Morgunblaðið - 22.01.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
_ Kvótakerfið
oguppgjöf
stj ómmálanna
ÞÚ þarft ekki að vera hræddur Denni minn. Stjáni er búinn að setja slökkvikerfið í gang
og svo heldur Dóri voða fast utan um hana . . .
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
GÍFURLEGT fannfergi safnaðist saman á skömmum tíma í Siglufirði í síðustu viku og fram að
helgi. Snjórinn hjaðnaði nokkuð á sunnudag en aftur bættist við samdægurs.
Hættuástandi af-
lýst á Seyðisfirði
HÆTTUÁSTANDI vegna snjóflóða
var aflýst á Seyðisfirði í gær. Hall-
grímur Jónsson snjóathugunarmað-
ur fór í könnunarferð í gærmorgun
og aftur síðdegis og mat að hættan
væri liðin hjá. „Útlitið er gott núna.
Snjórinn hefur sigið og sest og það
er því ekki sama los í honum og
var.“ Hallgrímur segist þó ætla að
fylgjast með áfram og fara í eftir-
litsferðir á hveijum degi. Við-
bragðsástandi hefur verið aflýst
bæði á Siglufirði og í Neskaupstað.
Svanbjörg Jóhannsdóttir, starfs-
maður snjóflóðadeildar Veðurstofu,
segir að hvergi sé lengur hættu-
ástand vegna snjóflóða. „Það fór í
suðvestanátt eftir að skilin fóru
yfir og rigning varð minni en á
horfðist. Horfumar em einnig góð-
ar á næstunni."
Þijú allstór snjóflóð og nokkur
smærri féllu í Siglufirði um síðast-
liðna helgi. Flóðin féllu austan meg-
in í firðinum og inni í Skútudal en
engin byggð er á þessu svæði og
ollu flóðin því ekki tjóni. Austan-
og norðaustanátt hafði verið ríkj-
andi og átti sér stað mikil snjósöfn-
un austanmegin í Siglufirði.
3-400 metra
breitt flekahlaup
Nyrst í Nesskriðum, útundir
Siglunesi, féll stórt flekahlaup um
3-400 metra breitt. Það átti upptök
sín uppi í fjallsbrún í um 500 metra
hæð og féll það alveg niður í sjó,
þríklofið þar. Þetta átti sér stað um
klukkan þijú síðastliðinn sunnudag
og urðu margir vitni að þessu. Að
sögn sjónarvotta var þama um mik-
ið sjónarspil að ræða þar sem feikn-
arlegt snjókóf þyrlaðist upp og flóð-
bylgja reis upp er snjóflóðið náði
niður í sjó, en bylgjan hjaðnaði fljótt
aftur.
Fornar en óáreiðanlegar sagnir
herma að þessu sama svæði hafi
orðið eitt mannskæðasta snjóflóð
hér á landi á 15. eða 16. öld er um
50 Siglfirðingar fórust í snjóflóði á
leið til messu á Siglunesi.
Annað snjóflóð féll um svipað
leyti á sunnudag sunnan við Hest-
skarð í Pallahnjúp og var það svip-
aðs eðlis og hitt flóðið en minna í
sniðum. Einnig féllu þijú snjófljóð
úr austanverðri Hólshymu inni í
Skútudal. Orsökuðust þau flóð af
miklum skafrenningi uppi á fjalls-
brúninni og voru þetta svokölluð
votflóð. Ekki er lengur talin hætta
á snjóflóðum í Siglufirði þar sem
talsvert hefur rignt og snjórinn því
hjaðnað og bundist betur.
Verðlaun nýsköpunarsjóðs stúdenta
Geta nýtt sér
námið við vinnu
Haraldur Guðni EiAsson
ÝSKÖPUNAR-
SJÓÐUR náms-
manna var stofn-
aður árið 1992 að frum-
kvæði námsmanna og er
sjóðurinn á íjárlögum. Að
sögn Haraldar Guðna Eiðs-
sonar, umsjónarmanns
sjóðsins, voru 25,5 milljónir
kr. í sjóðnum síðastliðið
sumar, þegar veittir voru
styrkir úr honum, 15 millj-
ónir frá ríkinu, tíu milljónir
frá Reykjavíkurborg og
500 þúsund krónur frá
Garðabæ.
„Námsmenn eru mjög
ánægðir með þann áhuga
sem yfirvöld hafa sýnt
starfsemi sjóðsins," segir
Haraldur Guðni.
130 verkefni styrkt
Styrkir em veittir úr
nýsköpunarsjóði á hveiju vori í
tengslum við sumarvinnu náms-
manna á sviði nýsköpunar sem
tengist námi þeirra. Síðastliðið
vor voru 130 verkefni styrkt
með framlögum úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur um styrk á
þessu ári er til 10. mars næst-
komandi.
