Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 18
18 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LÍFH)
ERMÉR
GOTT
NÚNA
Illvígir sjúkdómar eru eitt af því sem fólk ótt-
ast mjög, ekki síst krabbamein. Sá sjúkdómur
er þó ekki lengur sá óbugandi andstæðingur
sem áður var, margt fólk fær krabbamein og
kemst yfír það. Heiðrún Guðmundsdóttir er ein
úr þeim hópi. Hún er tæplega fertug, líffr æðing-
ur og garðyrkjumaður að mennt. Hún segir í
samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá bar-
áttu sinni við krabbameinið, viðbrögðum við
sjúkdómnum og hugmyndum um orsakir hans.
Reynslu sína ræðir hún ekki síst til að hvetja
konur til að fara í krabbameinsskoðun og al-
menning og yfírvöld til að styrkja Landspítal-
ann til að kaupa nýtt og nákvæmara
tæki til greiningar á brjóstameinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heiðrún Guðmundsdóttir með mexíkóska heimilishundinn Nóa.
ETTA byrjaði þannig að
ég fékk eymsl í annað
brjóstið. Eg fór vorið
1992 í venjulega krabba-
meinsskoðun og nefndi
þetta þá. Mér var sagt
að þetta væri eðlileg afleiðing af
hormónasveiflum í tíðahringnum.
Ég fór heim með það og sætti mig
við þetta, þó svo ég væri alltaf með
óþægindi," segir Heiðrún í upphafi
frásagnar sinnar. „Um sumarið
ágerðust þessi óþægindi en ég hafði
sannfært sjálfa mig um að ég væri
aðeins með hormónatruflanir og lét
því kyrrt liggja. Svo gerðist það að
ég var að passa tveggja ára telpu
í september umrætt ár. Við hjónin
eigum'eina dóttur sem þá var sex
ára gömul og hún og litla telpan
voru að ærslast í rúminu hjá mér
einn morguninn. Það endaði með
því að sú litla sparkaði í bijóstið á
mér. Ég meiddi mig afskaplega
mikið og þá fann ég að það var
kúla í bijóstinu. Ég beið í mánuð
en kúlan minnkaði ekki svo ég fór
til læknis. Þá fóru í hönd rannsókn-
ir. Tekin var mynd af bijóstinu en
það kom ekkert fram á henni. Einn-
ig var tekið stungusýni úr eymsla-
staðnum og niðurstaðan var að um
frumubreytingar væri að ræða. Ég
skildi lækninn þannig að ég réði
hvort ég léti frjarlægja hnútinn en
orðalagið var svo vægt að ég taldi
að það væri ástæðulaust. Ég sagði
svo vinkonu minni, sem þá vann á
Kvennadeild Landspítalans, frá
málinu og hún lagði fast að mér
að láta fjarlægja hnútinn, sem ég
þá gerði. Aðgerðin var gerð á skurð-
stofu úti í bæ en þegar ég kom til
að láta fjarlægja saumana sagði
iæknirimnnér-að •hann- viMT tgkar
meira af bijóstinu, frumubreyting-
amar hefðu reynst illkynja.
Þetta var í nóvember en ég var
þá á þriðja ári í líffræðinámi við
Háskóla íslands. Það voru að byija
próf og ég var að skrifa ritgerð svo
mér fannst ég ekki mega vera að
því að fara í þessa aðgerð strax.
Ég vildi því bíða fram yfir jól en
læknirinn sagði nei og kvað nauð-
synlegt að gera hana sem allra
fyrst. Ég gaf mér ekki tíma til að
kynna mér hvað fleygskurður væri
áður en ég fór í aðgerðina, en við
fleygskurð er tekinn biti úr bijóst-
inu og eitlamir i holhöndinni. Þetta
kom mér á óvart. Ég fór heim af
spítalanum á fjórða degi, sem var
fimmtudagur. Ég var varla komin
inn úr dyrunum þegar hringt var í
mig og læknirinn segir mér að hann
hafi hlaupið á sig að leyfa mér að
fara heim, komið hafí í ljós við rann-
sóknir að ég hafí verið með full-
myndað krabbamein í bijóstinu og
það þurfí því að taka allt bijóstið.
Sú aðgerð átti að fara fram strax
eftir helgina. Ég vildi ekki trúa
þessu en læknirinn sagði mér að
öll sýnin sem tekin hefðu verið úr
mér hefðu verið skoðuð aftur og
það hefði tekið þetta langan tíma.
Ég neitaði enn að trúa þessu.“
Brjóstið tekið
Ég fór upp á spítala þar sem
hálf vaktin tók á móti mér. Ég
spurði fólkið hvort ekki væri hægt
að fara aðra leið en mér var sagt
að svo væri ekki og síðan útskýrt
verulega vel fyrir mér hvernig að-
gerð þetta væri. Ég spurði hvort
ekki væri hægt að skilja eitthvað
af bijóstinu eftir en mér var sagt
■að'jjað væri ekki hægt, það þyrfti
að taka allt, líka geirvörtuna.
