Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 16

Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SKOLAHLJOMSVEIT Grafarvogs. Gallerí Hornið eins árs GALLERÍ Hornið fagnar eins árs afmæli sunnudaginn 16. mars. Af því tilefni leika þrír Rússíbanar, Guðni Franzson, Daníel Þorsteinsson og Einar Kristján Einarsson, nokkur létt lög frá og með kl. 20 um kvöld- ið. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og eru allir vejunnarar Homsins boðnir velkomnir. í galleríinu stendur nú yfir sýning Gígju Baldursdóttur. ------»-♦' »----- • BUNKI með fimmtán ástarbréf- um rússneska tónskáldsins Sergej Rachmaninov til ljóðskáldsins Mariettu Shaginjan var seidur fyr- ir skömmu þjá Sotheby’s-uppboð- inu í London á tæpar 2 milljónir ísl. kr. Flest eru bréfin frá 1912-13 en þá var tónskáidið 39 ára og hafði verið kvænt í tíu ár. Shaginj- an var fimmtán árum yngri. Handritasérfræðingur Sothe- by’s segir ljóst af lestri bréfanna að Rachmaninov hafi verið ger- samlega heillaður af skáldkonunni ungu en ekki er vitað hvort þau áttu í ástarsambandi. Á sama uppboði seldust einnig fyrstu drög Wagners að Tann- hauser fyrir 8,5 milljónir ísl. kr., uppkast Beethovens að Missa sol- emnis fyrir 7 miHjónir og tólf síðna handrit Mozarts fyrir tæpar 5 milljónir. •TÓNSKÁLDIÐ Nicholas Maw hyggst semja óperu eftir hinni þekktu bók Williams Styrons „Val Sophie" sem einnig hefur verið gert kvikmynd eftir. Vonast er til þess að hún verði flutt árið 1999 eða 2000, þegar hús konunglegu óperunnar hefur verið opnað eftir gagngerar endurbætur. Fjölskyldu- tónleikar í Grafarvogi SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafarvogs heldur upp á fjög- urra ára afmæli sitt með fjöl- skyldutónleikum í félagsmið- stöðinni Fjörgyn í dag, sunnu- daginn 16. mars kl. 17. Báðar hljómsveitir skólans koma fram og leika lög úr ýmsum áttum, m.a. syrpu af ABBA lögum, lög úr Fiðlaranum á þakinu, verk eftir Henry Mancini og sígaunalag eftir P. Marquina. Aðgangur er ókeypis. Einangrun óbósins rofin EYDÍS Franzdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir. EYDÍS Franzdóttir óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika mánudaginn 17. mars kl. 20.30 í Gerðarsafni í Kópavogi. „Það er ekki oft að hér eru haldnir heilir tónleika, þar sem leikið er á óbó,“ sagði Eydís Franzdóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Það eru svo fáir, sem leika á óbó, að það hefur orðið utangáttar í tónlistarlífinu. Nemendur í skólum velja ekki þetta hljóðfæri og þegar spurt er af hveiju, þá er það vegna þess, að þeir þekkja eng- an, sem leikur á óbó. Þessir tónleikar eru tilraun til að ijúfa einangrun óbósins." Efnisskrá tónleikanna hefst á þremur litlum verku Gavotte, Elegiac Dance og Presto, eftir enska tónskáldið Michael Head. Þýska skáldið Paul Hindemith á annað verkið á tónleikunum, Sónötu fyrir óbó og pianó, sem hann samdi 1938. Þriðja verk tónleikanna er Morceau de Salon op. 228 eftir tékkneska tónskáldið J.W. Kaliwoda og eftir Antal Doráti verða flutt fimm smáverk í frásagn- arstíl. Eftir danska tónskáldið Carl Nielsverða flutt tvö verk Rómansan og Húmoreska. Lokaverk tónleik- anna er Sónata op. 166, eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saens. „Þessi efnisskrá er ákaflega að- gengileg fyrir fólk,“ sagði Eydís. „Þetta eru falleg verk og krefjandi og öll samin fyrir þetta hljóðfæri." Eydís Franzdóttir lauk burtfar- arprófi i obóleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1987 og stundaði framhaldsnám