Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kirkjumálaráðherra kynnti frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar á aukakirkjuþingi
Mikilvægt skref til að auka
sjálfstæði kirkjunnar
Biskup tilkynnti
ráðherra starfslok
Fjallað um
breytingar
á lögum um
biskups-
kosningar
EITT þeirra mála sem
fjallað verður um á auka-
kirkjuþingi sem nú stendur
yfir er breyting á lögum
frá 1980 um biskupskosn-
ingar, en við setningu
þingsins í gær lýsti Olafur
Skúlason biskup Islands
því yfir að hann hefði tU-
kynnt kirkj umálaráðherra
ákvörðun sína um starfslok
við næstu áramót og einnig
rætt það mál við vígslu-
biskupa. Sagði Ólafur að
því væri nauðsynlegt að
fara þess á leit við auka-
kirkjuþingið að það heimili
umfjöllun um ráðgerðar
breytingar á lögunum um
biskupskosningar og af-
greiði þær tillögur.
Atkvæðisréttur
sérþjónustupresta
í máli Ólafs kom fram
að ágreiningur hefði komið
upp við síðustu vígslubisk-
upskosningar í Skálholts-
stifti um kosningarétt sér-
þjónustupresta sem ekki
voru settir á kjörskrá. Var
málinu þá vísað til umboðs-
manns Alþingis og kvað
hann upp þann úrskurð að
þeim bæri atkvæðisréttur.
Samkvæmt því frumvarpi
sem lagt verður fyrir þing-
ið fá allir sérþjónustuprest-
ar atkvæðisrétt þótt þeir
séu ekki ráðnir af kirkju-
málaráðherra og einnig
þeir prestar sem þjóna við
biskupsembættið.
Eðlileg leiðrétting
Sagði Ólafur að þarna
virtist vera um eðlilega
leiðréttingu að ræða sem
hann vonaði að aukaþingið
afgreiddi, en ástæða þess
að málið væri ekki látið
bíða prestastefnu í sumar
og kirkjuþings í haust væri
sú að biskupskosningar
væru fyrirhugaðar á þessu
ári.
ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og
kirkjumálaráðherra, kynnti frum-
varp til laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar við setn-
ingu aukakirkjuþings sem hófst í
Bústaðakirkju í gær, og sagði hann
að það muni valda straumhvörfum
verði frumvarpið samþykkt sem lög
frá Alþingi. Ríkisstjórnin samþykkti
á fundi sínum síðastliðinn mánudag
að leg'gja frumvarpið fram og er
vonast til þess að hægt verði að
afgreiða það sem lög nú á vorþingi.
Þorsteinn sagði að löggjöfin muni
um margt styrkja samband ríkis og
kirkju, en á hinn bóginn væri verið
að stíga mjög mikilvægt skref í því
að auka sjálfstæði kirkjunnar og
ábyrgð.
„Þetta er í góðu samræmi við þær
almennu breytingar sem eru að
verða í þjóðfélaginu og þau mark-
mið sem kirkjan hefur sett sér og í
góðu samræmi við þá stefnu sem
stjórnvöld hafa kynnt á undanförn-
um kirkjuþingum um þróun kirkj-
unnar,“ sagði hann.
Úrskurðarnefnd fjalli um
siðferðis- eða agabrot
Fyrstu drög frumvarpsins voru
kynnt á Alþingi vorið 1995, en síð-
an hefur það verið til umfjöllunar
innan kirkjunnar og kirkjumála-
ráðuneytisins og nú síðast hjá nefnd
sem ráðherra skipaði síðastliðið
sumar og lauk hún störfum í desem-
ber.
Meðal þeirra breytinga sem
frumvarpið hefur tekið í meðförum
nefndarinnar má nefna að í því er
gert ráð fyrir að ef starfsmaður
þjóðkirkjunnar er borinn ásökunum
um siðferðis- eða agabrot þá íjalli
sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð
er af biskupi um málið. Gert er ráð
fyrir að unnt sé að skjóta málinu
til sérstakrar áfrýjunarnefndar sem
ráðherra skipar, sem kveður upp
endanlegan úrskurð í málinu. Þá
er gert ráð fyrir sérstakri kenning-
arnefnd og verður hlutverk hennar
að fjalla um kenningarleg málefni
og fella úrskurði í kenningarlegum
atriðum ef þörf krefur.
Prestar skipaðir
til eins árs í byijun
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að við veitingu prestsemb-
ættis verði sá háttur viðhafður að
fyrst skuli prestur settur til eins árs
en að þeim tíma liðnum skipaður í
starfið ótímabundið nema ósk komi
fram frá fullum þriðjungi atkvæðis-
bærra sóknarbarna um að embættið
verði auglýst laust til umsóknar.
Kirkjuþing setur starfsreglur um
skipan sókna, prestakalla og próf-
astsdæma, og í þeim reglum skulu
m.a. vera reglur varðandi skiptingu
kirkjusóknar, sameiningu sókna og
um sóknarmörk, svo og niðurlagn-
ingu kirkju eða tilfærslu.
Gert er ráð fyrir að Kirkjuþing
setji starfsreglur um hin margvísleg-
ustu málefni kirkjunnar, en í frum-
varpinu er víða að finna ákvæði sem
kveða á um að þessu eða hinu atrið-
inu skuli skipað eftir starfsreglum.
Miðað er að því að starfsreglurnar
komi í stað löggjafar sem Alþingi
hefur fram til þessa sett, og með
þessu móti verði sjálfstæði kirkjunn-
ar aukið verulega.
