Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís Saltkjöt og baunir ÞÁ er sprengidagur runninn upp og margir sem ætla að gæða sér á salt- kjöti og baunum í dag. En hvernig á að búa til ekta saltkjöt og baunir? Steinar _ Davíðsson, matreiðslu- meistari í Óðinsvéum, er með sígilda uppskrift á reiðum höndum. „Við bjóðum gestum okkar salt- kjöt og baunir í dag og okkur þykir ilmurinn ómissandi í eldhúsinu", seg- ir hann. Steinar segir að fólk sé þegar búið að leggja baunirnar í bleyti daginn áður. Saltkjötið er soðið í um það bil fimmtán mínútur. Suðan er sem sagt látin koma vel upp. Vatninu er hellt af kjötinu og það skolað. Það er síðan sett i hreinan pott ásamt baunum og vatnið látið fljóta vel yfir. í pottinn fara síðan sneiddar gulrætur, rófur og kartöfl- ur sem helst eru soðnar með í hýð- inu. Þá er beikonbitum bætt út í svo og bæði rauðum og hvítum lauk.“ Steinar segir að borgi sig að láta þetta malla saman í að minnsta kosti einn og hálfan tíma og baun- irnar gera það að verkum að þetta verður þykk súpa. „Það er mjög hagstætt að laga sérstaklega stóran skammt því þessi súpa bragðast best upphituð." Tilfæringar í Kringlunni VERSLUNIN Heimsljós er flutt úr Kringlunni og Gallerí Borg opn- ar í því húsnæði á næstu dögum. Að sögn Erlu Friðriksdóttur fram- kvæmdastjóra Kringlunnar hættir Eymundsson í lok mánaðarins í norðurhúsi Kringlunnar og í stað- inn verður þar verslunin Skæði. Óákveðið er hvaða verslun verður í því húsnæði þar sem Skæði er núna. Kvenfataverslunin Oasis opnar í suðurhúsi Kringlunnar 13. mars næstkomandi og verður í því húsnæði sem hýsti Gallerí Borg áður. Pecanhneturaar ferskar í Heilsuhúsinu ÖRN Svavarsson, eigandi Heilsu- hússins, hafði samband vegna orða Lárusar Óskarssonar hjá Hagkaup um gæði þeirra pecanhneta sem hann flytur inn. Orðrétt var haft eftir Lárusi: „Auk þess eru þær í hörðum dósum sem gera það að verkum að þær brotna ekki. Geymsluþolið er gjörólíkt á hnetun- um hjá Heilsuhúsinu og þær eru einnig af allt öðrum gæðum. Með því að bera saman hnetumar fer gæðamunurinn ekkert á milli mála.“ Verslunarstjóri Heilsuhússins upp- lýsti i umræddri frétt að hnetunum væri pakkað úr lofttæmdum pakkn- ingum á viku fresti. Öm vill hinsveg- ar að komi fram að úr dós sem keypt var í Hagkaup (lotunr. MD- 029-6) voru 57 g af 113 g brotnar hnetur og mulningur. „Það segir sig sjálft að geymsluþol hnetanna ætti að vera meira í dósinni þó geymslu- þolið sé ekki tilgreint með best fyrir dagsetningu. Heilsuhúsið fær send- ingar af pecanhnetum á sex vikna fresti og salan er það hröð að við þurfum ekki að selja gamla vöm. Slegið er fram af Lárusi fullyrðingu um að Hagkaupshnetumar séu miklu betri. Staðhæfíngin er hæpin í ljósi þess að enginn gerir saman- burð nema annar vörusalinn. Það er óviðunandi þegar boðið er upp á góða vöru á hagstæðu verði að sam- keppnisaðili geti í blöðum gert vör- una tortryggilega til að réttlæta hátt verð sinnar vöru.“ ERLENT Deilan um forsetaembættið í Ekvador leyst Bucaram víkur fyr- ir varaforsetanum Reuter ROSALIA Arteaga gengur inn í forsetahöllina í Quito eftir að hafa verið skipuð forseti Ekvadors á sunnudag. Forseti þingsins á síðan að gegna embættínu fram yfir kosningar Quito. Reuter. ROSALIA Arteaga, varaforseti Ekvadors, var skipuð forseti landsins til bráðabirgða á sunnudag og þar með lauk þriggja daga óvissu um embættið eftir að þingið vék Abdala Bucaram frá. Bucaram, sem hefur verið nefndur „E1 Loco“, eða „Bijálæðingurinn", féllst á að láta af embættinu á sunnudag, aðeins hálfu ári eftir að hann var kjörinn forseti. Arteaga er fertug, lögfræðingur að mennt og fyrrverandi mennta- málaráðherra, og er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta