Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 64

Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samdráttur hjá Seaflower Whitefish Selja togara o g kaupa minni STJÓRN útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækisins Seaflower Whitefish Corporation í Lúderitz í Namibíu ákvað í vikunni að leita eftir tilboð- um í frystitogarann Seaflower og freista þess að kaupa minni ísfisk- togara. Lýsingskvóti fyrirtækisins var dreginn saman um 5.500 tonn milli ára í 8.500 tonn og er fyrirtæk- ið þegar búið að selja tvo ísfisktog- ara af fjórum skipum sínum. LFm er að ræða annars vegar ís- fiskkvóta og frystikvóta hins vegar, að sögn Friðriks Sigurðssonar, for- stöðumanns nýsköpunardeildar ís- lenskra sjávarafurða hf. „Frystikvót- ínn er töluvert minni en afkastageta skipsins segir til um og einnig er erfítt að leigja kvóta vegna sam- dráttar. Þess vegna var talið skyn- samlegast að leita eftir tilboðum í skipið og kanna hvort hægt væri að fá aðgengilegt tilboð í togarann." Friðrik segir breytingar á starfs- mannahaldi óhjákvæmilegar í kjölfar sölunnar. Um 20 íslendingar eru við störf á skipunum, tíu á Seaflower en eitthvað færri á ísfisktogaranum. Seaflower var keyptur í fyrra frá Þýskalandi. Friðrik vildi ekki upp- lýsa hvort tilboð hefði borist í togar- ann. Eignarhaldsfélag íslenskra sjávar- afurða á 20% hlut í fyrirtækinu. Þrjú flóð í Seyðisfirði og áfram hætta á Siglufirði ÞRJÚ snjóflóð féllu í Seyðisfirði í fyrrinótt og gærmorgun og stöðvaðist eitt þeirra 3-400 metra frá íbúðarhúsinu á Sel- stöðum. Hallgrímur Jónsson snjóathugunarmaður sagði í gærkvöldi að rýming húsa og lokun út með norðanverðum firðinum væri ennþá í gildi. Afar snjóþungt er á Siglufirði þar sem tíu hús voru rýmd á fimmtudags- kvöld. Ibúum húsanna hefur ekki verið leyft að snúa til baka. Hallgrímur sagði að eitt flóðið hefði fallið efst úr Bjólfi og lent í Efri-Kálfabotnum sem er efst í fjallinu. Annað flóð, um 200 metra breitt, féll beint upp af V estdalsmj ölverksmiðjunni. Þriðja flóðið féll hjá sveitabæn- um Selstöðum. Flóðið féll 300-400 metra frá íbúðarhúsinu þar. Flóðið var hátt í 200 metrar en Hallgrímur taldi að það hefði ekki verið mjög þykkt frekar en hin flóðin. „Það er engin spurning að ákvörðun um að rýma húsin var tekin á réttum tíma,“ sagði Hall- grímur, en í fyrradag var ákveð- ið að rýma farfuglaheimilið á Ránargötu. Fleiri flóð gætu fallið Hallgrímur sagði að horfur væru óvissar en miðað við veður- spár gætu fleiri snjóflóð fallið á Seyðisfirði. Spáð ertalsverðum vindi að norðvestan sem Hall- grímur telur að gæti hleypt frek- ari flóðum af stað. A Siglufirði var hríðarmugga í gærkvöldi og orðið illfært um bæinn. Ófært var út úr bænum og inn í hann. Þar voru rýmd 10 hús á fimmtudagskvöld og hafast 39 manns enn við hjá ættingjum og vinum og á hótelinu. Sjötugir hættaað greiða í líf- ► eyrissjóð UM síðustu áramót hættu flestir Iífeyrissjóðir á almennum markaði að taka við lífeyrissiðgjaldi frá laun- þegum sem orðnir eru sjötugir. Þetta er í samræmi við samkomulag ASÍ og VSÍ um lífeyrismál, sem gert var i desember 1995. Samkomulagið felur í sér að launþegum er skylt að greiða ið- gjald í lífeyrissjóð á aldrinum 16-70 ára. Fram að þessu hafa launþeg- ar, sem eru á vinnumarkaði fram yfir sjötugt, greitt iðgjald í lífeyris- sjóði til 75 ára aldurs. Samhliða þessari breytingu hætta launþegar að vinna sér inn aukinn