Morgunblaðið - 22.01.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Búist er við formlegri kröfu á næstu dögum um framsal bandarískra hjóna
Deilt um ættleið-
ingargögn og forræði
GERA má ráð fyrir að formleg
krafa um framsal móðurömmu
bandarísku stúlkunnar, sem tekin
var í vörslu félagsmálayfirvalda í
Kópavogi í gærmorgun, og eigin-
manns hennar berist á næstu dög-
um frá Bandaríkjunum, samkvæmt
upplýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu. Ekki liggur ljóst fyrir
hvernig barnið kemst í hendur móð-
ur sinnar eða hvort hún muni sækja
það hingað.
„Samkvæmt upplýsingum frá
bandaríska sendiráðinu var móðirin
látin vita á mánudag að barnið
væri fundið og hún beðin um að
hafa ekki hátt um málið fyrr en
barnið væri í höndum íslenskra yfir-
valda,“ segir Stefán Eiríksson, lög-
fræðingur hjá dómsmálaráðuneyt-
inu.
Þungur fangelsisdómur
hugsanlegur
Brotið sem bandarísku hjónin eru
grunuð um að hafa framið í Banda-
ríkjunum er sambærilegt við 193.
grein almennra hegningarlaga hér
á landi, en þar segir m.a. að hver
sem sviptir foreldra eða aðra rétta
aðila valdi eða umsjá yfir barni,
skuli „sæta sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að 16 árum eða ævi-
langt". Jafnframt er unnið að með-
ferð málsins hjá útlendingaeftirlit-
inu og samkvæmt upplýsingum
blaðsins er á vegum bandaríska
sendiráðsins m.a. verið að athuga
hvort fólkið hafi komið hingað til
lands með fölsuð skilríki.
Ytra er venjan sú að fólk sé lög-
sótt í tilvikum sem þessum, sam-
kvæmt upplýsingum frá bandaríska
utanríkisráðuneytinu, og getur það
átt þungan fangelsisdóm yfir höfði
sér, þótt hvert einstak tilvik sé
metið enda forsendur þeirra afar
misjafnar, að sögn Ellen Conway,
deildarstjóra þar.
Um eitt þúsund samsvarandi til-
vik koma til kasta yfirvalda í
Bandaríkjunum á hveiju ári, bæði
þar sem börn eru flutt óleyfilega
úr landi og til landsins í trássi við
vilja foreldra sem hafa forræði yfir
þeim. Ekki eru veittar nákvæmar
upplýsingar um einstök mál áður
en til opinberrar málsóknar kemur
án samþykkis hlutaðeigandi aðila,
þar sem þau heyra undir bandarísk
lög um einkalífsvernd, segir Nyda
Budig, talsmaður upplýsingaskrif-
stofu ráðuneytisins.^
Hún bendir á að íslendingar hafi
undirritað samning þann sem
kenndur er við Haag og tekur á
einkaréttarlegum áhrifum af brott-
námi barna til flutnings milli landa,
og að hér á landi séu í gildi lög um
viðurkenningu og fullnustu erlendra
ákvarðana um forsjá barna og af-
hendingu brottnuminna barna. Þeir
séu því skyldugir til að skila börn-
um, sem hafa verið numin á brott
með ólögmætum hætti, til lög-
mætra forráðamanna sinna.
Framsalssamningur var gerður
milli Danmerkur og Bandaríkjanna
árið 1902, en ísland var þá hluti
af danska konungsveldinu. íslend-
ingar létu reyna á þennan samning
fyrir um áratug og var einstakling-
ur þá framseldur hingað til lands
frá Bandaríkjunum.
Stúlkan sem numin var á brott
heitir Zenith Elaine Helton og verð-
ur fimm ára gömul í október næst-
komandi. Samkvæmt því sem fram
kom í þættinum Unsolved Myster-
ies, þar sem fjallað var um málið
frá sjónarhóli móðurinnar, hafði
móðirin, Kelly Helton, átt í útistöð-
um við ömmu barnsins, Connie Jean
Hanes, um nokkurt skeið og hefur
eiginmaður þeirrar síðarnefndu,
Donald Hanes, verið þátttakandi í
þeim deilum. Hann mun hafa hlotið
dóm og vera á reynslulausn, sam-
kvæmt því er fram kom í þættinum.
