Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR t Móöursystir okkar, ANNA HREFNA BERG fyrrv. ritari, Njálsgötu 59, Reykjavík, lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, 2. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Landspítala og Kumbara- vogs fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Elna Sigrún Sigurðardóttir, Ulla Brynhildur Sigurðardóttir. t Eiginkona mín og móðir, KARÓLÍNA GUÐNÝ INGÓLFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 14. janúarkl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg - Landssamband fatlaðra, Hátúni 12. Steingrímur Sigvaldason, Björn Steingrimsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA EINARSDÓTTIR, áður Meðalholti 17, sem lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 3. janúar, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Ólafur Karlsson, Sólveig Jónsdóttir, Ásbjörn Karlsson, Steinunn Hjartardóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, DANEÍL FRANKLÍN GÍSLASON verslunarmaður, Sörlaskjóli 20, er lést á Landspítalanum að kvöldi 5. janúar, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju þriðjudaginn 14. janúarkl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Guðbjörg El/n Daníelsdóttir, Árni Þórólfsson, Arna Björk Árnadóttir, Sigurður Bjartmar Valsson, Daníel Bjartmar Sigurðsson. t ÞORVALDUR ÁGÚSTSSON, Laugateigi 22, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Þorvaldsson, Vallý Helga Ragnarsdóttir, Steinunn Kr. Þorvaldsdóttir, Finnur Geirsson. t Ástkær eiginmaðir minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, EINAR EINARSSON, Asparfelli 6, sem lést á heimili sínu laugardaginn 4. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á lungnadeild Reykjalundar. Björg Þórðardóttir, Ólafía Sólveig Einarsdóttir, Smári Lindberg Einarsson, Guðbjörg Hilmarsdóttir, Þórður Guðni Hansen, og barnabörn. GUÐRUN SIG URÐARDÓTTIR GOLDEN + Guðrún K. Sig- urðardóttir Golden (Unna) fæddist 31. desem- ber 1947 í Reykja- vík. Hún lést 2. des- ember síðastliðinn á Walter Reed her- sjúkrahúsinu í Washington D.C. Foreldrar Guðrún- ar voru Hulda Þor- bergsdóttir, f. 28. febrúar 1914, d. 13. desember 1994, og Sigurður Kristins- son, f. 27. október 1912, d. 26. júlí 1992. Systkini: Bergþóra, f. 1944, Jórunn Hulda, f. 1953, hálfbróðir sam- feðra Kristinn, f. 1935. Unna giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, George D. Golden, 9. desember 1972 og áttu þau tvö börn, Robert Donnley, f. 1972, og Theresu Kristínu, f. 1976. Útför Guðrúnar fór fram 5. desember síðastliðinn í Hamp- ton í Virginiu. „Himneski faðir, hjálpaðu mér að skilja mikilleika og gæsku Jesú Krists, sem þerrar öll min tár og leiðir bom sín í sólarljós hins eilífa morpns. Megi ég skynja frið og traust ' því ég mun sameinast ástvinum mínum og ég mun lifa að eilífu með þér fyrir Drottin, Jesúm Krist, frelsara okkar. Amen.“ (N.V. Peal.) Eitt getum við öll treyst á í þess- um heimi og það er það, að lokum mætum við skapara okkar. Spurn- ingin er aðeins hvenær það verður. Fyrir tæpum tveimur árum hringdi systir mín í mig og var þá komin á sjúkrahús og sagðist hafa greinst með hvítblæði. Hún nefndi sjúk- dóminn á ensku svo ég varð að hugsa mig aðeins um áður en ég skildi við hvað hún átti. Við að heyra angist hennar vissi ég, að þetta var alvarlegt. Það var ekki vani hennar að tala um veikindi sín yfirleitt. Hún var svo sjóuð í því að bera sig alltaf vel við mömmu og pabba, á hveiju sem gekk. Hún vildi ekki láta þau