Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 17

Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 17 VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Skipasmíðastöð Þorgeir og Ellert hf. Úr reikningum 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur 475,2 253,2 +88% Rekstrargjöld 445,9 237,7 +88% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 29,3 15,5 +89% Afskriftir 5,4 3,1 +75% Fjármagnsliðir (1,9) (1,8) +8% Hagnaður fyrir skatta 22,0 10,6 +108% Skattar 6,8 3i2 +115% Hagnaður ársins 15,1 7,4 +104% Efnahaosreikningur 31, des.: 1996 1995 Breyt. | Eignir: \ Milliónir króna Veltufjármunir 81,6 72,8 +12% Fastafjármunir 100,1 57,8 +73% Eignir samtals 181,7 130,5 +39% I Skuldir oo eigið té: \ Milliónir króna Skammtímaskuldir 69,5 48,9 +42% Langtímaskuldir 55,4 40,6 +36% Eigið fé 56,8 41,0 +38% Skuldir og eigiö fé samtals 181,7 130,5 +39% Skipasmíðastöð Þorgeir og Ellert á Akranesi Veltan tvöfald- aðist milli ára REKSTUR Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts skilaði rúmlega 15 milljón króna hagnaði á síðasta ári sem er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en árið áður. Velta fyrir- tækisins nær tvöfaldaðist einnig á árinu. Hún var tæpar 250 milljón- ir króna árið 1995, en óx í rúmar 475 milljónir króna í fyrra eða um 88%. Eigið fé fyrirtækisins nam í árslok 56,8 milljónum króna. Starfsmenn voru að meðaltali 74 á árinu og launagreiðslur voru samtals 161,3 milljónir króna. Pjárfest var fyrir 46,6 milljónir króna á síðasta ári og voru rúmar 25 milljónir þar af fjármagnaðar með fjármögnunarleigusamning- um. Hlutafé félagsins var í árslok 39,1 milljón króna og var aukið á árinu um 3,6 milljónir. í árslok voru hluthafar 68 og fækkaði um tvo á árinu. Þrír hluthafar eiga meira en 10% í fyrirtækinu, Bif- reiðastöð Þ.Þ.Þ. hf. 27,1%, IÁ -hönnun hf. 21,6% og Hörður Páls- son 15,5%. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út 10% arður vegna síðasta árs og fari greiðsla arðsins fram með hlutabréfum í félaginu. Mjög sáttur Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera mjög sáttur við útkomuna á síðasta ári og einkum það að veltan hefði orðið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafí ársins eða 475 milljónir króna í stað 313 milljóna. Það væri einkum þjónusta við sjáv- arútveginn og smíði á ryðfríum vinnslubúnaði sem gerði þetta að verkum og til marks um það væri að starfsmönnum hefði fjölgað úr 52 árið 1995 í 74 í fyrra. Þorgeir sagði að útlitið varðandi þetta ár væri ágætt. Það væri nóg af verkefnum næstu vikur og mánuði og hann yrði ánægður ef þeir héldu sömu veltu í ár og náðst hefði í fyrra. Markaðssetning á námi í iðnaðartæknifræði ÞESSA dagana er Tækniskólinn í samvinnu við Tæknifræðingafé- lag íslands að senda kynning- arbækling til forstöðumanna ís- lenskra iðnfyrirtækja og fyrir- ækja í sjávarútvegi. Bæklingnum, sem dreift er í rúmlega 1.300 ein- tökum, er ætlað að kynna B.Sc. nám í iðnaðartæknifræði og um leið gera forstöðumönnum fyrir- tækja Ijóst hve fjölhæfur starfs- kraftur iðnaðartæknifræðingur er, segir í frétt sem Morgunblað- inu hefur borist. Nám í iðnaðartækni við Tækni- skóla íslands var sett á stofn árið 1989 eftir