Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 27
FRÉTTIR
Nýr formaður
Stúdentaráðs
Fengu æðstu
dómararéttindi
HARALDUR Guðni Eiðsson, heim-
speki- og viðskiptafræðinemi, var
kjörinn formaður Stúdentaráðs Há-
skóla íslands fyrir starfsárið 1997-
1998 á fundi þann 13. mars sl.
Haraldur kemur úr röðum Röskvu
en Röskva hélt meirihluta í ráðinu í
kosningu til Stúdenta- og Háskólar-
áðs í febrúar. Haraldur tekur við
embættinu af Vilhjálmi H. Vilhjálms-
syni, laganema, sem hefur gegnt
formennsku í ráðinu undanfanð ár.
Á fundi ráðsins var Dalla Ólafs-
dóttir, stjórnmála- og hagfræði-
nemi, kjörin framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs, en hún tekur við því
starfi af Einari Skúlasyni, stjórn-
málafræðinema.
HEIÐAR Ástvaldsson og
Sigurður Hákonarson.
TVEIR íslendingar þeir
Heiðar Astvaldsson og
Sigurður Hákonarson hafa
nýlega fengið viðurkenningu
þjá Alþjóðasambandi dans-
kennara (World Dance &
Dance Sport Council) sem
dómarar í heimsmeistara-
keppni í bæði s-amerískum og
„standard" dönsum.
„Fyrir íslenska dans-
kennara er það þýðingar-
mikið að hafa eignast dómara
með þessi æðstu dómararétt-
indi danskennara,“ segir í
fréttatilkynningu.
„Sann-
gjörn
krafa“
MORGUNBLAÐINU hefur
borist sameiginleg ályktun
sambandsstjórnar Sambands
ungra jafnaðarmanna og
framkvæmdastjórnar Verð-
andi um verkalýðsmál:
„Ungir jafnaðarmenn og
Verðandi átelja Vinnuveit-
endasambandið og ríkisstjórn-
ina vegna stöðunnar í samn-
ingamálum aðila vinnumark-
aðarins. Það hlýtur að vera
öllum ljóst að krafa verkalýðs-
hreyfingar um 70.000 króna
lágmarkslaun er sanngjörn í
ljósi betra efnahagsástands
sem launafólk á íslandi hefur
skapað. Ungir jafnaðarmenn
og Verðandi fordæma mál-
flutning vinnuveitenda og rík-
isstjórnar þess efnis að launa-
hækkanir af þessu tagi ógni
stöðuleikanum, því ástand
efnahagsmála í dag gefur ekki
tilefni til þess. Staða efnahags-
mála á íslandi er með allt öðr-
um hætti í dag en fyrir 15
árum síðan þegar launahækk-
anir af þessari stærðargráðu
virkuðu sem olía á verðbólgub-
álið, nú eru efnahagslegar for-
sendur allt aðrar. Vinnuveit-
endur og ríkisstjórn verða að
skilja að skilaboð frá launa-
fólki eru skýr, lífskjörin verður
að bæta, það verður að skipta
kökunni á réttlátari hátt. Allir
eru sammála um að launa-
menn hafi lagt sinn skerf til
efnahagsbatans, nú er röðin
komin að ríkisstjórn og vinnu-
veitendum.
Það er skoðun Ungra jafn-
aðarmanna og Verðandi að sá
ófriður sem nú ríkir á vinnu-
markaði sé á ábyrgð ríkis-
stjórnar og vinnuveitenda."
Trúnaðar-
bréf afhent
GUNNAR Snorri Gunnarsson hefur
afhent Michiel Patijn, Evrópumála-
ráðherra Hollands og starfandi for-
manni ráðherraráðs ESB og Jacqu-
es Santer, forseta framkvæmda-
stjómar ESB, trúnaðarbréf sem
sendiherra Islands hjá Evrópusam-
bandinu.
----» » ♦---
MR-kórinn
syngur í
Dómkirkjunni
KÓR Menntaskólans í Reykjavík
syngur sunnudaginn 16. mars kl.
11 við messu í Dómkirkjunni. Prest-
ur verður sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson og organleikari og kórstjóri
Marteinn H. Friðriksson. Kórinn
mun syngja gömul og ný íslensk
sálmalög og mótettur eldri meist-
ara. í kór Menntaskólans í Reykja-
vík eru um 40 söngvarar.
pentium
rermmgar
tílboð
lilboð 1
■ LEO Titan Pentium 120MHz
• 16MB vinnsluminni
• 1700MB harður diskur
• 14” litaskjár
• Lyklaborð og Mús
• Windows '95
89.900,
1ilboð2
■ LEO Titan Pentium 133MHz
• 16MB vinnsluminni • 1700MB harðurdiskur
• 8x hraða CD ROM geisladrif »16 bita hljóðkort
• 15” litaskjár
• Hátalarara
• Lyklaborð og Mús
• Windows '95
geisladrif »16 bita hljóðkor
119.900,
SÍMI: 562 7333 ' FAX: 562 8622
Elsta tölvufyrirtæki á Islandi