lands- ins. Ljóst er þó að hún verður ekki lengi í embættinu þar sem ráðgert er að þingið komi saman í dag til að samþykkja ný lög sem heimili því að skipa forseta þess, Fabian Alarc- on, í þjóðhöfðingjaembættið. Arte- aga verður þá aftur varaforseti. Alarcon á að gegna embættinu til 10. ágúst á næsta ári og víkja fyrir nýjum forseta sem verður kjör- inn í maí eða júní á næsta ári. Bucaram boðar framboð Þingið hafði kosið Alarcon í emb- ættið á fimmtudag eftir að hafa vikið Bucaram frá á þeirri forsendu að hann væri „andlega vanhæfur“ til að gegna embættinu. í stjórnar- skránni eru engin skýr ákvæði um hver eigi að taka við embættinu við slíkar aðstæður og um tíma gerðu Bucaram, Alarcon og Arteaga öll tilkall til embættisins. Hershöfð- ingjar höfðu milligöngu um lausn deilunnar á sunnudag. Þingið sakað um valdarán Bucaram sakaði þingið um „valda- rán“ með stuðningi hersins og kvaðst ætla að gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Stjómmála- skýrendur sögðu að Bucaram væri ekki búinn að vera sem stjómmála- maður og svo gæti jafnvel farið að hann yrði aftur kjörinn forseti. Bucaram naut mikils stuðnings meðal fátækra landsmanna og sigr- aði í forsetakosningunum í júlí þrátt fyrir ýmis furðuleg uppátæki. Vin- sældir hans snarminnkuðu hins veg- ar eftir að hann hóf efnahagsaðgerð- ir til að draga úr ijárlagahallanum í janúar. Tillögum Spánverja um Gíbraltar hafnað Malaga. Morgunbiaðið. BRESKA ríkisstjómin hefur hafn- að tillögu Spánveija um framtíð Gíbraltar, sem Abel Matutes, ut- anríkisráðherra Spánar, kynnti á fundi með starfsbróður sínum frá Bretlandi, Malcolm Rifkind. Spán- veijar krefjast þess að Gíbraltar verði í fyllingu tímans spænskt landsvæði en Bretar kveðast vera að gæta hagsmuna íbúa bresku nýlendunnar. Tillaga Spánveija var sú að samið yrði um svonefnt „sameigin- legt fullveldi“ Gíbraltar og var hugmyndin sú að ríkin tvö ábyrgð- ust í sameiningu fullveldi íbúanna næstu 75 til 100 árin. Eftir þann tíma yrði Gíbraltar spænskt land- svæði. Spánveijar gáfu eftir yfir- ráð sín yfir Gíbraltar árið 1703 við gerð Utrecht-sáttmálans svo- nefnda sem kvað á um að „Klettur- inn“ eins og nýlendan er gjarnan nefnd skyldi heyra undir bresku krúnuna. Vi^ja breytta stöðu Að sögn spænskra dagblaða hafnaði breski utanríkisráðherr- ann tillögu Spánveija með þeim rökum að hún þjónaði ekki hags- munum íbúa Gíbraltar og þeir myndu aldrei geta fallist á þessi ákvæði. Stjómvöld á Gíbraltar hafa hins vegar krafist þess að stöðu nýlendunnar gagnvart Bret- landi verði breytt. Peter Camana, sem nýlega var kjörinn forsætisráðherra Gíbralt- ar, sagði í viðtali við dagblaðið E1 País á sunnudag að krafa íbú- anna væri sú að Spánveijar viður- kenndu sjálfsákvörðunarrétt þeirra og að bresk stjómvöld féll- ust á að breyta stöðu Gíbraltar á þann veg að þetta landsvæði teld- ist ekki lengur nýlenda. Viðræðum haldið áfram Þótt þessari tillögu spænskra sjómvalda hafi verið hafnað og deilan setti mark sitt á samskipti Spánveija og Breta þykir spænsk- um fréttaskýrendum sýnt að stjómvöld í Madrid og Lundúnum séu reiðubúin að halda áfram við- ræðum um framtíð Gíbraltar. Til- lagan sjálf hafi ekki verið kynnt með svo afgerandi hætti að frek- ari tilslökunum hafí verið hafnað. Hið sama eigi við orðalag þeirrar ákvörðunar Breta að vísa henni á bug. 1937-1997 FLUGLEIDIR jSf Afmlelis í tilefni 60 ára flugafmælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferða* í 6 daga til laugardagsins 16. febrnar. Söluskrifstofur Flugleiða era opnar laugardaginn 16. febrúar til kl. 16. FLUGLEIDIR ‘Afslátturinn bætist ekki við afsláttartilboð í ferðabæklingum Flugleiða. Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.