Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 25 Forysta jafnað- armanna í sjávar- útvegsmálum JAFNAÐARMENN hafa tekið forystu í sj ávarútvegsmálum innan íslenskra stjórnmála. Þeir hafa lagt fram mörg rót- tæk þingmál nú í vet- ur. Veiðileyfagjald Fyrsta þingmál jafnaðarmanna í haust var tillaga um veiðileyfagjald. Veiði- leyfagjald er réttlátt, hagkvæmt og efna- hagslega nauðsyn- legt. Fiskimiðin eru þjóðareign en ekki eign útvalinna útgerðarmanna. Ríkið úthlutar veiðiheimildum ókeypis sem síðan ganga kaupum og sölum. Menn geta stórlega hagnast á viðskiptum með þessi úthlutuðu verðmæti. Nýir útgerð- armenn verða að kaupa veiðiheim- ildir af „eldri“ útgerðarmönnum, en eigandinn, almenningur í land- inu, fær ekkert í sinn hlut. kerfi í sjávarútvegi til nútímans. Nú fer um þriðj- ungur botnfiskaflans um fiskmarkaði. Verðákvarðanir í beinum viðskiptum eru mjög algengar en það þekkist að sjó- menn séu látnir taka þátt í kvótakaupum þótt slíkt sé óheimilt. Verðmyndun á markaði eru gagnsæ viðskipti fyrir opnum tjöldum þar sem verð ræðst af framboði og eftirspurn og mögu- leikar á sérhæfmgu í vinnslu eru auknir. Öll sjómannasamtökin hafa lagt áherslu á að allur fiskur fari um Sjávarútvegsmál eru að ýmsu leyti ein brýnustu mál íslendinga. Ágúst Ágúst Einarsson Það verður aldrei sátt um þetta fyrirkomulag Auk réttlætissjónarmiðanna eru mörg hagræn rök fyrir veiði- leyfagjaldi. Það tryggir stöðug- leika í gengi, styður annan út- flutnings- og samkeppnisiðnað og er mjög góð leið til að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, er orðinn helsti talsmaður andstæðinga veiði- leyfagjalds. Hann hefur tekið að sér að veija afstöðu Kristjáns Ragnarssonar pólitískt, oftast með órökstuddum fullyrðingum. Davíð Oddsson hefur ekki enn þorað í umræðu um veiðileyfa- gjald á Alþingi og er það með ólíkindum. Sjálfstæðisflokkurinn er brjóst- vörn andstæðinga veiðileyfa- gjalds. Það skiptir engu þótt rit- stjórar Morgunblaðsins reyni að fá flokkinn sinn til að breyta um stefnu. Það hefur ekki tekist, þvert á móti. Eftir síðasta lands- fund Sjálfstæðisflokksins, um- mæli og áramótagrein Davíðs Oddssonar, er víglínan ljós. Jafn- aðarmenn gegn Sjálfstæðis- flokknum. Næstu kosningar munu að verulegu leyti snúast um þetta mál. Veiðileyfagjald hefur hins veg- ar lítið með núverandi kvótakerfí að gera, s.s. verðmyndun hráefnis og framsal innan ársins. Jafnaðar- menn hafa því lagt fram tillögur til úrbóta í þeim efnum. Allan fisk á markað Jafnaðarmenn hafa lagt til á Alþingi að allur fískur til vinnslu hérlendis verði seldur um fisk- markaði. Hér er stigið róttækt skref til að færa verðmyndunar- í glugga SOLBEKKIR fyrirliggjandi Þola vatn PP SENDUM í PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON &CO &CO Ármúla 29 • Reykjavik • Sími 553 8640 Einarsson segir að jafnaðarmenn hafi í vet- ur lagt fram mörg þing- mál þar að lútandi. fískmarkaði. Samþykkt tillögunn- ar yrði mikilvægt skref til að tryggja betri samskipti útgerðar- manna og sjómanna. Takmörkun á framsali innan ársins Jafnaðarmenn hafa lagt til í frumvarpi að hert verði á reglum um framsal veiðiheimilda. Aðilar sem fá úthlutað veiðiheimildum verða þá að veiða sjálfír a.m.k. 80% af þeim, en þetta hlutfall var áður 50%. Það þýðir að