Á aukakirkjuþinginu í dag verður
lagt fram samkomulag um kirkju-
eignir og prestsembætti, en það fel-
ur í sér að kirkjujarðir og aðrar
kirkjueignir, að frátöldum prestsetr-
um, verða eign íslenska ríkisins og
rennur andvirði jarðanna í ríkissjóð,
og á móti skuldbindur ríkið sig til
þess að greiða laun presta þjóðkirkj-
unnar og starfsmanna biskupsemb-
ættisins.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORSTEINN Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra, Ólafur Skúlason, biskup íslands og Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti,
hlýða á messu við setningu aukakirkjuþings 1997 í Bústaðakirkju.
Fyrirhugað raforkuver á Nesjavöllum
Málið kynnt borgarráði og
líklega afgreitt eftir viku
BORGARRAÐ frestaði í gær að
taka lokaákvörðun um hvort ráðast
skuli í byggingu og rekstur raforku-
vers á Nesjavöllum. Málið var kynnt
borgarráði og kveðst Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri búast
við að það verði afgreitt á fundi
borgarráðs á þriðjudaginn kemur.
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjáif-
stæðisflokksins, sagði að margt
hefði skýrst á fundinum.
Málið kom fyrir borgarráð þann
7. janúar, en þá var ákveðið að vísa
því til borgarstjómar. Á fundi borg-
arstjórnar sl. fimmtudag varð að
samkomulagi milli meirihluta og
minnihluta að borgarráð tæki loka-
ákvörðun í málinu og málið yrði
kynnt borgarráðsfulltrúum nánar.
„Þar sem óskað hafði verið eftir
frekari upplýsingum komu fulltrúar
Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og Landsvirkjun-
ar á fund borgarráðs og kynntu
efnislega samning Columbia Vent-
ures og Landsvirkjunar, um leið og
farið var yfir samninga Hitaveitu
og Rafmagnsveitu við Landsvirkj-
un,“ sagði Ingibjörg Sólrún í sam-
tali við Morgunblaðið að loknum
borgarráðsfundi.
„Borgarráð fékk með þessum
hætti ítarlegri upplýsingar en áður,
en ég met það svo að ekkert nýtt
hafi komið fram. Grundvallaraf-
staða var mótuð í september, þegar
ákveðið var að semja við Lands-
virkjun um sölu á raforku frá Nesja-
völlum, ef til þessarar stóriðju kæmi
og veitumar fengju 79% af því verði
sem Landsvirkjun fengi hjá Col-
umbia. Eg reikna með að málið
verði afgreitt á næsta fundi borgar-
ráðs,“ sagði borgarstjóri.
Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, lagði fram til-
lögu á fundi borgarráðs í gær, um
að Þjóðhagsstofnun eða öðrum
hlutlausum aðila yrði falið að meta
arðsemi raforkuvirkjunar á Nesja-
völlum og samninga þá, sem nú
liggja fyrir borgarráði. Afgreiðslu
tillögunnar var frestað til næsta
fundar.
Svör við ýmsum spurningum
Árni Sigfússon sagði að á fund-
inum hefðu fengist svör við ýmsum
spumingum. „Við höfum leitað eft-
ir upplýsingum um væntanlega arð-
semi framkvæmdanna og fleira í
þeim dúr, enda hefur minnihlutinn
aldrei haldið því fram að samning-
arnir væru alslæmir. Við munum
skoða þessar upplýsingar betur
fram að næsta fundi borgarráðs.“
Greiða 15 smnum
lægra skráningar-
gjald en hér á landi
KOSTNAÐUR af því að skrá Dís-
arfell, skip Samskipa, undir íslensk-
um fána, er liðlega tólf milljónir
króna. Skipið er skráð undir hentif-
ána Antigua og Barbuda. Þar er
skráningarkostnaðurinn um 830
þúsund krónur.
Hjörtur Emilsson, deildarstjóri
skiparekstrardeildar Samskipa,
segir að hérlendis þurfi að greiða
skráningargjald þegar skipið er
nýskráð, og stimpilgjöld og þinglýs-
ingargjöld af áhvílandi lánum.
Stimpilgjöldin eru 0,4% af áhvílandi
lánum og greiðast þau bæði við
kaup og sölu á skipinu. Hjörtur
segir að þessi munur sé afskaplega
mikill. Hann segir að kostnaðurinn
vegna skráningarinnar hérna heima
sé 12-13 milljónir króna þótt skipið
sé rekið á nákvæmlega sömu for-
sendum og nú er gert.
„Við erum með íslenska kjara-
samninga og íslenska áhöfn. Menn
hafa stundum vísað til þess að lak-
ari kröfur séu gerðar til reksturs
hentifánaskipa en því er alls ekki
til að dreifa hjá okkur. Við rekum
skipið með nákvæmlega sama
hætti og við gerðum ef það væri
undir íslenskum fána,“ sagði Hjört-
ur.
Hann sagði að það kæmi ekki til
greina í rekstri skipsins að færa
það undir íslenskan fána. „Þetta
er beinn kostnaður sem við spörum
okkur,“ sagði Hjörtur.
Dísarfell er eina skipið í eigu
Samskipa en félagið hefur fjögur
skip í rekstri. Tvö skip eru í tíma-
leigu með erlendum áhöfnum og
eitt skip er í þurrleigu. Það er einn-
ig skráð undir fána Antigua og
Barbuda.
i
>
l
l
\
i