Morgunblaðið - 22.01.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 21
LISTIR
Rýmisverk
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
INNSETNING
Jónína Guðnadóttir. Opið
frá kl. 10-18 alla daga. Til
16. febrúar. Aðgangur 300
krónur.
INNSETNING í rými,
er það sem mest er áber-
andi á í núlistum tímanna
og á allra síðustu árum
eru hvers konar sviðs-
myndir, leikrænir tilburð-
ir, hljóð sem óhljóð inni í
myndinni. Listaskólar eru
einnig undirlagðir þessum
faraldri og þar þykir víst
enginn maður með mönn-
um nema að vera á þenn-
an afmarkaða hátt virkur
í núinu. Frumleikinn orð-
inn að hópefli, jafnt iðkað-
ur í Sydney og Seattle,
Melbourne sem Manhatt-
an og á öllum áfangastöðum
heimslistarinnar þar á milli.
Að sjálfsögðu eru þessi vísindi
fullgild, hafa verið það í árþúsund-
ir og af sjálfri náttúrunni frá upp-
hafi vega, þetta sjáum við allt um
kring og í víðara samhengi á nátt-
úrusögusöfnum. Maðurinn hefur
svo lagað sig að þessum lögmálum
náttúrunnar og átti ekki aðra úr-
kosti vildi hann lifa af.
Þaulhugsuð og hnitmiðuð inn-
setning í rými í myndlistum nútím-
ans telst ósköp eðlilegt ferli og
hefur lengi verið, þótt hugtakið
væri lengi ekki til sem afmarkað
stílheiti. Á einn veg svipað og að
bakhluti myndverka hefur alltaf
verið til, þótt stutt sé síðan menn
fóru að gera þá að aðalatriðum
sköpunarferlisins í fullri alvöru,
einnig sýna okkur innhverfuna í
höggmyndum, eða hluta þær niður.
í ranghverfunum eru fortakslaust
falin ákveðin fegurðargildi, sem
styrkja má með ýmsum tegundum
hugmyndafræði.
Undanfari innsetninga, hugtaks-
ins „Installation" , má vera sú ár-
átta, sem var mjög áberandi á tím-
um strangflatarlistarinnar, að telja
upphengingu myndverkanna jafnvel
mikilvægari því sem til sýnis var,
sem seinna náði hámarki í hug-
myndafræði áttunda áratugarins er
listamenn voru farnir að bjóða fólki
i auða sýningarsalina. Mótunarlega
hliðin vill oftar en ekki gleymast
HLEÐSLA, leir og gler, 1997.
er svo er komið, einkum hjá þeim
sem hafa hvorki tileinkað sér hana
né kæra sig um það. Innsæi á sköp-
unarsöguna er svo harla óburðugt
hjá þeim sem aldrei hafa þreifað á
henni né upplifað, þekkja ekki önn-
ur söfn og listhús en að rétttrúnaði
þeirra snýr.
Jónína Guðnadóttir hefur lengi
verið í fremstu röð framsækinna
leirlistamanna hér á landi og jafn-
framt telst hún brautryðjandi ný-
sköpunar í faginu. Það kom í henn-
ar hlut að byggja upp og þróa leir-
listadeild MHI í lok sjöunda áratug-
arins og þótt aðrir hafi verið löngu
á undan henni á vettvanginum var
þetta í fyrsta skipti sem hafist var
handa um markaða kennslu í fag-
inu, sem hafði mun meira menntun-
arlegt gildi og víðtækari áhrif á
þróunina en afmörkuð vinna á
verkstæðum áður.
Mótunarlega undirstaðan var í
besta lagi hjá Jónínu, sem lagði
út af ýmsum stílfærðum hlutum
notagildis, á stundum þannig að
þeir voru jafn mikið og engu síður
sjálfstæð listaverk. Hér skapaði
hún sér markverðan stíl, eðlilega
undir áhrifum meistara sinna og
núviðhorfa ytra, jafnframt voru
náttúrutengslin auðsæ.
