Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarráðuneyt.ið hefur gefið fyrsta leyfið til flutninga á lifandi hafbeitarlaxi í laxlausa veiðiá síðan bann var lagt á slíka flutninga eftir að hin skæða kýlaveiki gaus upp í Elliðaánum og Kollafírði sumarið 1995. Leyfisveitingin er fyrir Norðlingafljót í Borgarfírði þar sem hafbeitarlaxi hefur verið sleppt allar götur síðan 1987, utan að í fyrra var það bannað.Guðmundur Guðjónsson varð þess áskynja að flutningr laxa í laxlausar ár getur verið tvíeggjuð og umdeild athöfn. Morgunblaðið/Árni Sæberg. VEIÐIMAÐUR með góða morgunveiði úr Elliðaánum í ágúst 1995. En gleði hans er blendin enda eru tveir fremstu laxarnir greini- lega sýktir af kýlaveiki. Ekki eru allir sáttir við þessa framvindu mála, benda á að veikin sé mjög skæð og bráðsmitandi og ekki sé unnt að þvertaka fyrir að hún geti ekki náð sér aftur á strik. Tjón á lífríki geti þá í versta falli orðið gífurlegt og hér geti meiri hagsmunir verið í húfí fyrir minni. Menn benda á reynslu t.d. Norð- manna og Skota, en laxastofnar margra áa í þeim löndum hafa hrun- ið í gegnum árin eftir kýlaveikismit. Aðrir fískstofnar áa verða einnig fyrir barðinu, bleikja, sjóbirtingur og staðbundinn urriði. Til að rifja aðeins upp forsögu þessa máls skaut kýlaveiki upp koll- inum, í fyrsta skipti hér á landi, í Elliðaánum snemma í ágúst 1995 og nokkrum dögum síðar fannst veikin bæði í fullvöxnum laxi og eid- isseiðum í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafírði. Mikið írafár greip um sig. í Elliða- ánum var allur sjúkur og dauður lax hreinsaður úr ánum jafnóðum og hann fannst og veiðarfæri og fatnað- ur veiðimanna var sótthreinsaður í lok hvers veiðidags. Eftirlit var og hert víðar og sáu veiðimenn ekki síst um það sjálfír með því að senda til athugunar alla Iaxa sem báru áverka eða sár, en einkenni kýlaveikinnar er einmitt upphleypt roð með opnum sárum sem bæði biæðir og vessar úr. Þá er gotrauf oft blæðandi. í eld- isstöðinni í Kollafírði var öllu fargað. Meðal þeirra aðgerða sem gripið var til í Elliðaánum var að loka laxa- stiganum úr ánum yfír stífluna og inn í Eiliðavatn og þar með svæði ofar sem lax gengur til og hrygnir á. Síðast varð vart við kýlaveikina í tveimur hoplöxum í Elliðaánum vorið 1996 auk þess sem veikin gaus um vorið upp í keri þar sem gönguseiði voru geymd. Um sumarið lét veikin hins vegar ekki á sér kræla þrátt fyrir að það væri almennt mál manna að skilyrði til þess væru öll hin bestu. Smitleiðin hættulega Fiskifræðingum þótti sýnt að þótt erfitt væri að átta sig nákvæmlega á því hvenær veikin hélt innreið sína, væri langsamlega líklegast að hún hefði borist í íslenskar ár með vil- luráfandi hafbeitarlöxum af erlend- um uppruna, en algengt er að haf- beitarlaxar rati ekki heim og flækist með framandi laxahópum eitthvað allt annað en til stóð. Frá því að menn fóru að gera til- raunir með sleppingu hafbeitarlaxa úr Lárósi í Norðlingafljót sumarið 1987 hefur því fyrirkomulagi vaxið mjög fískur um hrygg og síðustu sumur hefur hafbeitarlaxi verið sleppt í allmargar ár, bæði laxlausar ár á borð við Norðlingafljót og einn- ig ár þar sem lax hefur verið af skornum skammti, t.d. í Núpá á Snæfellsnesi og Reykjadalsá í Borg- arfirði. Fiskifræðingar hafa jafnan verið lítt hrifnir af þessum laxaflutning- um, enda var hætta talin vera á smithættu ýmis konar sjúkdóma áður en kýlaveiki gerði vart við sig hér á landi. Þá hefur verið bannað með lögum að flytja laxa á milli landshluta, bæði vegna smithættu og eins vegna hættu á stofnablöndun sem talin er geta raskað erfðareigin- leikum einstakra stofna. Hefur þurft undanþágur til að fá leyfi til slíkra flutninga. Til að fá leyfi þarf viðkomandi veiðifélag að fallast á fyrirkomulag- ið og einnig veiðimálastjóri. Áður en til kasta ráðuneytisins kemur hvílir hins