Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 56
560 6060
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bankastjóri Búnaðar-
bankans um fjárfest-
ingar Landsbankans
Verið að
brjóta lög
um eigin-
fjárhlutfall
SÓLON Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segist telja að
Landsbankinn sé að bijóta lög og
reglur um eiginfjárhlutfall banka
með kaupum á hlut Eignarhaldsfé-
lags Brunabótafélagsins í VÍS.
„Við erum undrandi á þessum
kaupum því að samkvæmt lögum
og reglum á bankinn ekki að geta
^►þetta. Okkar hagfræðingar, endur-
skoðendur og lögfræðingar hafa
skoðað þetta og þeim ber saman um
að ef við gerðum svipuð kaup og
Landsbankinn hefur gert værum við
að bijóta öll lög og reglugerðir um
eiginfj árhlutfall. “
Sólon sagði að eiginijárhlutfall
Búnaðarbankans væri rétt innan við
10, en eiginijárhlutfall Landsbank-
ans væri 9,33. Þrátt fyrir þetta teldi
Búnaðarbankinn sér ekki fært að
fjárfesta eins og Landsbankinn.
„Talsmenn Landsbankans hafa
'sagt að þeir ætli einungis að taka
12% inn í útreikninginn, sem þeir
borga á þessu ári. Þegar er kominn
á samningur um kaup verða þeir að
færa allt saman til eignar og það
sem þeir skulda til skuldar og það
ruglar þeirra eiginijárútreikninga,"
sagði Sólon.
Engar athugasemdir
Þórður Ólafsson, forstöðumaður
Bankaeftirlits Seðlabankans, sagði
að stjórnendur Landsbankans hefðu
gengið á fund Bankaeftirlitsins og
gert því grein fyrir áformum sínum
og forsendum sem þau byggðu á.
Bankaeftirlitið hefði farið yfir málið
og gerði ekki athugasemdir við það.
jg^Hann sagði, að með þessum kaupum
væri bankinn ekki að bijóta reglur
um eiginijárhlutfall, að mati stofn-
unarinnar.
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, sagði í
Morgunblaðinu í gær, að kaupin
myndu ekki hafa nein áhrif á eiginij-
árhlutfall bankans.
HRATT Á SKÍÐUM Mo'*u“/I'
Kísilmálmbræðsla
á Grundartanga?
VERÐI fjórði ofninn byggður við
Járnblendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga eru miklar líkur á að hann
framleiði kísilmálm, en ekki kísiljárn
eins og verksmiðjan framleiðir í dag.
Samningar um þriðja ofninn náðust
eftir að Elkem í Noregi samþykkti
að hækka mat á verðmæti verk-
smiðjunnar um 200 milljónir.
Járnblendiverksmiðjan framleiðir
efni sem á erlendum málum kallast
ferrosilicon. Framleiðslan fer þannig
fram að kvarsi er varpað í bræðslu-
ofn og með rafskautum er því breytt
í efni sem er 75-76% silisíum og
21-22% járn. Silisíum er notað til
að búa til stál. Kísilmálmurinn er
hins vegar málmur sem er meira en
99% silisíum og helst má ekkert járn
vera í málminum. Verðmæti efnisins
fer eftir því hversu lítið er af auka-
efnum í því. Mest af kísilmálmi er
notað í álframleiðslu, en einnig fer
svolítið í magnesíumframleiðslu og
í allskyns silicon-efni.
Dýrari framleiðsla
Vinnsla á kísilmálmi er dýrari en
á kísiljárni. Við vinnsluna er notað
dýrara hráefni, meira rafmagn, en
framleiðslan er líka verðmætari.
Eftirspurn eftir kísilmálmi hefur
aukist hraðar en eftir kísiljárni.
Ástæðurnar eru þær að kísilmálmur
er notaður í fjölbreyttari framleiðslu
og notkun á áli í heiminum vex hrað-
ar en notkun á stáli. Verði kísilmálm-
bræðsluofn byggður á Grundartanga
er talið að það muni styrkja verulega
rekstur Járnblendiverksmiðjunnar.
Fyrir 10 árum voru uppi áform
um að byggja kísilmálmbræðslu á
Reyðarfirði. Verðlækkun á kísil-
málmi á heimsmarkaði og hækkun
á verði dollarans kipptu hins vegar
grundvelli undan framkvæmdum.
■ Elkem hækkaði/4
Órói vegna
mjólkur-
flutninga
VERKFALLSMENN Dags-
brúnar hjá Mjólkursamsölunni
segja að mikið magn mjólkur
hafi verið flutt frá Selfossi á
undanförnum dögum í nokkrar
verelanir í Reykjavík.
