Morgunblaðið - 22.01.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 49
i
J
J
>
I
I
)
.
I
4
4
■J
I
4
í
4
4
4
4
4
;
4
4
4
4
4
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJONVARP
*
Ageng mynd sem
kemur á óvart
Fresh(T>es/i)___________________
D r a m a
★ ★
Leikstjórn og handrit: Boaz Yakin.
Framleiðendur: Lawrence Bender
og Randy Ostrow. Kvikmyndataka:
Adam Holender. Tónlist: Stewart
Copeland. Aðalhlutverk: Sean Nel-
son, Giancarlo Esposito, Samuel L.
Jackson. 115 mín. Bandarísk. Lumi-
ere/Háskólabíó. 1995. Bönnuð
börnum innan 16 ára.
rpRESH er tólf ára bráðskarpur
strákur sem reynir að fóta
sig í hinum harða heimi fátæktar,
eiturlyfjasölu og blóðsúthellinga í
Bandaríkjunum. Vegna með-
fæddra hæfileika sinna hefur hon-
um tekist að temja sér vel það sem
þarf til þess að vera góður eitur-
íyfjasali og þegar fengið það orð
á sig fyrir að vera upprennandi
eiturlyfjabarón. Vegna þessarar
iðju hefur hann þurft að þroskast
hratt og á litla samleið með jafn-
öldrum sínum sem enn ráða ekki
við önnur viðskipti en að skiptast
á íþróttamyndum. Á meðan þeir
deila um hver sé sterkasta ofur-
hetjan teflir Fresh þar að auki
ýmist upp á peninga eða við föður
sinn (Samuel L. Jackson), sem í
gegnum skáklistina leggur honum
öllu heilbrigðari lífsreglur en hann
lærir af umhverfi sínu. Þannig
reynir faðirinn að leiða hann úr
freistni eiturlyfjasölunnar og sýna
honum að lífsfyllingin felst ekki
einvörðungu í peningum. Um-
hverfíð hefur hins vegar kennt
honum að ekkert sé eðlilegra en
að vinna fyrir sér með sölu eitur-
lyija. Þegar stelpan sem Fresh er
hrifinn af verður fyrir skoti frá
einum af hinum kaldrifjuðu eitur-
lyfjasölum sem hann stundar við-
skipti við opnast loks augu hans.
Hann leggur því á ráðin við að
hefna fyrir morðið og um leið
koma helstu eiturlyfjabarónum
hverfisins fyrir kattarnef en til
þess þarf hann að beita allri sinni
visku.
í Fresh eru dregnar upp alláhri-
faríkar myndir af ömurlegu lífí
ungs fólks í fátækrahverfum vest-
anhafs en þau áhrif eru hins veg-
ar ekki nægilega mikil til þess að
gera myndina eins áhugaverða og
efni hennar býður upp á. Myndin
fer vel af stað og tekst leikstjóran-
um Yakin að skapa henni rauns-
annan blæ. Þegar fram líða stund-
ir fellur hann þó í þá gryfju að
reyna heldur að fanga athyglina
með hefðbundnum bíóhasar. Þrátt
fyrir fáeina galla er Fresh í heild
athyglisverð og ágeng mynd sem
kemur á óvart.
Skarphéðinn Guðmundsson
BÍÓIIM í BORGINIMI
Arna/c/ur Indriðason/Sæbjöm Valdimarsson
BÍÓBORGIN KRINGLUBÍÓ
Kvennaklúbburínn ★ kVi I hefndarhug ★ ★V2
Lausnargjaldið kkk Lausnargjaldið ★★★
BIossi kVi Moil Flanders ★★
Hríngjarinn íNotre Dame kkk LAUGARÁSBÍÓ
SAMBÍÓIN Eldfim ást ★ ★
ÁLFABAKKA Flótti ★★
Ógleymanlegt k'/i Jólahasar ★★
Lausnargjaldið kkk Svanaprinsessan ★ ★
Jack kkVi REGNBOGINN
Djöflaeyjan kkkVi Banvæn bráðavakt ★ ★ V2
Saga af morðingja k k Slá í gegn ★ ★ ★V2
Gullgrafararnir k'h Jólahasar ★ ★
Gulleyja Prúðuleikaranna ★ Reykur ★★★'/2
HÁSKÓLABÍÓ Einstimi ★ ★ ★V2
Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★ Svanaprinsessan ★★
Pörupiltar ★ ★ STJÖRNUBÍÓ
Brímbrot ★ ★ ★'A RuglukoIIar ★ ★
Hamsun ★ ★ ★ Matthildurk ★ ★
Drekahjarta ★★ Djöflaeyjan ★★★V2
Gosi ★ ★ .
Ast í felum
Af hundum og köttum
(The Truth About Cats and Dogs)
Ganianmyiid
★ ★
95 mín. Bandarísk. 20th Century
Fox/Skífan 1996. Leikstjóri: Mich-
ael Lehmann. Handrit: Audrey
Wells. Kvikmyndataka: Robert
Brinkmann. Tónlist: Howard
Shore. Aðalhlutverk: Uma Thur-
man, Janeane Garofalo og Ben
Chaplin.
BANDARÍKIN á tuttugustu öld.