vegar mest á fisksjúk- dómanefnd og ef hún segir já, þá er fátt í veginum. Jón Gíslason á Lundi í Lunda- reykjadal, formaður Veiðifélags Borgarfjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sleppingarnar í Norðlingafljót hefðu alltaf verið deilumál. Allt þar til í vetur, hefur Veiðifélag Borgarfjarðar verið for- svarsaðili laxaflutningsbeiðnanna, en nú bregður svo við að leitað er eftir samþykki Veiðifélags Hvítár og Norðlingafljóts. „Veiðifélag Borgarfjarðar hefur til þessa samþykkt laxaflutningana fyrir sitt leyti, kannski með semingi því menn eru meðvitaðir um smit- hættuna sem þessu fylgir og einnig getur stofnablöndun orðið vegna þessa. Að þessu sinni þykir okkur óvarlega farið. Þetta er of fljótt, enda treystir físksjúkdómanefnd sér ekki til að lýsa því yfír að kýlaveik- in geti ekki skotið aftur upp kollin- um. Annars virðist skoðun okkar engu máli skipta og við heyrum það utan að okkur að ráðuneytið líti ekki leng- ur á Veiðifélag Borgarfjarðar sem veiðifélag í hinum venjulega skiln- ingi. Að vísu er félagið samtök veiði- félaga í héraðinu, en ráðuneytið hef- ur eigi að síður staðfest samþykktir félagsins í Stjórnartíðindum. Mér fínnst að ráðuneytið eigi þá í kjölfar- ið að tilkynna það í Stjórnartíðindum að ekki sé lengur tekið mark á Veiði- félagi Borgarfjarðar," sagði Jón á Lundi. Toppurinn á trénu ... Sú skoðun Jóns formanns á sér þá rót að það varði ekki einvörðungu landeigendur við Norðlingafljót hvort undanþága sé veitt fyrir flutn- ingi á hafbeitarlaxi. Norðlingafljót fellur til Hvítár í Borgarfirði í efstu byggðum eftir að hafa runnið um óbyggðir og heiðalönd. Neðar falla til Hvítár nokkrar af bestu laxveið- iám landsins. Ekki er á önnur veiði- svæði hallað þótt fullyrt sé að Hvítá og þverár hennar séu mestu laxveið- iár landsins. Komi upp kýlaveiki í hafbeitarlaxi í Norðlingafljóti, eigi sýkin greiða leið í allar hinar perlurn- ar, Norðurá, Grímsá, Þverá, Kjarrá, Flóku, Gljúfurá, Hvítá sjálfa og jafn- vel Langá. „Það má kannski segja að smit- hættan sé ekki mikil og langsótt að ætla að það versta gerist, að allt vatnasvæðið verði undirlagt. En menn eru hræddir við sjúkdóma- hættu og erfðablöndun. Arður af laxveiði í Hvítá og þverám hennar er um 80 milljónir króna á ári þann- ig að ekki eru smápeningar í húfi. Menn sjá hvað gerðist í Elliðaánum, það dró úr veiði og tilvist veikinnar hafði fælingaráhrif á veiðimenn," sagði Jón. Nú liggur fyrir undanþágubeiðni hjá landbúnaðarráðherra frá leigu- tökum Hellisár á Síðu og Núpár á Snæfellsnesi og hefur fisksjúkdóma- nefnd fundað um beiðnina og gert ráðuneytinu viðvart um afstöðu sína. Sumarið 1995, er kýlaveikin blossaði upp, var nokkur hundruð löxum frá Kollafirði sleppt í ána. Einn kýlaveikur lax fannst í ánni, sá eini sem fannst utan Elliðaánna og Kollafjarðarstöðvarinnar. Reynt var að ná öllum laxi úr Hellisá, en vafasamt er að það hafí tekist, varn- argirðingar höfðu brostið og laxar sáust mun neðar í ánni heldur en menn áttu von á. Hellisá er landfræðilega svipað staðsett og Norðlingafljót. Hún er inn á heiðum og fellur til Skaftár. Skaftá rennur til sjávar og í hana falla ótal sjóbirtingsár. Þá fellur drjúg kvísl, Eldvatn, frá Skaftá til Kúðafljóts, þannig að allt svæði þess er um leið komið í ferlið, m.a. fleiri afburðagóð sjóbirtingssvæði. Af þessum sökum er mikil andstaða í Skaftafellssýslum við umræddum laxaflutningum. Eigi að síður bendir flest til þess að Ieyfi verði veitt fyr- ir flutningum á laxi í Hellisá. „Engin rök... Gísli Jónsson fisksjúkdómafræð- ingur á Keldum er einn af aðalráð- gjöfum fisksjúkdómanefndar og hann sagði í samtali við Morgunblað- ið að eftir að nefndin hefði farið yfir öll sín gögn hefði það verið sam- dóma álit hennar að ekki væri hægt að gera upp á milli beiðna frá Norð- lingafljóti annars vegar og Hellisá