Jónína hefur svo í áranna rás í
vaxandi mæli fjarlægst notagildið
til hags fyrir beinar vísanir til nátt-
úrunnar og telst þetta alveg í sam-
ræmi við viðhorfín sem hún lagði
út af í upphafi. Á þeim
árum var allt svo nýtt og
ferskt, sviðið mun þrengra
en í dag, þótt stutt væri í
umbyltingarnar sem gerðu
ögrandi rótækni að al-
menningi að segja má. Er
nýviðhorfin flæddu yfir
hefur listakonunni að sjálf-
sögðu verið í mun að halda
sínu striki vera á miðjum
orrustuvellinum. Nú mis-
reiknuðu menn sig, um-
byltingarnar voru of hrað-
ar, og í dag er komið aftur-
hvarf til fyrri gilda, því
nýungarnar felast ekki
endilega í breytingunum
einum, heldur sjálfri lifun-
inni, að endurnýja sig í
hvetju verki. Hin mesta list
er falin í því að höndla
ferskleikann.
Nú er stílað á sjálft mót-
unargildi hlutarins hvort
sem hann hafi notagildi eða.
ekki og sé það ekki til stað-
ar verður allt svo gamalt og lúið
hversu nýtískulegt sem það kann
nú annars að vera. Á sama hátt
verður góð hugmyndalist, endur-
tekin í síbylju, útjöskuð fyrr en
varir.
Tengirými Kjarvalsstaða er í sinni
núverandi mynd afar erfitt og býður
ekki upp á mikla valkosti nema með
mikilli nýsmíði og tilfæringum svip-
að og fram kom á sýningu Kristínar
Gunnlaugsdóttur. Hins vegar nýtur
það sín með ljóðatextum og eru
mér þá efst í hug ljóð Hannesar
Péturssonar, sem afar áhrifaríkt var
að lifa sig inn í á staðnum.
Að þessu sinni hefur trauðia tek-
ist að gera rýmið að þátttakanda
í innsetningunni, þannig njóta flest
verkanna sín best í beinni nálægð
við hvert og eitt. Að minni hyggju
hefðu þau notið sín mun betur ef
áhersla hefði verið lögð á að draga
fram formrænt eðli hvers og eins.
Hin formræna og mótunarlega
hugsun er í þannig góðu gengi en
víðátta tengirýmisins og sjálft um-
hverfið vilja hversdagsgera verkin,
kæfa þau, að ekki sé talað um sól-
arljósið og hið hættulega mótljós í
dagsbirtu.
Þá þarfnast verkin skýringar,
sem liggur ekki í augum uppi fyrir
hinn almenna sýningargest, en hér
er skilvirkur og hlutlægur formáli
Eiríks Þorlákssonar mikilsverð við-
bót.
Bragi Ásgeirsson
ATRIÐI Leikfélags Menntaskólans í Kópavogi úr leikritinu „Á
svið!“. Leikendur eru; Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, Hreiðar Odds-
son, Vignir Rafn Valþórsson, Lárus Axel Sigurjónsson
og Kristín María Birgisdóttir.
Grín gert að
leikhúsínu
LEIKLIST
Félagshcimili
Kópavogs
LEIKFÉLAG MENNTA-
SKÓLANSf KÓPAVOGI
„Á svið!“ eftir Rick Abbot. Þýð. Guð-
jón Ólafsson. Leikstj. Stefán Sturla
Sigurgrjónsson. Leikarar: Birgir Páll
Auðunsson, Hulda Guðnadóttir,
Hreiðar Oddson, Kristin Jórunn
Magnúsdóttir, Kristin María Birgis-
dóttir, Lárus Axel Siguijónsson, Vign-
ir Rafn Valþórsson, Jónína Björk Vil-
hjálmsdóttir, Kjartan Július Einars-
son og Sigríður Vilhjálmsdóttir.
LEIKÁR framhaldsskólanna á
höfuðborgarsvæðinu er hafið. Það
hófst á föstudaginn þegar nýnefnt
Leikfélag Menntaskólans í Kópa-
vogi, Sauðkindin, setti á svið Á svið
eftir Rick Abbot.
Verkið er um áhugaleikfélag, mið-
ur hæfileikaríkt, og því síður sam-
hent, sem setur á svið sakamálaleik-
ritið „Hið fúla fólskumorð". Ekki
beint frumlegur söguþráður en svo
vel er farið með hann að útkoman
er virkilega góður farsi.
Gert er stólpagrín að hinum svo-
kölluðu klassísku sakamálaleikrit-
um, bæði að uppbyggingu þeirra og
innihaldi, en það er spurning hvort
grínið endi þar. Kannski var leikhús-
starf allt skotmark þess.