að könnun meðal ís- lenskra iðnfyrirtækja leiddi í Ijós þörf á fjölhæfum starfskrafti með tölvuþekkingu og kunnáttu á svið- um tækni og rekstrar. Námsefnið er í sífelldri endurskoðun þar sem miðað er við að koma til móts við breyttar áherslur á vinnumarkaði, segir ennfremur. Þetta markaðsátak er byijunin á samstarfi skþlans og Tækni- fræðingafélags íslands, í þeim til- gangi að minna á gildi tækni- menntunar fyrir íslensk fyrirtæki. Nemendur í iðnaðartæknifræði eru í dag tæplega 30 talsins og námið tekur þijú og hálft ár. Inntökuskil- yrði eru stúdentspróf af eðlis- eða náttúrusviði, eða raungreinadeild- arpróf frá Tækniskóla íslands. * Fundur Sjávarnytja um hvalveiðar Islendinga Vísindalegar forsendur fyrir veiðum fyrir hendi SJÁVARNYTJAR, félag áhuga- manna um hvalveiðar við ísland, stóð fyrir fundi um hvalveiðar á Grand hótel sl. laugardag. Árni R. Árnason, formaður starfshóps um hvalveiðar, sagði á fundinum að vís- indalegar forsendur fyrir að hefja hvalveiðar væru allar fyrir hendi. Árni segir vinnu starfshópsins á lokastigi og væntanlega verði tillög- um skilað til ráðherra á næstu dög- um. „Við teljum að vísindalegar for- sendur fyrir því að hefja hvalveiðar séu fyrir hendi. Hinsvegar er ekki ráðlegt að fara í að grisja stofnana, í því felst mikill kostnaður. Við telj- um nauðsynlegt að veiðarnar verði efnahagslega sjálfbærar og að lífk- eðjan haldi um leið áfram sjálfbærri þróun. Við höfum réttu stjórntækin til að halda okkur við þessar viðmið- anir, það er vísindin, þekkinguna og stjórnkerfið." Margir stofnar ekki í útrýmingarhættu Árni segir að hvalveiðibannið sem sett var á sínum tíma þýði ekki al- gert veiðibann eins og margar þjóð- ir innan Alþjóða hvalveiðiráðsins vilji halda fram. „Það var samþykktur svokallaður núllkvóti á ákveðnu ára- bili og í samþykktinni var ennfremur ákvæði þess efnis að ætlunin var að endurskoða þennan núllkvóta að fenginni meiri þekkingu á ástandi hvalastofna. í ljósi þess átti að gefa út nýjan kvóta, ekki seinna en árið 1990. Síðan hefur komið í ljós að ýmsir stofnar eru ekki í útrýmingar- hættu, það er viðurkennd þekking í röðum vísindamanna og vísinda- nefndin lagði á sínum tíma til við Alþjóða hvalveiðiráðið að það ákvæði nýjan kvóta og þar með hvalveiðar að nýju. Alla tíð síðan hafa ríki eins og Bandaríkin alltaf fundið nýjar ástæður til að hafna þessum tillög- um. Ráðið hefur sett sem skilyrði að mótað verði nýtt veiðistjómunar- kerfi sem felur í meginatriðum í sér nokkurskonar nýtingarviðmiðanir fyrir hvern stofn. En um leið og rík- in hafa sagt að þessi skilyrði verði að vera fyrir hendi þá hafa þau ekki samþykkt að leggja vinnu í að móta kerfið. Á vegum NAMCO hefur hins- vegar verið lögð vinna í að móta stjórnkerfí, nýtingarreglur og eftir- litsreglur sem við teljum að aðrar þjóðir geti viðurkennt og litið á sem skilvirkar,“ segir Árni. Hefði ekki mikil áhrif á Bandaríkjamarkaði Á fundinum flutti Bruce Galloway, stjórnarformaður banda- rísku veitingahúsakeðjunnar Arth- ur’s Treachers, erindi um væntanleg áhrif hvalveiða íslendinga á Banda- ríkjamarkaði. í máli hans kom fram að það skipti ekki meginmáli fyrir hans fyrirtæki hvort íslendingar hæfu hvalveiðar á