Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 9/3 -15/3.
►EIGENDUR íslenska
járnblendifélagsins hafa
náð saman um breytta
eignaskiptingu félagsins og
stækkun verksmiðjunnar.
Hlutur Elkem sem var 30%
eykst í 51%, hlutur ríkisins,
sem var 55% minnkar í
38,5%, og hlutur Sumitomo
minnkar úr 15% í 10,5%.
►VERKFALL hófstá
mánudag hjá félagsmönn-
um Dagsbrúnar i\já Mjólk-
ursamsölunni í Reykjavík
og Emmess. Þá hófst verk-
fall hjá Dagsbrúnarmönn-
um lyá skipafélögunum á
miðvikudag. Mjólkurskorts
fór að gæta á höfuðborgar-
svæðinu þegar leið á vikuna
og jukust viðskipti við mat-
vörukaupmenn á Suðurlandi
verulega. Viðræður hafa
staðið yfir þjá ríkissátta-
semjara alla vikuna en mið-
að hægt. Upp úr viðræðum
bankamanna og viðsemj-
enda þeirra slitnaði aðfara-
nótt föstudags og lagði ríkis-
sáttasemjari fram miðlun-
artillögu á föstudagskvöld
sem bankamenn taka af-
stöðu til á næstu dögum.
► JÓN Amar Magnússon
fékk bronsverðlaun í sjö-
þraut á heimsmeistaramót-
inu í fijálsum íþróttum inn-
anhúss sem haldið var um
siðustu helgi.
►NORSKIR gagnrýnendur
hlaða mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, „Djöflaeyj-
una“, sem framsýnd var i
Ósló á fimmtudagskvöld,
lofi í gagnrýni sem birtist í
nokkrum stærstu blöðum
landsins.
20 mönnum bjargað
úr sjávarháska
TÍU mönnum var bjargað um borð í
þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnu-
dagsmorgun af Dísarfelli eftir að skip-
ið fórst 100 sjómílur suðsuðaustur af
Homafirði. Tveir menn fórast í slys-
inu. Skipveijamir á Dísarfelli vora um
tvo klukkutíma í sjónum eftir að skip-
inu hvolfdi í vonskuveðri suður af
landinu á sunnudagsmorgun. Þá
bjargaði áhöfn björgunarþyrlunnar tíu
manna áhöfn netabátsins Þorsteins
GK á mánudag áður en skipið strand-
aði, fylltist af sjó og valt á hliðina
undir Krísuvíkurbergi í slæmu veðri.
Fyrstu skip komu á staðinn um það
bil sem síðustu mennimir vora hífðir
frá borði og horfðu áhafnir þeirra á
skipið reka upp í klettana. Skipið ligg-
ur þar enn og er gerónýtt.
Ríkissljóm
lækkar skatta
TEKJUSKATTUR lækkar á næstu
þremur áram um 4% samkvæmt
ákvörðun ríkisstjómarinnar og dregið
verður úr jaðaráhrifum bamabóta og
vaxtabóta. Þessar ráðstafanir vora
kynntar á mánudag eftir að Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur, Iðja og
Rafiðnaðarsambandið gengu frá
kjarasamningi við vinnuveitendur þá
um morguninn. Skattprósenta í stað-
greiðslu lækkar í áföngum úr 41,98%
í 37,98% frá 1. janúar sl. til 1. janúar
1999.
Landsbankinn
kaupir í VÍS
LANDSBANKI íslands gekk á föstu-
dag til samninga við Eignarhaldsfé-
lag Brunabótafélags íslands um kaup
og kauprétt á eijgiarhlut þess í Vá-
tryggingaféjagi fslands og Líftrygg-
ingafélagi íslands. Kaupverð hluta-
bréfanna er samtals 3,4 milljarðar
króna.
Albanir óska eftir
aðstoð NATO
SALI Berisha, forseti Albaníu, og allir
stjórnmálaflokkar landsins óskuðu á
fimmtudag eftir
aðstoð Atlantshafs-
bandalagsins,
NATO, við að koma
á lögum og reglu í
landinu og „tryggja
fullveldi þess“. Al-
gjör upplausn hefur
ríkt í suðurhluta
landsins og hún
hefur nú breiðst til
norðurhlutans.
