Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 42
42 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Pétur
Valgeirsson
Sesselja K.
Karlsdóttir
*Byrjendanámskeið: Grunnstöður Kripalujóga,
öndunaræfingar, hugleiðsla og slökunaraðferðir.
24. mars-16. apríl á mán. og mið. kl. 17.30-19.
Leiðbeinandi Pétur Valgeirsson.
2.-21. apríl á mán. og mið. kl. 20-22.
Leiðbeinandi Elín Jónasdóttir.
*Jóga fyrir betra bak og meiri orku. Jógastöður
sem styrkja bakið og opna fyrir orkuflæði hryggjarins.
2. -23. apríl á mán. og mið. kl. 14-16.
Leiðbeinandi Sesselja K. Karlsdóttir jógakennari
og hjúkrunarfræðingur
*Vellíðunarnámskeið. Lærðu að lesa úr skilaboðum
líkamans. Skoðaðu streituvaldana í lífi þínu og lærðu
að skilja þá. Kynnstu einföldum aðferðum til að hlúa
að líkamanum. Öðlastu aukna meðvitund um
samskipti þín við sjálfan þig og aðra.
3. -15. apríl á þri. og fím. kl. 19.45-21.45.
Leiðbeinandi Áslaug Höskuldsdóttir.
TOM GILETTE: Einstakur jógakennari sem þekktur
er víða um Bandaríkin kennir í stöðinni 17.-24. apríl.
ENLIGHTENMENT INTENSIVE námskeið með
OSHA READER frá Bandaríkjunum 7.-11. maí.
Komið og fáið bækling.
Morgun-, hádegis-, eftirmiðdags
og kvöldtímar í jóga.
Áslaug
Höskuldsdóttir
Morgun- og kvöldtímar
í Qi Gong.
ÓGA
Nánari uppl. og skráning í
síma 588 4200 á milli kl. 13 og 19.
Jógastöðin Heimsljós,
Armúla 15.
JÓGASTÖÐI^
HEIMSLJOS
Örugg og hagkvœm
póstdreif iþjónusta
=« DÓstdreifiWónus,a
° - örugga 09 hagkv0B
bÝðutuppaoru99 _ngató
dteWingu tV"' a"a' hvort heldut
bðtuðbotga^® ’ „ ftu svasðinu
- A<swað effit dteifingu
Póstdreifing fer fram
miövikudaga og fimmtudaga.
POSTDREIFIÞJONUSTA
Funahöfða 17a, 112 Reykjavík
símar 587 5250/ 898 8848. fax 587 5530
...blaðið
- kjarni málsins!
I DAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
Öþarfa
hávaðamengun
VELVAKANDA hefur
borist eftirfarandi bréf:
„Ég sem er nýflutt í
Hrísmóa í Garðabæ verð
að lýsa furðu minni á því
hversu mikið og lengi
kirkjuklukkum er hringt
á sunnudagsmorgnum.
Ég hef í sjálfu sér ekkert
á móti því að það sé
hringt inn til messu en
öllu má ofgera. Þessar
hringingar byija um
klukkan 10.30 og eru
allt að því stanslausar til
klukkan 11. Ég spyr: Er
ekki hægt að takmarka
þessar hringingar
eitthvað? Og annað,
þegar hvasst er þá
heyrist í klukkunum af
og til, jafnvel alla
nóttina."
Helga, Hrísmóum.
Tapað/fundið
Gleraugu fundust
LÍTIL kringlótt gleraugu
í brúnu hulstri fundust
um síðustu helgi við
Laufásveg. Upplýsingar
í sima 551-8528.
Dýrahald
Óska eftir
lítilli læðu
ÓSKA eftir lítilli læðu,
helst ekki eldri en 8
vikna. Upplýsingar í
síma 588-9928.
SKÁK
Umsjðn Margeir
Pctursson
STAÐAN kom upp á
opnu móti í Feldbach í Aust-
urríki fyrr á þessu
ári. Sextugi ung-
verski stórmeistar-
inn Laszlo Barczay
(2.385) hafði hvítt
og átti leik, en
Manfred Freitag
(2.365) var með
svart.
41. Hh3! og svartur
gafst upp. Hann
verður mát ef hann
þiggur hróksfórn-
ina: 41. — Dxh3 42.
Dg7+ - Ke8 43.
Dg8 mát og 41. —
Dg8 42. Dh6+ -
Ke8 43. Dg7 er litlu betra.
Hraðskákmót Kópavogs
fer fram í dag, sunnudaginn
16. mars, kl. 14. Tefldar
verða 5 mínútna skákir og
eru góð verðlaun í boði.
Teflt er í húsnæði T.K. að
Hamraborg 5, 3.hæð. Hrað-
skákmeistari Kópavogs
1997 verður krýndur!
Hið vinsæla Páskaeggja-
mót Hellis fýrir börn og
unglinga fer fram í Þöngla-
bakka 1 í Mjódd kl. 17,
mánudaginn 17. mars.
Atkvöld Hellis mánudags-
kvöld, 17. mars kl. 20 á
sama stað. Fyrst eru tefldar
þrjár hraðskákir, en síðan
þijár atskákir.
Með morgunkaffinu
MÉR finnst fint að þú
skulir vijja kenna hundin-
um alls kyns brögð, en er
ekki rétt að byrja á ein-
hverju einföldu?