ný. Höfðuðáhersla væri lögð á að vera með gott hrá- efni í fískréttum fyrirtækisins, ekki skipti máli hvaðan það kæmi svo framarlega sem það stæðist gæðakr- öfur. Hann taldi það sama eiga við um flest fyrirtæki innan þessarar greinar en tók hinsvegar fram að ef fyrirtækið yrði fyrir þrýstingi vegna þessa myndi það að öllum lík- indum láta undan honum. Hvalveiðar hafa ekki mikil áhrif í Noregi Þá ræddi Helge Lund, sérfræðing- ur hjá Útflutningsráði Noregs, and- stöðu ýmissa ríkja og samtaka gegn hvalveiðum Norðmanna og hvaða áhrif hún hefur haft á efnahag lands- ins. Hann sagði afleiðingar af aðgerð- um hafa verið mjög takmarkaðar. Umhverfíssinnar í Noregi hafi talað um 450 milljarða tjón á tímabilinu 1992-1994 en úttekt sem gerð var á vegum norska utanríkisráðuneytisins sýni að þessi tala nái varla 10 millj- örðum enda hafí umhverfíssinnamir aldrei getað lagt fram gögn sem rökstyðji málflutning þeirra. Hluthafafundur í Kambi hf. á Flateyri Einhugur meðal hluthafa SAMÞYKKT var einróma á hlut- hafafundi í sjávarútvegsfyrirtækinu Kambi hf. á Flateyri sl. laugardag að breyta samþykktum félagsins þannig að öll meðferð á hlutabréfum fyrirtækisins verði fijáls. Fulltrúar allra hluthafa mættu á fundinn og greiddu þeir allir þessari einu til- lögu, sem var á dagskrá fundarins, atkvæði sitt. Að sögn Einars Odds Kristjáns- sonar, stjórnarformanns Kambs hf., ríkti mikill einhugur á fundinum. „Þetta er lykillinn að því að við get- um gengið í það að sameina Kamb hf. og Básafell hf. Ég á fastlega von á því að viðræður um sameiningu muni ganga mjög hratt fyrir sig á næstunni og jafnvel verða lokið í þessum mánuði.“ Þorskígildisheim- ildir Kambs hf. nema á bilinu 2.200- 2.300 tonnum og er meginuppistað- an þorskur. Einar Oddur sagði fundinn hafa verið langan og á honum hafi mönn- um nákvæmlega verið skýrt frá því að hveiju yrði stefnt, á hveiju sam- einingin byggði og hvað hefði komið fram í viðræðunum hingað til. Að svo stöddu vildi Einar Oddur ekki greina frá gangi mála að öðru leyti en því að hann sagði viðræðurnar vera í eðlilegum farvegi. „Mér fínnst alls ekki viðeigandi að skýra frá efni hugsanlegs samnings að svo komnu. Við gerum samninginn áður en við greinum frá efni hans í smáatrið- um.“ Námskeið í kostnaðarstjórnun með aðstoð ABC/ABM Betri aðferðir - stöðugur árangur Þetta er fjögurra tíma námskeið þar sem m.a. verður fariö yfir hvaö felst I ABC - Actívity Based Costing og ABM Activity Based Management, hvernig ABC/ABM kerfi er notað við kostnaöarstjórnun og ávinningur fyrirtækja sem taka upp kostnaðarstjórnun með hjálp ABC/ABM kerfa. Námskeiðsgjaid er 9.900 kr. Vönduð námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu. Skráning á námskeiðið er hjá Páli R. Páissyni og Birni S. Guöbrandssyni í síma 569-5100. Meö hjálp kostnaöarstjórnunar hafa fyrirtæki náö verulegum árangri í að draga úr kostnaöi, auka framleiðni og þar með hagnaö m.a. meö því aö leggja af óarðbærar vörur og viðskiptavini. Námskeiöiö veröur haldiö fimmtudaginn 13 febrúar n.k. í kennslusal Skýrr hf. á þriðju hæð í Ármúla 1 og hefst kl. 08:30. Leiðbeinandi verður Páll R. Pálsson ráðgjafi hjá Skýrr hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.