Morgunblaðið - 22.01.1997, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997____________________
MINNINGAR
t
Konan mín og móðir okkar,
ÁSA ÞORLEIFSDÓTTIR PARNEURS
frá Bolunarvík,
lést á sjúkrahúsi í Eskilstuna í Svíþjóð.
Gunnar Parneurs,
Thorleif Parneurs,
Ulla Parneurs Rosenberg
og aðrir vandamenn.
t
(slandsvinurinn
OTTO SIGURD CHRISTENSEN,
Lærkevej 1,
Kaupmannahöfn,
lést á heimili sínu mánudaginn 20. janúar sl.
Marteinn Kristinsson, Kristín Jónsdóttir
— Hafliði Jónsson, Jónheiður Níelsdóttir,
Njálsgötu 1.
t
Bróðir minn,
ELLERT LEIFUR
THEÓDÓRSSON,
Síðumúla 21,
síðast búsettur
íHátúni 10B,
lést mánudaginn 20. janúar.
Soffía Bjarnrún Theódórsdóttir.
t
Ástkær sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, mágur og afi,
SIGURBERGUR ÞÓRARINSSON,
Birkihlíð 4a,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt 20. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Sigurbergsdóttir,
Anna Jóm'na Sigurbergsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Þórarinn Sigurbergsson, Rosalia Moro Rodriguez,
Einey Þórarinsdóttir, Hjalti Þórðarson
og barnabörn.
t
Faðir minn, afi og langafi,
PÁLL EINAR ÁSMUNDSSON,
elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
áður Grundarstig 11,
er lést mánudaginn 20. janúar sl., verð-
ur jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiðu
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SIGURÐSSON
húsasmiður,
sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 18. janúar sl., verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Karólína Kristinsdóttir, Þórður Ben Sveinsson,
Sigríður Kristinsdóttir, Sæmundur Gunnarsson,
Kolbrún Kristinsdóttir, Engilbert Ó.H. Snorrason,
Birgir Kristinsson, Katrín Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnbarnabörn.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRNI SIGURÐSSON,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
sem lést mánudaginn 13. janúar, verður
jarðsunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 25. janúar
kl. 14.00.
Lilja Árnadóttir, Sigurbergur Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
SÆUNN JÓFRÍÐUR
* *
JOHANNESDOTTIR
+ Sæunn Jófríður
Jóhannesdóttir
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1908.
Hún lést 14. janúar
síðastliðinn, á 89.
aldursári á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund. Foreldrar
Sæunnar voru þau
Málfríður Ólafs-
dóttir, f. á Álftanesi
og Jóhannes Krist-
jánsson, f. í Borgar-
firði. Sæunn var
fjórða í röð sjö
systkina og er eitt
þeirra enn á lífi, Björgvin Jó-
hannesson, f. 1914.
Sæunn giftist Þorsteini Arn-
berg Guðna Ásbjörnssyni,
prentara, 1. júní 1929. Varð
þeim átta barna auðið og lifa
sex þeirra móður
sína. Þau eru Jó-
hannes, kvæntur
Amalíu Magnús-
dóttur, Helga gift-
ist Friðrik Guðna-
syni er Iést 1983,
Guðni Arnberg,
kvæntur Hallgerði
Þórðardóttur, Mál-
fríður Ólína, gift
Matthíasi Einars-
syni, Steini Sævar,
kvæntur Hjördísi
Alfreðsdóttur og
Árni Hreiðar,
kvæntur Guðnýju
Sigurðardóttur. Afkomendur
Sæunnar og Þorsteins eru nú
sjötíu talsins.
Útför Sæunnar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin kukkan 15.
í dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför tengdamóður minnar,
Sæunnar Jófríðar Jóhannesdóttur,
eða Unnu eins og hún var oft nefnd.
Sæunn bjó mest allan búskap sinn
í Reykjavík, að undanskildum
nokkrum árum í Kópavogi. Ég
kynntist henni árið 1968, er ég
fluttist inn á heimili þeirra Steina
á Óðinsgötu, en við bjuggum fyrstu
búskaparár okkar í kjallaranum
þar. Hafði þar verið útbúin lítil íbúð
sem átti oft eftir að koma að góðum
notum, hvort heldur var fyrir okkur
eða önnur börn þeirra. Sæunn pass-
aði oft bamabörnin og ekki síst
dætur mínar, en þær eiga margar
góðar minningar um ömmu sína
sem þær geyma í hjarta sínu.
