Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Regla M6ður Theresu ÞÆR eru raeð fátæklingabevís frá forseta vorum, hr. foringi. Einkunn segir til um stöðu miðað við jafnaldra EINKUNN á samræmdu könnunar- prófi í stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla, sem lagt var fyrir í nóv- ember síðastliðnum, segir ekki til um hversu stórt hlutfall af efni prófsins nemandi hefur leyst rétt heldur hvar hann stendur miðað við jafnaldra sína. Þetta er skýringin á því hvers vegna nemandi sem hefur svarað um 90% prófsins rétt fær aðeins 6 í einkunn. Nokkuð hefur borið á undrun meðal nemenda og foreldra þeirra vegna þessa. Könnunarprófin í stærðfræði eru markbundin, sem þýðir að innihald þeirra miðast fyrst og fremst við námsefni og áherslur í aðalnámskrá grunnskóla og hvort nemandinn hafi vald á tilteknum efnisþáttum sem þar eru tilgreindir. í bréfi sem sent var til foreldra og forráðamanna nemenda í 4. og 7. bekk um leið og einkunnir voru birtar segir að hefðbundinn ein- kunnastigi dugi illa þegar greina eigi frá frammistöðu í markbundnu prófi. Algengast sé að tilgreina hvort nemandinn hafi náð skilgreindum námsmarkmiðum eða ekki. Sé þeirri aðferð beitt fær nemandi sem svarar 90% prófsins rétt einkunnina 9, sé miðað við einkunnastigann 1 til 10. Sú leið sem hér var valin var sú að gefa til kynna stöðu nemenda miðað við jafnaldra þeirra. Tvenns konar skilaboð Nemendur sem þreyttu könnunar- prófin fengu annars vegar sam- ræmda heildareinkunn og hins vegar yfirlit yfír hlutfall réttra svara í ein- stökum námsþáttum stærðfræðinnar. Dr. Einar Guðmundsson, deildarstjóri prófa- og matsdeildar á Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála, segir mikilvægt að fólk átti sig á því að um tvenns konar skilaboð sé að ræða. Hlutfall réttra svara gefí til kynna hvort nemendur uppfylli kröf- ur í tilteknum efnisþáttum sam- kvæmt aðainámskrá grunnskóla og námsefni í stærðfræði. Samræmd heildareinkunn gefí hins vegar til kynna röð nemenda, þ.e. hversu stór hluti nemenda hafí leyst hærra eða lægra hlutfall af verkefnum stærð- fræðiprófsins rétt. Notast er við svo- kallaðan normaldreifðan einkunna- stiga, þar sem lægsta einkunn er 1 og sú hæsta 9. Einkunnina 9 fá að- eins 4% nemenda og einkunnina 1 sömuleiðis. Einkunnirnar 2 og 8 fá 7%, 3 og 7 fá 12%, 4 og 6 fá 17% og einkunnina 5 fá 20% nemendanna. Sveiflur í þyngdarstigi jafnast út og leiðréttast Einar segir meginrökin með normaldreifíngu þaú að með því móti verði einkunnir samanburðar- hæfar milli einstakra námsþátta og námsgreina. Því til stuðnings nefnir hann dæmi. „Ef lagt er fyrir mjög létt próf og nemandi fær 8, þá telur hann sig standa vel að vígi. Ef prófið er níð- þungt og sami nemandi fær 4, þá álítur hann væntanlega að hann sé frekar slappur. En próf eru ekki al- gild og þyngdarstigið getur sveifl- ast. Ef við værum með norm- aldreifða einkunn þá er mjög líklegt að við hefðum fengið nokkurn veg- inn sömu einkunn út úr báðum próf- unum og að röðun innbyrðis myndi haldast jafnvel þó að seinna prófið væri helmingi þyngra. Með þessum hætti jafnast sveiflur í þyngdarstigi prófanna út og leiðréttast," segir hann. Aðspurður um viðbrögð foreldra og kennara við útkomum prófanna segir Einar að þau hafí almennt verið jákvæð. „Þegar niðurstöður voru sendar út rétt fyrir jólin fengum við þó nokkuð af hringingum frá foreldrum og skólum en yfirleitt voru spurningar þeirra eðlilegar. Fólk er ennþá að átta sig á þessari nýju framsetningu og normaldreif- ingunni. í næstu viku koma út tvær skýrslur um kunnáttu nemenda í 4. og 7. bekk í stærðfræði og íslensku og verða þær sendar til foreldrar- áða, sveitarstjórna og skóla. Þá von- umst við til þess að langflestum spurningunum verði svarað," segir Einar að lokum. Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir ► steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskilyrði FAGTÚN Brautarholti 8 • síml 562 1370 • fax 562 1365 Islenskur iðnhönnuður á Italíu Hönnun hraðari og ódýrari með tilkomu tölva Sigurður Þorsteinsson SÍFELLT verður al- gengara að iðn- fyrirtæki fái iðn- hönnuði til þess að hanna útlit framleiðslu fyrir- tækisins en þeir hanna nær allt frá listmunum yfir í fjöldaframleiddar neyslu- og hátæknivörur. Sigurður Þorsteinsson starfar sem iðnhönnuður í Mílanó á Ítalíu hjá hönnunarfyrirtæki sem vinnur fyrir stór fyrir- tæki í Evrópu og Asíu. Hann kynnti nýverið hér á landi störf sín á Ítalíu. - Hvert er sérsvið þitt sem iðnhönnuður? „Hönnunarfyrirtækið sem ég vinn hjá og er meðeigandi að, Design Group Italia, starfar í öllum greinum hönnunar og við hönn- um allt frá smáhlutum í stóra hluti eins og verksmiðjusamstæð- ur. Við störfum mikið fyrir ABB stórfyrirtækið sem er með starf- semi í mörgum löndum. Frá 1988 höfum við séð um almennt^ útlit á allri framleiðslu ABB á Ítalíu en síðan þá hafa önnur ABB fyr- irtæki víðsvegar um Evrópu bæst í hópinn. Við vinnum líka við útlitshönnun á iðnaðartæknivör- um fyrir Siemens fyrirtækið. Auk þess störfum við oft fyrir fyrir- tæki sem framleiða vörur sem eru seldar undir hinum ýmsu vörumerkjum. Sem dæmi má nefna að ryksugur eru oft fram- leiddar af ótilgreindu fyrirtæki en eru síðan seldar undir vöru- merkjum ýmissa frægra fyrir- tækja. Við hönnum einnig mikið fyrir stærstu íþróttavörufram- leiðendur Ítalíu, lyfjafyrirtæki o.fl.“ - Hvenær var Design Group Italia stofnað? „Design Group Italia var stofn- að af einum manni, Marco Del Corno, árið 1968. Þannig að það telst gamalgróið hönnunarfyrir- tæki á ítalskan mælikvarða. Eg byijaði hjá fyrirtækinu strax að loknu námi í iðnhönnun frá Istit- uto Europeo di Design í Mílanó árið 1992. í dag erum við fjórir sem eigum fyrirtækið og störfum allir við það fyrir utan Marco Del Corno sem er að mestu hættur störfum. Undanfarið höfum við verið að breyta rekstrinum og tileinka okkur nýjungar í tækni og þróa áfram ítalska hönnunar- fræði með tilliti til nýjunga sem koma frá Bandaríkjunum. Þetta hefur borið árangur þar sem ríf- lega helmingurinn af viðskipta- vinum okkar kemur frá öðrum löndum en Ítalíu. Hjá okkur eru starfandi mjög góðir hönnuðir og hefur fyrirtækið unnið til fjölda verð- launa fyrir verk sín, bæði á Ítalíu og í alþjóðlegri sam- keppni.“ - Hafa orðið miklar breytingar á iðnhönnun undanfarin ár? „Já, það hefur ýmislegt breyst á örfáum árum. Það er mikill hraði í allri hönnun og hlutir sem áður tók marga mánuði að fást við eru kláraðir á nokkrum vik- um. Megnið er hannað í tölvum, síðan útbúum við fljótunnin líkön með til þess að gera okkur betur grein fyrir útliti hlutarins og til þess að sýna viðskiptavininum hönnunina. Með því að vinna sem ► Sigurður Þorsteinsson er fæddur 18. nóvember 1965 í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986 og prófi í iðnhönnun frá Istituto Europeo di Design í Mílanó árið 1992. Þá réð hann sig til hönnunarfyrirtækisins Design Group Italia í Mílanó og hefur verið meðeigandi þess frá árinu 1994. mest í tölvum verður hönnunin ódýrari vegna þess að þróunar- tími vörunnar styttist og þeirra möguleika sem skapast við að reyna vöruna á markaði án þess að lagt hafi verið í mikinn þróun- arkostnað. Samtök iðnaðarins og Útflutn- ingsráð íslands fengu mig til þess að halda kynningu síðastlið- inn þriðjudag á því sem ég er að fást við á Italíu. Þar kynnti ég einnig nýjustu aðferðafræði og tækni við vöruþróun og nýsköpun og nýjar stefnur til að mæta breyttum markaðsaðstæðum og hvernig framleiðendur geta nýtt sér hönnun til þess að auka sölu- möguleika vörunnar." - Hver er staða iðnhönnunar á íslandi? „Það er hópur iðnhönnuða starfandi á íslandi og hefur hann farið stækkandi á undanförnum fjórum til fimm árum eftir að töluverð lægð hafði ríkt í faginu í nokkur ár. Að mínu mati eru það ekki ítalskir hönnuðir sem hafa gert ítölsku hönnunina jafn fræga og raun ber vitni heldur eru það ítalskir iðnrekendur. Hönnuðir geta teiknað hvað sem er en ef enginn framleiðir það þá er hönnunin einskis virði. Því tel ég að sá litli iðnaður sem er hér á landi eigi að nýta sér þá iðnhönnuði sem eru starfandi hér. Ekki bara að fara af stað með framleiðslu líkt og gert er í ýmsum Asíulöndum. íslend- ingar standa mjög framarlega í hug- búnaðargerð en ef umbúðirnar utan um hugbúnað- inn eru líkt og þær hafi verið gerðar í þróunarríki þá heldur fólk erlendis að varan sem er fyrir innan umbúðirnar sé á sama staðli og þær. Því hljóti varan að vera léleg. Gott dæmi um vel- heppnaða framleiðslu eru snyrti- vörur sem eru framleiddar undir vörumerki Bláa lónsins. Þar er náttúruleg vara seld í fallegum umbúðum á réttu verði og er þar með orðin að góðri gjöf.“ Umbúðirnar skipta líka miklu máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.