastjóra Rússlands við kosingabaráttu Jeltsíns. „Það er ekkert leyndarmál að rússneskir kaupsýslumenn léku lyk- ilhlutverki í sigri Jeltsíns forseta,“ sagði hann. „Þetta var barátta fyr- ir tilveru okkar.“ Berezovskí og vinir hans lögðu allt kapp á að koma í veg fyrir að kommúnistar sigruðu. Nú er talað um stórkostlegt misferli í kosninga- baráttu Jeltsíns og að verið geti að lagðar verði fram ákærur. Sam- kvæmt lögum mátti hver flokkur aðeins veija um 200 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Tal- ið er að rúmum níu milljörðum hafi verið varið til kosningabaráttu Jeltsíns. Þeir sem leggja háar upphæðir í kosningasjóði stjórnmálamanna vænta þess vitaskuld að fá götu sína greidda. í Rússlandi er lítið reynt að fela það þegar stuðningur af þessu tagi er endurgoldinn. Berezovskí var gerður að aðstoðar- framkæmdastjóra öryggisráðs Rússlands, sem hefur með höndum að samræma stefnuna í hernaðar- og löggæslumálum. Með doktorspróf í stærðfræði Berezovskí ber stöðu sína ekki með sér. Hann er með doktorspróf í hagnýtri stærðfræði og kveðst hafa varið 25 árum í rannsókn kenninga um ákvarðanatöku við rússnesku vísindaakademíuna. Hann virðist óöruggur þegar hann talar, en er mælskur og patar hönd- um. Önnur hönd hans ber enn ör eftir launmorðstilraun fyrir tveimur árum. Þegar Avtovaz var stofnað var ætlunin upphaflega að sjá um hug- búnaðarkerfi. Berezovskí sneri sér hins vegar fljótlega að bílasölu og fjórum árum síðar var hann orðinn atkvæðamesti sölumaður bílafram- leiðandans Avtovaz, seldi 10% framleiðslunnar. Þótt Berezovskí hafi auðgast er ástandið bágt hjá Avtovaz. Astæð- an er meðal annars sú að oft er bílum stolið í heilu lagi í verksmiðj- unni og seldir skömmu síðar í bíla- sölum, sem glæpasamtök reka. Stolnu bílarnir eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi. Öðru máli gegnir um bíla, sem pantaðir eru beint frá Avtovaz eða óháðum bílasölum. Þeir berast oft með brotnar rúður, klippta víra og sundurskorna hjól- barða. Vafasöm bílaviðskipti Verðlagningin er þannig að gróð- inn rennur í vasa bílasalans, ekki framleiðandans. Avtovaz selur bíla- sölu dæmigerðan Lödu-fólksbíl á um 320 þúsund krónur. Bílasalinn selur hann neytandanum á um 500 þúsund krónur. Og það er ekki nóg með að bíla- salinn fá bróðurhlutann af gróðan- um, hann fær í raun fjárstuðning framleiðandans. Viðskiptin ganga þanng fyrir sig að neytandinn þarf að staðgreiða bílinn, en bílasalinn þarf ekki að greiða framleiðandan- um fyrr en eftir á og oft löngu síð- ar. Þannig hafa bílasalarnir miklar fjárhæðir annars fólks undir hönd- um og þegar verðbólga var hvað mest í Rússlandi gátu þeir grætt á tá og fingri með því að ávaxta féð. Á tímabilinu 1992 til 1994 náði verðbólga oft og tíðum 20% á mán- uði. Með því að fresta greiðslunni til Avtovaz um þijá mánuði gat bílasali fengið bílinn frá Avtovaz á hálfvirði. Útistandandi skuldir bílasala við Avtovaz eru nú tæpir 80 milljarðar króna, eða um þriðjungur bílasölu verksmiðjunnar. Menn kynnu að spyija hvers vegna Avtovaz reyni ekki að snið- ganga svikamyllu glæpamanna. Hún er einföld: forstjóramir fá umslag fullt af seðlum ef þeir spila með, en byssukúlu í höfuðið ætli þeir að draga sig í hlé. Atkvæðamesti bílasalinn og lykil- maðurinn í Avtovaz gegnum fyrir- tæki sitt er Berezovskí. Útsalan hefst á morgun • Útsalan hefst á morgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.