VIÐ erum að nálgast
menningarsvæði, vatnið
er mengað.
SVONA, svona. Þið hafið
nægan tíma til að rífast
þegar þið eruð komin í
hjónaband.
ÞÚ ættir kannski að fara
að huga að æfingum fyrir
eitthvað annað en upp-
handleggsvöðva.
HVAR sagðistu hafa lært?
Víkverji skrifar...
VIÐSJÁRVERÐIR menn eru
stundum kallaðir refír. Nafnið
er sótt til rándýrstegundar af
hundaætt, sem hér hefur haft land-
vist umtalsvert lengur en mannfólk-
ið. Refír eru dýrbítar og eiga það
til að virða ekki eignarétt bænda á
fénaði, sem fer um fjöll og fírn-
indi. Bændur hafa því á öllum tím-
um lagt kapp á að halda dýrbíts-
stofninum í skefjum, enda fagnar
fár því að láta „skjóta sér ref fyrir
rass“ í brauðstritinu.
Við mat á stærð refastofnins
hefur verið notuð svokölluð aldurs-
aflaaðferð, sem byggð er á tölfræði-
legri úrvinnslu á aldri dýra í veiði.
Eftir því sem fram kemur í svari
umhverfisráðherra á þingi við fyrir-
spum um stærð stofnsins eru helm-
ingi fleiri refír í landinu en en árið
1983 - og þrisvar sinnum fleiri en
árið 1978. í svari ráðherra segir
að minnst hafi verið um refi á árun-
um 1900 til 1915 og 1970 tii 1980.
í svari ráðherra segir að stofninn
fari nú vaxandi og líklegt sé að
stofnstærðinn verði enn meiri, ef
refaveiðar leggjast af, en „há-
marksfjöldi refa í landinu ræðst af
fæðuskilyrðum á hveijum tíma“.
XXX
FLEIRUM vex fiskur um hrygg
í landinu en refum. Frá árinu
1970 til 1995 fjölgaði íslendingum
65 ára og eldri úr 5,9% þjóðarinnar
í 11,3%. í greinargerð með þings-
ályktunartillögu um könnun á áhrif-
um breyttra hlutfalla_ aldurshópa
eftir árið 2010, sem ísólfur Gylfi
Pálmason o.fl. flytja, segir m.a.: „í
spá, sem gerð hefur verið um hlut-
fall þessa aldurshóps til ársins
2030, kemur fram, að veruleg fjölg-
un verður frá árinu 2010 og árið
2030 verður þetta hlutfall orðið
19%. Þessi fjölgun hefur miklar
þjóðfélagsbreytingar í för með sér.
Ætla má að kostnaður heilbrigðis-
kerfísins aukizt verulega og útgjöld
vegna eftirlauna og lífeyris hækki
umtalsvert..."
Fyrir 100 árum hefðu fæstir náð
þeim aldri sem eftirlaun eru miðuð
við. Nú er öldin önnur. Meðalaldur
hefur lengst um 20 til 30 ár.
„Reiknað hefur verið út að árið
2030,“ segir í tilvitnaðri greinar-
gerð, „geti ástandið orðið þannig í
iðnvæddum ríkjum að aðeins verði
tveir vinnandi menn fyrir hvern
eftirlaunaþega, aldurshópar komi
til með að takast á um skiptingu
fjármagns og öll fjármögnun fé-
lagslegrar aðstoðar verði erfið.
Einnig hefur verið bent á að breyttri
aldursskipan fylgi pólitískar breyt-
ingar. Aldraðir hafa víða styrkt
mjög stöðu sína með hvers konar
félagsstarfsemi sem hefur það
meginmarkmið að hafa áhrif á
ákvarðanir löggjafarvaldsins í mál-
efnum aldraðra.“
SÍÐUSTU daga hafa íslendingar
alvarlega verið minntir á þær
veðurfarslegu starfsaðstæður, sem
sjómenn búa við hér yzt í veraldar-
útsæ. Mikilvægt er að sjómenn búi
að þekkingu og þjálfun að því er
varðar viðbrögð þegar vá ber að
höndum. Fréttir tíunda að slík þekk-
ing hafi gert gæfumuninn á örlaga-
stundum.
Kristján Pálsson og fleiri þing-
menn fluttu fyrr í vetur tillögu til
þingsályktunar um „skipun nefndar
um kaup eða leigu skólabáts" sem
nýttur verði til kennslu í sjó-
mennsku. í greinargerð segir m.a.:
„Rekstur skólabáts er engin ný-
lunda hér á landi. Er skemmst að
minnast þess merka starfs sem
unnið var af áhöfn Mímis RE 3 og
Fiskifélaginu allt þar til Mímir fórst
með voveiflegum hætti árið
1991.. .
Frá því að Mímir fórst hefur
kennsla í sjómennsku verið mjög
stopul í skólum landsins og áhugi
á sjóvinnukennslu minnkað veru-
lega. Þessa sést bezt á því að skól-
um sem kenna sjóvinnu sem valfag
hefur fækkað úr 27 árið 1992 í 18
á sl. ári.“
Víkveiji telur þessa tillögu
gagnsama. Það er ekki vansalaust
að þjóð, sem byggir svo að segja
allt sitt á sjávarútvegi, skuli ekki
eiga skólabát.