Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ þó tekist nokkuð vel að vinna úr hinum neikvæðu áhrifum sem að- gerðin hafði á mig. Það þakka ég ekki síst manninum mínum sem leyfði mér að vera óttalega leiðinleg við sig um tíma. Hann hafði misst föður sinn úr krabbameini tveimur árum áður ég veiktist og systir hans hafði líka dáið úr krabbameini stuttu áður. Hann var auðvitað mjög skekinn vegna veikinda minna, en hann leyfði mér að loka mig inni í herbergi hálfu og heilu dagana í sjálfsvorkunn, lét mig í friði. Áður en brjóstið var tekið lá ég t.d. alveg í tvo daga og talaði ekki við neinn. Ég var látin í friði og það er ég ánægð með. Enginn reyndi að hressa mig upp og því er ég fegin. Maður verður að fá að vorkenna sér um tíma. En ég er heppin manneskja, ég var í prófum þegar þetta dundi yfir, eins og fyrr sagði, og skólafélagar mínir studdu mig frábærlega þannig að mértókst að taka tvö próf, og það annríki allt hjálpaði mér að gleyma mér meira en ella hefði verið. Ég hafði beðið eina vinkonu mína í skólanum að segja þeim sem þekktu mig hvað fyrir hefði komið og sýna mér þá tillitsemi að spyija mig ekki neins, heldur láta eins ekkert væri. Ég er ævinlega þakklát þessu fólki fyrir hve vel því tókst þetta. Ég gat hert mig upp í að mæta í skólann og taka prófin vitandi það að enginn var að horfa á mig forvitnislega eða með vorkunnsemi í svipnum. Ég var svo lánsöm að þurfa ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð að aðgerðinni lokinni. Krabbamein- ið reyndist staðbundið í bijóstinu og var ekki farið að breiða sig út í aðliggjandi vefí og ekki komið í eitla. Mér skildist að það bijósta- krabbamein sem ég fékk sé af teg- und sem býr um sig í mjólkur- göngunum. Eigi að síður voru margar skuggahliðar sem tengdust þessari lífsreynslu. Það gleymdist til dæmis algerlega að spyija út í það hvemig ég sæi fyrir mér, það var aldrei rætt hvort ég ætti rétt á einhveijum sjúkradagpeningum eða þess háttar. Kannski hef ég ekki átt það, ég hef aldrei kannað það. Ég fékk sem sagt engar félagslegar upplýsingar né heldur sálfræðileg- ar, en vafalaust hefði ég fengið þær ef ég hefði gengið eftir þeim, fólk í þessari aðstöðu er hins vegar svo miður sín að slíkar spumingar vakna varla fyrr en síðar. Eftir að ég hafði jafnað mig eft- ir sársaukann sem svona aðgerð veldur þá fór ég smám saman að horfa á björtu hliðarnar. Ég þurfti Tæki til greiningar á bijóstameinum Höskuldur Kristvinsson læknir er nýlega kominn frá Banda- rikjunum þar sem hann var að kynna sér notkun tækis sem er kallað Abbi og er notað til greiningar á brjóstameinum. „Enn sem komið er er þetta tæki notað fyrst og fremst til þess að taka sýni ef eitthvað finnst óeðlilegt við myndatöku eða þreifingu," sagði Höskuld- að nota talsvert af verkjalyíjum um tíma en hætti því svo fljótt sem ég gat og fór í staðinn að reyna að hreyfa mig eins mikið og ég gæti, ég fór í göngutúra um hverfið eftir því sem þrekið leyfði, síðan fór ég á skíði en þoldi það illa, fékk vöðva- bólgu í bakið og handlegginn. Ég lagði áherslu á að sökkva mér ekki niður í sjálfsvorkunn, eftir að ég hafði tekið hana út eins og fyrr sagði. En auðvitað komu erfiðir tímar. Ég þoli vín illa og verð veik af því. Einna verst leið mér eftir aðgerðina um jólin, eftir prófin, þá var ég eitt sinn svo illa á mig kom- in andlega að maðurinn minn sá þann kost vænstan að gefa mér koníak sem hann hafði fengið í jóla- gjöf. Ég hafði aldrei drukkið koniak fyrr og fannst ógeðfelld lyktin af því en lét ég mig hafa það og drakk ur. „Hægt er að fjarlægja úr brjóstinu sýni sem er allt að 2 cm í þvermál. Ef svarið er að hnúturinn í brjóstinu sé góð- kynja þá er málinu lokið og konan hefur ekki haft af þess- ari aðgerð önnur lýti en smáör, en ef um er að ræða illkynja hnút þá þarf að skera fleyg- skurð eða taka allt brjóstið eins og verið hefur.“ hálfan lítra. Ég lá svo og kastaði upp í þijá sólarhringa, og það var engu líkara en ég seldi upp sjálfs- vorkunninni, í það minnsta læknað- ist hún við þetta. Ég áttaði mig á hvað ég var að gera og skildi að ég mátti ekki láta þetta bitna svona á þeim héma heima. Vegna barnanna verðum við konur að mæta í krabbameinsskoðun Ég reyndi auðvitað að láta dótt- ur mína ekki fínna fyrir þessum veikindum en hún spurði mig eigi að síður að því einu sinni þegar ég lá inni í rúmi hvort ég væri nokkuð að deyja, það ýtti við mér og gerði það að verkum að ég ákvað að byija að lifa aftur. Það var bara ein leið fær og hún var að halda áfram í skólanum og halda áfram að vinna og bíða þess að fymdist yfir áfallið smám saman. Lengi vel tókst mér yfir miðjan daginn að gleyma veikindunum en verst leið mér á kvöldin og morgnana, þegar ég var að hátta mig eða klæða og sá bijóstleysið, fannst allt vera hræðilegt. Mig dreymdi líka illa, fékk alls konar martraðir. Mér fannst erfitt að ganga í gegnum þessa reynslu, það verður ekki ann- að sagt.