Morgunblaðið - 22.01.1997, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
GUÐMUNDUR J.
GUÐMUNDSSON
EINHVERN veginn
finnst mér ekki nóg að
biðja hlutafélagið Póst
og síma fyrir hvers-
dagslegt símskeyti til
Guðmundar J. Guð-
mundssonar á sjötugs-
afmæii hans. Hann rís
undir meiru og á það
skilið frá minni hendi.
Mér fannst aldarfjórð-
ungur langur tími í
kjarasamningum og
vinnudeilum, þótt ég
vissi ekki, sem betur
fór, að ég var á Kleppi,
fyrr en ég slapp út. Tvö-
falt lengur stóð Guðmundur J. í eldl-
ínunni og hélt sönsum allan tímann,
að svo miklu leyti sem það er unnt
á þeim vettvangi. Geri aðrir betur.
Reykjavíkurborg hefur löngum
verið langstærsti vinnuveitandi
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Mikil voru því samskipti mín árin
sem ég hafði með höndum samn-
ingamál borgarinnar við forystu-
menn Dagsbrúnar. Mig rámar í eitt-
hvert pólitískt nagg þegar ég var
að byija í kjaramálunum og líklega
höfum við Guðmundur umgengizt
hvor annan með varúð í upphafi.
Það breyttist fljótt. Af minni hálfu
réð úrslitum í því efni, að ég fann
og lærði af reynslu, að þessum
manni var unnt að treysta hvernig
sem á stóð. Hann stóð fast, fastar
en aðrir, á hagsmunum síns fólks,
en þegar hann hafði sagt eitthvað
eða samþykkt þá var öruggt að það
stóð hvað sem á gekk. Orð hans á
tveggja manna tali úti í horni undir
morgun voru mér meira virði en
margur samningurinn, undirritaður,
vottaður og stimplaður á löggiltan
skjalapappír. Ég reyndi hann aldrei
að öðru en heiðarleika og drengskap.
Verkföll eru afleit aðferð til að
leysa vinnudeilur, en þannig fór því
miður um margar þeirra. Þá ríður á
að að gera ekki erfið mál verri en
þau þurfa að vera. Ég þakka það
góðum samskiptum við Guðmund J.
og úrvalsmenn sem Dagsbrún átti
hjá Reykjavíkurborg, að framkvæmd
verkfalla hjá borginni
fór aldrei úr böndum
eða út j einhveija vit-
leysu. I hita leiksins
gátum við Guðmundur
alltaf talað saman og
með árunum komum
við okkur upp leikregl-
um, sem hittu kannski
ekki á alla lagabók-
stafi, en urðu til þess
að aldrei var níðzt á
þeim sem brýnt var að
fá þjónustu borgarinn-
ar.
Mikilvæg voru þau
málefni sem við Guð-
mundur glímdum við og um þau var
fjallað af alvöru. Samt á ég eftir að
nefna það sem mér finnst mest gam-
an að rifja upp. Það er ánægjan og
skemmtunin sem við fengum út úr
þessu samstarfi, þrátt fyrir allt. Vik-
ur og mánuðir á dag- og næturlöng-
um samningafundum reyna á menn,
líkamlega og ekki síður andlega.
Slíka þrásetu nefndum við stundum
skotgrafirnar þegar ekkert gerðist
langtímum saman. Þá er ómetanlegt
að hafa skemmtilega menn nálægt
sér. Ég átti til að ruglast í því hvar
víglínan lá og lifði margar nætur á
neftóbaki og skemmtisögum frá Jak-
anum. Hann getur verið snillingur í
munnlegri frásögn, minnugur og
næmur á gott söguefni, einkum það
skemmtilega. Ýmsa fundi, á borgar-
skrifstofunum og víðar hófum við
Guðmundur á því að segja sögur,
yfirleitt af léttara tagi. Gæti ég trú-
að að öðrum fundarmönnum hafi
stundum þótt léttúðin fullmikil, en
þeim var líka skemmt og þegar til
verka var gengið, vannst betur í
góðu andrúmslofti.
Mér þykir gott að Guðmundur
skuli loksins hafa ákveðið að kasta
mæðinni eftir óguðlegan árafjölda í
argaþrasinu. Vona ég hann njóti þess
með konu sinni, Elínu Torfadóttur,
sem er stórbrotin persóna ekki síður
en maður hennar. Lifðu heill, Guð-
mundur minn, og þið bæði, vel og
lengi. Hjartanlegar hamingjuóskir.
Magnús Óskarsson.
Morgunblaðið/Arnór
SVEITIN Júlli stóð sig vel í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni
sem lauk um helgina. Sveitin spilaði til úrslita um Reykjavíkur-
meistaratitilinn en hittu þar ofjarla sína, sveit Landsbréfa sem
vann úrslitaleikinn með nokkrum mun. Silfurliðið var skipað eftir-
töldum spilurum, talið frá vinstri: Jakob Kristinsson, Stefán Jó-
hannsson, Hrannar Erlingsson, Júlíus Sigurjónsson, Hermann
Lárusson og Ólafur Lárusson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sveit Sigfúsar
Þórðarsonar vann
Suðurlandsmótið
SUÐURLANDSMÓT í sveita-
keppni 1997 var spilað á Hótel Flúð-
um 17.-18. janúar sl., með þátttöku
10 sveita. Eftir harða baráttu stóð
sveit Sigfúsar Þórðarsonar uppi sem
sigurvegari. Hlaut sveitin 181 stig.
