Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 34

Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ -f t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför INGIBJARGAR K. MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu. Valdimar Hannesson, Hannes Valdimarsson, María Þorgeirsdóttir, Júlíus Valdimarsson, Garðar Valdimarsson, Brynhildur Brynjólfsdóttir, Þórður Valdimarsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Brautarhóli, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Ljósheima, Selfossi. Ragnar Ragnarsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Alfreð Jónsson, Sigurjón Kristinsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Kjartan Runólfsson, Hrefna Kristinsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Jón Sæmundur Kristinsson, Bjarni Kristinsson, Oddný K. Jósefsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Jóhann B. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkuF hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS LÁRUSSONAR frá Miklabæ, Gullengi 29, sem lést 1. janúar 1997. Starfsfólki deildar 11A á Landspítala er þakkað sérstaklega fyrir umönnun og hlýlegt viðmót í alla staði. Kolbrún Guðmundsdóttir, Guðrún Lára Halldórsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson, Hraf nhildur Halldórsdóttir, Óskar Sigþór Ingimundarson, Guðmundur Örn Halldórsson, Regína Jónsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Pátl Kristinsson, Lárus Halldórsson, Gigja Sveinsdóttir, Kolbrún Birna Halldórsdóttir, Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson og barnabörn. t Þökkum fyrir auðsýnda samúð við fráfall föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, PÁLS INGIMARSSONAR, er lést á Hrafnistu, Reykjavík, 11. desember sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G-2 á Hrafnistu. Ingibjörg Pálsdóttír, Kjartan Kjartansson, Árni Pálsson, Þuriður Ingvarsdóttir, barnabörn og langafabarn. Slllá auglýsingar I.O.O.F. 9 = 178122872 = F.l. I.O.O.F. 18 = 1771228 = I.O.O.F. 7 = 17801228'/2 = 9.0. □ Helgafell 5997012219 IV/V 2 Frl. □ Glitnir 5997012219 I 1 Frl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og bibliulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. RF.GLA MUSTLRISRIDDARA RMHekla 22.1. - KS - MP - Atkv. SAMBAND fSLENZKFIA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Kristniboösþáttur í umsjá Mál- fríðar Finnbogadóttur. Ræðumaður Páll Friðriksson. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vanda- málum. MIIMNINGAR AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR + Aðalheiður Hjartardóttir fæddist á Hellis- sandi 19. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selja- kirkju 21. janúar. Við höfðum búið í Seljahverfí í tæp fimm ár, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og nú var kom- ið að því að prests- kosningar færu fram í Seljasókn. Séra Valgeir Ástráðsson var kjör- inn, sóknarstarfið tók að mótast, með dyggri aðstoð eiginkonunnar, Aðalheiðar. Kvenfélag Seljasóknar var stofnað, Heiða var kosin fyrsti formaður þess. í blómlegu starfí kvenfélagsins myndaðist góður vinahópur, fjölmargar ferðir famar og m.a. á Snæfellsnes, farið um Hellissand, þar sem Heiða leiddi hópinn og hafði frá miklu að segja frá sínum æsku- og unglingsámm og leiddi hópinn á vit fortíðar. Heiða vann ötult og gott starf, sem formaður Kvenfélags Seljasóknar, átti gott með að fá konur í hverf- inu til liðs við sig, enda trygg og trú þeim, sem til hennar leituðu í gleði og sorg. Við áttum góða kvöldstund í miðjum desember sl. með Heiðu og Valgeiri, sem við erum þakklát fyrir að hafa átt. Þar kom hennar sterki persónuleiki fram, þótt skuggi alvarlegra veik- inda vofði yfir. Ekki óraði okkur fyrir því þá, að svo skammt væri til hinstu stundar. Með söknuði er góður vinur kvaddur, blessuð sé minning Heiðu, sem lengi mun varveitast í hugum okkar. Megi algóður Guð styrkja þig, Valgeir, börnin, tengdabörn og barnabörn og aðra ástvini á erfiðri stundu. María, Guðmundur, Sjöfn, Hermann, Hjör- dís, Kristinn, Svava og Erlingur. Við sem búum í Vatnsenda- hverfinu, fyrir ofan snjólínu í Seljahverfinu í Breið- holti, þekkjum ýmsar sviptingar í veðri og færð, mikið hvas- sviðri, snjóþunga og ófærð niður í götu og oft fyrirferðarmiklar leysingar á vorin. Við þekkjum líka yndisleg sumur með ósnortna náttúruna og gróður í seilingarfjarlægð með fjölbreyttu fuglalífi og söng. í þessu umhverfi, í friðnum og kyrrðinni sem því fylgir, höfum við búið i næsta nágrenni við Heiðu og fjölskyldu hennar undanfarin tíu ár. Ýmist saman eða samtímis höf- um við á síðustu árum verið að vinna við frágang á görðum og götu, grafið og gróðursett, slegið og rakað. Þetta var Heiðu hjartans mál, að fegra og snyrta umhverfi sitt og hún var natin við að rækta garðinn sinn. í annan tíma hafa hestar staðið á beit á grasflötunum okkar þegar hestamenn hefur borið að garði eða þau Heiða og Valgeir sæl og glöð komið