lífeyrisrétt eftir 70 ára aldur. Lífeyrissjóðimir hafa verið að breyta samþykktum sínum í sam- ræmi '/ið þetta samkomulag og tek- ur þessi breyting gildi í flestum til- vikum núna um áramót. Fyrirtæki eiga að hætta að draga lífeyrisið- gjald af launþegum sem eru orðnir 70 ára, en ef þau gera það eiga lífeyrissjóðir að skila iðgjaldinu. Launagreiðandinn hættir sömuleið- is að greiða 6% iðgjald vegna laun- þega sem eru 70 ára og eldri, en það þýðir að þessi vinnukraftur verð- ur hér eftir ódýrara vinnuafl en al- mennir launþegar sem þessu nemur. Samkvæmt vinnumarkaðskönn- un Hagstofunnar, sem gerð var í nóvember sl., voru 6.600 launþegar á vinnumarkaði á aldrinum 70-75 ára og var kynjaskipting jöfn. Hag- stofan hefur ekki upplýsingar um atvinnuþátttöku þeirra sem eru eldri en 75 ára. -----*_4_*----- Börðu mann með kylfu .FIMM menn réðust inn á heimili við Engjasel í Reykjavík í gær- kvöldi og börðu mann sem þar var með kylfu. Lögregla var kölluð á staðinn og tókst að handsama árás- armennina. Lögreglan flutti manninn sem fyrir barsmíðunum varð á slysadeild en hann er ekki talinn hafa meiðst alvarlega. Arásarmennirnir voru í vörslu lögreglunnar í nótt. Morgunblaðið/Golli ÞRJÚ snjóflóð féllu á Seyðisfirði í fyrrinótt þar sem þessi mynd var tekin síðdegis í gær. Snjóþungt er í bænum og spáð norðvestan strekkingi. Ný skýrsla unnin vegna umferðar- og deiliskipulags fyrir Miklubraut Umferðarhávaði þjakar á þriðja þúsund manns UM 2.030 manns við Miklubraut teljast „þjakaðir" af umferðar- hávaða, segir í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið um umferðar: og deiliskipulag fyrir Miklubraut. í skýrslunni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að allir íbúar við Miklubraut frá Eskihlíð að Stakka- hlíð, sem eru 261 talsins, búi við „óásættanleg skilyrði“ hvað varðar loftmengun af völdum umferðar. Miklabraut er ein mikilvægasta gatan í gatnakerfi Reykjavíkur og er magn umferðar eftir henni á sólarhring um 40 þúsund bílar vest- ast og allt að 50 þúsund austast en skv. umferðarspá gæti umferð þar aukist um 15% til ársins 2008. I skýrslunni eru útfærðir þrír val- kostir til að bæta aðstöðu íbúa og vegfarenda og gengið út frá því í öllum tilvikum að Hringbraut sé flutt suður fyrir Umferðarmiðstöð- „ ina. Hugmyndir að göngum undir Miklubraut frá Lönguhlíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að skipulagsnefnd ætti eftir að fjalla um nýtt umferð- ar- og deiliskipulag. Hún segir erf- itt að koma til móts við sjónarmið íbúa milli Snorrabrautar og Stakkahlíðar. „En það er hægt að gera minni göng undir Miklubraut hjá Rauðarárstíg sem myndu tengj- ast nýrri legu Hringbrautar. Að því verður að huga í framtíðinni en flutningur Hringbrautat er mál sem Landspítalinn á að leysa vegna breytingar á hans lóð,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir jafnframt að erfitt verði að leysa vanda íbúa gegnt Miklatúni en til séu hug- myndir að göngum undir Miklu- braut frá Lönguhlíð. „Það er auð- vitað hægt en Miklabraut er þjóð- vegur og því yrði að koma fé til framkvæmdarinnar á fjárlögum. Það er margt sem spilar inn í þetta, afkastageta gatnamóta, slysa- hætta og mengunar- og hávaða- mörk og okkar skoðun er sú að ríkið eigi líka að axla ábyrgð vegna óþæginda af þeirra mannvirkjum ekki síður en borgin af sínurn," segir hún. ■ 2.030 manns/6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.