Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 35 SVANLAUG FINNBOGADÓTTIR HANNES ÁGÚSTSSON + Svanlaug Finn- bogadóttir fæddist á Galtalæk í Landsveit í Rang- árvallasýslu hinn 4. mars 1917. Hún lést 1. desember síðast- liðinn. Foreldrar Svanlaugar voru hjónin Margrét Jónsdóttir, fædd á Hárlaugsstöðum Landsveit 1873, dó í Reykjavík 1974, og Finnbogi Kristó- fersson, f. á Vindási í Landsveit 1884, dó í Reykjavík 1958. Hjónin bjuggu stórbúi á Galtalæk í Landsveit, þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1945, en bjuggu eftir það á Víðimel 21, Reykjavík, með þrem dætrum sínum, Svanlaugu, Ragnheiði og Jónu. Svanlaug átti eina al- systur, Ragnheiði, f. 10. júní 1914 á Galtalæk, hún dó í Reykjavík 22. janúar 1980, ógift og barnlaus. Svanlaug átti tvær hálfsystur frá fyrra hjónabandi Margrétar móður sinnar og Finnboga Finnboga- sonar frá Galtalæk í Landsveit, f. 1870, síðan stórbóndi þar, dó árið 1908. Þær voru: 1) Lilja Finnbogadóttir Vikar, fædd árið 1900 á Galtalæk, dó í Reykjavík 1988, gift Guðmundi B. Vikar, klæðskerameistara í Reykjavík, fæddur 1888 í Reykjavík, dó 1941. Börn Lilju og Guðmundar eru Finnbogi Vikar, f. 1923, Margrét S. Vik- ar, f. 1926, Edda I. Vikar, f. 1927, Karl Vikar, f. 1929, d. 1983, Sólveig B. Vikar, f. 1931. 2) Jóna Finnbogadóttir, f. 1904 á Galtalæk, dó í Reykjavík 1963, ógift og barnlaus. Finn- bogi Finnbogason var fimm- tánda barn Finnboga Árnason- ar, f. 1822, í Vestri-Tungu á Rangárvöllum, bóndi á Yrjum, þá Hoitsmúla svo Galtalæk. Sonur Margrétar Jónsdótt- ur, f. 1797 að Reyð- arvatni, gift Árna Finnbogasyni, f. 1759, bóndi á Galta- læk, f. 1833. Sonur Finnboga Þorgils- sonar á Reynifelli, sonur Þorgils Þor- gilssonar bónda á Reynifelli og konu hans Guðrúnar Er- lendsdóttur (Reyni- fellsætt). Móðir Finnboga Finn- bogasonar var Guðrún Eyjólfs- dóttir, f. 1829, d. 1912, dóttir Eyjólfs Jónssonar á Minnivöll- um á Landi, Jónssonar fæddur 1799. Faðir Margrétar var Jón Tómasson, fæddur 1826 í Sauð- holti, síðar bóndi í Sauðholti, svo að Hárlaugsstöðum, sonur Tóm- asar Jónssonar, f. 1794 í Sauð- holti, sonur Jóns Gíslasonar, f. 1758, bónda í Sauðholti. Móðir Margrétar Jónsdóttur var Guð- rún fædd að Herriðarhóli 1836, dóttir Jóns Gíslasonar, f. 1790, bónda að Herriðarhóli, sonur Gísla Pálssonar á Syðri-Rauða- læk. Faðir Finnboga var Kristó- fer bóndi á Vindási, f. 1847, d. 1928, Jónssonar bónda og spónasmiðs á Vindási, f. 1816, d. 1882, Þorsteinssonar á Vind- ási, f. 1773, d. 1842, Pálssonar í Holtsmúla, f. 1731, d. 1785, Guðmundssonar á Efri-Rauða- læk, f. 1685, Bjamasonar í Lun- ansholti, f. 1659, Jónssonar. Móðir Finnboga Kristófersson- ar var Guðríður Finnbogadóttir, f. 1858, þriðja bam Finnboga Árnasonar, f. 1822, í Vestri- Tungu á Rangárvöllum. Utför Svanlaugar fór fram frá Skarðskirkju í Landsveit 7. desember. Svanlaug móðursystir mín er farin yfir móðuna miklu eftir erfið og löng veikindi. Hún var fædd og uppalin í sveit fram á miðjan aldur, á Galta- læk í Landsveit, þar sem foreldrar hennar bjuggu myndarbúi í návist Heklu, þar