Leikarar stóðu sig allir nokkuð
vel en það var Stefán Sturla Sigur-
jónsson sem stýrði þeim af öryggi.
Samt hefði aðeins mátt fara betur
í raddbeitingu, einkum kvenfólksins.
Vignir Rafn Valþórsson fór vel með
hlutverk Villa Karlssonar, sérstak-
lega þegar sá síðarnefndi mætti
blindfullur á frumsýningu. Samleik-
ur Villa og Fjólu Ingimarsdóttur
(Jónína Björk Vilhjálmsdóttir) í ást-
aratriðinu, en slík atriði eru einmitt
feykilega mikilvæg í leikritum eins-
og Hinu fúla fólskumorði, burtséð
frá því hvort þau þjóni söguþræðin-
um eitthvað, var eitt allsheijar klúð-
ur í „innra“ leikritinu (ef svo má að
orði komast), en mjög góður annars.
Hvorugt þeirra fór út í einhveija
oftúlkun svo útkoman varð einsog
hún átti að vera, hálffáránlegir til-
burðir tveggja leikara sem áttu ekk-
ert í hlutverk sín. Þegar leikfélag
ákveður að taka leikrit sem þetta,
sem gerir grín að öðrum leikritum
og því fólki sem við þau vinna, verð-
ur það að minnast gijótsins og gler-
hússins. Það eru aðeins færustu leik-
félög, með mikið sjálfstraust, sem
geta það án þess að verða hláleg í
tilraun sinni að vera hlægileg.
Þó Sauðkindin sé tiltölulega ný-
vöknuð af löngum dúr skortir hana
hvorki sjálfstraust né metnað. Metn-
aður er mikilvægur í öllu sem fólk
tekur sér fyrir hendur, því hvar
værum við án hans? Á sama stað og
í gær.
Vaxtarbroddur íslenzks leikhúss-
lífs felzt ekki einungis í ungum leik-
stjórum. Hann er ekki síður í ungu
fólkþ með nýjar hugmyndir og
áherzlur, metnaðarfullu fólki sem
ekki tekur sjálft sig alltof hátíðlega.
Heimir Viðarsson
Nýjar bækur
• UPPLÝSINGALÖGIN kennslu-
rit eftir Pál Hreinsson lögfræðing
og Upplýsingalögin ásamt grein-
argerð í tilefni af gildistöku laganna
hinn 1. janúar síðastliðinn eru komin
út.
í kennsluritinu er farið yfir gildis-
svið upplýsingalaga samkvæmt efni
sínu og gagnvart öðrum lögum, gerð
grein fyrir meginreglu laganna um
rétt almennings til aðgangs að gögn-
um hjá stjórnvöldum og þeim tak-
mörkunum og undanþágum sem hún
sætir. Farið er yfir sérstakar reglur
um málsmeðferð samkvæmt upplýs-
ingalögum og málskot til úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál, sem er
nýtt kærustig í stjórnkerfinu og er
sérstaklega ætlað að leysa úr ágrein-
ingsmálum vegna synjana um að-
gang að upplýsingum.
Höfundur kennsluritsins er sér-
stakur aðstoðarmaður umboðs-
manns Alþingis og átti jafnframt
sæti í nefnd þeirri
er forsætisráð-
herra skipaði til
þess m.a. að
semja frumvarp
til upplýsinga-
laga.
I hinu ritinu
hefur frumvarp
það er varð að
upplýsingalögum
verið fært í búning handbókar þann-
ig að fremst birtast almennar athuga-
semdir við frumvarpið, þaðan í frá
athugasemdir við einstaka kafla í
upphafi hvers þeirra um sig og innan
þeirra lagaákvæðin ásamt viðeigandi
athugasemdum á víxl. Við athuga-
semdirnar er aukið skýringum alls-
heijarnefndar Aþingis þar sem við á
svo og þeim hluta frumvarpsins.
Utgefandi er forsætisráðuneytið.
Ríkiskaup, Borgartúni 7 íReykjavík,
annast dreifmgu bókanna.
Páll Hreinsson
HAFNFIRÐINGAR
OG NÁGRANNAR!
ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM!
20-50% AFSLÁTTUR
adidas
Fjörður, Hafnarfirði.