Vopnum var
stolið úr herstöð skammt frá Tirana á
fímmtudag og talið er að þar hafí ver-
ið að verki stuðningsmenn Berisha, sem
séu að búa sig undir átök í landinu.
Engu er líkara en her landsins hafi
gufað upp og margir hermenn hafa
flúið til heimahéraða sinna. Vopna-
birgðir hersins era í höndum uppreisn-
armanna, m.a. glæpamanna sem hefur
verið sleppt úr fangelsi í uppreisninni.
ítalir, Rússar, Bandaríkjamenn og
Bretar hafa flutt landsmenn sína og
aðra útlendinga frá Albaníu vegna
ástandsins. Berisha fól þingmanninum
Bashkim Fino, sem er sósíalisti og
andstæðingur forsetans, að gegna
embætti forsætisráðherra og á mið-
vikudag skipaði hann nýja bráðabirgða-
stjórn, sem nýtur stuðnings níu af tíu
fiokkum á þinginu. Fino kvaðst vilja
að gengið yrði til viðræðna við upp-
reisnarmennina.
Sali
Berisha
ERLENT
►BORÍS Jeltsín, forseti
Rússlands, fól Viktor
Tsjemomyrdín forsætisráð-
herra og Anatolí Tsjúbaís,
fyrsta aðstoðarforsætisráð-
herra, að stokka upp í rúss-
nesku stjóminni. Ljóst þykir
að Tsjúbais muni ráði mestu
um skipan nýrrar stjórnar
og hann á að fá mikil völd
í efnahagsmálum, en hann
stýrði einkavæðingunni i
Rússlandi á árunum
1991-96. Andstæðingar
Jeltsíns brugðust illa við
skipan hans en erlendir fjár-
festar fögnuðu henni.
►FULLTRÚAR Öryggis-
stofnunar samgöngumála í
Bandarikjunum (NTSB) og
bandaríska alrikislögreglan
(FBI) vísuðu á fimmtudag á
bug fullyrðingum um að
bandariski flotinn hefði
skotið niður Boeing-747
þotu flugfélagsins TWA eft-
ir flugtak frá New York 17.
júlí í fyrra. Pierre Salinger,
blaðafulltrúi Johns F.
Kennedys, fyrrverandi for-
seta, og hópur rannsóknar-
blaðamanna höfðu haldið
því fram að þeir hefðu sann-
anir fyrir því að bandaríski
flotinn hefði verið við leyni-
legar æflngar undan Long
Island, skotið flugskeyti á
þotuna fyrir slysni og valdið
þannig dauða 230 manna.
Israelsk börn myrt
SJÖ ísraelskar stúlkur biðu bana og
a.m.k. sex særðust þegar jórdanskur
landamæravörður hóf fyrirvaralaust
skothríð á hóp skólabarna á fimmtu-
dag. Mesta mildi þótti að fleiri skyldu
ekki hafa látið lífíð. Óttast er að sam-
búð Jórdana og ísraela versni vegna
árásarinnar og Hussein Jórdaníukon-
ungur og Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra ísraels, fordæmdu báðir at-
vikið.
►ALLT AÐ 100.000 rúand-
ískir flóttamenn streymdu
til bæjarins Ubundu í Zaire
um síðustu helgi vegna sókn-
ar uppreisnarmanna í aust-
urhluta landsins. Franski
ráðherrann Xavier Emm-
anuelli, sem var á svæðinu,
sagði nauðsynlegt að senda
þangað hersveitir til að
koma hjálpargögnum til
flóttamannanna.
FRÉTTIR
Elkem hækkaði til-
boð um 200 milljónir
Samningar náðust um
stækkun Járnblendi-
verksmiðjunnar á
Grundartanga í vikunni
eftir að stjórnendur Elk-
em komu með nýtt til-
boð um breytta eignar-
aðild. Egill Ólafsson
skoðaði bakgrunn
samninga um stækkun
verksmiðjunnar.