“ Heiðrún er fædd á Akureyri árið 1957 en ólst upp á Hallanda, fæð- ingarstað Bólu-Hjálmars, til 17 ára aldurs. Þá fór hún suður til Reykja- víkur og stundaði fyrst nám við Verslunarskólann en fór svo í Garð- yrkjuskóla ríkisins og var þar í tvö ár. Á því tímabili giftist hún Guð- mundi Gunnarssyni verkfræðingi og fór með manni sínum til Dan- merkur nokkru síðar. Eftir að dvöl þeirra þar lauk fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Eftir heimkomuna lauk Eeiðrún svo líffræðiprófi eins og fyrr kom fram en hefur að mestu stundað kennslu og garðyrkjustörf síðari ár. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvers vegna ég veiktist. Ekkert af mínu nánasta fólki hefur fengið krabba- mein og ég er ekki í áhættuhópi að öðru leyti en því að ég var kom- in undir þrítugt þegar ég eignaðist barn. Ég hef aldrei reykt og hef lifað á sérstaklega heilsusamlegum mat, verið mjög meðvituð í fæðu- vali. Ég tel að ég hafi fengið krabbamein af ákveðnum efnum sem ég hef notað við garðyrkju- störfin. Ég ráðlegg konum sem vinna við garðyrkjustörf að koma ekki nálægt eiturefnum, það er ekkert vitað um áhrif langtímanotk- unar vissra efna. Samkvæmt upp- lýsingum sem birst hafa í erlendum vísindatímaritum benda líkur til að í ákveðnum úðunarefnum sé efni sem veldur m.a. bijóstakrabba. Ég get ekki fært sönnur á þessar tilgát- ur en hef sterkar grunsemdir um að þarna sé samband á milli. Vil- hjálmur Rafnsson læknir hjá Vinnu- eftirliti ríkisins hefur tekið saman skýrslu um heilsufar garðyrkjufólks og fróðlegt væri að heyra hvað hann hefði að segja um þessa til- gátu mína. Ég er ekki laus við krabbameinið þótt það sé búið að skera það í burtu. Ég þarf alltaf að fara í eftir- lit með vissu millibili og fæ gjarnan kvíðaköst þegar að því kemur. Ég hef líka verið minnt óþyrmilega á að ég er ekki eins og „hitt fólkið í bænum“. Eitt sinn hringdi hingað maður og bauð til sölu líftrygging- ar, við mæltum okkur mót en þegar hann heyrði að það hefði verið tek- ið af mér bijóstið vegna krabba- meins þá vildi hann ekki lengur líf- tryggja mig, jafnvel þótt ég segði honum að læknar mínir segðu mig læknaða. Hann vildi ekki einu sinni tryggja mig þannig að krabbamein væri undanskilið. Eg var mjög ósátt vegna þessa og tel það nánast brot á mannréttindum. Mér hefur orðið tíðrætt um þau útlitslýti sem brottnám bijósts hef- ur í för með sér. Sjálf er ég mjög hrædd um heilbrigða bijóstið á mér. Ég gæti varla afborið að missa það líka. Ég veit ekki hvort ég er öðruvísi en aðrar konur hvað þetta snertir en mér er nær að halda að svo sé ekki. Konur líta á bijóst sín sem tákn kvenleika auk þess sem allir vilja lifa óskaddaðir ef það er unnt. Með þetta í huga fagnaði ég því þegar ég sá í blöðum nýlega að til stæði að Landspítalinn keypti nýtt tæki til þess að nota við grein- ingu á bijóstameini og væri það miklu nákvæmara en þau gömlu þannig að oft þyrfti minna að taka af bijóstinu en ella hefði verið gert. Ég vona að Landspítalanum takist að fá leyfí til að festa kaup á þessu tæki og fái til þess fjármagn. Sjálf lít ég björtum augum til framtíðar. Ég er komin til þokka- legrar heilsu, þótt ég fái aldrei þann mátt í veika handlegginn sem ég hafði og það komi m.a. í veg fyrir að ég geti stundað erfið garðyrkju- störf. Ég treysti mér heldur ekki enn til að fara í framhaldsnám í líffræði sem ég þó ætlaði mér í upphafi. En eigi að síður er lífið mér gott þessa dagana. Það breytir fólki að horfast í augu við þá ógn sem krabbamein er, það sem áður var sjálfsagt verður dýrmætt. Við hjónin erum orðin enn betri vinir en við vorum áður, þessi reynsla hefur gert okkur í ijölskyldunni mjög náin. Þótt svona vel hafi tek- ist til í mínu tilviki er því miður ekki sömu sögu að segja af ýmsum öðrum konum. Það er fyllsta ástæða til að vera mjög á varðbergi hvað snertir bijósta- og legkrabbamein, það stakk mig því illa þegar ég sá í blöðum um daginn að aðeins tíu prósent kvenna á Akureyri og ná- grenni sem boðaðar höfðu verið í krabbameinsleit hefðu mætt. Við konur verðum barnanna okkar vegna og annarra í fjölskyldunni að mæta í slíkar skoðanir og gera það sem okkur er unnt til þess að fyrirbyggja að við veikjumst alvar- lega.“ „í&lendingar eru gáfaðaóta fclk í heimi" - þeóó vegna kaupa útlendingar líka af; ckkur hugbúnað íilemkt hugvit er orðln verðmœt útílutningivara eþtinótt um allan heim. íilemkur iðnaður þolir vet alþjóðtegan iamanburð. Berðu alltaþ ðaman verð og gœði. íslenókur iðnaður á heim&mœlikvarða SAMTÖK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.