Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 6
 -T"\: .-•/ — • | 6 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997________________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sænski Hægriflokkurinn um NATO-aðild Svíþjóðar „Hlutleysisstefna Svía er dauð“ í skýrslu sænska Hægriflokksins er því slegið föstu að lítið sé eftir af hlutleysis- stefnu Svía. Henrik Landerholm þingmað- ur segir í samtali við Sigrúnu Davíðs- dóttur að aðild að Atlantshafsbandalag- inu sé eðlilegt framhald núverandi stefnu. Spenna í stjórnmálum Katalóníu á Norður-Spáni JORDI Pujol, leiðtogi þjóðernissinna í Katalóníu á Norður-Spáni, ræðir við fréttamenn. Nýjar tillögrir um stöðu katalónsku valda deilum læf'BAKSVIÐ Jordi Pujol, leiðtogi þjóðemissinna í Katal- óníu, kann að hafa gengið of langt með nýjustu tillögum sínum um yfírburðastöðu katalónsku í héraðinu. Ásgeir Sverrisson, fréttaritari Morgunblaðsins á Spáni, segir frá deilum katalónskra þjóðemisinna, sem gætu haft áhrif á landsvísu. AÐILD Svia að Atlantshafs- bandalaginu er eðlileg þró- un þess að hlutleysistefna Svía er dauð,“ segir Henrik Lander- holm þingmaður sænska Hægri- flokksins og einn af höfundum nýrrar skýrslu flokksins um vam- armál. En hann undirstrikar að það sé ekki spuming um aðild í dag eða á morgun, heldur sé um að ræða ferli ér stefni í þessa átt. Meðan hvorki Finnland né Svíþjóð séu aðilar að NATO sé eðlilegt að Norðurlöndin vinni dyggilega sam- an að varnarmálunum á norður- slóðum. Landerholm segist líta svo á að hlutleysisstefna Svía hafi verið úr sögunni síðan þingið samþykkti breytingar á henni árið 1992. Þá var horfíð frá því að landið skyldi standa utan hemaðarbandalaga og vera skyldugt að halda uppi vamar- hæfni, en þess i stað skyldi landið vera utan hernaðarbandalaga til að geta verið hlutlaust ef ófriður skylli á í nágrannalöndunum. Um leið og stefnunni hafði verið hnikað til á þennan hátt heyrðust raddir um að Svíar gætu ekki horft á aðgerðarlausir ef til dæmis Rússar réðust inn í Eystrasaltslöndin og undir það tekur Landerholm. í NATO innan fimm ára? Aðild Svía að Evrópusamband- inu segir Landerholm endanlega undirstrikun endaloka hlutleysis- stefnunnar, því þó að ESB sé ekki hernaðarbandalag sé það bandalag um efnahagsmál og sameiginleg gildi aðildarlandanna. En NATO- aðild er enn viðkvæmt mál í Sví- þjóð, ekki síst meðal jafnaðar- manna og því undirstrikar hann að óskynsamlegt sé að þrýsta um of á NATO-umræðuna. „ Allir eru hlynntir NATO og hver lofsöngur- inn á fætur öðrum kveður við um gildi NATO fyrir öryggi og stöðug- leika í Evrópu og þátt Bandaríkj- anna þar í, en sem stendur er bein aðild ekki á döfinni. Stuðningurinn Svía við NATO kemur skýrt fram í að þeir hafa tekið tveimur höndum hveiju boði bandalagsins um sam- vinnu. NATO er viðurkennt sem kjarninn í stöðugleika Evrópu.“ Landerholm segir erfitt að fullyrða um tímaáætlun eða hvert ferli Svía inn í NATO verði. Það sé fyrst og fremst undir Jafnaðarmanna- flokknum komið, „en mér þætti ekki ósennilegt að umsókn um sænska aðild komi fram á næstu fimm árum eða svo.