Ólafur Ólafsson trúnaðar-
maður Dagsbrúnar, segir mikla
reiði meðal Dagsbrúnarmanna
í garð starfsmanna Mjólkurbús
Flóamanna. Segir hann þá
íhuga að fjölmenna til Selfoss
á mánudag, „til að þakka Flóa-
mönnum fyrir stuðninginn".
Dagsbrún veitti Mjólkur-
samsölunni undanþágu í gær
til að prufukeyra nýja pökkun-
arvél og unnu Dagsbrúnar-
menn sjálfir við pökkun og
dreifingu mjólkurinnar á
sjúkrahús.
Alnetið einna
^ódýrast á Islandi
Árekstur á Suðurlandsvegi
Fimmtán flutt-
ir á slysadeild
Þyrla sótti slasaðan mann til Víkur
AF EVRÓPULÖNDUM er notkun
á alnetinu ódýrust á íslandi og ein-
hver hin ódýrasta innan OECD-
landanna. Af því leiðir einnig áð
notkun alnetsins á íslandi er al-
mennari en víðast hvar í heiminum.
Aðeins Bandaríkin, Ástralía og
Kanada standa íslendingum framar
í notkun á alnetinu.
Þetta kemur fram í skýrslu Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD) sem gefin verður út í næsta
mánuði, og greint er frá í Wall
^ Street Journal sl. fimmtudag. Þar
kemur fram að notendur alnetsins
í löndum þar sem kostnaður við
símþjónustu og alnetstengingu er
hæstur, svo sem í Mexíkó, á írlandi
og í Austurríki, þurfi að greiða allt
að 90 dollara (um 6.400 kr.) á
mánuði en notendur í N-Ameríku
og Ástralíu greiði innan við 30 doll-
ara eða 2.130 kr. á mánuði fyrir
slíka þjónustu. Kostnaður við al-
netstengingu um síma á Islandi er
litlu hærri eða rösklega 35 dollarar
(um 2.500 kr.) á mánuði.
Kostnaður ræður mestu
um notkunina
í WSJ kemur einnig fram að í
Evrópu sé deilt á alnetið fyrir það
að þar séu enskumælandi áhrif og
bandarísk menning allsráðandi. En
skýrslan sýni ótvírætt að það sé
ekki tungumálið heldur kostnaður-
inn sem ráði mestu um það hversu
almenn alnetsnotkunin er.
Þessu til sönnunar er nefnt að
alnetsnotkun á hvern íbúa sé óvíða
almennari heldur en í Finnlandi,
Svíþjóð og á Islandi en þar sé
kostnaðurinn við alnetstengingu
um síma einnig einhver hinn lægsti
í heimi, samkvæmt OECD-skýrsl-
unni.
Kostnaður við alnets-
notkun víða um heim
Kostnað á mánuði í dollurum bæði
fyrir símþjónustu og alnetstengingu.
Miðað er við 20 klst. tengingu á mánuði
yfir hádaginn þegar hæstu gjöld gilda.
0 20$ 40 60 80 100
Mexíkó
írland
Austurríki
Portúgal
Sviss
Þýskaland
Danmörk
Holland
Belgía
Bretland
Tyrkland
Lúxemborg
Nýja-Sjáland
Grikkland
Noregur
Ítalía
Frakkland
Spánn
Japan
Svíþjóð
Finnland
ÍSLAND
Bandaríkin
Ástralía
Kanada
FIMMTÁN manns voru fluttir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
eftir að tveir bílar rákust saman á
Suðurlandsvegi, skammt frá Blá-
fjallaafleggjara, um hádegisbilið í
gær.
Verið var að kanna meiðsl þeirra
um miðjan dag í gær og þá var
ekki fullljóst hversu alvarleg þau
voru.
Yngvi Ólafsson, vakthafandi
læknir á slysadeild, sagði þó að allir
hefðu verið með meðvitund og eng-
inn lífshættulega slasaður.
Lítil fólksflutningabifreið rneð tíu
íþróttamenn innanborðs var á leið í
vesturátt og fólksbifreið með fimm
mönnum á leið austur þegar þær
skullu saman og fóru báðar út af
veginum. Enn er ekki vitað um or-
sök slyssins, að sögn lögreglu í
Kópavogi.
Þyrla LHG sótti slasaðan
mann eftir bílveltu
Þá valt bíll skammt austan við
Vík í Mýrdal um hádegið í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
ökumanninn, en talið var að hann
hefði hlotið bak- og hálsáverka.
Ökumaðurinn, sem var einn í bíln-
um, missti stjórn á honum, og fór
heila veltu. Að sögn Reynis Ragnars-
sonar, lögreglumanns í Vík, var
fljúgandi hálka á veginum þar sem
slysið varð.