Sæunn var mikil hannyrðakona
og bar heimili hennar þess merki.
Prýddu þar veggi útsaumaðar
myndir af íslenskum fossum og
ýmsu öðru, listavel gerðir útsaum-
aðir stólar og margt fleira. Þá var
Sæunn einkar lagin pijónakona og
voru það ófáar stundir er hún sat
við prjónavélina og prjónaði skjól-
góð föt á börn og barnabörn. Sæ-
unn var mikið fyrir tónlist og spil-
aði á orgelið á heimilinu. Hún hafði
mikið yndi af bæði orgel- og harm-
onikkutónlist, enda var mikið spilað
á heimilinu, og endurspeglast sá
t
Jarðarför elskulegrar móður okkar og
tengdamóður,
VILBORGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Blöndubakka 1,
Reykjavík,
áöurtil heimilis
á Gilsbakkavegi 5,
Akureyri,
ferfram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
24. janúar kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hinn-
ar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess.
Rósa Pálsdóttir, Eiríkur Eiríksson,
Margrét Pálsdóttir, Helgi Þórðarson,
Sigríður G. Pálsdóttir, Svanur Karlsson,
Álfhildur Pálsdóttir, Bárður Halldórsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Hvassaleiti 28,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Edda Hólmfrfður Lúðviksdóttir, Sigurður Vignir Sigurðsson,
Valdemar Loftur Lúðviksson, Helga Svdinsdóttir,
Þórir Lúðvíksson, Anna Margeirsdóttir,
Ólavia Stefania Lúðvíksdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför ástkærs sonar okkar og föður,
ÞORSTEINS FRIÐRIKSSONAR
frá Hálsi,
Dalvík,
sem lést á Akureyri laugardaginn
18. janúar, fer fram frá Möðruvalla-
kirkju í Hörgárdal laugardaginn
25. janúar kl. 14.00.
Friðrik Magnússon, Guðrún Þorsteinsdóttir,
Arnar Þorsteinsson,
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ
áhugi í ýmsum afkomendum henn-
ar, en tveir synir hennar og sonar-
dóttir eru gott tónlistarfólk.
Alltaf var gott að koma upp og
fá sér kleinur, flatkökur og nýbak-
aðar kökur, en hún átti ávallt eitt-
hvað ljúffengt til sem hún hafði
nýlokið við að baka.
Árið 1971 lést Þorsteinn og var
það mikið áfall fyrir Sæunni, þar
sem þau voru mjög samrýnd.
Sæunn bjó síðustu ár ævi sinnar
á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, og vil ég færa starfsfólkinu
þar þakkir fyrir.
Elsku Sæunn mín, ég þakka þér
fyrir allar okkar samverustundir í
gegnum árin. Blessuð sé minning
þín. Mig langar að kveðja þig með
sálmi Matthíasar Jochumssonar:
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Árla ég aftur ris
ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung min
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til'þín,
hærra til þín.
(MJoch.)
Guðný Sigurðardóttir.
Nú er komið að kveðjustund,
amma okkar, hún Sæunn, er látin.
Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund hinn 14. janúar sl. Við
munum sakna þín sárt, en elsku
amma, við vitum að þér líður vel
þar sem þú ert af því að þú ert
loks hjá honum afa. Þegar þú bjóst
á Oðinsgötunni fórstu stundum með
okkur í vinnuna, þá vannst þú í
prentsmiðjunni. Það var alltaf svo
gott að koma til þín, elsku amma.
Alltaf frá því að við munum eft-
ir okkur varst þú hjá okkur um
jólin. Þegar þú komst heim til okk-
ar fórst þú að hjálpa okkur að setja
á rúmin, síðan fórstu í græna stól-
inn hans afa, fékkst þér sæti og
við sátum hjá þér. Við munum allt-
af þau orð sem þú sagðir við okkur
þegar við systurnar sváfum heima
hjá þér allar þtjár á dýnu á gólf-
inu, eftir að þú varst búin að spila
fyrir okkur á orgelið þitt: „Góða
nótt og megi Guð geyma ykkur,“
og kysstir okkur á ennið. Það virð-
ist ekki langt síðan, en þó eru liðin
15 ár. Við vitum að þér finnst gott
að fá hvíldina þína, nú ertu komin
á betri stað og þín bíða önnur verk-
efni.
Viljum við votta pabba, Guðna,
Steina, Jóa, Helgu, Fríðu og fjöl-
skyldum dýpstu samúð okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Helga Sæunn, Katrín og
Steinunn Árnadætur.