ríðandi heim í kaffi. Um nýliðin jól voru sem von var Heiða og alvarleg veikindi hennar mér og fjölskyldu minni ofarleg'a í huga. Og er ég stóð einu sinni sem oftar við eldhúsgluggann og horfði upp í Vatnsendann þá varð mér það ljóst hvað nágrannarnir áttu stóran þátt í því ástfóstri sem við höfum tekið við umhverfið. Heiða, falleg og kvenleg með sinn hógværa þokka og prúðu og látlausu framkomu og gestrisni, hefur í alla staði verið umhverfi okkar og mannlífi hreinn yndis- auki. Með ótímabæru fráfalli hennar hefur dimmt yfir Vatn- sendahverfinu. Við munum öll sakna nærveru hennar og félags- skapar, en ég veit að um ókomin ár mun ég sjá hana fyrir mér í garðinum þegar ég lít út um gluggann, svo óaðskiljanlegur hluti finnst mér hún hafa verið af kæru umhverfi okkar. Valgeiri, börnum þeirra, tengdabörnum og dætrasonum t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Meðalholti 15. Guðmundur Jensson, Skúli Jensson, Ólafur Jensson Brynja Rannveig Guðmundsdóttir, Elin Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Ari Ólafsson, Björg Ólafsdóttir Sigrfður Þorkelsdóttir, Hafsteinn Skúlason, Magnús Jóhannsson, Böðvar Magnússon, Karitas Ólafsdóttir, og aðrir ættingjar. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Fornastekk 10, Reykjavík. Ólöf Þóranna Hannesdóttir, Hanna Sigríður Jósafatsdóttir, Hannes Freyr Guðmundsson, Atli Már Jósafatsson, Andrea Þormar, Karl Hinrik Jósafatsson, Hrafnhildur L. Steinarsdóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Jóhanna Harðardóttir, Smári Jósafatsson, Erna Jónsdóttir, ívar Trausti Jósafatsson, Arna Kristjánsdóttir, Friðrik Jósafatsson, Sigrún Blomsterberg, barnabörn og barnabarnabarn. sendi ég og fjölskylda mín innileg- ar samúðarkveðjur. Jónína Bjartmarz. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) í nóvember 1965 hófu nám við Hjúkrunarskóla íslands 24 ungar stúlkur viðs vegar að af landinu. í þrjú ár vorum við saman flestar búandi í heimavistinni við nám, vinnu og skemmtan. Þarna mynd- uðust vináttubönd sem aldrei hafa rofnað. Við vorum síðan 12 sem lukum námi af þeim sem byijuðu og var Heiða ein þeirra. Við út- skrift tvístraðist hópurinn um land- ið og við hittumst óreglulega fyrstu árin enda ungar konur á fullu við íbúðarkaup, barneignir og hjúkrun- arstörf, en vináttan hélst. Heiða giftist Valgeiri og varð prestsfrú, vann mikið starf innan kirkjunnar, átti fjögur börn og vann alla tíð við hjúkrun. Árið 1989 áttum við allt í einu 20 ára útskriftarafmæli og það ár fórum við saman til Lond- on sem var ógleymanleg ferð. Þar rifjuðum við upp gamlar minningar og vináttan styrktist. Við urðum aftur stelpurnar í Hjúkrunarskó- lanum gamla og við hlógum og skemmtum okkur saman. Heiða var með í þessari ferð alltaf eins, traust og örugg. Og núna söknum við hennar. I nóvember sl. hittum við nokkrar Heiðu í hinsta sinn þegar hún kom á hollkvöld þá orðin veik en samt full af bjartsýni og hug- rekki og við kvöddumst. Eftir standa minningarnar um góða vin- konu sem kveður alltof fljótt. Við sendum Valgeiri, börnum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum jjósgeisli af minningum hlýjum. (H.Í.H.) Hollsystur. Látin er Aðalheiður Hjartardóttir, einn af frumkvöðlum að stofnun kvenfélags Seljasóknar. Kvenfélag- ið var stofnað í apríl 1981 tæpu ári eftir stofnun Seljasóknar og var hlutverk þess þá það sama og það er enn í dag, að vinna að málefnum safnaðarins og hvers konar öðrum menningar- og líknarmálum og að auka félagslíf í hverfinu. Þar til Seljakirkja var tekin í notkun síðla árs 1987 var kvenfé- lagið á hrakhólum með starfsað- stöðu. Fyrir þann tíma var því ólikt erfiðara að vinna að framgangi stefnumála félagsins heldur en síðar varð. Otrúlega miklu tókst þó að koma í verk af þeim brýnu verkefn- um, sem kvenfélagsins biðu við stofnun þess. Aðalheiður var fyrsti formaður félagsins og kom því í hennar hlut að leiða það fyrstu spor- in. Alla tíð hefur Aðalheiður verið virk í starfi kvenfélagsins og var framlag hennar ætíð heilladijúgt. Við andlát Aðalheiðar er höggvið stórt skarð í raðir okkar félags- manna Kvenfélags Seljasóknar. Leiðir okkar Aðalheiðar lágu fyrst saman árið 1985, þegar ég kom til starfa í Ölduselsskóla, en þá var hún hjúkrunarfræðingur skólans. Þar sem við vorum báðar Snæfellingar, þá snerust umræður okkar á þeim tíma gjaman um átt- hagana og fólk þeim tengt. Aðal- heiður hvarf síðan til annarra starfa en aftur lágu leiðir okkar saman, þegar ég gekk til liðs við kvenfélag- ið. Kynni mín af Aðalheiði hafa fært mér heim sanninn um, að hún var miklum mannkostum búin. Hún var hógvær að eðlisfari, greind og vönduð til orðs og æðis. Við kvenfélagskonur minnumst Aðalheiðar með virðingu og þökk og vottum fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Ingibjörg Hallgrímsdóttir, formaður Kvenfélags Seljasóknar. € i i J « 4 1 4 4 4 4 4 i : i i i ( ( ( ( ( I ( ( ( i (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.