Með Sigfúsi spiluðu Auðunn Her-
mannsson, Brynjólfur Gestsson,
Guðmundur Theódórsson og Gunnar
Þórðarson:
í 2. sæti varð sveit Kristjáns Más
Gunnarssonar, með 174 stig. Með
Kristjáni spiluðu Helgi Grétar
Helgason, Björn Snorrason og Guð-
jón Einarsson. Þriðja varð sveit
Byggingavara Steinars með 169
stig. Sveitina skipuðu Ólafur Steina-
son, Ríkharður Sverrisson, Gísli Þór-
arinsson og Þórður Sigurðsson.
Mótið var einnig reiknað í fjölsveita-
útreikningi. Fimm efstu pör
urðu:
Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 19,47 stig.
Sigfús Þórðarson - Biynjólfur Gestsson 18,47 st.
Guðjón Einarsson - Bjöm Snorrason 18,07 st.
Siguijón Karlsson - Heimir Hálfdanarson 17,33 st.
Aðalsteinn Sveinsson - Sverrir Þórðarson 17,24 st.
Keppnisstjóri og reiknimeistari var
Stefán Jóhannsson og stjórnaði hann
mótinu óaðfinnanlega.
Bridsfélag Reykjavíkur
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur hefst nk. miðvikudags-
kvöld og stendur 6 næstu miðviku-
dagskvöld. Spilafyrirkomulag mun
ráðsta f fjölda sveita. Spil verða for-
gefin og reiknaður út árangur para.
Að sveitakeppninni lokinni eða 5.
marz hefst þriggja kvölda Butler,
þar sem tvö hæstu spilakvöldin telja.
Aðaltvímenningur félagsins hefst
svo 9. apríl og stendur til vertíðar-
loka 14. maí.
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Þakkir til
alþingismanns
ÉG VIL þakka Guðmundi
Hallvarðssyni, alþingis-
manni, fyrir áhuga hans á
málefnum aldraðra og góð-
ar tillögur hans í þeirra
málum, t.d. nú síðast tillaga
um umboðsmann Aiþingis.
Kannski erum við búin að
finna mann sem fólkið get-
ur sameinast um og gefið
honum aðhald til góðra
verka, því lítið fær einn
maður áorkað í „sirkusn-
um“ en með okkar aðstoð
ætti það að vera hægt.
Skúli Einarsson,
Tunguseli 4, Rvik.
Osmekkleg
ummæli
ÉG HEF ekki tekið afstöðu
í Langholtskirkjudeilunni
svokallaðri, enda utan
þeirrar sóknar. Ummæli
Jóns Stefánssonar í sjón-
varpinu nýlega voru væg-
ast sagt ósmekkleg:
„Vandamálið er farið,"
sagði hann. Og í DV 20.
janúar sagði hann: „Frið-
arspillirinn er farinn. Sá
sem olli ófriðnum er far-
inn.“ Þessi ummæli teljast
varla kristileg en lýsa ef
til vill innri manni organ-
istans. Þegar ég sá nýja
sóknarprestinn í sjónvarp-
inu virtist hann hlýlegur
og nærgætinn og ég fór
að hugsa um að fara í
kirkju til hans. Eftir ofan-
greind ummæli organist-
ans mun ég hugsa mig
tvisvar um.
Bima G. Bjamleifsdóttir.
Tapað/fundið
Dúnúlpa
tapaðist
BLÁ dúnúlpa tapaðist í
Sundlaug Kópavogs 14.
eða 15. janúar. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 554-2258 eða í
Sundlaug Kópavogs í síma
554-1299.
Trefill
tapaðist
GRÁR, breiður og langur
trefill tapaðist við Faxafen,
rétt við Bónus, föstudaginn
17. janúar. Skilvís finnandi
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 551-9093.
Stálúr
fannst
KVENMANN SÚR úr stáli
með svartri ól fannst
fimmtudaginn 16. janúar á
Dunhaga. Upplýsingar í
síma 552-3281.
Kuldaskór
fannst
BLÁR barnaleðurkulda-
skór nr. 26 fannst við Hey-
dalsvegamót sunnanverð á
Snæfellsnesi 19. janúar.
Nánari upplýsingar
564-2599.
Kvenúr
fannst
KVENÚR fannst við
Tjarnargötu á fimmtudag
16. janúar. Upplýsingar í
síma 553-5112.
