Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ i eiinsttiH Siglingar á vinsælustu skemmtiskipum heimsins: Carnival - Fascination Páskasigling með 40% afslætti og vikuframlenging. Brottför 23. mars. Önnur sigling uppseld. fegursta eyja Karíbahafs. Heillandi páskaferð 23. mars, 12 dagar, ótrúlegt verð. Gisting í New York, Santo Domingo og Puerto Plata - allt innifalið. Einstakt tækifæri undir leiðsögn Ingólfs. Fá sæti laus, Nokkur sæti laus í jan. og feb. Islenskur fararstjóri. Besti valkostur um vetur. FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLUBBUR GOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 -kjarni málsins! LISTIR ARNDÍS Halla Ásgeirsdóttir Morgunbiaðið/Goiii Ljóð o g léttar aríur ARNDÍS Halla Ásgeirsdóttir er einn af hinum ungu islensku lista- mönnum sem eru að hasla sér völl erlendis með glæsibrag. Hún hefur verið við nám í Berlín und- anfarin tvö ár og sungið samhliða því í óperuhúsum í Berlín. Arndís Halla og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, halda tónleika í Digraneskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. „Við vorum búin að velta þess- ari tímasetningu mikið fyrir okk- ur og ég vildi heldur hafa tónleik- ana seinnipart dags en um kvöld, en það verður að hafa það,“ segir Arndís Halla við blaðamann, sem verður á að spyrja: „Af hverju?" „Þá geta amma og börnin mín farið snemma að sofa,“ svarar hún og brosir, eins og alltaf, með öllu andlitinu. Haustið 1995 hóf Arndís Halla nám í Die Hochschule der Kiinste í Berlín undir handleiðslu Anke Eggerz. Hún hefur ekki setið auð- um höndum fyrir utan námið. í fyrra fékk hún hlutverk í óperett- unni „Die Banditen" með Of- fenbach-leikhópnum og á þessu ári fer hún með eina kvenhlut- verkið í uppfærslu leikhópsins á óperettu sem er samtvinnuð úr „Die Beiden Blinden" og „Heu- bling Abendwind“. Þá fer Arndís Halla með hlut- verk í óperettunni „Zwei Berliner in Paris“, sem unnin er upp úr „Pariser Leben“ „ ... eftir Of- fenbach auðvitað," segir hún og hlær. Verkið var frumsýnt í haust í Die Komische Oper í Berlín, sem er eitt af þremur stærstu óperu- húsum Berlínar. Þetta er ekki eina verkefnið sem bíður Arndísar Höllu. Æfing- ar eru þegar hafnar hjá Berliner Filharmonie á nútímaóperunni Jakob Lentz eftir Rihm. Verkið verður frumflutt í Hebbel Theater í vor og í lok ársins verður það sýnt í Operunni í Lyon. Einnig mun hún fara með hlut- verk Sophie í „WeiBe Rose“ eftir Zimmerman, sem sennilega verð- ur sett upp í sumar, með Ieikhópn- um Traumspiel. Loks verður vinn- ur hún að upptökum á geisladiski með Töfraflautunni í ágúst þar sem hún syngur Næturdrottning- una. En svo sögunni sé aftur vikið að tónleikunum á sunnudagskvöld verða nokkrar aríur eftir Handel á efnisskránni. Einnig verða flutt þýsk ljóð eftir Brahms, Schubert og Mendelsohn. Að lokum verða flutt íslensk ljóð og léttar aríur. En hvað um Næturdrottning- una? „Ég veit ekki hvort það er þorandi," segir Arndís Halla og hlær. „Textinn er svo djöfulleg- ur.“ Síðan hefur hún upp raust sína og syngur: „Der Hölle Rache kocht in meinem Herzen. Tote und Verzweiflung flammen um mich her.“ Það útleggst i lauslegri þýð- ingu: „Reiði vítis kraumar í hjarta mínu. Logar dauða og örvinglunar leika allt í kringum mig.