Kelly eignaðist stúlkubarn, sem
skírt var Tabitha, þegar hún var
26 ára, en þá bjó hún í Arizona-
fylki. Um svipað leyti gekk móðir
hennar að eiga Donald Hanes, en
hann var barnlaus. Connie Jean
vildi að sögn Kelly ákaft eignast
barn og var enn sömu skoðunar
þegar Kelly eignaðist aðra dóttur
sína i október 1992, sem skírð var
Zenith Elaine. Barnið bar ættarnafn
móður sinnar, þar sem Kelly hafði
slitið samvistum við föður þess
meðan á meðgöngu stóð.
Segist hafa verið blekkt
til að skrifa undir
Connie Jean og Donald buðu
Kelly og dætrum hennar að dvelj-
ast á heimili þeirra í Provo í Utah-
ríki og þáði hún boðið. Að sögn
Kellyar bauðst móðir hennar einnig
til að bæta Zenith á heilsutryggingu
sína og þurfti hún aðeins að stað-
festa slíkt fyrirkomulag með undir-
skrift sinni, sem hún og gerði,
vegna slæms fjárhags að sögn. Hún
heldur því fram að í raun hafi hún
verið blekkt til að undirrita skjöl
þar sem Connie Jean og Donald var
heimilað að ættleiða Zenith.
Kelly segir að hún hafi fengið
þær skýringar að um tímabundna
ráðstöfun væri að ræða, eða þang-
að til hún kæmist á réttan kjöl fjár-
hagslega. Kelly sneri aftur til Ariz-
ona ásamt dætrum sínum í febrúar
1993. Tveimur dögum síðar lagði
Connie Jean fram áðurnefnd ætt-
leiðingarskjöl fyrir dómstól í Utah
og óskaði eftir löggildingu þeirra.
Fékk fullt
forræði dóttur
Að fengnu samþykki dómstólsins
tók lögreglan í Arizona Zenith af
móður sinni og afhenti Connie Jean
hana. Kelly hóf málsókn á hendur
móður sinni og manni hennar til
að tryggja sér forræði yfir Zenith
og varð niðurstaðan henni í vil.
Telpan var orðin tveggja og hálfs
árs þegar þarna var komið sögu.
Connie Jean fékk hins vegar heim-
ild til umgengni við barnið án eftir-
lits í níu stundir í hverri viku, og
fluttu þau hjónin frá Utah í kjölfar-
ið til að eiga hægar með að um-
gangast Zenith. Þau sóttu hana 17.
október 1995, tæpu ári eftir að telp-
unni var skilað aftur til móður sinn-
ar, og fóru út út ríkinu og síðar
úr landi.
Olögmætt
brottnám
Þau voru í kjölfarið kærð fyrir
ólögmætt brottnám barnsins og
hefur fólk, sem kynni að geta veitt
upplýsingar um ferðir þeirra, verið
beðið um að hafa samband við
bandarísku alríkislögregluna, FBI.
í áðurnefndum sjónvarpsþætti var
ennfremur gefið upp símanúmer
sem áhorfendur gátu hringt í, vildu
þeir koma upplýsingum á framfæri.
Connie Jean Hanes segir sakargiftir rangar
„Dóttir mín átti frum-
kvæði að ættleiðingu“
„ÉG TÓK á móti litlu telpunni í
fæðingu og hef alið hana upp sem
mína eigin dóttur frá þeim degi.
Móðir hennar, sem er dóttir mín,
samþykkti það og að hennar frum-
kvæði var gengið frá því að við
myndum ættleiða telpuna," sagði
Connie Jean Hanes í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Connie
Jean og eiginmaður hennar, Don-
ald Hanes, voru í gær úrskurðuð
í farbann til 5. febrúar, sökuð um
brottnám litlu telpunnar árið 1995.
Connie Jean sagði að hún og
maður hennar ætluðu að ráðfæra
sig við lögfræðing áður en þau
svöruðu þessum alvarlegu ásökun-
um. „Ég get hins vegar fullyrt það
núna, að allt sem fram kom í þess-
um sjónvarpsþætti, Unsolved
Mysteries, var vitleysa frá upphafí
til enda,“ sagði Connie Jean á
heimili sínu í gærkvöldi.
