Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ „
FRÉTTIR
96 ára
ásviði
Hveragerði. Morgfunblaðið.
ÞRÁTT fyrir að hafa haldið 96
ára afmæli sitt hátíðlegt í vik-
unni lætur Stefán Sigurðsson
engan bilbug á sér finna og tek-
ur þátt í uppfærslu Leikfélags
Hveragerðis á Sölku Völku af
fullum krafti.
Stefán fer þar með hlutverk
læknisins og þykir ekki gefa
þeim sem yngri eru neitt eftir.
En í þessari uppfærslu Leikfé-
lagsins er óvenju mikil breidd í
aldri leikaranna því yngstu leik-
ararnir eru rétt 5 ára en Stefán
hefur 91 ár umfram þá.
Stefán segist vera orðinn léleg-
ur að læra og gleyminn en hlut-
verk læknisins henti sér ágæt-
lega. „Ég lék heilmikið hér á
mínum yngri árum. Ég er ætt-
aður úr Lóni í Austur-Skaftafells-
sýslu og þar tók ég þátt í leik-
starfsemi og síðar í Biskupstung-
unum meðan ég bjó þar.“
Um áframhaldandi þátttöku í
leiklistarlífinu segir Stefán: „Ef
mér býðst hlutverk sem ég tel
mig ráða við á leiksviði þá myndi
ég ekki slá hendinni á móti því
að taka þátt í annarri sýningu
því þetta er svo skemmtilegt og
samstarfið er svo ágætt við unga
fólkið í sýningunni.“
Verkfall á bensínstöðvum yfirvofandi á miðnætti í kvöld
„Sjálfsalarnir
í Dagsbrún“
FÁTT benti til annars í gær en að
ótímabundið verkfall félagsmanna
Dagsbrúnar og Hlífar á olíustöðvum
og við bensínafgreiðslu á höfuðborg-
arsvæðinu muni hefjast á miðnætti
í kvöld. Á fjórða hundrað Dagsbrún-
armenn við olíudreifingu og bensín-
afgreiðslu leggja þá niður störf og
einnig munu bensínafgreiðslumenn
í Hlíf í Hafnarfírði hefja verkfall frá
sama tíma á félagssvæði sínu hafí
samningar ekki tekist eða verkfall-
inu verið frestað.
Við vinnustöðvunina leggst öll
dreifing á eldsneyti og bensínaf-
greiðsla niður á svæði sem nær yfir
Hafnarfjörð, Kópavog, Reykavík,
Seltjamarnes, Mosfellsbæ og allt
inn að Hvalfjarðarbotni.
Sjálfsalar myndu tæmast
á fáum dögum
Sjálfsalar em á öllum bensín-
stöðvum og samkvæmt upplýsing-
um sem fengust hjá olíufélögunum
verða þeir opnir en hins vegar tæki
aðeins fáeina daga að tæma sjálfsal-
ana og þá verða tankarnir ekki fyllt-
ir fyrr en verkfallinu lýkur. „Sjálf-
salarnir era allir í Dagsbrún," segir
Sigurður Bessason hjá Dagsbrún.
Ekki er þó ljóst hvort verkalýðsfé-
lögin munu strax gera tilraun til
að koma í veg fyrir notkun sjálfsala
á bensínstöðvunum. Sigurður
kvaðst vonast til að farið yrði eins
að og í síðasta bensínverkfalli 1993
en þá hafi náðst samkomulag um
að loka sjálfsölum á nokkram bens-
ínstöðvum og í öðrum tilfellum hafi
félagið sett lása á sjálfsalana.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins, segir að sjálfsalamir verði
opnir en það ráðist hins vegar af
viðbrögðum Dagsbrúnar hvort konv
ið verði í veg fyrir notkun þeirra. í
seinasta bensínverkfalli hafi verk-
fallsmenn sett lás á sjálfsalana og
Geir sagði að Olíufélagið ætlaði
ekki að æsa leikinn með því að
standa í stríði við verkfallsmenn.
„Það kemur okkur á óvart að þeir
skuli vera að fara í verkfall því við
teljum að við höfum verið búnir að
mæta sérkröfum þeirra það mikið,“
segir Geir.
Raskar ekki innanlandsflugi
Verkfallið nær ekki til afgreiðslu
eldsneytis á flugvélar á Reykjavík-
urflugvelli og mun því ekki raska
innanlandsflugi, a.m.k. fyrst í stað,
skv. upplýsingum sem fengust hjá
Flugleiðum.
Samningamenn olíustarfsmanna
og vinnuveitenda hittust hjá sátta-
semjara í gær en þungt var fyrir
fæti í viðræðunum að sögn deiluað-
ila. Reiknað var með að sáttatilraun-
um yrði haldið áfram alla helgina.
# Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
STEFÁN Sigurðsson, 96 ára, umkringdur börnunum í sýning-
unni, en yngstu stúlkurnar eru einungis 5 ára.
Nóttin full af fegurð
Ólafsvík. Morgunblaðið.
NÚ er komið gott veður eftir langa
ótíð. í heiðríkjunni er konungurinn
Snæfellsjökull einkar glæsilegur í
skrúða sínum skósíðum.
Með nóttu birtist svo halastjarn-
an nýja og hefur hárið fagurlega
slegið. Hún og konungurinn horf-
ast i augu en rebbi skýst í fjöru.
Þar kló sá er kunni. Hann veit að
loðnan er hrygnd og að læðurnar
fara að verða blíðlyndar.
Félagsheimilið á Klifi er fullt
af fólki. Það bíður úrslita í feg-
urðarsamkeppni og er með „sumar
í hjörtunum ungu.“ Nóttin er sem-
sagt full af fegurð, tunglið vax-
andi og svo höfum við þetta ör-
ugga fyrirheit um dögun.
Hood minnst á
Grænlandssundi
HÁLFRI öld eftir að breska her-
skipinu Hood var sökkt af þýska
herskipinu Bismarck í sjóorustu á
Grænlandssundi vestur af íslandi
var efnt til helgistundar á sama
stað vestur undir ísjaðrinum til að
minnast þeirra 1.440 manna sem
þar fórust, svo og mesta glæsiskips
og stolts Breta, sem sökk á 6
mínútum.
Aðeins þrír komust af. Einn
þeirra er formaður Hood félagsins,
sem í hálfa öld hefur minnst þessa
sorgaratburðar. í því eru menn af
skipinu sem ekki voru í þessari
ferð og aðstandendur. í ferðinni
voru fjögur þeirra, varaforsetinn
Johanna Warrant, en faðir hennar
var yfirmaður og fórst með Hood,
Dick Tumer og Don Fimden, sem
vora famir af skipinu fyrir síðustu
siglinguna og presturinn Ronald
Petterson, sem hafði verið á Hood
og stjómaði helgistundinni.
ITN sjónvarpsstöðin í Bretlandi
er að gera heimildarmynd um
þennan atburð fyrir Discovery
sjónvarpsstöðina. Voru þrír sjón-
varpsmenn um borð og leiðangur-
inn m.a. af því tilefni.
Hátíðleg athöfn
Atburðurinn lengst norður í hafi,
þar sem sjóorustan var háð, var
mjög hátíðlegur og tilfinninga-
þrunginn. Blómakrönsum var
varpað í hafið frá Hood Association
til minningar um mennina, einnig
frá Bismarck Association, enda var
Bismarck skotinn niður eftir æsi-
legan eltingaleik fáum dögum síð-
ar. Frá Ganges Association til
minningar um ungu drengina um
borð sem týndu lífi, frá Konung-
lega danska flotanum og áhöfn á
Triton, frá breska sendiráðinu í
Reykjavík, frá Johanna Warrant
til minningar um föður sinn og
loks var varpað fyrir borð ösku
Annie Hurst, sem hafði, er hún
lést nýlega 104 ára, átt þá ósk að
aska hennar fengi vota gröf á sama
stað og maður hennar, yfirlæknir-
inn á Hood, fórst.
Samningur Færeyinga og íslendinga um samstarf á svíði ferðamála framlengdur
Ferðum fjölgað og fargjöld lækkuð
SAMGÖNGURÁÐHERRAR Færeyja og íslands,
Sámal Petur í Grand og Halldór Blöndal, end-
umýjuðu í gærmorgun samning um samstarf á
sviði ferðamála. Samningurinn var upphaflega
gerður fyrir tveimur áram og hefur nú verið
framlengdur um þijú ár til viðbótar.
Halldór sagði markmiðið vera að færa þjóðirn-
ar saman á sem flestum sviðum og auka ferða-
lög þeirra á milli. Þar yrði ekki síst lögð áhersla
á sameiginlega norræna sögu.
Að sögn Halldórs hefur farþegum sem ferð-
ast milli Færeyja og íslands fjölgað um 35-40%
frá því að samstarfið hófst fyrir tveimur áram.
Það sýni svo ekki verði um villst að rétt sé að
halda vinnunni áfram. Hvort land um sig leggur
um þijár og hálfa milljón króna á ári til verkefn-
isins.