“ Blaða- maður veltir þessu fyrir sér augnablik og spyr svo: „Hefurðu lesið Biblíuna?" Listaklúbbur Leikhúskjallarans Sá þrett- ándi til borðs LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallar- ans hefur starfsemi sína á nýju ári með því að efna til umræðna um siðferðisspurningar þær sem höf- undur Villiandarinnar, Henrik Ib- sen, setur fram í samnefndu verki sínu, sem frumsýnt var á annan dag jóla í Þjóðleikhúsinu. Umræðukvöldið verður á mánu- dagskvöld, 13. janúar , kl. 21 í Þjóðleikhúskjallaranum en húsið verður opnað kl. 20.30. Gestir greiða 600 kr. í aðgangseyri en meðlimir Listaklúbbsins og þátt- takendur á námskeiði um Villiönd- ina greiða 400 kr. _ Melkorka Tekla Ólafsdóttir leik- listarfræðingur er umsjónarmaður þessa kvölds og mun hún flytja inngangsorð. Þá verða flutt atriði úr sýningu Þjóðleikhússins á verkinu og þar koma fram leikararnir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Pálmi Gests- son, Edda Heiðrún Bachman, Sig- urður Sigurjónsson og Sigurður Skúlason. Þátttakendur í pallborðinu sem Melkorka Tekla stýrir verða heim- spekingarnir Vilhjálmur Árnason dósent, Þorsteinn Gylfason prófess- or, Ólafur Gunnarsson rithöfundur og guðfræðingarnir Haukur Jónas- son og dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir. 3 STAÐ I R - 1 KO RT GRAFARVOGUR " Á leið til betri heilsu hefur Máttur flestar stöðvar Fullkomnar líkamsræktarstöðvar, aðeins steinsnar frá vinnustað og heimili. Karlmenn velja um tvær stöðvar og konur um þrjár. Sama kortið gildir alls staöar. ► Karla- og kvennahópar ► Unglinganámskeið ► Framhaldsnámskeið ► Nudd ► Sjúkraþjálfun ► Betrí í baki ► Einkaþjálfun ► Ljósabekkir ► Bamagæsla Faxafeni 14 • Sími 568 9915 Skipholti 50 • Sími 581 4522 Langarima 21-23 • Sími 567 7474 Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins Þórarinn og Sig- rún Eldjárn hlutu viðurkenningu SYSTKININ Þórarinn og Sig- rún Eldjárn hafa hlotið viðurkenn- ingar úr Rithöf- undasjóði Rík- isútvarpsins fyrir ritstörf að upp- hæð krónur 400.000 hvort. Bæði sögðust þau vera stolt af því að hafa feng- ið þessa viður- kenningu á störf- um sínum en þau hafa unnið tals- vert saman. „Við höfum starfað saman að nokkrum bamabókum á undan- förnum árum,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. „Annars vegar hefur Sigrún myndskreytt ljóð eftir mig og hins vegar hef ég ljóðskreytt myndir hennar. Þetta hefur verið spurningin um það hvað hefur orðið til á undan ■ en vissulega er það óvenjulegra að myndir séu ljóðskreyttar.'“ Þórarinn gaf út skáldsöguna Brotahöfuð um jólin og ségist hann vera afar ánægður með við- tökurnar, jafnt gagnrýnenda sem almennra lesenda. „Sem stendur er ég að vinna að þýðingu á bók eftir sænska rithöfundinn Göran Tunström sem hefur ísland að sögusviði. Bókin mun koma út í febrúar. Annars er maður bara að átta sig eftir jólatömina og viðurkenning sem þessi örvar mann vissulega til dáða.“ Sigrún segist vera að vinna að málverkasýningu sem hún mun halda í vor. „Svo er ég búin að leggja drög að nýrri barnabók. í henni mun ég bæði skrifa textann og gera myndirnar." Rithöfundasjóður Ríkisútvarps- ins var stofnaður árið 1956. Tekj- ur sjóðsins eru árlegt framlag Ríkisútvarpsins samkvæmt samn- ingi við Rithöfundasamband Is- lands, vextir af innstæðu og höf- undalaun sem Ríkisútvarpinu ber að greiða höfundum samkvæmt samningi en höfundar finnast ekki að og frjáls framlög hverju nafni sem nefnist. í stjórn sjóðsins sitja Eiríkur Hreinn Finnbogason, skipaður af menntamálaráðherra, og er hann formaður, Jón Karl Helgason og Sigurður Valgeirsson, skipaðir af Ríkisútvarpinu, og Steinunn Jó- hannesdóttir og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, skipuð af Rithöf- undasambandi Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.