hins vegar. „Það eru engin rök fyrir því að heimila flutninga í Norðlingafljót en ekki í Hellisá. Nefndin hefur ekki lagst gegn því að flytja megi lax í laxlausar ár og tekur það skýrt fram í bréfí til ráðuneytisins. Varðandi beiðnina frá leigutökum Núpár tök- um við ekki afstöðu, en það má kannski segja að þó áin hafí mjög smáan laxastofn er hún stutt, fellur beint til sjávar og er ekki á mjög viðkvæmu svæði. Stöðunni í dag má líkja við vorið 1994, er við höfðum aldrei séð kýla- veikina í íslenskum ám. Auðvitað er aldrei hægt að útiloka að hingað komi flökkufiskar sýktir af kýla- veiki, en við getum ekki lifað hér samkvæmt einhverri forsjárhyggju. Það verður að skoða hlutina í réttu samhengi og aðalprófsteinninn var í sumar, í Elliðaánum. Þar voru öll skilyrði til þess að veikin blossaði upp, en hún gerði það ekki. Það má ætla að aðgerðirnar sem gripið var til hafi dugað til að slökkva á sýking- unni. Við tókum allan sjúkan fisk úr ánum, bæði um sumarið, haustið og hoplax vorið eftir. Út frá sjúk- dómahliðinni sér nefndin enga ástæðu til að viðhalda banninu, en hitt er svo ljóst, að ef það finnst svo mikið sem einn kýlaveikur lax, verð- ur öllum leyfum kippt til baka og málið skoðað upp á nýtt.“ Hvers vegna að taka áhættuna og hversu hættuleg er smithættan að þínu mati? „Að taka áhættu segir þú. Eins og ég benti á, var engin kýlaveiki í Elliðaánum síðasta sumar þrátt fyrir kjöraðstæður. Elliðaámar eru kannski einar þeirra áa sem líkleg- astar eru til að verða fyrir barðinu á kýlaveiki hér á landi. Það eru fáar ár hér á landi sem hæfa kýlaveiki- veirunni. Samanburður við Noreg, þar sem veikin hefur verið landlæg og gert mikinn óskunda, er erfiður. Yfír höfuð eru íslensk vatnsföll kald- ari en í Noregi og þar að auki er þéttriðið net kvíaeldis víða með ströndum. Þar var smitið hvað mest og þar smituðust villtu laxarnir. Nú er kvíalaxinn meira og minna bólu- settur og norsku árnar eru að hreinsa sig af veikinni. Hér telst það merkilegt ef á nær 16-17 gráðum en í Noregi ná marg- ar ár að jafnaði því hitastigi að sum- arlagi. Norðlingafljót og alveg sér- staklega Hellisá eru kaldar. Mikill hluti vatnakerfís Skaftár og Kúða- fljóts er auk þess kaldur og mikið um jökulvatn. Satt að segja efast ég um að við hefðum séð faraldur af því tagi sem var 1995 í Elliðaán- um ef sýktu fiskarnir hefðu t.d. álp- ast upp í Borgarfjarðarámar að ég tali nú ekki um einhveijar ár fyrir norðan. Eflaust höfum við ekki séð síðasta kýlaveika laxinn, en við höf- um nú þegar lært mikið af reynsl- unni,“ segir Gísli. Aukið eftirlit... Gísli bætir við að í gegn um árin hafi verið brotalamir á öryggismál- um varðandi sleppingar hafbeitarlaxa í ár. Girðing- ar sem eigi að koma í veg fyrir að laxarnir sleppi úr ánum og leiti réttra heim- kynna sinna hafi oftar en einu sinni brugðist og lax- arnir komist úr ánum og farið á flakk. Leyfisveiting- um nú fylgi hins vegar strangari ákvæði um ör- yggisbúnað en nokkru sinni fyrr. Með því verði fylgst og auk þess verði tekin sýni úr löxum sem veiðast í ánum. „Við ætlum að leggja mikla áherslu á þetta þannig að ef menn verða uppvísir að því að fara ekki að reglum sem settar verða geti þeir gleymt því að sækja aftur um leyfí,“ segir Gísli og hann á einn- ig lokaorðin: „Það getur auðvitað komið fyrir hvaða lax sem er að smitast af kýla- veiki í hafinu. En ef út í það fer eru kannski hafbeitarlaxar öruggustu laxar sem hægt er að hugsa sér. Þeir eru undan hreinum foreldrum, lausir við nýrnaveiki, kýlaveiki og aðra kvilla. Eru heilbrigðir þegar þeir halda sem seiði í hafbeitina." „Það má kannski segja að smithættan sé ekki mikil og langsótt að ætla að það versta ger- ist, að allt vatnasvæðið verði undirlagt. En menn eru hræddir við sjúkdómahættu og erfðablöndun..."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.