Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 33

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 33 í l I I I I I I I j I 1 I ; + Steinunn Traustadóttir var fædd í Grímsey 19. des. 1926. Hún andaðist í sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 27. okt. síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristín Þ. Valde- marsdóttir og Jón Trausti Pálsson út- vegsbóndi og smið- ur í Grímsey. Stein- unn var eitt af sex börnum þeirra hjóna sem upp komust. Maður Steinunnar var Fjólmundur Karlsson, vél- smíðameistari á Hofsósi, er lést af slysförum 10. des. 1989. Börn þeirra voru fjögur, syn- irnir Trausti Bergland og Fjól- mundur Bergland, og dæturn- ar Kristín R. Bergland og Val- björg Bergland. Utför Steinunnar fór fram 19. desember. Steinunn var á margan hátt óvenjuleg kona og ég minnist hennar með miklu þakklæti fyrir vinsemd sem umvafði mig og mína fjölskyldu og þá minnist ég hennar með virð- ingu fyrir hið dæmafáa þrek og þrautseigju sem hún sýndi gagnvart heilsuleysi og ófáum aðgerðum á sjúkrahúsum. Að lokum kom að því að eigi var bati í augsýn eða endur- koma heima á Hofsósi. Ekki sýndist henni bregða og lítt ræddi hún þau væntanlegu umskipti við sína vanda- menn. Þeim mun meiri áhuga sýndi hún málefnum sinna bama og bama- bama og síðustu orð hennar til mín voru kærar kveðjur til þeirra. Eg fékk fljótlega tækifæri til þess að kynnast tengdamóður minni nokkuð vel eftir að ég kvæntist Krist- ínu og við fóram að halda heimiii í Reykjavík. Steinunn var þá ýmist á námskeiðum eða til lækninga og dvaldi tíðum hjá okkur Kristínu. Steinunn var góður gestur og sá gjaman þá hlið málanna sem vakti gleði og kátínu. Hún var jafnan úrræðagóð og setti sig vel inn í vandamál líð- andi stundar og var konu minni góður fé- lagi, börnum okkar ástrík amma. Steinunn var fram eftir aldri glæsileg og bar sig vel. Hún var nánast landsþekkt fyrir áhuga sinn á blóma- og trjárækt en þá ræktun stundaði hún við nokkuð erfiðar aðstæður á Hofs- ósi og í sumarbústaðnum í Fljótun- um. Garður hennar á Berglandi 2 fékk viðurkenningu og tíðum stöðv- aði ferðafólk för sína og lét augu reika yfír þennan fallega garð. Sem kennari miðlaði Steinunn unga fólk- inu á Hofsósi af þekkingu sinni í handavinnu af ýmsum toga þar sem hún fór með lím og liti af miklu list- fengi og átti gnótt góðra muna á sínu heimili, er hún sjálf hafði unn- ið. Hún vann meðal annars með skeljar og kuðunga og átti ijölbreytt steinasafn þar sem víða hafði verið leitað fanga. Ýmsu fleira safnaði Steinunn sér til yndisauka og ánægju sem varð húsprýði og gaf heimili hennar alveg sérstakan og heillandi blæ. Minjagripir frá ýmsum löndum koma í hugann og meðal annars safn af skeiðum sem var raðað í ramma. Hjónin vora samhent í slíkri söfnun og árangurinn ríkulegur. Steinunn og Fjólmundur áttu stóran frændgarð og voru þar fyrir utan vinmörg og nutu vinsælda og virðingar fyrir að vera einstaklega trygg og raungóð sínum vinum. Gestkvæmt var á þeirra heimili og alltaf vel hugsað um gestina þrátt fyrir annir húsbóndans sem um- svifamikils iðnrekanda og hins tak- markaða þreks húsmóðurinnar sem skammtaði henni oft og tíðum nauma kosti miðað við þann sem heill var heilsu. Þau hjónin bratust frá litlum efnum til þess að reka gott fjölskyldufyrirtæki á Hofsósi, Stuðlaberg hf. sem enn dafnar í höndum Valbjargar dóttur þeirra og Gunnlaugs Steingrímssonar, sambýlismanns Valbjargar. Stein- unn naut velgengninnar