sem bæði innlendir og erlendir ferðamenn áttu viðdvöl áður en lagt var á Heklu. Þegar Svanlaug var ung voru hugðarefni hennar tungumál og tónlist, því miður gat hún ekki notið þeirra vegna veikinda sem gerðu snemma vart við sig. Svanlaug var trúuð kona, sem leitaði ásjár og huggunar hjá Guði sínum þegar á bjátaði. Nú er hún komin á fund feðra sinna laus við þær þjáningar og veikindi sem hún bjó við seinustu árin. Blessuð sé minning hennar, megi hún hvíia í friði. Edda I. Vikar. ASTRIÐUR JÓSEPSDÓTTIR + Ástríður Jós- epsdóttir fædd- ist á Signýjarstöð- um í Hálsahreppi 13. maí 1902. Hún lést í Reykjavík 23. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. janúar. Kveðjuat- höfn um Ástríði var í Akureyrarkirkju 13. janúar. Nú er horfin úr þessu jarðlífi kær samstarfs- og vinkona mín Ástríð- ur Jósepsdóttir. Leiðir okkar lágu saman fyrir meira en 25 árum, hún starfaði á Reykjalundi þegar ég kom þangað til starfa 1968. Allar götur síðan höfum við haldið góð- um vinskap og sambandi. Það var svo sérstakt að vera í návist Ástu. Hún hafði svo sérstakan hæfileika, sem laðaði alla að sem kynntust henni. Alltaf var hún tilbúin að hlusta með opnum hug og djúpri hluttekningu ef eitthvað dapurlegt bjátaði á. Líf Ástríðar var samt þymum stráð. Hún þurfti snemma að sjá á bak manni sínum, sem féll snemma frá, og dóttVirsyni sem einnig féll frá með vo- veiflegum hætti. Dótt- ur sína missti hún fímmtuga og nokkrum árum síðar son sinn, tæplega sextugan. Bæði eftir stranga en fremur stutta sjúk- dómsbaráttu. Var hún þá mjög við aldur, og bar hún harm sinn fá- dæma vel. Hennar frábæru eigin- leikar til að takast á við sorgir og erfiðleika komu oft mjög berlega í ljós. Nú upp á síðkastið var sjón- in nánast horfín og hjartað orðið lélegt. Hún æðraðist yfirleitt ekki yfir neinu. Þvert á móti gat hún miðlað öðrum af sálarstyrk sínum. Ég vil nú að endingu fela þessa mætu konu okkar góða guði. Ollum ættingjum hennar sendum við, ég og börn mín, okkar innilegustu samúðarkveðjur. í guðs friði. Jóhanna Kristófersdóttir. + Hannes Ágústsson fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langa- dal í Húnavatnssýslu 11. nóvem- ber 1912. Hann lést af völdum hjartasjúkdóms í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 16. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogs- kirkju 22. nóvember. Einn ágætur Húnvetningur er nýlega fallinn í valinn nokkuð aldinn orðinn að árum. Foreldrum hans hjónunum Ágústi Sigfússyni og Sigurlaugu Björns- dóttur fæddust alls sjö börn, og var Hannes næstyngstur þeirra. Rétt á undan Hannesi lést bróðir hans, Ingvar, sem aillengi var bóndi á Ásum í Svínavatnshreppi. Eftir eru á lífi tvær systur hans, þær Guð- munda og Sveinbjörg. Hannes ólst ekki upp hjá foreldr- um sínum, en var settur í fóstur til frænda síns, Þorgríms Stefánsson- ar, og Guðrúnar Björnsdóttur, konu hans, er bjuggu í Brúarhlíð í Blöndudal. Sá bær hét áður Syðra- Tungukot. Foreldrar Hannesar voru fátækt fólk. Þau skildu að samvist- um. Þegar ég minnist Hannesar með fáum orðum, get ég ekki