Seðlaveski
tapaðist
UNGUR piltur tapaði seðla-
veski sínu laugardaginn 18.
janúar, líklega á Bláflalia;
svæði eða við Rauðalæk. í
veskinu voru um 5.000
krónur og mynd af pabba
hans. Skilvís finnandi vin-
samlega hringið í síma
553-9762 eða 898-4321.
Gleraugu
töpuðust
GYLLT lítil kvenmanns-
gleraugu töpuðust 11. jan-
úar sl. á leiðinni frá Frosta-
fold 20 í Selvogsgrunn.
Skilvís finnandi er vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 588-7801 eða
555-4688.
Dýrahald
Angórukisa
hvarf
KOLSVöRT angórulæða,
frekar stygg, hvarf á
fimmtudagsmorgun frá
Njálsgötu 40b. Fólk er beð-
ið um að líta í kringum sig
og athuga hvort það verði
vart við kisu, því hún er
stygg og fer ekki inn í
hús. Uppl. í síma
552-5243 eftir kl. 16.30.
Trýna er
týnd!
FREKAR lítil, grábröndótt
læða, merkt með rauðu
spjaldi á svartri ól, hvarf
sporlaust af heimili sínu,
Skipasundi 44, sl. laugar-
dag. Allar upplýsingar
varðandi örlög hennar
þegnar í síma 553-4870.
HÖGNIIIREKKVÍSI
COSPER
BORÐAÐU súpuna þína svo þú verðir stór og sterkur
eins og mamma.
Víkveiji skrifar...
AÐ ER engin furða að menn
velti því fyrir sér þessar vik-
urnar hvort við séum að upplifa
einstaka undantekningu að því er
varðar vetur á Islandi, eða hvort
veðurfar hér á og við ísanna land
sé eitthvað að mildast og breytast,
a.m.k. sunnanlands og á suðvestur-
horninu. Víkveiji man ekki eftir
öðrum eins desember- og janúar-
mánuði og þessum. En hvort sem
veðurfar er að breytast eða þetta
sé ánægjulega undantekningin frá
reglunni er bara um að gera að
njóta þessa ástands á meðan það
varir. Að vísu var komin snjóföl í
höfuðborginni á mánudagsmorgun,
og í gærmorgun var alhvít jörð hér
í Reykjavík, en þegar menn eru
orðnir blíðunni svo vanir sem nú,
reikna sjálfsagt fæstir með því að
snjórinn sé kominn til að vera.
xxx
ENNILEGA er Víkveiji í hópi
dyggustu aðdáenda Spaug-
stofumanna og við endurkomu
þeirra á skjáinn á laugardagskvöld-
um nú í janúar hefur engin breyting
orðið þar á. Satt best að segja er
það afar hressandi að fá atburði
liðinnar viku í spéspegli Enn einnar
stöðvarinnar. Á laugardagskvöldið
sviku þeir félagar ekki frekar en
fyrri daginn. Vegna deilna Stöðvar
2 og Stöðvar 3 voru öll málefni
Stöðvarinnar orðin að lögreglumál-
um og félagarnir Geiri og Grani
voru orðnir fréttaþulir. Ekki dró úr
gamninu þegar Pálmi Gestsson brá
sér á sinn hátt í gervi Steingríms
Hermannssonar og lýsti skoðunum
hans á því hvar staðsetja beri ál-
ver, að sjálfsögðu á Keilisnesi, en
ekki í Hvalfirði. Fíkniefnalögreglan
fékk sinn skammt af gráu gamni,
þegar lögreglumennirnir gáfu út
byssuleyfi handa dópistanum, svo
hann færi nú að lögum með byssu-
eign sína og Brimborg fékk sinn
skammt vegna auglýsinga sinna um
Fislétta fjármögnun og hafði nú
hlotið nafnið Brambolt!
xxx
AÐ eru mikil umskipti til hins
betra, að fá Enn eina stöðina
aftur inn í stofu til sín á laugardags-
kvöldum og vera laus við hinn mjög
svo mislukkaða þátt „Örninn er
sestur". Raunar telur Víkverji að
Spaugstofumenn geri það að verk-
um, að það sé ekki jafn óþolandi
og ella að þurfa að reiða af hendi
skylduáskriftargjald að útvarpi og
sjónvarpi.
XXX
TÓRTENÓRINN Luciano Pava-
rotti yljaði sjónvarpsáhorfend-
um um hjartarætur og gladdi eyru
þeirra síðdegis á sunnudag, þegar
Ríkissjónvarpið sýndi upptöku frá
tónleikum í Ferrara á Ítalíu. Tenór-
inn söng við undirleik Evrópsku
kammerhljómsveitarinnar undir
stjórn Claudio Abbado. Víkveija
varð hugsað til fregna heimspress-
unnar, sem að undanförnu hefur
látið í veðri vaka að rödd Pavarott-
is væri að gefa sig og væri ekki
söm og áður. Víkveiji er ekki sér-
fróður á þessu sviði, en hvað sem
líður sögusögnum um að rödd stór-
söngvarans sé að gefa sig, gat Vík-
veiji í engu greint það og hafði
hina mestu ánægju af söng hans.