í London. Hún lék um skeið með sam-evrópsku hljóm- sveitinni Acadya, en var svo ráðin 1. óbóleikari tékknesku útvarps- hlómsveitarinnar í Pilzen í apríl 1992. Eydís hefur komið fram sem einleikari, með kammerhópum og með hljómsveitum víða um Evrópu og á íslandi, þar sem hún starfar nú og leikur m.a. með Caput-hópn- um og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs. Brynhildur Ásgeirsdóttir lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði framhaldsnám í Utrecht og Amsterdam í Hollandi. Hún starfar nú sem tónlistarkenn- ari í Reykjavík og hefur að auki fengist við undirleik m.a. með söngvurum og í kórstarfi. Völundarhús draumanna Morgunblaðið/Halldór Halldóra Geirharðsdóttir fór á miklum kostum í hlutverki Betu. LEIKUST Leikfélag Reykjavíkur VÖLUNDARHÚS Höfundur: Sigurður Pálsson. Leik- stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- arar: Ari Matthíasson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kristján Franklín Magn- ús, Pétur Einarsson, Sigurður Karls- son, Þorsteinn Gunnarsson, Valgerð- ur Dan og Þórhallur Gunnarsson. Sviðsmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Þórunn Jónsdóttir. Lýs- ing: Láms Bjömsson. IRjóð: Baldur Már Amgrimsson. Stóra sviðið, föstudagur 14. mars. UPPSETNING á nýju ís- iensku leikriti hlýtur alltaf að sæta tíðindum, en þó sérstaklega þegar um er að ræða spennandi verk eins og það sem frumsýnt var á föstudagskvöldið á stóra sviði Borgarleikhússins. Völundarhús Sigurðar Pálssonar er verk sem stendur undir nafni í margvísleg- um skilningi. Titillinn vísar beint í það hús sem leikurinn gerist í og óbeint bæði í fornar og nýjar goðsögur. Einnig má yfirfæra heitið á þann texta sem leikurun- um er lagður í munn og er bæði margræður, lagskiptur og vísar í margar áttir - eins og gangar völundarhúss. í verkinu takast á fortíð og nútíð, draumar og veruleiki, hug- sjónir og gróðahyggja, svo fátt eitt sé nefnt. Textinn er víðast hvar feikna vel saman settur, en hefði þolað dálítinn niðurskurð því hann er fulllangdreginn á köflum - en það spillti þó sjaldnast áhuga manns til muna. Það fyrsta sem kemur á óvart er sviðsrýmið og reyndar áhorf- endarýmið einnig, en áhorfendur sitja uppi á stóra sviðinu (það er lokað út í áhorfendasalinn) og leik- ið er mest „baksviðs“ og í hliðar- sölum við hið eiginlega svið. Þetta er afar vel heppnað, sviðið er hrátt og fráhrindandi á margan hátt og þannig hentar það fullkomlega sem umgjörð um leikinn sjálfan og gefur sannfærandi mynd af því vöruhúsi sem leikurinn á að gerast í. Þetta rými er nýtt á mjög útsjón- arsaman hátt og eiga sviðshöfund- ur, Steinþór Sigurðsson, og leik- stjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir, bæði lof skilið fyrir lausnir sínar á þessu sviði. Búningar Þórunnar Jónsdóttur eru hugmyndaríkir og falla vel að annarri umgjörð verks- ins og lýsing Lárusar Björnssonar átti mikinn þ'átt í heildarmyndinni eins og einnig leikhljóð Baldurs Más Arngrímssonar sem voru vel unnin og áhrifamikil. Persónugalleríi leikritsins má vel skipta í þijá hópa: Það er geng- ið (,,þrenningin“) sem rekur spila- vítið í kjallaranum, þeir Leó (Þor- steinn Gunnarsson) og Barði (Sig- urður Karlsson), menn með furðu- lega fortíð og vafasama nútíð sem standa vel undir rándýrsnöfnum sínum. Og „kettlingurinn" þeirra hún Ylfa (Hanna María Karlsdótt- ir) sem ekki virðist minna harðsv- íruð en karldýrin. Svo er það leik- hópurinn sem hefst við á miðhæð- inni (og vonast að líkindum eftir glæstri framtíð á