útgerðar- maður getur látið nægja að veiða 51% kvótans sjálfur, en leigt 49% frá sér árlega og lifað góðu lífi af leigutekjum. Með frumvarpinu er knúið á um að aðilar séu annaðhvort í útgerð af alvöru eða skili inn sín- um ókeypis úthlutuðum veiðiheim- ildum. Frumvarpið tekur þannig að hluta til á óeðlilegum viðskipt- um með leigukvóta. Heimila erlendar fjárfestingar í fiskvinnslu Jafnaðarmenn hafa lagt fram frumvarp sem heimilar erlendum aðilum að fjárfesta í fískiðnaði. Útlendingar mega fjárfesta ótak- BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyr/r WINDOWS Á annað þúsund notendur gl KERFISÞRÚUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen markað í nær öllum atvinnu- rekstri hérlendis, þar með talið í. almennum iðnaði, verslun, stór- iðju, virkjunum, fjármálastarf- semi, sjónvarpsrekstri og reyndar í öllu nema sjávarútvegi og land- búnaði. Jafnaðarmenn vilja að sama gildi um fiskiðnað og annan iðn- að. Erlent samstarf í fiskvinnslu er jákvætt og eykur sérhæfíngu og markaðstengsl. Ekki er lagt til að rýmka möguleika útlendinga til að fjárfesta í útgerð heldur ein- ungis í fískvinnslu. Með því eru sóknarfæri nýtt. Það _er fráleitt að stærsti iðnaður íslendinga, fískiðnaðurinn, eigi að búa við lakari möguleika en aðrir atvinnu- vegir. Að hindra brottkast afla Jafnaðarmenn hafa lagt til í frumvarpi að allur undirmálsfísk- ur verði utan kvóta. Nú er undir- mál að hálfu í kvóta hjá öllum nema smábátum, en undirmál hjá þeim telst allt til kvóta. Frumvarp- ið tryggir að allt undirmál komi að landi, en sé ekki hent. Lagt er til að undirmálið verði selt á fískmarkaði sem tryggir eftirlit. Andvirðinu verður ráðstaf- að með sérstökum hætti. Þannig kæmi ’/t verðmætis til skipta, ‘A rennur til slysavarna sjómanna, ‘4 til hafrannsókna og ‘?4 til orlofs- mála sjómanna. Þar sem undirmál mun ekki teljast til kvóta er eðlilegt að verð- mæti þess sé ráðstafað til sér- stakra málefna. Það tryggir einn- ig að það berist að landi og verði að verðmæti til verðugra málefna. Þetta mun auka virðingu fyrir auðlindum sjávar. Hvað hafa aðrir gert? Hin fimm þingmál jafnaðar- manna mynda heilsteypta stefnu í sjávarútvegsmálum, þ.e. veiði- leyfagjald, fiskmarkaðir, framsal veiðiheimilda, erlendar Qárfest- ingar og brottkast afla. Málin eru vitaskuld sum umdeild, enda er það oft umdeilt sem horfír til framfara. Enginn flokkur á Alþingi hefur lagt annað eins til sjávarútvegs- mála og þingflokkur jafnaðar- manna. Ríkisstjórnin hefur ekk- ert lagt fram nema frumvarp um að heimila veðsetningu kvóta, nokkuð sem við jafnaðarmenn teljum fráleitt. Almenningur ætti að hugleiða hvar athafnir fylgja orðum og hveijir láta sér nægja að tala hátt um sjávarútvegsmál, en fylgja því svo hvergi eftir. Jafnaðarmenn telja sjávarút- vegsmál að ýmsu leyti ein brýn- ustu mál íslendinga og mæta því með vönduðum málflutningi, rót- tækum tillögum og hugrekki að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna. Reykjavík og hjúkrunarrými fyrir aldraða Á UNDANFÖRNUM tveimur árum hefur ekki mikið verið fjallað um nauðsyn þess að fjölga hjúkrunarrým- um og þjónustuhús- næði fyrir aldraða í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að alvarleg- ur skortur sé á hjúkr- unarrými fyrir aldraða í Reykjavík og hafa biðlistar fyrir þá sem eru í brýnni þörf lengst verulega á síðustu tveimur árum. Árið 1995 voru 136 aldraðir einstaklingar í mjög brýnni þörf á biðlistum en í dag eru þeir u.