hafa áhyggjur af sér. Ég held að hún hafi haldið því áfram gagnvart okkur systrun- um, a.m.k. upp á síðkastið. Hygg ég að hana hafi grunað að hverju stefndi. Ég og fjölskylda mín heim- sóttum hana fyrir ári í fyrsta skipti síðan hún flutti út og vorum við hjá henni á afmæli hennar og yfir áramótin. Ylja ég mér við þá endur- minningu núna. Húsið hennar var svo fallega skreytt og hlýtt og átt- um við með þeim yndislegar stund- ir þessa daga. Satt best að segja var ég búin að ýta frá mér þeirri hugsun að eitthvað mjög alvarlegt gæti verið að. Þegar ég lít til baka er ég ekki svo viss um hún hafi verið eins hress og hún vildi vera Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. láta, en a.m.k. nutum við heimsóknarinnar engu síður en hún. Við töluðum saman í síma öðru hvetju eins og gengur og gerist með systur og allt gekk sinn vanagang, svona upp og niður hjá henni, eins og við var að búast. Síðan kom reiðarslagið, hún átti að leggjast inn á Walt- er Reed sjúkrahúsið í Washington D.C. mánudaginn 18. nóv- ember. Blóðið var ekki hreint. Það kom á óvart. Næstu helgi var hún orðin meðvitundar- laus. Þá ákvað Jórunn, yngri systir okkar, að fara utan. Það var mik- ill kjarkur hjá henni að fara þessa ferð, hún hafði aldrei til Bandaríkj- anna komið. En svo einbeitt var hún og ákveðin og með góðra vina hjálp komst hún á spítalann og ætlaði mágur okkar vart að trúa sínum eigin augum þegar hún birt- ist í sjúkrastofunni. Sem betur fer náði hún það snemma að Unna vissi af henni og vék Jórunn ekki frá sjúkrabeð hennar fyrr en hún var öll. Ég veit að þetta hefur ver- ið erfiður tími fyrir Jórunni og seg- ir mér svo hugur, að hún eigi eftir að vinna úr því. En eftir hugboði sínu fór hún og hafi hún þökk fyr- ir frá okkur öllum. Ég átti þess kost að vera við útför Unnu og var það bæði erfitt og yndislegt. Þar var margt manna eins og við máttum búast við, svo vinmörg var hún. Votta ég eigin- manni hennar og börnum dýpstu samúð. Hið sama gera allir í fjöl- skyldunni. Veit ég, að hún er nú í faðmi foreldra okkar og frelsara og langar mig til að enda á þessum sálmi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín systir, Bergþóra og fjölskylda. „Himneski faðir, við lútum í auð- mýkt vilja þínum. Viska þín er meiri en okkar. Þú skilur að við berum harm í hjarta og hve mikil sorg okkar er. Við þráum snertingu horfinnar handar og hljóm þeirrar raddar sem þögnuð er. Þú ert mis- kunnsamur og góður. Þú munt hugga okkar særðu hjörtu. Við þökkum þér fyrir son þinn Jesús Krist sem gaf okkur vonina um að við munum finna ástvin okkar á himnum þar sem enginn aðskilnaður er lengur til. Þerra tárin af augum okkar. Þakka þér, Drottinn, fyrir þinn djúpa skilning á fátæklegum mennskum hjörtum okkar og fyrir stuðning þinn. Amen.“ (N.V. Peale.) Hún Unna systir mín er dáin. Ég á bágt með að trúa þessu, þó hélt ég í höndina á henni þegar hún kvaddi þennan heim, eftir mikla þjáningu. Hún var sannkölluð hetja. Þessa viku sem ég var hjá henni á spítalanum áður en hún lést var hún alltaf að hugsa um hvort það færi vel um mig. Það er liðið hátt á annað ár síðan þessa sjúkdóms fór að gæta hjá henni systur minni. Við héldum öll að hún væri komin yfir það versta þegar hún varð skyndilega veik aftur. Nú er hún sem betur fer laus við alla þjáningu. Hún er komin þang- að sem pabbi og mamma fóru á undan henni. Við höfum öll misst mikið en mesti missirinn er hjá Goldie, Robert og Theresu. Ég sam- hryggist þeim innilega, þau hafa misst það sem þeim