listasviðinu) og samanstendur af fimm ungmenn- um: Betu (Halldóru Geirharðsdótt- ur), Rósu (Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir), Hilmari (Ari Matthíasson), Val (Björn Ingi Hilmarsson) og Hálfdan (Þórhallur Gunnarsson). Og síðan er það fjölskyldan: Völ- undur (Pétur Einarsson), kona hans Vala (Valgerður Dan), móðir hennar Vilborg (Guðrún Ásmunds- dóttir) og dóttir hennar Beta, sem fyrr er talin. Utan hópanna stend- ur síðan Daníel Samúelsson (Krist- ján Franklín Magnús) sem er lengi vel í sömu stöðu og áhorfendur og fylgist (dálítið ringlaður í byij- un) með því sem fram fer í hús- inu, en sogast síðan inn í atburða- rásina og gæti allt eins orðið einn af ijölskyldinni í framtíðinni. Samskipti á milli hópanna og einstaklinga innan þeirra er sá efni- viður sem leikfléttan er gerð úr. Margar sögur fara fram samtímis og tengjast þær allar á einn eða annan hátt. Frásagnaraðferð Sig- urðar í þessu verki líkist helst „rammafrásögn" þar sem sögur em sagðar inni í öðrum sögum. Yst er saga Völundar sem er (a.m.k. á pappírunum) eigandi hússins og á sér þann draum að stofna innan veggja þess „miðstöð minninganna"; menningarmiðstöð með ýmiss konar starfsemi á hverri hæð. Pétur Einarsson túlkar þenn- an mann sem er nokkuð við aldur, lifir mestmegnis í fortíðinni og á draumum sínum. Pétur gerði margt afar vel í persónusköpun sinni en gormæli persónunnar fannst mér ekki auka neina vídd í karakterinn og virkaði fremur „stælótt" þótt Pétri fipaðist aldrei í þessum tal- galla persónunnar. Hann náði að skapa eftirminnilegan karakter. Þrenningin í kjallaranum er áhugaverð í byijun, en þegar til lengdar lætur verða þessar persón- ur heldur einlitar í græðgi sinni o g glæpsamlegum aðgerðum. Gervin voru þó vel sköpuð og ekki hægt að setja út á leik þremenn- inganna. En persónurnar voru of svart-hvítar til þess að höfða til áhuga manns nema rétt í byijun. „Leikflokkurinn á götunni“, eins og hann kallar sig, var hins vegar afar skemmtilegur og tengsl hans við sögu Vilborgar gömlu áhugaverðasta „sagan í sögunni“. í þætti leikflokksins mætist skop og harmur á hárfínan hátt. Gert er grín að tilburðum hinna ungu leikara um leið og samkennd með þeim er sterk. Saga Vilborgar sem leikflokkurinn hefur aðgang að í gegnum dagbækur hennar (sem eru í fórum Betu, dótturdóttur hennar) er örlagasaga sem öðlast frekari dýpt í tengslum við „ástand“ gömlu konunnar sem þjáist af Alzheimer. Guðrún Ás- mundsdóttir var bijóstumkennan- leg í hlutverkinu og náði vel til áhorfenda. Halldóra Geirharðs- dóttir fór á miklum kostum í hlut- verki Betu, sem er taugatrekkt ung kona sem virtist þjást af maníó-depressívum sveiflum. Samspil hennar og Valgerðar Dan var einnig áhrifaríkt. Aðrir í „leikflokknum“ stóðu sig vel og var samleikur þeirra með því besta í sýningunni. Kristján Franklín Magnús fór vel með hlut- verk Daníels, sem er mjög krefj- andi, því karakterinn sveiflast frá örvæntingu til ofsakæti og á einn- ig sínar viðkvæmu stundir. Þór- hildi Þorleifsdóttur hefur tekist að virkja þennan leikhóp tii dáða sem margir hafa talið hann ófæran um í umræðu síðastliðins árs. Þessi uppsetning hlýtur að telj- ast stórt skref í átt til þeirrar við- reisnar sem leikhúsáhorfendur eru að vonast eftir að sjá hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Verkið eykur hróður Sigurðar Pálssonar sem leikskálds og uppsetningin er leik- stjóra, leikurum og sviðshönnuði til sóma. Soffía Auður Birgisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.