“ Hlutleysisstefna Svía fól í sér að Svíar miðuðu við að geta séð sjálfir um vamir landsins. Með nið- urskurði í kjölfar breyttra að- stæðna standast fyrri varnarfor- sendur ekki lengur og Svíar eru ekki lengur færir um að veija land- ið. „Við erum á verði gegn myrkra- öflum í Rússlandi og þótt ekkert bendi til þess nú gætu Rússar her- væðst aftur eftir 8-10 ár.“ Styrkar vamir til lengri tíma séu mikilvæg rök fyrir NATO-aðild, þegar NATO stefni í að verða kjarninn í vörnum Evrópu. Staða Eystrasaltslandanna Staðan í Eystrasaltslöndunum er mikilvægur hlekkur í öryggi Svía og Landerholm segir aðild landanna þriggja að NATO og ESB brennandi spumingu fyrir Svia. Þótt þeir geti ekki haft áhrif á aðild að NATO geti þeir með aðild sinni að ESB gengið erinda land- anna þar. Hin opinbera stefna ESB sé að semja sérstaklega við hvert land. Eistland standi vel að vígi, og jafnvel betur en Pólland, sem talið er líklegt að verði í fyrstu umferð stækkunar. Þýskaland hef- ur sýnt Póllandi áhuga, Eystrasalt- slöndunum síður, en Landerholm segir mikilvægt að tekið sé á hveiju landi á eigin forsendum, en ekki farið eftir stefnu einstakra ESB- landa. Þótt engin ógn steðji að Svíþjóð eða Norðurlöndum og þau séu ekki öll í NATO segir Landerholm að þau geti af hreinni hagkvæmni unnið saman á sviði varnarmála. NÝJAR tilögur sem Jordi Pu- jol, leiðtogi þjóðemissinna í Katalóníu á Norður-Spáni, hefur lagt fram og tryggja eiga yfír- burðastöðu katalónsku hafa valdið verulegri spennu í stjórnmálum hér- aðsins. Líkur eru jafnvel taldar á því að bandalag þjóðernissinna í Katalóníu gefí upp öndina en kosn- ingar þar gætu síðan haft mikil áhrif á stjórnmáiaþróunina á Spáni. Jordi Pujol er leiðtogi katalónska flokkabandalagsins Covergencia i Unió (CiU), sem samanstendur af flokki hans, Convergencia Democr- ática de Catalunya (CDC) og Unió Demoerática de Catalunya (UDC), sem Josep Antoni Duran Lleida stýr- ir. Flokkabandalagið CiU styður síð- an stjórn Þjóðarflokks José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, og þá skoðun má auðveldlega rökstyðja að Pujol sé áhrifamestur spænskra stjórnmálamanna þar eð hann hefur líf ríkisstjórnar hægri manna í hönd- um sér. Hin eilífa glíma við miðstj órnarvaldið Spænsk stjórnmál snúast að stærstum hluta um viðleitni hérað- anna til að tryggja sér aukna sjálf- stjórn frá miðstjórnarvaldinu í Madrid. Þar sem katalónskir þjóð- ernissinnar vörðu áður minnihluta- stjórn sósíalista undir forsæti Felipe Gonzalez falli og styðja nú stjórn Aznars hafa þeir verið í lykilstöðu í spænskum stjórnmálum. Af þessu leiðir að þeir hafa náð miklum ár- angri í glímunni eilífu við miðstjórn- arvaldið. Katalónskir þjóðernissinn- ar fullyrða jafnan að þeir greiði meira til miðstjórnarvaldsins en þeir þiggja þaðan og því haldi þeir uppi ýmsum fátækari héruðum Spánar sem einkum eru í suðurhluta lands- ins. Margir draga þessar fullyrðing- ar í efa en óumdeilanlegt er að tekj- ur í Katalóníu og iðnhéruðunum í norðri eru 20-30% yfir landsmeðal- tali. „Tungumála-fasismi" Pujol er ákafur þjóðernissinni og nú hefur hann kynnt nýjar tillögur sem tryggja eiga yfirburðastöðu katalónsku í héraðinu, tillögur sem margir telja jaðra við „tungumála- fasisma". Á tímum einræðisstjórnar Franc- isco Francos naut það sjónarmið einskis skilnings að virða bæri hinar ýmsu mállýskur sem