var kærast, ástkæra eiginkonu og móður sem alltaf hugsaði fyrst um aðra, en síðast um sjálfa sig. Megi góður Guð vaka yfír þeim og hjálpa þeim að komast yfir sorgina. í önnum dagsins öndin mín með ást og trausti leitar þín, sem gefur veikum þor og þrótt og þunga léttir sorgamótt. Lát hjarta og starf mitt helgast þér, í harmi og freisting lýs þú mér, og leið mig heim, þá líf mitt þver. (Sig. Vigfússon frá Brúnum.) Jórunn Hulda Sigurðardóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Svo kvað okkar ástsæla skáld, Tómas Guðmundsson. Líf mann- anna í þessum heimi er eitt sam- fellt ferðalag. Sumir ferðast lengra, aðrir styttra. Stundum eru ferða- lögin skipulögð, önnur falla til eftir tilviljunum. Sum eru nákvæmlega tímasett, önnur ber að fyrr en til stóð og enn önnur seinna en áætlað var. Þá eru ótalin ferðalögin, sem aldrei eru farin. Þannig verða ofan- greindar ljóðlínur manni stundum hugleiknar þegar maður veltir fyrir sér vegferð samferðamannanna í lifinu og þeim ferðalögum, sem þeim tengjast. Ástæðan fyrir ofangreindum vangaveltum er sú, að hinn 5. des- ember sl. lagði ég upp í ferð, sem hafði í reynd staðið til hátt í tvo áratugi en eins og stundum vill henda, varð að lokum verulega frá- brugðin því, sem upphaflega hafði verið meiningin. Þegar loks kom að ferðinni, var hún farin til að fylgja minni ágætu frænku, Guð- rúnu Kristínu Sigurðardóttur, sem við ávallt kölluðum Unnu, til graf- ar, langt um aldur fram. Þrátt fyr- ir ótal heimboð hennar og hvatn- ingar í gegnum tíðina um að fara nú að „drífa sig“ í heimsókn, varð ekki af slíku. Þeirri staðreynd verð- ur ekki breytt. Við Unna og systur hennar átt- um margt sameiginlegt í æsku. Mæður okkar voru systur og ungur dvaldi ég langdvölum á heimili for- eldra hennar í Reykjavík og var þar ávallt velkominn, hvernig sem á stóð. Einnig áttum við sanian, ásamt öðrum frændsystkinum, ótaldar ánægjustundir hjá afa og ömmu í Garðinum, þar sem margt var brallað og leikið. Þá dvaldi Unna á unglingsárum um nokkurt skeið á heimili móður minnar og fóstra í Sandgerði. Hún nam hár- greiðsluiðn og vann við sitt fag, bæði í Reykjavík og síðar á Kefla- víkurflugvelli og þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, George D. „Goldie“ Golden. Flutti hún með honum til Bandaríkjanna fljótlega eftir 1970. Þau, ásamt börnum sínum tveimur, bjuggu á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, þar sem Goldie sinnti herþjónustu. Þegar því skeiði lauk, settust þau að i Hampton í Virginiu (skammt frá Norfolk), þar sem þau bjuggu alla tíð síðan og þeir eru ófáir Is- lendingarnir, bæði ættingjar og aðrir, sem þar hafa notið gestrisni þeirra hjóna. Af og til kom fjöl- skyldan í heimsókn til íslands og það var ávallt tilhlökkunarefni, þegar þau voru væntanleg. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári veiktist Unna og var lögð inn á sjúkrahús. Hófst þá barátta við ill- an vágest, sem að lokum hafði betur. Hún náði nokkrum bata og komst aftur heim og um tíma virt- ist allt stefna á betri veg. Um miðj- an nóvember sl. gerði vágesturinn aftur vart við sig og nú með enn magnaðri hætti en áður. Varð nú ekki við neitt ráðið og lést hún á Walter Reed sjúkrahúsinu í Was- hington D.C. hinn 2. desember sl. Hún var jarðsungin frá Langley Chapel í Hampton að viðstöddu fjöl- menni hinn 6. desember sl. Athöfn- in var látlaus og falleg og minningu hennar góður vitnisburður. Jarð- neskar leifar hennar hvíla nú í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.