Á síðasta ári var tekin upp
sú nýbreytni að verðlauna sér-
staklega þá sem þykja ná fram-
úrskarandi árangri í verkefni
sem styrkt er af nýsköpunar-
sjóði. Um er að ræða heiðurs-
skjal sem forseti íslands veitir.
Nefnd á vegum sjóðsins vinnur
þessa dagana að því að tilnefna
5-10 verkefni til verðlaunanna,
sem veitt verða á Bessastöðum
1. febrúar næstkomandi.
Metnaðarfullar rannsóknir
- Eru úthlutanir úr sjóðnum
bundnar við nemendur íHáskóla
íslands?
„Nei, þetta er sjóður sem
styrkir fyrirtæki, stofnanir, há-
skólakennara eða aðra sem hafa
sérþekkingu á viðkomandi rann-
sóknarsviði. Markmiðið sjóðsins
er samt að fyrirtæki og stofnan-
ir geti ráðið til sín nemendur á
háskólastigi yfir sumartímann,
svo þeir öðlist reynslu á fræði-
sviði sínu og taki þátt í nýsköp-
un í atvinnulífinu. Mikill fjöldi
námsmanna hefur fengið að
vinna að metnaðarfullum rann-
sóknum á sínu fræðisviði fyrir
tilstuðlan sjóðsins.
Frumkvæði námsmanna
skiptir miklu máli, en umsóknir
hafa verið frá miklum fjölda
fyrirtækja, stofnana og einnig
frá fulltrúum allra
deilda Háskóla ís-
lands.“
- Hvaða kröfur eru
gerðar til þeirra sem
fá styrki úr sjóðnum?
„Helstu skilyrði fyr-
ir styrkveitingu að verkefni feli
í sér nýsköpun á fræðasviði
og/eða fyrir atvinnulífið. Einnig
er eitt af skilyrðum að námsenn
vinni sjálfstætt."
Yfir 300 umsóknir um styrki
úr sjóðnum á síðasta ári
- Er sjóðurinn vel kynntur
meðal námsmanna og fyrir-
tækja?
„Umsóknirnar vantar í það
minnsta ekki. Ég held að sjóður-
inn sé nokkuð vel kynntur með-
al nemenda, stofnana og fyrir-
tækja, en enn frekara kynning-
arstarf er fyrirhugað á næst-
►HARALDUR Guðni Eiðsson
er umsjónarmaður nýsköp-
unarsjóðs námsmanna, sem
veitt hefur styrki frá árinu
1992. Hann fæddist í Reykja-
vík 24. maí 1972 og lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um við Sund árið 1992. Sama
haust hóf hann nám í heim-
speki við Háskóla íslands, en
tók sér ársfrí 1994 og hélt þá
til Montpellier í Frakklandi
þar sem hann lærði frönsku.
Haustið 1995 tók hann aftur
upp þráðinn í háskólanámi og
hefur siðan stundað nám í
viðskiptafræði við HÍ. Harald-
ur Guðni hefur setið í stjórn
Röskvu og á nú sæti i stúd-
entaráði fyrir Röskvu.
unni. Á síðasta ári var nýsköp-
unarsjóður námsmanna sérstak-
lega kynntur fyrir forsvars-
mönnum Háskólans á Akureyri,
Kennaraháskóla íslands, Sam-
vinnuháskólanum að Bifröst og
Tækniskólanum. Sú kynning
skilaði sér meðal annars í því
að nokkur fjöldi umsókna barst
frá þessum skólum strax síðast-
liðið vor o g fengu verkefni þaðan
styrki.“
- Hversu margar umsóknir
um styrki berast nýsköpunar-
sjóðnum að jafnaði á ári?
„Þeim fjölgar með hveiju ár-
inu. Á síðasta ári bárust alls 330
umsóknir um styrki og var það
talsverð aukning frá árinu áður,
en þá voru þær um 260 talsins."
- Hversu háir eru þessir
styrkir?
„Við miðum við að
geta greitt náms-
mönnum laun fyrir
sumarvinnu sína og
getur hver stúdent
fengið allt að þriggja
mánaða launum. Með-
alkostnaður sjóðsins við greidd
mánaðarlaun er um 82 þúsund
krónur, sem er miklu minna en
sambærilegur kostnaður ýmissa
sveitarfélaga við hefðbundin
átaksverkefni í atvinnumálum
skólafólks."
- „Hverjir eru duglegastir að
sækja um styrki úr sjóðnum?
„Hingað til hafa nemendur í
verkfræði- og raunvísindadeild-
um átt flestar umsóknirnar en
nemendur og kennarar úr öðrum
deildum eru að gera sér grein
fyrir þeim möguleikum sem
styrkveitingar úr sjóðnum bjóða
upp á.“
Miðaðvið að
námsmenn fáí
laun fyrir
sumarvinnu