SAMKOMULAG eignaraðila
íslenska járnblendifélags-
ins hf. um stækkun verk-
smiðjunnar á Grundar-
tanga var gert á grundvelli tilboðs
stjómenda Elkem, sem fól í sér
að þeir hækkuðu fyrri hugmyndir
sínar um verðmæti verksmiðjunnar
úr 225 milljónum norskra króna í
245 milljónir. Þetta er hækkun um
rösklega 200 milljónir íslenskra
króna. Þetta tilboð Elkem kom
eftir að Jón Sveinsson, stjómar-
formaður íslenska járnblendifé-
lagsins, hafði hafnað beiðni Elkem
um að hann óskaði eftir því við
Landsvirkjun, að frestur eigenda
verksmiðjunnar til að taka ákvörð-
un um stækkun hennar yrði lengd-
ur. _
Áður en samningar tókust um
stækkun Járnblendiverksmiðjunn-
ar og breytta eignaraðild höfðu
staðið yfir mjög harðar samninga-
viðræður í marga mánuði milli eig-
enda verksmiðjunnar, aðallega ís-
lenska ríkisins og Elkem í Noregi.
Allir eignaraðilarnir þrír höfðu lýst
áhuga á að stækka verksmiðjuna
um einn ofn eftir að hagkvæmi-
könnun hafði leitt í ljós að stækkun
væri hagkvæm og gerði verksmiðj-
una mun samkeppnishæfari. Elk-
em setti hins vegar það skilyrði
fyrir stækkun að það fengi meiri-
hluta í fyrirtækinu. Samkomulag
um verðmæti þess var þess vegna
forsenda fyrir því að samningar
tækjust.
Elkem bað um
lengri frest
Upp úr viðræðum Elkem og ís-
lenska ríkisins slitnaði 28. febrúar,
fyrst og fremst vegna ágreinings
um verðmæti verksmiðjunnar.
Frestur til að taka ákvörðun um
stækkun rann út 8. mars og þann
dag var Landsvirkjun tilkynnt
bréflega að íslenska jámblendifé-
lagið hf. myndi ekki nýta sér
ákvæði raforkusamnings um að
kaupa raforku vegna þriðja ofns-
ins. Sama dag hafði fulltrúi Elkem
samband við Jón Sveinsson og ósk-
aði eftir að hann bæði Landsvirkj-
un um lengri frest. Jón hafnaði
því strax.
Þessi neitun undirstrikaði það
sem íslensk stjómvöld höfðu áður
sagt opinberlega að ekki yrði af
stækkun verksmiðjunnar vegna
ósamkomulags eigenda. Beiðni
stjómenda Elkem um lengri frest
sýndi hins vegar að enn var fyrir
hendi áhugi af þeirra hálfu á að
stækka.
„Ég tel að Elkem hafi treyst
því að íslensk stjórnvöld myndu
ekki sleppa þessu tækifæri til að
stækka verksmiðjuna. Þegar
stjórnendur fyrirtækisins sáu að
íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin
að teygja sig lengra en þau höfðu
JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN á Grandartanga.
gert breyttu þeir um afstöðu,"
sagði Jón.
Framkvæmdastj óri
kísiljárndeildar Elkem tók
frumkvæðið
Um síðustu helgi óskaði Guð-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri kísiljáms- og kísilmálmssviðs
Elkem, eftir fundi með Finni Ing-
ólfssyni iðnaðarráðherra þar sem
hann setti fram hugmyndir að
lausn þeirra ágreiningsmála sem
komu í veg fyrir stækkun. Þær
fólu í sér að Elkem samþykkti að
Jámblendiverksmiðjan yrði metin
á 245 milljónir norskra króna, en
á fyrri stigum viðræðnanna vildi
Elkem miða við 225 milljónir.
Hækkunin er rösklega 200 milljón-
ir íslenskra króna. Á
móti krafðist Elkem þess
að fá 51% hlutafjár.
Guðmundur tók við
framkvæmdastjórastarf-
inu í lok síðasta árs þeg-
ar viðræður við íslenska ríkið um
stækkum Grundartangaverksmiðj-
unnar vom langt komnar. Marius
Grönningsæter, aðstoðarforstjóri
Elkem, hélt hins vegar áfram að
leiða viðræðurnar fyrir hönd Elk-
em. Þegar þær voru komnar í
strand tók Guðmundur fmmkvæði
í málinu í samráði við æðstu stjóm-
endur Elkem, sem leiddi til þess
að hreyfíng komst á viðræðumar
að nýju.