þ.b. 230. Sam- tals eru tæplega 500 aldraðir ein- staklingar á biðlistum fyrir hjúkr- unarrými og þjónustuhúsnæði í Reykjavík í dag. 69 rými I stað 126 Eitt helsta kosningaloforð fram- bjóðenda R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 1994 var það að framkvæmdum við hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Suður-Mjódd yrði hraðað og komið upp samfelldu og öruggu þjónustu- kerfí fyrir aldraða í heimahúsum. Bygging hjúkrunarheimilis í Suð- ur-Mjódd tafðist í eitt ár m.a. vegna þess að nýr meirihluti R-listans ákvað að umbylta öllum hönnunar- forsendum um nýtt hjúkrunarheim- ili í Suður-Mjódd sem þegar voru tilbúnar og byggja 69 hjúkrun- arrými en ekki 126 eins og sjálf- stæðismenn höfðu lagt grunninn að. Einnig tafði það frekari upp- byggingu verulega að borgarfull- trúar R-listans kusu að velja sér nýjan samstarfsaðila i stað þeirra aðila sem höfðu byggt hjúkrunar- heimilin Eir og Skjól fyrir u.þ.b. 230 manns í samvinnu við Reykja- víkurborg með góðum árangri. Minni framlög Nú er ljóst að einungis 69 hjúkr- unarrými fyrir aldraða verða tekin í notkun á þessu kjörtímabili og er það veruleg breyting frá því sem var undir forystu sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þrátt fyrir mjög ákveð- in loforð frambjóðenda R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar um aukið átak í þessum mála- flokki eru framlög til bygginga í þágu aldraðra á árinu 1997 með því minnsta sem verið hefur í ára- tugi eða 48 milljónir króna. Á sama tíma ákveður R-listinn að hefja byggingu listasafns í Hafn- arhúsinu á þessu ári og veija til þess 60 milljónum króna en gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður . við þessa framkvæmd verði 400-500 milljón- ir króna. Markvissari uppbygging nauðsynleg Hlutfall aldraðra Reykvíkinga eykst stöðugt og þeim öldr- uðum einstaklingum í Reykjavík sem þurfa á stofnanaþjónustu og aukinni heimilisþjón- ustu að halda mun fjölga verulega á næstu árum. Þrátt fýrir mjög ákveðin loforð frambjóðenda R- listans, segir Vilhjálmur Þ. Vilhiálmsson, eru framlög til bygginga í þágu aldraðra á árinu 1997 með því minnsta sem verið hefur í áratugi. Eitt af aðalmarkmiðum öldrunar- þjónustu á að vera, að einstakling- urinn haldi reisn sinni og þátttöku í mannlegu lífi til hinstu stundar. Því eldri sem við verðum höfum við í ríkari mæli þörf fyrir öryggi og stöðugleika. Áð frátalinni góðri heilbrigðisþjónustu á það sérstak- lega við í húsnæðismálum. Mikilvægt er að aldraðir fái tæki- færi til að búa og dveljast sem lengst í því umhverfi sem þeir þekkja og við þær aðstæður er þeir hafa vanist. Markviss heimilisþjón- usta og heimahjúkrun er forsenda þess að þetta sé framkvæmanlegt. Jafnmikilvægt er að þeir sem ekki geta lengur búið í heimahúsum geti komist í þjónustuhúsnæði eða á hjúkrunarheimili. Því fer víðs fjarri að hægt sé að fullnægja þeirri þörf i dag. Sú vitn- eskja veldur mörgum öldruðum og aðstandendum þeirra kvíða og erf- iðleikum. Ríki, sveitarfélög og fé- lagasamtök eiga að sjá metnað sinn í því að gera aukið átak í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.