Janeane Garofalo leikur dýra-
lækninn Abby sem er bæði gáfuð og
skemmtiieg, en ... vaxtarlagið er
ekki_ sem skyldi; hún er lítil og þybb-
in. í gegnum útvarpsþátt þar sem
hún gefur dýraeigendum góð ráð,
kynnist hún bráðmyndalegum ung-
um ljósmyndara (Ben Chaplin), sem
vill hitta hana. Áf hræðslu við að
vera hafnað vegna útlitsins sendir
hún nágrannakonu sína á stefnumót-
ið. Það er háa og heimska blondínan
Noelle, leikin af Umu Thurman. Nú
hefjast mikii vandræði, því auðvitað
verður ungi maðurinn ástfanginn af
huga dýralæknisins en útliti blondín-
unnar. En óttist ekkert; allt endar
betur en í frönsku miðaldasögunni
um Cyrano de Bergerac, þaðan sem
hugmyndin er fengin.
Þetta er rómantísk gamanmynd
með léttum farsatöktum þar sem
allar aðstæður eru heldur ýktar.
Þetta á einnig við persónurnar sjálf-
ar, sem auk þess eru ekki nýjar af
nálinni í kvikmyndum. Uma Thur-
man er hálfálkuleg og passar þannig
vel í sitt hlutverk, þrátt fyrir að gam-
anleikur sé varla hennar sterkasta
hlið. Sem heimska blondínan á hún
erfitt með að velja milli einu góðu
vinkonunnar, sem hún hefur eignast,
og þess að njóta athygli út á fegurð-
ina eins og hún hefur alltaf gert.
Abby er heilsteyptasta og dýpsta
persóna myndarinnar, og smeliur
nýliðinn Janeane Garofalo alveg inn
í hlutverkið. (Það kæmi mér ekki á
óvart að hún líktist handritshöfund-
inum.) Hinn snoppufríði Ben Chaplin
er líka fínn sem góða og sæta bó-
hemtýpan sem verður yfir sig ást-
fanginn, og mjög sár er hann kemst
að því að hér er ekkert nýtt á ferð-
inni, en myndin er vel gerð og alit
gengur upp. Ég mæli eindregið með
henni fyrir rómantíska unglinga, og
svei mér ef fjölskyldan, örbylgju-
poppið og gosið gætu ekki átt góða
stund saman fyrir framan sjónvarpið
með þessa mynd í tækinu.
Hildur Loftsdóttir
Mjúki
maðurinn
Stepford eiginmennirnir
(The Stepford Husbands)________
D r a m a
V2
Leikstjóri: Fred Walton. Handrit:
Ken og Jim Wheat. Aðalhlutverk:
Donna Mills, Michael Ontkean,
Louise Fletcher. 98 mín. Bandarísk.
ABC/Stjörnubíó. 1996.
ÞAÐ er nokkuð áhugavert að
íhuga þær breytingar sem orðið hafa
á samskiptum kynjanna undanfarna
áratugi og virðist það vera ætlunar-
verk þessarar sjónvarpsmyndar að
velta upp nýstáriegum fleti á þeirri
umræðu. Myndin fjallar um hjón sem
eiga í erfiðleikum með að stilla sam-
an strengi. Þau ákveða því að flytja
til smábæjarins Stepford og hefja
þar nýtt líf fjarri skarkala stórborg-
arlífsins. Þau komast fljótt að því
að samskipti kynjanna eru með besta
móti í hinum nýju heimkynnum og
eru eiginmennirnir þar mun skiln-
ingsríkari og samvinnuþýðari við
eiginkonur sínar en gengur og ger-
ist. Kemur í Ijós
að því sé að
þakka hæli sem
starfrækt er þar
um slóðir sér-
staklega ætlað til
þess að betrum-
bæta karlmenn,
gera þá að hinum mjúku mönnum.
Samlyndi hjónanna batnar lítið við
komuna til Stepford og er eiginkon-
unni ráðlagt að senda mann sinn á
kraftaverkahælið, sem hún og gerir.
Það er eins og við manninn mælt,
hann kemur heim af hælinu, nýr og
betri maður en eiginkonan kemst
að raun um að galli sé á gjöf Njarðar.
Það er nokkuð óljóst hvert verið
er að fara með söguþræði þessum.
Handritshöfundarnir (sem eru karl-
menn) virðast vera að reyna að
benda á hinar dökku hliðar á stöðu
nútímakvenna og þær ósanngjörnu
kröfur sem þær gera til karlmanna.
Þessi hugmynd hefði í sjáifu sér
getað orðið efni í ágætis háðsádeilu
en hér eru efnistökin öll önnur og
klaufalegri. Framreiðslan er svo há-
tíðleg, máttlaus og silkimjúk að
ádeilubroddinn er hvergi að finna**r
Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir
fagmannlegan leik hinna þaulreyndu
sjónvarpsmyndaleikara eru tilþrif
þeirra lítil sem engin og fer brátt
að læðast að manni sá grunur að
Louise Fletcher hafi hreinlega
skemmt feril sinn með stórleiknum
sem hún sýndi sem hin illræmda
Rached í Gaukshreiðrinu forðum.
Hún hefur í það minnsta vart fengið
öðruvísi hlutverk síðan.
Það er er í raun óljóst hvort mynd
þessari sé ætlað að vera beitt ádeila
eða saklaus skemmtun og kannski
er það einna helst þess vegna sem
hún er hvorugt.
Skarphéðinn Guðmundsson
AMERÍSK RÚM OG DÝIUUR
Geföu "gormur á gorm" kerfinu gaum. Það þýöir að
gormastellið í undirdýnunni er eins og hið vandaða stell i
yfirdýnunni. I raun sefur þú á tveimur dýnum og hryggsúlan
er bein í svefninum. Þetta er ekki neitt smáatriði, því
undirdýnan vinnur raunverulega 60°/o af hlutverki dýnanna.
0(t itœlt
en-
dtt áratigun
Frábært úrval af
tré- og járnrúmum
SUÐURLANDSBRAUT 22
S.: 553 6011 & 553 7100