látið hjá líða að minnast föður hans. Hann var bóndi í dölum Húnavatnssýslu, lengst af í Blöndudal. Oftast var hann kenndur við býlið Selland, fremst í þeim dal. Hagmæltur var Ágúst. Sagðist vera ákaflega hag- orður, en skorta hugmyndina. Hann naut mjög lítillar menntunar í æsku, eins og títt var um æsku landsins á hans tíð. Fæddur var Ágúst 1864, en lést 1944. Ég man hann vel, er hann stóð að slætti í landi Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fremri, þá orðinn aldinn að árum. Hann kom nokkrum sinnum til okk- ar, er við bjuggum á Sneis, aum- ingja karlinn. Kvað þá vísur eftir sig eða fór með í heyranda hljóði. Ljóðum hans var safnað í bók, vél- ritaða, og fengu börn hans sitt ein- takið hvert. Eg fékk að glugga í þessa bók, og leist margt vel ort þar. Get ekki stillt mig um að til- færa eina vísu þaðan, en hún er á þessa leið: Ein sat tófa upp við stein, yrðling mjóan syrgði. Hvein við skógar gisin grein; gaddur flóa byrgði. Hannes erfði skáldgáfu föður síns. Hann var bráðhagmæltur. Geta þau, sem lengi urðu honum samferða í félagsstarfi hjá Kvöld- vökufélaginu Ljóð og Saga um liðin 35 ár, um það borið. Hannes var einn af frumheijum þess ágæta fé- lags, sem lengi hefur borið merki ljóða, söngs og sögu, stofnað 24. febrúar 1961. Hannes var lífið og sálin í starfi þessa félagsskapar. Sumarferðalögin áttu í honum góð- an liðsmann. Vísur hans flugu bílinn á enda og vöktu kæti, því að þar var engan að finna, sem ekki hafði yndi af vel gerðum vísum. Og marg- ur botninn við vísu var lesinn upp eftir Hannes á samkomum Ljóðs og Sögu. Og auðvitað var hann kjörinn heiðursfélagi við gefíð tækifæri. Það var svo sannarlega verðskuldað. Þá var Hannes 80 ára. Á heiðursskjal hans var ég beðinn að setja saman vísu: Ætíð velur orðin hðgu; auðkenndur í mannaþvögu. Hannar marga hnyttna bögu; - heiðursfélagi í Ljóði og Sögu. Við fráfall Hannesar hefur Kvöld- vökufélagið Ljóð og Saga misst einn af sínum dyggustu liðsmönnum. En kona hans og börn hafa að sjálf- sögðu misst mest. Þau hjón áttu lengi heimili á Laugamesvegi 104 hér í borg. Þar bjó kona hans, hún Sigurlaug Jónsdóttir, úr Fljótshlíð, manni sínum fallegt heimili. Mikið og vandað bókasafn átti Hannes. Mátti þar fínna margt rita á ensku og dönsku. Hann naut að vísu ekki mikillar bóklegrar menntunar, en menntaði sig sjálfur, eins og margir vel gefnir menn hafa ætíð gert. Hann rak fyrirtæki, Fínpússningar- gerðina, sem enn er í gangi og í eigu sonar hans. Andláts Hannesar heyrði ég ekki getið fyrr en nokkm eftir að það bar að, og útför hans var gerð í kyrrþey, að ósk hins látna. Mætur maður er genginn, þegar Hannes Ágústsson er allur. Þökk fyrir samverana og samvinnuna, kæri vinur. Auðunn Bragi Sveinsson, félagsmaður Kvöldvöku- félagsins Ljóð og Saga. fÆ/ó/ft Oí/ # ^ 's/í/'eijftJtyit/* w otcl ö// tœ/u/œsH Gott úrval af leióisluktum og kertum. Jg g BÍÓMuibtíðuv tíamhoM ir/Foxirojsldrlcjuýayð, sími55 40 500. Útsalan hefst á morgun, mánudag kl.10 10-50% afsláttur XNSCXK R3QX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.