Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samdráttur hjá Seaflower Whitefish Selja togara o g kaupa minni STJÓRN útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækisins Seaflower Whitefish Corporation í Lúderitz í Namibíu ákvað í vikunni að leita eftir tilboð- um í frystitogarann Seaflower og freista þess að kaupa minni ísfisk- togara. Lýsingskvóti fyrirtækisins var dreginn saman um 5.500 tonn milli ára í 8.500 tonn og er fyrirtæk- ið þegar búið að selja tvo ísfisktog- ara af fjórum skipum sínum. LFm er að ræða annars vegar ís- fiskkvóta og frystikvóta hins vegar, að sögn Friðriks Sigurðssonar, for- stöðumanns nýsköpunardeildar ís- lenskra sjávarafurða hf. „Frystikvót- ínn er töluvert minni en afkastageta skipsins segir til um og einnig er erfítt að leigja kvóta vegna sam- dráttar. Þess vegna var talið skyn- samlegast að leita eftir tilboðum í skipið og kanna hvort hægt væri að fá aðgengilegt tilboð í togarann." Friðrik segir breytingar á starfs- mannahaldi óhjákvæmilegar í kjölfar sölunnar. Um 20 íslendingar eru við störf á skipunum, tíu á Seaflower en eitthvað færri á ísfisktogaranum. Seaflower var keyptur í fyrra frá Þýskalandi. Friðrik vildi ekki upp- lýsa hvort tilboð hefði borist í togar- ann. Eignarhaldsfélag íslenskra sjávar- afurða á 20% hlut í fyrirtækinu. Þrjú flóð í Seyðisfirði og áfram hætta á Siglufirði ÞRJÚ snjóflóð féllu í Seyðisfirði í fyrrinótt og gærmorgun og stöðvaðist eitt þeirra 3-400 metra frá íbúðarhúsinu á Sel- stöðum. Hallgrímur Jónsson snjóathugunarmaður sagði í gærkvöldi að rýming húsa og lokun út með norðanverðum firðinum væri ennþá í gildi. Afar snjóþungt er á Siglufirði þar sem tíu hús voru rýmd á fimmtudags- kvöld. Ibúum húsanna hefur ekki verið leyft að snúa til baka. Hallgrímur sagði að eitt flóðið hefði fallið efst úr Bjólfi og lent í Efri-Kálfabotnum sem er efst í fjallinu. Annað flóð, um 200 metra breitt, féll beint upp af V estdalsmj ölverksmiðjunni. Þriðja flóðið féll hjá sveitabæn- um Selstöðum. Flóðið féll 300-400 metra frá íbúðarhúsinu þar. Flóðið var hátt í 200 metrar en Hallgrímur taldi að það hefði ekki verið mjög þykkt frekar en hin flóðin. „Það er engin spurning að ákvörðun um að rýma húsin var tekin á réttum tíma,“ sagði Hall- grímur, en í fyrradag var ákveð- ið að rýma farfuglaheimilið á Ránargötu. Fleiri flóð gætu fallið Hallgrímur sagði að horfur væru óvissar en miðað við veður- spár gætu fleiri snjóflóð fallið á Seyðisfirði. Spáð ertalsverðum vindi að norðvestan sem Hall- grímur telur að gæti hleypt frek- ari flóðum af stað. A Siglufirði var hríðarmugga í gærkvöldi og orðið illfært um bæinn. Ófært var út úr bænum og inn í hann. Þar voru rýmd 10 hús á fimmtudagskvöld og hafast 39 manns enn við hjá ættingjum og vinum og á hótelinu. Sjötugir hættaað greiða í líf- ► eyrissjóð UM síðustu áramót hættu flestir Iífeyrissjóðir á almennum markaði að taka við lífeyrissiðgjaldi frá laun- þegum sem orðnir eru sjötugir. Þetta er í samræmi við samkomulag ASÍ og VSÍ um lífeyrismál, sem gert var i desember 1995. Samkomulagið felur í sér að launþegum er skylt að greiða ið- gjald í lífeyrissjóð á aldrinum 16-70 ára. Fram að þessu hafa launþeg- ar, sem eru á vinnumarkaði fram yfir sjötugt, greitt iðgjald í lífeyris- sjóði til 75 ára aldurs. Samhliða þessari breytingu hætta launþegar að vinna sér inn aukinn lífeyrisrétt eftir 70 ára