Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 19
Harðir
skjálftar
íKína
TVEIR öflugir jarðskjálftar
skóku vestustu héruð Kína,
Xinjiang, með tveggja mínútna
millibili í gær. Biðu að minnsta
kosti 12 manns bana, 27 slös-
uðust alvarlega og mörg
hundruð urðu heimilislaus.
Fyrri skjálftinn mældist 6,4
stig á richters-kvarða en sá
seinni 6,3 stig. íbúi í borginni
Jiashi sagði kippina hafa verið
það kröftuga, að fólk hefði
hnotið við eða hreinlega dottið.
GIA herðir á
hryðjuverkum
ANTAR Zouabri, leiðtogi her-
skárra samtaka ofsatrúar-
manna í Alsír (GIA), sagði í
gær, að samtökin ráðgerðu að
herða á hryðjuverkahernaði
sínum það sem eftir lifir föstu-
mánaðarins Ramadan, sem
hófst 10. janúar. 42 létust af
völdum bílsprengju GIA í Al-
geirsborg sl. sunnudag og hafa
þá 150 týnt lífi af völdum
hermdarverka í Alsír á 10 dög-
um.
Afstýrðu
stórslysi
TYRKNESKA lögreglan af-
tengdi öfluga sprengju á
Sirkeci-lestarstöðinni í Istanb-
úl í fyrrakvöld, um hálfri
klukkustund áður en hún átti
að springa. Var hún í tösku
sem skilin var eftir við hrað-
banka. Árvökulir vegfarendur
tóku eftir henni og gerðu lög-
reglu viðvart. í sprengjunni
voru 10 kíló af TNT-sprengi-
efni og hefði mikill harmleikur
átt sér stað hefði hún sprung-
ið því mikil umferð er um stöð-
ina á þeim tíma sem kveikju-
búnaður sprengjunnar var
stilltur á.
Sigri hrós-
andi í Súdan
JOHN Garang, leiðtogi upp-
reisnarmanna í Súdan, hélt því
fram í gær, að sveitir hans
hefðu fellt 300 stjórnarher-
menn í bardaga suður af borg-
inni Damazin í austurhluta
landsins á sunnudag. Fregnin
um bardagann fékkst ekki
staðfest og heldur ekki fregn
um bardaga á sunnudag milli
uppreisnarmanna sunnar í
landinu við al-Keili þar sem
150 stjórnarhermenn voru
sagðir hafa fallið.
Lofa að
hækka ekki
tekjuskatt
BRESKI Verkamannaflokkur-
inn hét því í gær, að tekjuskatt-
ar yrðu ekki hækkaðir kæmist
flokkurinn til valda í næstu
þingkosningum. Stjómmála-
skýrendur sögðu það engu
skipta því flokkurinn gæti auk-
ið tekjur ríkisins með alls kyns
sköttum öðrum. Gæti hann til
að mynda hróflað við um 200
afsláttum og undanþágum
hvers konar í tekjuskatts-
kerfínu. Á óvart þótti koma,
að flokkurinn hét jafnframt,
að halda sig við útgjaldamörk
næstu tveggja fjárlagaára, sem
stjórn íhaldsflokksins hefði
þegar markað.
ERLEIMT_______________
Kínverjar hafna
gagnrýni Pattens
Ætla að breyta þegnréttindalögum 1
Hong Kong
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR höfnuðu í gær gagn-
rýni Chris Pattens, landstjóra í
Hong Kong, vegna áforma þeirra
um að afnema lög um kosningar
og þegnréttindi í Hong Kong eftir
að breska nýlendan verður aftur
hluti af Kína 1. júlí. Þeir sögðu
þetta innanríkismál Kínveija.
„Við getum ekki fallist á svokall-
aða yfírlýsingu Pattens," sagði tals-
maður kínverska utanríkisráðu-
neytisins, Shen Guofang, og kvaðst
vilja minna Breta á að stjórn kín-
verska kommúnistaflokksins væri
öflugri en stjórn Kína fyrir bylting-
una árið 1949. „Við getum ekki
sætt okkur við að önnur ríki reyni
að segja okkur fyrir verkum.“
Mannréttindi skert
Patten hafði gagnrýnt þá ákvörð-
un nefndar, sem Kínverjar hafa
skipað, að leggja til að 25 lögum
og lagagreinum yrði breytt eftir að
breska nýlendan verður hluti af
Kína. Shen sagði að nefndin hefði
fullt umboð til að meta hvort lög
nýlendunnar samræmdust stjórn-
lögum, sem Kínverjar hafa samið
fyrir Hong Kong. „Þetta er aðeins
innanríkismál Kínveija," sagði
hann.
Patten sagði áformin skerða
mannréttindi íbúa Hong Kong en
Shen kvað breytingarnar ekki eins
miklar og landstjórinn léti í veðri
vaka. Hann hvatti Patten til að
reyna ekki að „villa um fyrir íbúum
Hong Kong“ og valda óánægju
meðal þeirra.
Á meðal þeirra laga, sem Kínveij-
ar hyggjast breyta eða afnema, eru
lög um þegnréttindi, kosningalög-
gjöf frá árinu 1992, auk laga sem
heimila stofnun stjórnmálaflokka
og friðsamleg mótmæli.
Nicotinell
'M-,
Gott bragð
til að hætta
að reykja!
Nú er komið nýtt, ferskt og betra bragð í baráttunni
við reykingarávanann; Nicotinell nikótíntyggjó.
Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er
einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að
reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju-
legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar-
myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu
bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið
hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið!
Tyggðu frá þér tóbakið
með Nicotinell!
Nicotim
munnlnum c
tyggia lleiri
aukavi
konur meó
fylgiseðli si
hjálparefni til þess að hætta reykingum. Aðeins má nota lyfið ef reykingum er hætt. Paö inniheldur nikótín sem losnar úr því þegar tuggið er, I
jegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörl. Skammtur er einstaklingsbundinn e
að nota lytið lengur en 11 ár. Nicotinell fæst með ávaxta- og piparmyntubragði og í 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótlnlð i Nicotinell getur valdið
og hlksta. Elnnig ertingu I meltingarfærum. Börn yngrl en 15 ára mega ekki nota Nlcotinell tyggigúmmí án samráðs við lækni. Bamshafa—1-
Sjúktlngar meö hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni, Lesa skal vandlega lei
Varúð - Geyma skal lyflð þar sem börn r