„Þessar lygar hafa núna haft í
för með sér að litla dóttir mín var
tekin frá mér og íslensk stjórnvöld
halda henni einhvers staðar. Þetta
er allt saman rangt, hún er dóttir
mín og hefur verið frá fæðingu.
Ég tók á móti henni, var sú fyrsta
sem hélt á henni í fanginu og hún
hefur alltaf verið hjá mér. Við
höfðum gengið frá ættleiðingu
hennar og dóttir mín átti sjálf
frumkvæðið að því. Ég er mjög
miður mín vegna þessa máls og
sárast þykir mér að litlu dóttur
minni er einhvers staðar haldið
fanginni.“
Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir
Kvöldlestur í MR
Vigdís Finnbogadóttir
les Passíusálmana
• •
Ommurnar
höfðu Pass-
íusálmana á
náttborðinu
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir
fyrrverandi forseti Islands mun
lesa Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar í Ríkis-
útvarpinu að
þessu sinni og
hefst lestur
hennar 27. jan-
úar næstkom-
andi.
í samtali við
Morgunblaðið
segist Vigdís
vera af þeirri kynslóð sem er
alin upp við að þekkja Passíu-
sálmana vel og að henni hafi
alla tíð þótt afar vænt um þá.
„Hallgrímur er mér líka einkar
hjartfólginn. Annars vegar
vegna þess boðskapar sem hann
flytur okkur og hins vegar fyrir
það hve mikið stórskáld hann
er og meistari íslenskrar
tungu,“ segir hún.
„Mér er það £ bernskuminni
að ömmurnar mínar báðar
höfðu Passíusálmana á nátt-
borðinu hjá sér og ég met mik-
ils að vera falið að lesa þá, því
þeir standa hjarta mínu nærri,“
segir hún að siðustu.
GÆGST inn um glugga úr
myrkrinu utan við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Nemendur í
þriðja bekk sátu enn yfir skóla-
bókunum á mánudaginn þó að
klukkan væri orðin sex og áttu
þá klukkutíma kennslu eftir og
svo kvöldgönguna heim.
Ástæðan er húsnæðisskortur
skólans.
Ragnheiður Torfadóttir
rektor segir að áratugum sam-
an hafi verið beðið eftir ný-
byggingu ofan við gamla
skólahúsið. Nemendur í MR
eru 946, en færri komast að
en vilja. „Aðsókn að skólanum
er mikil, og við þurfum að vísu
mörgum frá, en við reynum
að taka eins marga og við frek-
ast getum. Þess vegna er
kennsla frá átta á morgana til
klukkan sjö á kvöldin," segir
Ragnheiður.
Grundartangi
Vantar mat
á fleiri
valkostum
UMHVERFISMATIÐ fyrir álverið á
Grundartanga er gallað að mörgu
leyti og stenst ekki þær kröfur sem
gera á til umhverfismats. Sérstak-
lega vantar mat á fleiri valkostum,
bæði staðarvaii og tækni, eins og
kveðið er á um í tilskipun Evrópu-
bandalagsins og Esbo-samningnum.
Þá virðist almenningur ekki hafa
tekið þátt £ að gera umhverfismatið
og ekki fengið tækifæri til að hafa
áhrif á hvað metið var.
Þetta kemur m.a. fram í greinar-
gerð Högna Hanssonar, líffræðings
og forstöðumanns hollustu- og heil-
brigðiseftirlits í Landskrona í Sví-
þjóð, en greinargerðin er úttekt á
starfsháttum við gerð umhverfís-
mats fyrir álverið á Grundartanga
og var unnin að beiðni hreppsnefnd-
ar Kjósarhrepps í byijun þessa árs.
í greinargerðinni bendir Högni
ennfremur á að aukin losun koltví-
oxíðs sé í andstöðu við rammasamn-
ing Sameinuðu þjóðanna um loft-
slagsbreytingar og túlkun umhverf-
isráðuneytisins á samningnum um
hið gagnstæða sé óskiljanleg.
Einnig segir í greinargerðinni að
útblástur brennisteinstvíoxíðs frá
fyrirhuguðu álveri á Grundartanga
sé tuttugu sinnum meiri en frá álver-
inu í Sundsvall í Svíþjóð og að
minnsta kosti þijár hreinsiaðferðir
séu til sem hefði átt að meta tækni-
lega og fjárhagslega, en engin þeirra
valdi sjávarmengun.