„Verður þá ekkert eftir,“ spurði ég
vantrúuð. „Nei, það verður ekkert
eftir,“ var svarið. Ekki var vitað
fyrirfram hvort ég þyrfti að fara í
geisla- eð_a lyfjameðferð eftir að-
gerðina. Ég varð ekki miður mín
fyrr en ég vissi að það yrði að taka
allt brjóstið, þá fylltist ég örvænt-
ingu og var að hugsa um að fara
ekkert í þessa aðgerð en maðurinn
minn tók af skarið og ók mér á til-
settum tíma aftur upp á spítala.
Bijóstið var tekið og ég þoldi svæf-
inguna mjög illa, varð græn i fram-
an og kastaði látlaust upp. Þegar
ég kom til sjálfrar mín varð mér
ljóst að allt bijóstið var farið, að-
eins skinnið var eftir, strengt yfir
rifbeinin.
Viku eftir aðgerðina voru saum-
amir teknir og farið var að kenna
mér æfingar. Við brottnám bijósts-
ins og eitlanna í holhöndinni
skemmast taugar, ég gat ekki lyft
handleggnum fyrst eftir aðgerðina
en æfíngamar hjálpuðu mér til þess
að geta það. Það tók mig hálfan
mánuð að geta rétt handlegginn
upp fyrir höfuð en það tókst. Ég
hef hins vegar hvergi nærri fullan
mátt í handleggnum enn þann dag
í dag og fæ hann víst aldrei. Kona
frá Samhjálp kvenna heimsótti mig
áður en ég fór í síðustu aðgerðina.
Ég hefði haft meira gagn af heim-
sókn hennar ef hún hefði komið
áður en ég fór í fleygskurðinn, þá
var ég ekki eins hrædd og hefði
þegið frekari upplýsingar. En þess
ber að geta að þessar konur í Sam-
hjálp kvenna hafa allar fengið
krabbamein í bijóst og þekkja því
vandann af eigin raun og hafa unn-
ið mikið og óeigingjarnt starf með-
al þeirra sem gangast þurfa undir
aðgerð á bijósti vegna krabba-
meins.
Það sem kvaldi mig mest var
ekki óttinn við krabbameinið, þótt
einhveijum þyki það kannski undar-
legt. Ég var frá upphafi nokkuð
vongóð um að krabbameinið hefði
ekki breiðst út og myndi ekki gera
það. Það voru útlitslýtin sem ég
setti mest fyrir mig. Ég ímyndaði
mér að ég yrði hræðileg útlits með
eitt bijóst. Ég hafði aldrei séð konu
eftir slíka aðgerð og heldur ekki
neinar myndir. Það ætti að sýna
konum sem þurfa að fara í svona
aðgerð myndir af bijóstalausum
konum, bæði mjóum konum og feit-
um konum, þá gerir maður sér bet-
ur grein fyrir því hvemig maður
verður eftir aðgerðina. Konan frá
Samhjálp kvenna sýndi mér svo
gervibijóst sem ég ætla núna að
sýna þér.“
Vondar minningar - góð lausn
Heiðrún sækir kassa með bækl-
ingum og gervibijóstum og segir
um leið og hún ýtir honum til mín
að þetta dót heiti: Vondar minning-
ar. „Gervibijóstið sem ég fékk var
úr latexi, alltaf ískalt, þungt og
óþægilegt, maður svitnar undan því
og skinnið soðnar. Ég notaði það
þó í eitt ár. Ég var svo neikvæð í
garð gervibijóstsins að læknirinn
minn hvatti mig til að fara í aðgerð
og láta búa til á mig nýtt bijóst. t
Það var gert og ég er ánægð með
þetta nýja bijóst mitt. Margar að- {
ferðir eru til að búa til slík bijóst en |
í mínu tiiviki var settur saltvatns-
poki undir skinnið til þess að þenja
það út og er bætt í 50 til 100 milli-
lítrum með vissu millibili. Síðan
þegar búið var að þenja skinnið
nægilega er saltvatnspokinn tekinn
og poki með silikonblöndu settur í
staðinn. Við gerð nýja bijóstsins
er hitt bijóstið haft til hliðsjónar |>
en auðvitað verða þau aldrei alveg i
eins. Ég er svo heppin að hafa frá L
náttúrunnar hendi stórar geirvört- P
ur, hægt var að skipta geirvörtunni
á heilbrigða bijóstinu í tvennt og
flytja annan helminginn á hið nýja
bijóst. Þetta tókst svo vel að nú
eru ekki lengur nein útlitslýti á
mér. Það er kannski erfitt að skilja
viðhorf mitt, en mér leið áður eins
og ég hefði misst líkamshluta, t.d.
hönd eða fót og var mjög fegin i
þegar tókst að bæta mér þann missi >
svo vel sem raun bar vitni. |
Andlegt álag vegna aðgerðar ™
sem þessarar er mikið. Mér hefur i
Ég varð ekki miður mín [
fyrr en ég vissi að það
yrði að taka allt brjóstið,
þá fylltist ég örvæntingu.