Mikilvægt að ungir Færeyingar
kynnist Islandi
Sámal Petur í Grand sagði aukið samstarf á
sviði ferðamála einnig hafa áhrif út í atvinnulíf-
ið. Hann kvaðst telja það mikilvægt að unga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HALLDÓR Blöndal og Sámal Petur í
Grund undirrita samstarfssamning um
ferðamál.
kynslóðin í Færeyjum kynntist íslandi og tapaði
ekki niður þeim góðu tengslum sem verið hafa
landanna á milli. Sem dæmi um mikil tengsl
nefndi hann fjölda færeyskra sjómanna sem rera
hér við land á sjötta áratugnum, sem margir
hveijir töluðu íslensku.
Halldór minnti á að á vori komanda væri von
á tíu færeyskum sjómönnum í leiðangur hingað
og þar væri einmitt fremstur í flokki faðir Sám-
als Peturs en hann var lengi á Eskifirði. „Hann
þekkir ennþá hvern einasta bát og hvern einasta
skipstjóra á Austurlandi frá þessum tíma,“ sagði
sonurinn - á ágætri íslensku.
Stóð af sér vantrauststillögn
Síðastliðinn föstudag var í fyrsta sinn borin
fram vantrauststillaga í færeysku landsstjóm-
inni. Jafnaðarmenn báru fram vantraust á sam-
gönguráðherrann, m.a. vegna umdeildra ákvarð-
ana hans um feijusamgöngur milli Færeyja og
Skotlands. Atkvæði féllu þannig að níu greiddu
atkvæði með vantrauststillögunni, þrír sátu hjá
og átján voru á móti. Sámal Petur kvaðst ánægð-
ur með þá niðurstöðu og benti á að það gæti
ekki talist slæmt að hafa einu atkvæði meira
en meirihlutinn í landsstjórninni, sem era sautj-
án þingmenn.
Kýlaveikin dauð eða...
►Landbúnaðarráðuneytið hefur.
gefið fyrsta leyfið til flutninga á
iifandi hafbeitarlaxi í laxlausa
veiðiá síðan bann var lagt á slíka
flutninga eftir að hin skæða kýla-
veiki gaus upp í Elliðaánum og
Kollafirði sumarið 1995. Leyfi-
sveitingin er þó umdeild. /10
Lífið er mér gott núna
►Krabbamein er ekki lengur sá
óbugandi andstæðingur sem áður
var, fjölmargt fólk fær krabbamein
og kemst yfír það. Heiðrún Guð-
mundsdóttir er ein úr þeim hópi.
/18
Á breyttum jeppum
á Suðurskautslandið
►Tveir íslenskir ökumenn eru að
undirbúa för með tvo breytta Toy-
ota-jeppa frá Arctic Trucks á Suð-
urskautslandið. /20
Nýjar áherslur hjá Aco
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við feðgana Áka
Jónsson og Bjarna Ákason. /24
B
► l-32
Óveður, ófærð,
óbyggðir
►Mörgum þótti það stappa nær
bijálæði, þegar fréttist að 120
jeppar, með um 270 manns, ætluðu
í jeppaferð á vegum 4X4 ferða-
klúbbsins yfir Sprengisand í af-
takaveðri. /1 og 16-17
Stundum tapar maður
►í pistlinum Hugsað upphátt velt-
ir Ellert B. Schram fyrir sér biðröð-
umfyrrognú./13
Ljóshaf á borpalli
► Á nýjum borpalli í noðrusjó
hefur verið komið fyrir stórri
vatnslitamynd eftir Kristínu Þor-
kelsdóttur myndlistarmann, og
boðskort gestanna 200 voru frum-
myndireftir hana. /18
ÍP FERÐALÖG
► 1-4
Slóvenía
►Stórbrotin náttúra og saga heill-
ar ferðamanninn. /2
íslendlngahótel
í seglbrettabæ
►Bærinn Cabarete á norðurströnd
Dóminíska lýðveldisins er kallaður
„seglbrettahöfuðborg heimsins".
Þar reka Kristín Petersen og sviss-
neskur eiginmaður hennar,
stærsta hótelið. /3
E BÍLAR_________________
► l-4 ' "
GPStæki að
góðum notum
►GPS staðarákvörðunartæki eru
orðin talsvert útbreidd og ferð 4x4
klúbbsins yfir Sprengisand var
gott dæmi um notagildi þeirra. /1
Reynsluakstur
►Hraðbrautabrun á sportlegum
Fiat. /4
FASTIR PÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
Leiðari 28
Helgispjall 28
Reykjavikurbréf 28
Skoðun 30&B30
Minningar 32
Myndasögur 40
Bréf til blaðsins 40
Idag 42
Brids 42
Stjörnuspá 42
Skák 42
Fólk i fréttum 44
Bíó/dans 46
Útvarp/sjónvarp 50
Dagbók/veóur 55
Maturogvín 2b
Gárur 6b
Mannlífsstr. 4b
Dægurtónl. 14b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1&6
-