í hófi með því að dvelja nokkrum sinnum er- lendis með góðum ferðafélögum úr hópi fjölskyldu og vina og þá aðal- lega flogið á vit sólarlanda og kom- ið aftur með nýja orku og kraft til þess að takast á við daglega lífið. Steinunn hafði næmt auga fyrir fjöl- breytileik framandi landa og naut þess að kynnast slíku og bæta í sitt reynslusafn. Alltaf kom hún fær- andi hendi heim og naut þess að sýna örlæti og væntumþykju. Ég held að Steinunn hafi haft þann eiginleika að geta nokkuð sveigt til hliðar þeim hugrenningum sem ollu henni áhyggjum og sárs- auka. Fáir fara í gegnum lífið án þess að fá einhvem skammt af erf- iðleikum og sorgum. Svo vildi til að Steinunn dvaldi á heimili mínu á Selfossi þegar þær fréttir bárast að maður hennar hefði látið lífíð í bíl- slysi. Það reynir á andiegt þrek að þola slíkt högg og þar kemur raun- ar viðkomandi fjölskylda öll við sögu. Steinunn tók breyttum að- stæðum af æðruleysi og stuttu síðar ákvað hún að taka þá áhættu að fara í erfiða hjartaaðgerð sem gaf henni síðan nokkur ár með nýja og betri heilsu. Þegar tengdamóðir mín er nú burtu kölluð svo sem bíður okkar allra, er þakklæti efst í huga mínum fyrir umhyggju og óverðskulduð gæði, hvatningu og bjartsýni til veganestis í hveiju máli. Ég sam- hryggist vinum og vandamönnum yfír þeim missi að sjá snemma á bak svo mikilhæfri manneskju en hér ráða örlög og ekki við neinn að sakast. Ég er viss um að minning Steinunnar mun lengi lifa, og að hæfileikar hennar fá að biómstra í fjölmörgum afkomendum um ókom- in ár. Blessuð sé minning Steinunn- ar Traustadóttur. Sigurður Kristjánsson. STEINUNN TRA USTADÓTTIR + Sigurrós Guð- mundsdóttir fæddist í Gilhaga í Hrútafirði 16. nóv- ember 1914. Hún lést 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- heiður Guðbjörg Sigurðardóttir frá Junkaragerði í Höfnum og Guð- mundur Þórðarson frá Grænumýrart- ungu. Sigurrós var næstelst níu al- systkina og átti að auki einn hálfbróður. Sigurrós giftist 20. janúar 1934 Hermanni Daníelssyni frá Tannastöðum í Hrútafirði. Mig langar að kveðja með örfá- um orðum hana Rósu systur. Hún var fædd í Gilhaga í Hrúta- firði, litlu koti á Holtavörðuheiði, allnokkru sunnan Grænumýrar- tungu, þaðan sem föðurætt okkar lá. Foreldrar okkar voru þau Ragn- heiður Guðbjörg Sigurðardóttir frá Junkaragerði í Höfnum, Hieronym- ussonar, og Guðmundur Þórðarson frá Grænumýrartungu. Var Ragn- heiður seinni kona hans. Guðmund- ur faðir okkar átti einn son frá fyrra hjónabandi og hét hann Jón, en er fyrir mörgum árum látinn. Rósa eins og hún var alltaf kölluð, var næstelst níu alsystkina. For- eldrar okkar bjuggu í sárri fátækt í Gilhaga, og var oft þröngt um kost. Árið 1922 er ég yngstur og Hann er fæddur á Gafli í Víðidal 18. júní 1906. Sigurrós og Hermann eign- uðust fjögur börn sem eru: 1) Ragna Guðrún, gift Guð- steini Magnússyni, bifreiðastjóra. 2) Jón Haukur, raf- virkjameistari, kvæntur Guðrúnu Þ. Þórarinsdóttur. 3) Ólína Fjóla, gift Pétri Torfasyni verkfræðingi, og 4) Díana Svala, gift Þorleifi Kristjáni Guðmunds- syni hjá RARIK. Útför Sigurrósar hefur farið fram í kyrrþey. þá afráðið að láta mig í fóstur á Fögrubrekku til ungra, barnlausra hjóna sem voru efnameiri. Rósa systir kom um sumarið, þá átta ára gömul, og passaði mig þar. Minn eini tengiliður við fjölskyldu mína á nýjum slóðum. Árið 1923 flyst hún ásamt foreldrum okkar til Borðeyrar. Þar varð þeim Guð- mundi og Ragnheiði betur ágengt í lífsbaráttunni og