Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 23
Jé'ytökustaðurinn
er á t(>‘39’ V sem
einnig k lengdar-
gráða IngMshöfða
500 km
Suburpóll
Eftir tveggja mánaða dvöl á Suð-
urskautslandinu verður aftur siglt til
Höfðaborgar og er áætlað að leiðang-
urinn komi þangað 4. mars 1998.
Mlklll undlrbúnlngur
Þeir Jón og Freyr voru í Svíþjóð
í síðustu viku til undirbúnings og
eiga fyrir höndum annasama mán-
uði áður en lagt verður í leiðangur-
inn. Vorið og sumarið verður notað
til að prófa jeppana til hins ýtrasta
og ákveða hvaða búnað verður að
taka með í leiðangurinn. „Maður
veit orðið hvað getur bilað í þessum
bilum," segir Freyr. „Við munum
taka með okkur varahluti, sumir
verða geymdir í bílunum og annað
sett á vörupalla sem geymdir verða
í bækistöðinni. Við þurfum að taka
með okkur 44“ varadekk, aukadrif,
öxla, pakkningasett, stimpla og
margt fleira. Bílarnir verða búnir
leiðsögutækjum og fjarskiptabún-
aði, en ekki er þörf fyrir aukaljós
því bjart er allan sólarhringinn."
Svo skemmtilega vill til að þegar
íslensku jepparnir þeysa um íssléttur
Suðurskautslandsins verða liðin 90
ár frá því að pólfarinn Ernest Shac-
kleton fór fyrstur með bifreið á þess-
ar slóðir. Hann reyndi að nota bílinn
til ferðalaga og að láta hann draga
sleða yfir hjarnið. Þeir Jón og Freyr
segja þetta gefa hugmynd um það
hvers konar færi þeir megi búast við.
Suður-
skauts-
landið
SUÐURSKAUTSLANDIÐ (Ant-
arctica) er næstminnsta heimsálf-
an, tæplega 14 miHjónir ferkíló-
metra að stærð. Á 98% landsins
er jökull, að meðaltali 2.000 metra
þykkur og allt að 4.700 metrar þar
sem hann er þykkastur. Talið er
að jökullinn geymi um 70% af
ferskvatnsforða jarðar. Víða um-
hverfis landiðflýtur um 120 metra
þykk íshella. Á nokkrum stöðum
er strandlengjan íslaus. Landið er
hálent, að miklu leyti í 2-8 þúsund
metra hæð, hæsti tindur er 4.897
metra hár.
Suðurskautslandið er kaldasta,
vindasamasta, hálendasta og úr-
komuminnsta heimsálfan. Hvassir
katabatic vindar, sem geta náð alit
að 300 km hraða á klukkustund,
blása stundum frá pólnum og niður
að ströndinni. Ársúrkoma er að
meðaltali um 5 sentimetrar. Á
Austur-Antarctica hefur mælst
mesta frost á jörðu, -89,2 °C.
Mikið rannsóknastarf er unnið á
Suðurskautslandinu, þar eru um
60 rannsóknarstöðvar og margar
mannaðar allan ársins hring.
Stöðvarnar eru flestar við strönd-
ina, en nokkrar á hásléttunni og
ein við sjálfan pólinn, Amundsen-
Scott stöðin.
Sjö ríki gera kröfur um yfirráð
yfir hlutum Suðurskautslandsins.
Árið 1959 var gerður sáttmáli tólf
rikja sem stunduðu vísindarann-
sóknir á Suðurskautslandinu um
stjórn iandsins. Nú eru 42 ríki aðil-
ar að sáttmálanum.
Yfir sumarið búa að meðaltali
rúmlega fjögur þúsund manns á
Suðurskautslandinu og fækkar
niður í rúmt þúsund yfir veturinn.
Þetta fólk er flest við vísindastörf
og veðurathuganir.
NÁMSAÐSTOÐ
í páskafríinu
• réttindakennarar • flestar greinar • öli skólastig
Innritun í síma 557 9233, fax 557 9458 frá kl. 17.00 til 19.00 virka daga
Nemencíapj dnustan sf.
Glæsilegu pífusængurverasettin, sem allir
hafa beðið ejtir, eru nú afturfáanleg.
„ •* Versínn
***" Klapparstíg, v/hliðina á Pipar og salt S. 551 6088.
o
o
Þessi m/nd er í raunstxrfl (15x10)
r»Tfl
Þegar grannt
Þegar grannt er skoðað
held ég að það hafi ekki
allir verið jafn ánægðir
með daginn. MeðAPS mynda-
vélinni getur þú tekið góðu stundirnar
nærri þér og dregið fram ógleymanlegar
myndir.
GERIR ÞAÐ SEM SU GAMLA GAT EKKI
Canon IXUS Z90
VERSLAKtR: BAHKASTRÆTI 4, AUSTURVERI, LAUGAVEGI 82, G L Æ SIB Æ, LAUGAVEGI 178,
KRINGLUNNI, HÓLAGARÐI, HAMRABORG S, HYERAFOLD 1-3, LYNGH/ÍLSI, KJARNINN, SELF0SSI.