talaðar eru á Spáni. Stjórnin ákvað einfaldlega að öll viðskipti og öll uppfræðsla ung- viðisins skyldi fara fram á spænska ríkismálinu, kastílönsku. Katalóníu- búar rifla gjarnan upp þessa myrku daga einræðisins þó svo þeir hafi auðveldlega getað notað katalónsku á þessum tíma auk þess sem þó nokkur hluti kennslu fór fram á máli þeirra. Jafngildar tungur Árið 1978 var kveðið á um það með stjórnarskrárbreýtingu að spænska og katalónska skyldu telj- ast jafngildar tungur, sem var vit- anlega mikill sigur fyrir þjóðernis- sinna í Katalóníu þar eð allir sem þar búa tala spænsku en einungis um helmingurinn katalónsku. Jordi Pujol ákvað að tímabært væri að breyta þeirri skipan mála og bauð að öll kennsla í ríkisskólum og há- skólum skyldi einungis fara fram á katalónsku. Þetta vakti vitanlega litla hrifningu á meðai þeirra sem einungis voru spænskumælandi en sáu nú fram á að skattfé þeirra yrði notað til að mennta börn þeirra á framandi máli. Þessu vísaði Pujol á bug og fór lítt dult með þá skoðun sína að þeir sem vildu ekki una þessu fyrirkomulagi gætu einfaldlega haft sig á brott. „Katalónska töluð hér“ Nú vill Pujol ganga lengra og m.a. skylda öll fyrirtæki til að hafa katalónsku-mælandi starfsmenn á launaskrá til að unnt verði að sinna þeim viðskiptavinum sem ekki vilja tjá sig á spænsku. Skilti og auglýs- ingar eiga sömuleiðis, lögum sam- kvæmt, að vera annars vegar á ka- talónsku en hins vegar á katalónsku og spænsku. Með öðrum orðum munu þau sem eru einungis á spænsku hverfa. Á meðal þeirra sem telja að Pujol hafi nú gengið of langt er Josep Antoni Duran Lleida, leiðtogi UDC. Haft er fyrir satt að Duran Lleida hafi þungar áhyggjur af þeirri nei- kvæðu ímynd sem katalónskir þjóð- ernissinnar séu að skapa sér með þessari framgöngu Pujol. Þá hefur Duran Lleida sýnt þess æ oftar merki að undanförnu að hann hygg- ist ekki lengur sætta sig við yfirgang Pujols sem jafnan kemur fram eins og sá sem valdið hefur. Metnaður og valdabarátta í liðinni viku sauð síðan upp úr í samkiptum þessara tveggja og var jafnvel talið að upp úr samstarfinu myndi slitna, sem líklega hefði í för með sér kosningar í Katalóníu. Á síðustu stundu tókst að breiða yfír ágreininginn en sumir spænskir fréttaskýrendur telja hugsanlegt að flokkabandalagið klofni í nánustu framtíð. Færi svo myndi algjör óvissa ríkja um viðgang ríkisstjórnar hægri manna. Valdabarátta skýrir einnig að hluta stjórnmálaspennuna í Katalón- íu. Þótt Pujol hafi enn sem komið er ekki sýnt nein merki þess að hann hyggist draga sig i hlé sem leiðtogi katalónska flokkabandalagsins CiU eru menn þegar teknir að leita eftir- manns hans innan flokks hans, CDC. » Þá skipan mála getur Duran Lleida ekki hugsað sér; hann hyggst sjálfur f taka við leiðtogastöðunni af Pujol ) og verða maðurinn sem ræður lífi ríkisstjórna á Spáni. FÆST í HtlLSUBÚÐUM. APÓTEKUM 00 HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA. jEILSUVÖRUR UR ÍSLENSKUM FjALLAGRÖSUM - ÞVÍ AÐ HEILSAN ER FJÁRSJÓÐUR Fjallagrasa- og ginsenghylki Fjallagrasa-, sólhatts og engiferhylki Fjallagrasahjlki I ISLENSK FIALLAGRÖS H F. SlMI 567 4488 PROFAÐU FjALLAGRASAHYLKI - PAU ERU MARGRA MEINA BÓT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.