liðkaðist nokkuð um hagi þeirra. Þar fæddust yngstu bræðurnir okkar. Rósa var unglingsstúlka þegar þeir fæddust og því foreldrunum ómetanleg stoð og stytta við umönnun þeirra. Ragnheiður móðir okkar var með þeim fyrstu til að rækta kartöflur í sveitinni og rak um skeið mat- sölu á Borðeyri og hjálpaði Rósa til eftir þörfum, en þá orðin vinnu- kona hjá Halldóri Júlíussyni sýslu- manni. Á Borðeyri kynntist hún ungum Húnvetningi, Hermanni Daníelssyni frá Tannastöðum í Hrútafírði. Felldu þau hugi saman og giftu sig 20. janúar 1934. Hermann er fædd- ur á Gafli í Víðidal en alinn upp hjá hjónunum Ólínu Ólafsdóttur og Jóni Brandssyni á Tannastöðum. Þau hófu sinn búskap í Kristínar- húsi á Borðeyri, því næst í Kvíslar- seli á Laxárdalsheiði, á Prestbakka, en bjuggu síðar í Dalasýslu, Hvammi og Dagverðamesi, en fluttu suður til Reykjavíkur árið 1947. Hermann vann mikið við smíðar og var allvel hagmæltur að góðum sveitasið. Rósa var búkona og mikil húsmóðir. Það er margs að minnast á langri ævi, og erfitt að velja og hafna í þeim efnum, hvar bera skuli niður. Hún var góð og hjartahlý mann- eskja, með létta lund og einstaklega stutt í bros og dillandi hlátur. Nú eru einungis eftir fímm af tíu systk- inum. Löngu stríði er lokið, og þú horfin okkur á vit forfeðranna. Ég votta eftirlifandi eiginmanni hennar, Hermanni, og börnum þeirra og barnabörnum mína inni- legustu samúð og þakka samfylgd- ina. Ég kveð þig, systir góð, með ljóði sem Hermann orti svo fallega eitt sinn, um ljósið. Láttu hlýna leiðum á, ljóssins hylltu þrána. Fyrir líf er bros á brá, betra en skinið mána. Ljósið glæðir líf og yl, Lætur geisla skína. Þessi bjarta baugabil, bros ei lætur dvína. Jóhann Valdimar Guðmundsson. SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON tollvörður, Kleppsvegi 128, andaðist 13. mars. Kristín Jónsdóttir, Þóroddur i. Guðmundsson, Valgerður A. Jóhannesdóttir, Valgerður K. Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Þórir Baldursson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HUGBORG A. ÞORSTEINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Jaðri, áður til heimilis í Sandholti 16, Óiafsvík, verður jarðsett frá nýju kapellunni í Fossvogi á morgun, mánudaginn 17. mars, kl. 13.30. Alda Vilhjálmsdóttir, Þórður Vilhjálmsson, Sigríður Vilhjáimsdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigrún Vilhjálmsdóttir, tengdaböm og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Austurbrún 6, lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hildur Hilmarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir, Sveinbjörn Kristmundsson, Ólafur Ingi Óskarsson, Erna Björg Baldursdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Jón Daði Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS KARLSSON sendifulltrúi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni [ Reykja- vík þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Ása Jónsdóttir, Jón Frosti Tómasson, Hallgerður Thorlacius, Jökull Tómasson, Kathy Clark, Silja ívarsdóttir, Tómas Fróði Frostason. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Hrísey, Álfheimum 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Aifreð Kristjánsson, Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall, Ásta Herdís, Alfreð og Gunnsteinn Hall. Lokað verður á morgun, mánudaginn 17. mars, frá kl. 13.00- 15.00 vegna útfarar JÓNÍNU AUÐUNSDÓTTUR. Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.