aldur. Lífeyrissjóðimir hafa verið að breyta samþykktum sínum í sam- ræmi '/ið þetta samkomulag og tek- ur þessi breyting gildi í flestum til- vikum núna um áramót. Fyrirtæki eiga að hætta að draga lífeyrisið- gjald af launþegum sem eru orðnir 70 ára, en ef þau gera það eiga lífeyrissjóðir að skila iðgjaldinu. Launagreiðandinn hættir sömuleið- is að greiða 6% iðgjald vegna laun- þega sem eru 70 ára og eldri, en það þýðir að þessi vinnukraftur verð- ur hér eftir ódýrara vinnuafl en al- mennir launþegar sem þessu nemur. Samkvæmt vinnumarkaðskönn- un Hagstofunnar, sem gerð var í nóvember sl., voru 6.600 launþegar á vinnumarkaði á aldrinum 70-75 ára og var kynjaskipting jöfn. Hag- stofan hefur ekki upplýsingar um atvinnuþátttöku þeirra sem eru eldri en 75 ára. -----*_4_*----- Börðu mann með kylfu .FIMM menn réðust inn á heimili við Engjasel í Reykjavík í gær- kvöldi og börðu mann sem þar var með kylfu. Lögregla var kölluð á staðinn og tókst að handsama árás- armennina. Lögreglan flutti manninn sem fyrir barsmíðunum varð á slysadeild en hann er ekki talinn hafa meiðst alvarlega. Arásarmennirnir voru í vörslu lögreglunnar í nótt. Morgunblaðið/Golli ÞRJÚ snjóflóð féllu á Seyðisfirði í fyrrinótt þar sem þessi mynd var tekin síðdegis í gær. Snjóþungt er í bænum og spáð norðvestan strekkingi. Ný skýrsla unnin vegna umferðar- og deiliskipulags fyrir Miklubraut Umferðarhávaði þjakar á þriðja þúsund manns UM 2.030 manns við Miklubraut teljast „þjakaðir" af umferðar- hávaða, segir í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið um umferðar: og deiliskipulag fyrir Miklubraut. í skýrslunni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að allir íbúar við Miklubraut frá Eskihlíð að Stakka- hlíð, sem eru 261 talsins, búi við „óásættanleg skilyrði“ hvað varðar loftmengun af völdum umferðar. Miklabraut er ein mikilvægasta gatan í gatnakerfi Reykjavíkur og er magn umferðar eftir henni á sólarhring um 40 þúsund bílar vest- ast og allt að 50 þúsund austast en skv. umferðarspá gæti umferð þar aukist um 15% til ársins 2008. I skýrslunni eru útfærðir þrír val- kostir til að bæta aðstöðu íbúa og vegfarenda og gengið út frá því í öllum tilvikum að Hringbraut sé flutt suður fyrir Umferðarmiðstöð- „ ina. Hugmyndir að göngum undir Miklubraut frá Lönguhlíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að skipulagsnefnd ætti eftir að fjalla um nýtt umferð- ar- og deiliskipulag. Hún segir erf- itt að koma til móts við sjónarmið íbúa milli Snorrabrautar og Stakkahlíðar. „En það er hægt að gera minni göng undir Miklubraut hjá Rauðarárstíg sem myndu tengj- ast nýrri legu Hringbrautar. Að því verður að huga í framtíðinni en flutningur Hringbrautat er mál sem Landspítalinn á að leysa vegna breytingar á hans lóð,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir jafnframt að erfitt verði að leysa vanda íbúa gegnt Miklatúni en til séu hug- myndir að göngum undir Miklu- braut frá Lönguhlíð. „Það er auð- vitað hægt en Miklabraut er þjóð- vegur og því yrði að koma fé til framkvæmdarinnar á fjárlögum. Það er margt sem spilar inn í þetta, afkastageta gatnamóta, slysa- hætta og mengunar- og hávaða- mörk og okkar skoðun er sú að ríkið eigi líka að axla ábyrgð vegna óþæginda af þeirra mannvirkjum ekki síður en borgin af sínurn," segir hún. ■ 2.030 manns/6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.