Orkuverð hærra með
tveimur ofnum en þremur
Raforkusamningur íslenska
járnblendifélagsins og Landsvirkj-
unar, sem undirritaður var 30. jan-
úar sl., tekur gildi 1999 og gildir
í 20 ár. Hann felur í sér talsverða
hækkun á orkuverði frá eldri
króna eða rösklega 2,5 milljarða
íslenskra króna. Þetta þýðir að
gengi á hlutabréfum fyrirtækisins
er u.þ.b. 2,2. Hlutabréfin verða
skráð á hlutabréfamarkaði strax á
þessu ári og áformar íslenska ríkið
að selja sinn hlut í áföngum að
undanskildum 12% sem Elkem og
Sumitomo eiga kauprétt á ef samn-
ingar um frekari stækkun með
fjórða bræðsluofninum verða gerð-
ir fyrir 1. júlí 1999. Forkaupsréttur
þeirra á hlutafénu verður á geng-
inu 2,5, sem þýðir að miðað er við
að verðmæti verksmiðjunnar eftir
stækkun sé 3,5 milljarðar.
Guðmundur Einarsson sagði á
blaðamannafundi í fyrradag að
hann vænti þess að innan 10 ára
yrði tekin ákvörðun um byggingu
fjórða ofnsins. Ákvæðið
um forkaupsrétt að 12%
hlut íslenska ríkisins er
hins vegar fallið til þess
að flýta þessari ákvörð-
un. Ef Elkem og Sumi-
tomo nýta sér ekki forkaupsréttinn
fyrir 1. júlí 1999 fellur hann niður
og íslenska ríkið mun þá væntan-
lega selja þennan hlut á markaðs-
virði. Ef íslenskir fjárfestar sýna
áhuga á að kaupa hlut íslenska
ríkisins á talsvert hærra verði en
2,5 má búast við að það ýti undir
Elkem og Sumitomo að taka
ákvörðun um byggingu fjórða
ofnsins og að nýta sér forkaups-
réttinn. Heimsmarkaðsverð á
framleiðslunni og markaðsaðstæð-
ur koma einnig til með að ráða
miklu um hvort og þá hvenær
ákvörðun um byggingu fjórða
ofnsins verður tekin.
Markaðssamningi breytt
Samhliða samkomulagi um
stækkun gerðu eignaraðilar sam-
OrkuverAiA
hækkar í nýj-
um samningi
samningi. Orkuverðið verður hins
vegar nokkru lægra með þremur
ofnum en það hefði verið ef einung-
is tveir ofnar væru í verksmiðj-
unni. Ekki fæst uppgefið hvað
munurinn á verðinu er mikill eftir
því hvort ofnamir eru tveir eða
þrír, en um mikla fjármuni var að
tefla fyrir verksmiðjuna ef horft
er á allan samningstímann.
Jón Sveinsson sagði að ef horft
væri á innihald raforku- _______
samningsins væri ljóst
að það var tæplega for-
svaranlegt fyrir Elkem
að láta möguleikann á
stækkun verksmiðjunn-
ar renna sér úr greipum. Orkuverð-
ið hefði orðið óhagstæðara og verk-
smiðjan hefði ekki orðið eins hag-
kvæm.
Forkaupsréttur ýtir
undir frekari stækkun
Samkomulagið felur í sér að
verðmæti Járnblendiverksmiðjunn-
ar er metið á 245 milljónir norskra
Nýr fram-
kvæmdastjóri
ráAinn í apríl
komulag um að breyta markaðs-
samningnum við Sumitomo. Sumi-
tomo, sem og önnur fyrirtæki í
Japan, eiga kost á að kaupa mikið
magn af kísiljárni frá Kína á lágu
verði. Nýi markaðssamningurinn
felur í sér að Sumitomo kaupir
árlega 12.500 tonn af kísiljárni af
íslenska járnblendifélaginu í stað
20.000 tonna á heldur lægra verði
en áður.
________ í næsta mánuði verður
haldinn stjómarfundur í
íslenska járnblendifélag-
inu þar sem nýr fram-
kvæmdastjóri verður
ráðinn. Jón Sveinsson
hefur undirbúið ráðningu með því
að taka saman 8-9 manna lista,
sem lagður verður fyrir stjórnina.
Jón sagði að eining væri milli eig-
enda um að samkomulag yrði að
takast milli allra eigenda um nýjan
framkvæmdastjóra.
Aðalfundur Járnblendifélagsins
verður haldinn í vor þegar Alþingi
er búið að breyta lögum um félagið-